Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. 13 Er Eiður Rússakommi? Það er alkunna að stórhuga stjómmálamenn í gegnum tíðina hafa ávallt leitað róta hins illa í þjóð- félögum sínum í þeirri von að þær megi uppræta og sá komum réttlæt- isins þeirra í stað. Fjarlægja hinar morknu rætur fúllyndis, spillingar og ranglætis, en hlú að frjóöngum manneskjulegs þjóðfélags þess i stað. íslenskir stjómmálamenn em sem betur fer ekki í miklu frábmgðnir kollegum sínum erlendis í þessu eíhi enda em þeir komnir af ekki minni mönnum en Agli Skallagrímssyni, Skarphéðni Njálssyni, Gunnari Há- mundarsyni og ekki má gleyma Hallgerði langbrók. Allt valinkunnir umbótamenn. Eiður gegn tilfinningum Af skrifum eins stjómmálamanns þjóðarinnar, Eiðs Guðnasonar, má ráða að hann telur sig hafa fundið rótina römmu og að vonum varar hann við ófögnuðinum. Hann hefur nefnilega fundið orsök martraðar- innar sem truflar umbótadrauma stjómmálamanna - tilfinningalífið. Tilfinningar lúta ekki rökum, sagði Eiður Guðnason í DV-grein á dögun- um. Ekki nóg með það, tilfinningar ógna sjálfstæði og reisn íslensku þjóðarinnar að mati hans. Tilfinn- ingar hunsa „vísindalegt mat á staðreyndum". Tilfinningamar vemda hvalinn. Það er von að um- bótasinnaðir menn eins og Eiður Guðnason lendi í þeim nauðum rök- hyggjunnar að hafna tilfinningum sem óæskilegum og skaðlegum hluta þess veruleika sem við lifum við. En skyggnumst nú ögn betur niður í djúp þeirrar alvöm sem þingmaður- inn hefur kafað í með þeim árangri Kjallaiiim Hrannar B. Arnarsson nemi sem við sáum á dögunum. Eiður kemst að þeirri niðurstöðu að ein ástæða þess að meirihluti þjóða á alþjóðavettvangi vill stöðva hvala- dráp um nokkurra ára skeið sé sú að fólkið beri sterkari tilfinningar til lífríkisins heldur en t.d. þingmað- ur Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Fókið ber heitar tilfinningar í brjósti gagnvart því lífríki sem á að vera fjölbreytt þar sem þeir eiga að geta búið saman í vissri sátt og sam- lyndi; hvalur, hundur og Eiður, blóm og tré og grösin græn. Vilja ekki stefria þessu harmoníi í hættu t.d. með því að taka fram yfir hagsmuni heildarinnar í lífríkinu, gróðamögu- leika einstakra manna, fyrirtækja eða ríkja. Kafbáturinn og hvalurinn Tilfinningar gegn rökum? Ef rökin em einungis hagræn má með rök- rænum hætti vísa þeim á bug. Jósef Stalín, sem líka þóttist vera jafiiað- armaður, vísaði einnig tilfinningum á bug þegar hann stóð fyrir þjóð- flutningum af því hagræn rök mæltu með þeim. Enginn getur mælt slíku framferði bót með góðum tilfinn- ingarökum þó vafalítið megi finna þjóðhagslega réttlætingu á mæli- stiku krónunnar og rúblunnar fyrir slíku. Þannig mætti snúa út úr fyrir Eiði og leiða rök að því að hann væri Rússakommi. Auðvitað veit ég að svo er ekki, Eiður er mesti ágætis- maður og hefur margsinnis varað við hættunni af rússneskum kaf- bátum og herskipum í Norður-Atl- antshafi. Færi betur á þvi að hann léti sér jafn annt um blessaðan hval- inn, þessa óborganlegu skepnu jarðar, þetta dýrafræðilega skyld- menni formanns