Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Fréttir Galdra-Loftur á fjalirnar í París „Auðvitað er þetta áhættuspil hjá okkur en við erum hvergi bangnar. Fjárhagsdæmið gæti að vísu orðið dálítið snúið en við erum bjartsýn- ar,“ sagði Ragnheiður Ásgeirsdóttir sem ásamt Sigríði Gunnarsdóttur ætla að færa upp leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Galdra-Loft, í París í haust. Ragnheiður mun leikstýra verkinu en hún er leikhúsfræðingur að mennt og stundaði leikhúsfræðinám í París. Sigríður hefur numið leik- húsfræðiogleikhst í París undanfar- in ár og mun hún fhra með hlutverk Steinunnar í uppfærslunni í París. Við völdum Galdra-Loft vegna þess að þetta er klassískt, íslenskt verk og mjög fallegt. Þá vissum við að verkið var til í franskri þýðingu og leikritið var sýnt í París 1920. Sú sýning þótti heldur léleg og stirð enda var þýðingin ekki góð. Við höfum þvf látið þýða Galdra-Loft aftur á frönsku og er þýðandinn Gérard Lemarquis." í uppfærslunni í París verða felldar út allar aukapersónur leikritsins og eftir standa aðeins Loftur, Steinunn, Dísa og ólafixr. Lárus Grímsson hef- ur samið tónlistina við þessa uppfærslu Galdra-Lofts og Sigrún Úlfarsdóttir sér um leikmynd og búninga. En er ekki dýrt.að færa upp leik- rit svona upp á eigin spýtur? „ Jú, þetta er kostnaðarsamt og því verðum við að leita til fýrirtækja og stofnana eftir aðstoð. Við höfum þegar fengið góða aðstoð frá sendi- ráðinu í París og Flugleiðum og fengið frekar jákvæðar undirtektir hjá fyrirtækjum. En ef við sitjum bara og bíðum eflár að fjármagnið komi upp í hendumar á okkur verð- ur aldrei neitt úr neinu. Það gerist aldrei neitt nema maður taki áhættu,“ sagði Ragnheiður. Galdra-Loftur verður sýndur í Théatre Arcane og verður fyrsta sýningin 13. nóvember. Tvær sýning- ar verða á dag og verða þær alls þrettán. ATA Sigurður Óskarsson, verkstjóri hjá Sæbliki.fyrir framan kassa af rækju.Sú rauða hefur gerbreytt atvinnuástandinu á Kópaskeri. DV á Kópaskeri: Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggð Sparisjóösbækurób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sp, Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsógn 16-20 Ib.Vb. Úb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél 18mán. uppsögn 25.5-27 Ib.Bb Tékkareikningar 4-8 Allir nema Sb.Vb Sér-tékkareikningar 4—15 Ab.lb. Innlán verðtryggð Vb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3-4 Ab.Úb Innlán meo sérkjörum 14-24.32 Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5.5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 7.5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2.5-3.5 Vb Danskar krónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-28.5 Lb.Bb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 30-30.5 eða kge Almenn skuldabréf 29-31 Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 30 Allir Utlan verðtryggð Skuldabréf 8-9 Ab.Lb. Útlán til framleiðslu Sb.Vb isl. krónur 25-29 Úb SDR 7,75-8 Bb.Lb. Úb.Vb Bandarikjadalir 8.5-8.75 Bb.Lb, Úb.Vb Sterlingspund 10-10,75 Vestur-þýsk mörk 5,25-5.75 3.5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 40.8 MEÐALVEXTIR Överðtr. ágúst 87 28.8 Verðtr. ágúst 87 8.1% VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 1743 stig Byggingavisitala ágúst (2) 321 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjár- festingarfélaginu): Ávöxtunarbréf 1.2084 Einingabréf 1 2.231 Einingabréf 2 1.319 Einingabréf 3 1,385 Fjölbjóðabréf 1.060 Kjarabréf 2.226 Lifeyrisbréf 1.122 Markbréf 1.109 Sjóðsbréf 1 1.089 Sjóðsbréf 2 1.089 Tekjubréf 1.206 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 276 kr. Flugleiðir 190kr Hampiðjan 118kr. Hlutabr.sjóðurinn 117kr. Iðnaðarbankinn 141 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 124 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2) Byggingarvlsitala var sett á 100 þann 1. júli, en þá var hún i 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. Safnar Hjálparstofhun verkfærum? „Þetta hefur ekki komið til tals hérlendis mér vitandi. Hins vegar líst mér ekki illa á þetta