Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Qupperneq 38
38 v- ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. LUKKUDAGAR 11. ágúst 23419 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800.- Vinningshafar hringi i síma 91-82580. Kvikmyndahús Bíóborgin Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.05 Krókódila Dundee Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hættulegur vinur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morgan kemur heim Sýnd kl. 7 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 5. 7.30 og 10, Háskólabíó Villtir dagar Sýnd kl. 7. 9 og 11.10. Laugaxásbíó Andaboð Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Gustur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Meiriháttar mál Sýnd kl, 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Hættuförin Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 9.10 og 11.10. Þrir vinir Sýnd kl. 3.10 og 5.10 og 7.10. Hættuástand Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. Otto Endursýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Stjörnubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hættulegur leikur Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! |J UMFEROAR Kvikmyndir Laugarásbíó/Andaborð: Af ógnum andaborðsins Witchboard, bandarísk frá 1986 Leikstjóri og höfundjr: Kevin S. Tennay Framleiðandi: Gerald Geoffrey Myndatökustjóri: Roy H. Wagner Tónlist: Dennis Michael Tenney Aðalhlutverk: Todd Allen, Tawny Kitaen, Stephen Nichols, Kathleen Wilhoite, Burke Byrnes Leikstjóri þessarar myndar, Kevin Tenney, er heldur lítt þekktur en vakti þó athygli fyrir hlut sinn í kvikmyndinni War Games frá árinu 1982 sem hann hlaut Emmy verðlaun fyrir. Önnur mynd sem hann hefur leikstýrt, The Book of Joe, fékk einn- ig Jiokkalegar viðtöku á sínum tíma. I þessari mynd fetar Tenney svo sem ekki frumlegar slóðir, þetta er frekar venjuleg hrollvekja eftir venjulegri uppskrift þar sem aða- lógnvaldurinn er svokallað anda- borð en það minnir einna helst á það sem við köllum andaglas. Þar segir frá parinu Jim og Lindu sem heldur samkvæmi á heimili sínu þangað sem fyrrverandi kærasti Lindu, Brendon, mætir en eins og við má búast eru hann og Jim engir perluvinir. Brendon mætir með andaborð í samkvæmið og brugðið er á leik þar sem sambandi er náð við anda fram- liðins drengs. Linda verður hugfang- in af borðinu sem Brendon skilur eftir og ákveður að kynnast anda þessum betur ein síns liðs. Fyrr en varir fara ógnvænlegir hlutir að ger- ast, andinn fer að ná tökum á henni og hún verður fyrir „vaxandi vél- un“ eins og heldur frumleg þýðing á kvikmyndinni skilgreinir það. Það verður því hlutverk Jims og Bren- dons að reyna að uppræta andann. Það eru nokkrar góða senur í myndinni sem skjóta áhorfendum skelk í bringu en dálítið ber á óvand- virkni eins og þegar ekki varð betur séð en að ein aðalpersónan fengi exi á bólakaf í ennið á sér en þegar lík- ið finnst hefúr sárið færst dátítið neðar, þ.e. í kinnina á henni. Mynda- takan magnar stundum upp and- rúmsloftið, sérstaklega þegar tekið er eins og frá sjónarhóli andans ofan frá og niður á aðalpersónumar. Annars er fátt sem er grípandi við myndina, hún er heldur meinlaus og leikur aðalleikaranna ekkert sérlega eftirtektarverður, hvorki lélegur né góður. Endirinn er síðan þessi sígildi hrollvekjuendir þar sem rekja má orsök ofsóknanna til hússins sjálfs þar sem illi andinn á upptök sín. Og að sjálfsögðu gefur endirinn