þingflokks Alþýðu- flokksins. Tilfinningar eru ekki síður rök í málum sem varða náttúruna heldur en t.d. vísindalegar líkur á meiri gróða. Öllu mannfólki, Eiði líka, farnaðist betur ef grannt væri hlust- að á tilfinningar. Rök lífsins eru líka tilfinningaleg. Eftir texta Eiðs mætti draga þá ályktun að hann hefði nokkuð einhliða tilfinningalega reynslu. sorgarinnar. Hann þyrfti að kynnast breiðara tilfinningalífi, kanna djúp gleðinnar til jafiis við hinar dökku hliðar. Út úr miðaldamyrkrinu Það er leiðigjam vani ýmissa góðra þrætubókarmanna að kalla eigin málflutning málefrialegan, rök- rænan, vísindalegan og réttan en segja mál þeirra sem þeir eru ósam- mála bull og endaleysu. Þetta gerðu Rússakommamir og Eiður dettur einnig í þennan pyttinn. Hann segir einkenna yfirlýsingu íslenskra líf- fræðinga að þar séu „ekki rök heldur tilfinningar". Og fullyrðingasemin hvergi spöruð: „I yfirlýsingu þeirra er lagst gegn þekkingaröflun og rannsóknum. Hún ber keim af mið- aldamyrkri og andstöðu við þekk- ingarleit." Varla meinar þingmaðurinn það í alvöru að íslenskir náttúruvísinda- menn séu andsnúnir meiri þekkingu, héma hlýtur skapið að hlaupa með þingmanninn í gönur. Mér hefur verið kennt að fyrirgefa og fyrirgef Eiði. Mér er sagt að frímúrarar rækti mjög „miðaldaspeki" og þar með vissa virðingu gagnvart þeim sem eru á öðm máli. Ef þetta er rétt, þá hefur sú kennsla eitthvað fallið í grýttan jarðveg þar sem þingmaður- inn sat í stúkunni. En við hvalvemd- armenn hljótum að óska þess að Eiður eigi eftir að sjá ljósið út úr miðaldamyrkrinu og hann fái ein- hvem tíma notið björtu hliðanna í mannlífi - og í lífríkinu öllu. Með frómri ósk og kveðjum. Hrannar B. Arnarsson „Rök lífsins eru líka tilfínningaleg. Eftir texta Eiðs mætti draga þá ályktun að hann hefði nokkuð einhliða tilfinningalega reynslu sorgarinnar. Hann þyrfti að kynn- ast breiðara tilfínningalífi, kanna djúp gleðinnar til jafns við hinar dökku hliðar.“ ...við hvalvemdarmenn hljótum að óska þess að Eiður eigi eftir að sjá Ijósið út úr miðaldamyrkrinu - og hann (ái einhvem tíma notið björtu hliðanna í mannlifi og í lífrfk- inu öllu.“ Heiðarlegur alþingismaður eða pólitískur loddari? Einn þeirra alþingsmanna sem ég hef haft verulegt álit á á undanföm- um árum er Jóhanna Sigurðardóttir, sem nýlega er orðinn félagsmálaráð- herra. Hún hefur barist fyrir umbótum í húsnæðismálunum sér- staklega og reyndar fleiri þörfum málum. Hún hefur verið dugleg að halda ræður á alþingi um áhugamál sín. Þó hefúr stundum hvarílað að mér að hún væri meira í þessu til að auglýsa ágæti sitt sem alþingis- maður en til að styðja góð mál og koma þeim farssællega í höfn. Þegar líða tók að kosningum á síðasta vori þrástagaðist hún á því að húsnæðislánakerfið væri hrunið. Það verður vart um deilt að nýja húsnæðislánalöggjöfin er mikið framfaraspor fyrir húsbyggjendur, enda stóðu að henni auk fyrrverandi félagsmálaráðherra, alþýðusam- bandið og vinnuveitendasambandið. Hinu er ekki að neita að á henni eru margir stórir gallar, en ef góður vilji er fyrir