Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. 11 Utiönd Danir kjósa í september Haukur L. Hauksson, DV, KaupmannahöfrL Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, kom ófáum í opna skjöldu í gær með því að boða til kosninga 8. september næstkomandi. Hafði þingið verið kallað sérstaklega saman til að afgreiða lagafrumvörp er eiga að stöðva vinnudeilu tölvufólks hjá hinu opinhera annars vegar og lækna- sérfræðinga hins vegar. En áður en þingfundir hófust boðaði forsætisráðherra til kosninga og bað síðan þingið að hefja störf samkvæmt áætlun. Þar með braut hann blað í dönskum þingræðishefðum en ekki hefur áður þekkst þar að þing hefji störf eftir að sto&iað hefur verið til kosninga. Áframhaldandi seta ríkisstjómar- innar, þrátt fyrir minnihluta á þingi í mikilvægum málum eins og efhahags- og vamarmálum, þykir heldur ekki vera samkvæmt viðteknum hefðum svo Schlúter er ekki óvanur að fara eigin leiðir. Lagalega er ekkert við það að athuga en þingið er starfhæft þar til ný kosningaúrslit liggja fyrir. Svend Jakobsen, forseti þingsins, hafði uppi efasemdir varðandi siðferð- islega hlið málsins þar sem boðað var til kosninga með afar stuttum fyrir- vara og um leið séð til þess að þingið væri við störf hluta kosningabarátt- unnar. Jafhaðarmaðurinn Svend Auken talaði um suður-amerískar að- ferðir og vísaði þá meðal annars til kænsku forsætisráðherrans, að koma aftan að stjómarandstöðunni og nota sér óheppilega stöðu jafhaðarmanna. Anker Jörgensen var í Búlgaríu og annar forystumanna flokksins var í Indlandi þegar kosningar vom boðað- ar. Jafhaðarmenn halda auk þess ársfund sinn helgina 5. og 6. septemb- er og vegna reglna um tíma stjóm- málaflokka í sjónvarpi rétt fyrir kosningar birtist ekkert frá þeim fundi á skjánum. Annars var ánægja og um leið léttir í þinginu vegna komandi kosninga. Hjá aðilum viðskiptalífsins og vinnumarkaðarins var einnig um óblandna ánægju að ræða. Efhahagsleg óvissa hefur legið yfir stjómmála- og atvinnulífinu undan- farið. Þótti séð að stefha ríkisstjómar- innar hafði beðið nokkum hnekki og því stórverkefiii framundan. Greiðslu- hallann við útlönd, aukið atvinnuleysi og versnandi samkeppnisstöðu Dana ber hæst á verkefiialistanum. Schluter gerði sér grein fyrir því að ástandið myndi versna fram að áramótum og til að geta tekið á vandamálunum með ákveðni væri best að hreinsa loftið á vettvangi stjómmálanna sem fyrst. Fyrir núverandi ársfjórðung em efiiahagstölumar þó ekki svo slæmar og því tilvalinn tími til kosninga en eins og forsætisráðherra sagði sjálfur: „Það er ófært að vaða lengur í pólit- ískri óvissu varðandi efhahagsmálin. Slá þarf sem fyrst föstu hver stjóma eigi næstu árin. Kosningar nú koma í veg fyrir langvarandi skítkast milli stjómmálamanna og við þingsetningu í október verður hægt að einbeita sér að biýnustu verkefhum í stað þess að hugsa um kosningar í nóvember." í danska þinginu em 179 sæti. í kom- andi kosningum bjóða fleiri flokkar fram en nokkm sinni fyrr eða 16. Þar af em 9 á þingi. Til að fá mann kjör- inn þarf minnst 2 prósent atkvæðanna. Skoðanakannanir spá allar auknu fylgi Sósíalíska þjóðarílokksins sem verður líklega þriðji stærsti flokkur- inn eftir kosningar. Þingflokkar eins og Vinstri sósíalistar og stjómarflokk- urinn Kristilegi þjóðarflokkurinn munu líklegast beijast við 2 prósent mörkin. Óvissa í spánum orsakast meðal annars af 300 þúsund nýjum kjósendum. Vangaveltur um komandi stjóm em margvíslegar en ganga þó mikið út á fjögurra flokka stjóm eins og nú er væri háð stuðningi Framfaraflokksins sem er yst til hægri. Þykir það ekki óhugsandi möguleiki vegna spár um fylgisaukningu Framfaraflokksins. Ef núverandi stjóm ásamt stuðnings- flokki sínum, Róttæka vinstri flokkn- um, fær þingmeirihluta mun núverandi stjóm halda sjálfkrafa áfram. En hver sem samsetningin verður á borgaravængnum þá mun forsætisráðherra hans heita Poul Schlúter. í kosningabaráttu borgaraflokk- anna verður varað við rauðri ríkis- stjóm jafriaðarmanna og Sósíalíska þjóðarílokksins sem þá yrði undir for- ystu Anker Jörgensens. Em þetta örlagakosningar fyrir Anker þar sem flestir em sammála um að ef hann tapar á ný eigi hann að draga sig í hlé og leyfa nýju fólki að komast til valda í Jafhaðarmannaflokknum. Danir hafa fengið nýja ríkisstjóm annað hvert ár að meðaltali frá stríðs- lokum. Núverandi ríkisstjóm hefur þvi setið lengi á danskan mælikvarða eða frá 1982, það er að segja miðað við borgaralegu flokkana, og Poul Schlúter lengst allra borgaralegra stjómmálamanna í Danmörku á þess- ari öld. Eftir að orðin atvinnuleysi, fjárlög, skattaálögur, fátækt, flóttafólk og fleiri hafa bergmálað á heimilum Dana og ekki síst í eyrum 300 þúsund nýrra kjósenda næstu þijár vikur verður séð hvort Poul Schlúter hefur verið svo kænn að boða til kosninga nú eða hvort hann fellur á eigin bragði. Rotei 1080rafeindastýrðkr. 11.900, staðgrekJd 11.300. Rotel 1060 rafeindastýrð kr. 10.900, staðgreidd 10.355. Rotei 1030 stillanlegt sog kr. 8900, staðgreidd 8450. Svissneskar glæsilegar ryksugur. Láttu sumartilboðið ekki fara fram hjá þér. Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, sími 91-622900. Poul Schliiter, forsaetisráðherra Dana, gerði sér grein fyrir að ástandið í Dan- mörku myndi versna fram að áramótum. Þvi væri best að hreinsa loftið á vettvangi stjómmálanna sem fyrst. sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast við fyrsta vinning næst Spáðu í það! Lottó 5/32 Upplýsingasími: 685111 KYNNINGARÞJONUSTAN MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.