og við munum eflaust íhuga þetta gaum- gæfílega. Það verður þó að vera fyrst og fremst tryggt að hinn end- inn sé í lagi. Það er að söfnunar- hlutunum verði dreift til þeirra sem eiga að nota þá,“ sagði Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. I nýjasta tölublaði Vinnunnar er sagt frá félagsskap í Bretlandi sem nefnir sig „Tools for Self Rel- iance“ eða Verkfæri til sjálfshjálp- ar. Félagsskapurinn safnar ónotuðum handverkfærum meðal íbúa Bretlands, lagfærir þau og sendir síðan þangað sem krefjandi þörf er fyrir þau. Forsvarsmenn félagsskaparins telja að um eitt handverkfæri liggi að meðaltali ónotað á hverju heimili. Þannig sé hægt að gefa verkfæri, sem annars lægju undir skemmdum, auk þess sem lítil hætta er á að þessi tegund aðstoðar lendi inni á svissneskum bankareikningi spillts embættis- manns. Sigríður sagði að þessi hugmynd og framtak Bretanna væri íhugun- arefni og hugsanlega mætti fylgja þeirra fordæmi en það þyrfti að skoða mjög vel. Nú í lok ágúst væri ráðgerð söfnun á fötum fyrir fólk í Mozambique. Þar væri ástandið mjög slæmt, ekki bara hungur heldur líka kuldi. -JFJ Sú rauða heldur vinnunni uppi Jón G. Hauksson, DV, Akureyii Sigurður Óskarsson, verkstjóri hjá rækjuverksmiðjunni Sæbliki á Kópa- skeri, segir að allt athafnalíf staðarins hafi tekið kipp í vor eftir að rækjubát- urinn Ami á Bakka kom. „Atvinnu- ástandið var mjög slæmt héma í vetur, það hefur sjaldan verið eins dauft.“ Að sögn Sigurðar er unnið oftast til sjö og sundum á laugardögum. „Við vinnum helst ekki á sunnudögum." Rækjan frá Kópaskeri fer mest til Bretlands að sögn Sigurðar. Verðið fyrir kólóið af henni er 350 krónur og er það verulega lægra en í fyrra. Rækjubáturinn Ámi á Bakka í höfn á Kópaske og hefur veitt vel í sumar. DV-myndir JGH >m til Kópaskers i vor Viðtalið „V aldi ta íknilegu i hlið- ina i á lan< dbúnaðinum - segir Magnús Sigsteinsson, framkvæmdasljóri BÚ ’87 „Ég hef starfað sem byggingar- og bútækniráðunautur hjá Búnaðarfé- lagi íslands undanfarin ár og þetta er í fyrsta skipti sem ég tek að mér framkvæmdastjórastarf á landbún- aðarsýningu fyrir utan að hafa umsjón með landbúnaðardeildinni á Þróunarsýningunni ’74. Þetta er mest skipulagningarstarf enda er sýningin geysifjölbreytt og mikið að gerast á hverjum degi,“ segir Magn- ús Sigsteinsson, framkvæmdastjóri landbúnaðarsýningarinnar BÚ ’87 sem stendur nú yfir í reiðhöllinni í Víðidal. En það er ekki eina nýja staðan sem Magnús er í þessa dagana því fyrir skömmu færðist hann úr stöðu oddvita Mosfellshrepps yfir í forseta bæjarstjómar Mosfellsbæjar þegar bærinn hlaut kaupstaðarréttindi þann 9. ágúst sl. Magnús er 43 ára gamall, fæddur 16. apríl árið 1944. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964. Árið 1969 útskrifaðist hann frá landbúnaðarháskólanum í Ási af tæknibraut. Magnús er kvæntur Mörtu Guðrúnu Sigurðard- óttur sem starfar á Reykjalundi. Eiga þau fjögur böm, 17,14 og 9 ára gamla syni og 5 ára gamla dóttur. „Ég er innfæddur Mosfellingur, ólst upp á myndarbóndabýli sem for- eldrar mínir ráku að Blikastöðum í Mosfellssveit. Það má segja að það sé ættarsetur fjölskyldunnar því for- eldrar mínir tóku við af afa mínum, Magnúsi Þorlákssyni, sem keypti jörðina árið 1908 að mig minnir. Þetta var stórt bú allt fram til 1972 með um sjötíu mjólkandi kýr þegar Magnús Sigsteinsson, fram- kvæmdastjóri landbúnaðarsýning- arinnar Bú '87 og nýorðinn forseti bæjarstjómar Mosfellsbæjar. DV-mynd JAK mest var. - Þú hefur ekki lagt búskapinn fyrir þig? Nei, ég hafði ekki áhuga á því að vera með kúabúskap. Eiginlega hef ég meiri áhuga á tæknilegu hliðinni á landbúnaðinum og um það snerist nám mitt að mestu. Búskapur hefur því lagst niður að Blikastöðum í dag en við í fjölskyldunni heyjum þó á jörðinni og seljum heyið og gefum það þeim hestum sem við eigum en við eigum átta hross. Það er þvf okkar helsta tómstundagaman að bregða okkur í útreiðartúr þegar við fáum frí frá þessu daglega stússi í þessu stórgóða útreiðarlandi, Mos- fellssveitinni," sagði Magnús að lokum. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.