hendi ætti félagsmálaráð- herra að geta sniðið af löggjöfinni verstu gallana. En mér finnst hún hafa að undanfömu í fjölmiðlum lagt mesta áherslu á að sanna áróður sinn fyrir síðustu kosningar, að hús- næðislánakerfið væri hmnið, en minna reynt að benda á þá galla sem þarf að sníða af þessari löggjöf. Meðalgreindir menn? Jóhanna mætti vel muna að þegar Alþýðuflokkurinn var í stjóm 1978 til 1979 barðist hann af mikilli hörku fyrir því að öll lán væm vísitölu- tryggð. Það var að vísu réttlætismál en viðmiðunin var alröng. Enda kom fljótt í ljós að lánskjaravísitalan var í engu samræmi við kaupgjaldsvísi- töluna. Og þó menn borguðu skilvís- lega af húsnæðislánum sínum, hækkuðu eftirstöðvar lánanna stór- lega ár frá ári. En með nýju húsnæðislánalöggjöfinni hækkuðu Kjallaiiim Sigurður Lárusson bóndi Gilsá, Breiðdal lánin úr um það bil 30%, ef ég man rétt, í allt að 80%. Auk þess sem rík- ið greiddi niður vextina um 3% og lánstími var lengdur úr 26 árum í 40 ár. Það hefði því engum meðal- greindum manni átt að koma á óvart þó lánsumsóknir hrúguðust upp og menn sæju að langir biðlistar mundu myndast svo að ef menn ætluðu að byggja sér íbúð eftir tvö til þrjú ár þá væri nauðsynlegt að draga ekki lengi að leggja inn lánsumsóknir. Jóhanna brugðist Ég geri meiri kröfur til ráðherra um vandaðan málflutning en óbreyttra þingmanna. Þessu finnst mér Jóhanna Sigurðardóttir hafa brugðist. Að mínu áliti eiga ráð- herrar fyrst og fremst að vera ábyrgir og heiðarlegir í störfum en ekki nota fjölmiðlana, útvarp og sjónvarp, til að auglýsa sjálfa sig og reyna að sanna að það sem þeir sögðu í hita kosningabardagans sé allt rétt og satt. Eins og ég veit að áður bötnuðu kjör húsbyggjenda svo mikið að áður nefiid lög að vonlaust var að hægt væri að fullnægja öllum umnsóknum á einu eða tveimur árum, að minnsta kosti ef ekki væru gerðar verulegar leiðréttingar á lögunum og það sem allra fyrst. Ríkið hefur einfaldlega ekki fjármagn til að ausa ótakmörk- uðu fjármagni í íbúðabyggingar og væri það hægt veldur það um leið gífurlegri spennu á vinnumarkaðn- um og stórfelldri verðbólgu. Þar að auki mundi það stuðla að miklu hraðari upphyggingu hér á suðvest urhominu og draga að sér fólk af landsbyggðinni. Allir í Reykjavík í síðustu kosningabaráttu þóttist Alþýðuflokkurinn ætla að stuðla að aukinni uppbyggingu á landsbyggð- inni og átaldi mjög fyrrverandi stjómarflokka fyrir getuleysi í þeim málum. Svo þegar stjómin var loks mynd- uð kom í ljós að allir þingmenn Alþýðuflokksins vom úr Reykjavik, en hinir 7 þingmenn flokksins úr öðrum kjördæmum fundu ekki náð fyrir æðstu ráðamönnum flokksins. Er nokkur furða þó sá grunur læðist að mörgum að Alþýðuflokkurinn sé fyrst og fremst flokkur Reykvíkinga. Þetta mun koma enn betur í ljós þegar fjámiálaráðherra Alþýðu- flokksins fer að semja næstu fjárlög. Alþýðuflokkurinn hefur mikið tal- að og skrifað um skattamál og lagt áherslu á að uppræta þyrfti hin miklu skattsvik sem allir vita að hafa lengi viðgengist hér á landi. Ég man ekki betur en að það skipti milljörðum sem