til- efrii til þess að ætla að ekki hafi tekist að ráða niðurlögum andans. Það má því líklega vænta Anda- borðsins II á næstunni. -BTH Tawny Kitaen í hlutverki Lindu sem verður fyrir áreitni djöfullegs anda gegnum andaborð í kvikmyndinni Witchboard. A ferðalagi Hin stórbrotna náttúrufegurð Ásbyigk Þegar haldið er austur þjóðveg- inn í Kelduhverfi í N-Þingeyjar- sýslu blasir við Ásbyrgi sem án nokkurs vafa er eitt fallegasta náttúrufyrirbrigði íslands. Landið er tiltölulega flatlent hvort sem komið er að austan eða vestan og það er því óvænt og mikil sýn þeg- ar Ásbyrgið, dökkt og mikið hamraþil, opnast allt í einu. Ásbyrgið er eins og skeifa í laginu og er það 3,5 km á lengd inn í botn og 1 km að breidd. í mynni Byrgis- ins er Eyjan svokölluð en hún er standberg sem stendur hátt upp og byrgir sýn til allra átta í Byrginu sjálfu fyrr en komið er nær alveg inn í botn. Ekki eru menn á eitt sáttir um myndun þessa náttúruundurs.. Fyrst var haldið að Ásbyrgi hefði myndast við landsig en nú hallast menn helst að þeirri skýringu að Byrgið hafi myndast við tvö hlaup í Jökulsá og að þetta sé forn farveg- ur árinnar. Síðar hafi Jökulsá skipt um farveg og runnið í um 3 þús. ár í núverandi farvegi, í sínum frægu Jökulsárgljúfrum. I þjóðsögum er myndun Ásbyrgis skýrð á allskemmtilegan máta. Byrgið, sem eins og áður sagði er skeifulaga, á samkvæmt þessari skáldlegu og frumlegu skýringu að hafa myndast þegar guðinn Oðinn var á reið sinni um himingeiminn á hesti sínum Sleipni. Þeir voru á ferð yfir Islandi og drap þá Sleipn- ir niður einum hóf svo fast að hófsporið sést enn þann dag í dag og mun sjást um allar aldir til merkis um komu hins mikla Val- föður til íslands. Eyjan í miðju skeifunnar er hóftungumarkið. Ásbyrgi er skógi vaxið og gróður- sæld er þar mikil í algjöru skjóli hinna 100 m háu hamraveggja á alla vegu. í botni Byrgisins er sérs- taklega falleg tjörn, Botnstjörn, og fuglalífið er litskrúðugt í hömrun- um. Bergmál er mikið inni í Ásbyrgi og jafnast enginn magnari á við björgin sem grípa raddirnar og senda þær margfaldar að styrk- leika út frá sér aftur. Segja má að sjón sé sögu ríkari þegar talað er um Ásbyrgi svo ómögulegt er að lýsa náttúrufegurð þessa tígulega hamrasalar svo að vel fari. I Ásbyrgi voru áður haldin hér- aðsmót og hefur staðurinn lengi verið samkomustaður manna enda tilvalinn staður til slíks. Tjaldstæði er við Ásbyrgi, einnig búð og veit- ingastaður og í nágrenninu er ýmislegt að sjá allt frá Tjörnesi og Kelduhverfi að þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur. Hljóðaklettar og Dettifoss eru á næsta leiti og því ætti enginn að verða svikinn af útilegu á þessum slóðum. Sagt er að engin mynd geti að fullu sýnt hina stórbrotnu fegurð Ás- byrgis. Fólk verður sjálft að fara á staðinn, skoða og sannfærást. Útvarp - Sjónvarp DV Stöð 2 kl. 21.45: Lukku-Láka Datton Hinsta ferð Dalton klíkunnar heitir bandarísk mynd sem sýnd verður á Stöð 2 i kvöld. Margir af yngri og eflaust þeir af þeirri eldri kynslóðinni ættu að kannast við þetta skæða gengi úr Lukku-Láka bókunum sem brjáluðu bófana. Dalton bræðumir úr villta vestr- inu voru aðstoðarmenn John Frit- gengið patrick en þeir uppgvötuðu að hrossaþjófnaður átti betur við þá og sögðu sig úr lögum við samfélagið. 1 hlutverki Dalton bræðra eru Jack Palance, Larry Wilcox, Dale Robertson, Bo Hopkins, Sharon Far- rell og Randy Quaid. Leikstjóri Dan Curtis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.