hann taldi að væm sviknar undan skatti í fyrra. Nú hefur flokksformaðurinn þessi mál í sínum höndum. Ekki hef ég heyrt ennþá að hann hafi í hyggju neinar róttækar ráðstafanir í þeim málum. Ég hef ekki heyrt að í gang sé kom- inn nein herferð til að leita uppi stærstu skattsvikarana. Þó em til aðilar í landinu sem byggja upp at- vinnurekstur fyrir mörg hundrnð milljónir á einu eða tveimur árum og nefrii ég að handahófi nokkra þessa aðila: Hótel Örk í Hveragerði, Hagkaup í Reykjavík, bensínsstöðv- ar olífélagsins Shell um allt land og svona mætti halda áfram að telja. Ekki má ég þó sleppa Seðlabanka- höllinni. Mér er spum. Hvaðan hafa þessir aðilar peninga til að ráðast í þessi stórvirki? Er það af eigin vinnu? Em það innlend bankalán? Eða er það að mestu leyti fyrir er- lent fjármagn? Svari sá sem veit. Er hugsanlegt að eitthvað að þessu hafi verið gert fyrir tekjur sem aldr- ei vom taldar fram? Skattamálin Ef dæma má af ummælum fjíirmála- ráðherra nýlega í ríkisútvarpinu þá em hans ráð nú að lækka söluskatt með því að afnema undanþágur frá söluskatti. Með öðrum orðum, leggja nýjan neysluskatt á almennar neysluvörur meðal annars landbún- aðarafúrðir. Nú á sem sé að greiða landbúnaðinum rothöggið sem ráð- herrann hefúr lengi dreymt um. Á síðastliðnum vetri var gerð könn- un á tekjum einstakra stétta, mig minnir að það hafi verið virt stofriun sem gerði þennan samanburð. Athug- unin leiddi í ljós að bændur vom langtekjulægsta stéttin. Ætlar nú jafhaðarmannaforinginn að ráðst fyrst og fremst á þessa stétt þegar hann semur drög á fjárlögum næsta árs. Það finnst mér vera í mikilli mótsögn af manni sem telur sig form- ann jafnaðarmanna á íslandi. Vandinn við fjárlögin Það er mikill vandi að semja og setja fjáriög { hveiju landi. Mér finnst engan þurfa að undra þó vem- lega muni í áætluðum sköttum og því sem raunverulega kemur út úr framtölum manna hjá skattstofunni. Árið 1986 gerðist það að þegar skatt- skrár vom birtar reyndust tekjur ríkissjóðs vera um 800 milljónum krónum hærri en áætlað var í fjár- lögum. Mér fannst þetta vera gleði- leg tíðindi og sýndu að tekjur fólksins væm vemlega meiri en gert var ráð fyrir. En hvað gerðist? Stjómarandstaðan hrópaði í einum kór, stjómin hefúr hækkað skattana. Við krefjumst þess að hún skili skattgreiðendunum þessum 800 milljón krónum aftur. Nú er nýbúið að leggja fram skattskrár. Þá kemur í ljós að 300 milljónir vantar á að skatturinn reynist jafn hár og hann var áætlaður í járlögum fyrir 1987. Nú bregður svo við að ekki heyrist í nokkrum manni stjómarandstöð- unnar 1986 sem heimtar að lagður verði á 300 milljón króna aukaskatt- ur. Þessa menn kalla ég pólitíska loddara. Ef það hefði verið rétt að lækka skattinn um 800 milljónir í fyrra, er með sömu rökum rétt að hækka hann um 300 milljónir nú. Stjóm- málamenn, sýnið meira samræmi í orðum og gjörðum því aðeins mun fólkið treysta ykkur. Sigurður Lárusson „Ég geri meiri kröfur til ráðherra um vand- aðan málflutning en óbreyttra þing- manna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.