Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. LUKKUDAGAR 19. ágúst 74879 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. NORRÆNA AFRÍKUSTOFNUNIN auglýsir hér með: - FERÐASTYRKI til rannsókna í Afríku. Umsóknir þurfa að berast stofnunni í síðasta lagi 30/9 1987. - NÁMSSTYRKI til náms við bókasafn stofnunarinnar tímabilið janúar - júní 1 988. Síðasti umsóknardagur 1/11 1987. Upplýsingar í síma (0) 18-155480, Uppsala eða í pósthólfi 1703, 751 47 Uppsala. Kvikmyndahús Bíóborg Bíóborgin Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 Krókódila Dundee Sýnd kl. 5 og 7. Bláa Betty Sýnd kl. 9 og 11.10. Bíóhúsið Um miðnætti Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hættulegur vinur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morgan kemur heim Sýnd kl. 7 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Háskólabíó Villtir dagar Sýnd kl. 7, 9 og 11.10. Laugarásbíó Foli Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Andaboð Sýndkl. 5, 7, 9og11 Bönnuð innan 16 ára. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Kvennabúrio Sýnd ki. 3, 5.20, 9 og 11.15. Hættuförin Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15 Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15. Þrír vinir Sýnd kl. 3.10 og 5.10. Draugaleg brúðkaupsferð Sýnd kl. 7.10, 9.10 og 11.10. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.05 og 11.15. r> Herbergi með útsýni ' Sýnd kl. 7. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. Kvikmyndir_________________ Bíóhúsið/Um miðnætti: Sveiflan í hámarki Round Midnight Framteiðandi Irwin Winkler Leikstjóri: Bertrand Tavemier Handrit David Rayfel Tónllst Herbie Hancock Aðalhlutvertc Dexter Gordon, Francois CluzeL Gabrielle Haker, Sandra R. Phlllips, Lonette Mckee, Cristine Pascal og Herbie Hancock Það er erfitt að lýsa tónlist og erfitt að skilgreina ást, þess vegna er er- fitt að lýsa tónlistarást sem Francis Borier, leikinn af Francois Cluzet, hafði á Dale Tumer (Dexter Gordon) í myndinni Um miðnætti. Þeirra samband er um margt sérstakt. Tvær persónur sem lífið er andsnúið finna samleið í gegn um listina. Francis er langt niðri er kona hans fer frá honum og dóttur þeirra. Hon- um gengur illa að sinna list sinni og er niðurbrotinn maður. Að sama skapi unir Dale Tumer, vel þekktur tenórsaxófón- eða saxófónleikari, sér ekki vel. Hann flytur yfir hafið til Parísar sem er listamiðstöð heimsins á flestum sviðum. Þar gengur honum vel að hafa sig í frammi nema hvað hann á við drykkjuvandamál að stríða og þarf að líta eftir honum sem bami. Leiðir þeirra hggja saman á djassklúbbnum og tekst með þeim innilegur vinskapur og virðing fyrir hvor öðrum. Francis segir Dale hafa breytt lífi sínu með tónlist sinni og Dale leiðist af drykkjubrautinni með hjálp Francis. Leiksvið myndarinnar er ekta, djassbúlla í skuggalegu umhverfi, þröngar götur og barir á hverju götuhomi. Sveiflan er í há- marki. Þetta er í megindráttum söguþráð- ur myndarinnar, ekki ýkja merkileg- ur en nær samt tilgangi sínum og snertir mann djúpt. Hins vegar er það tónlistin sem skiptir meginmáli í myndinni eða samspil hennar og vináttu þeirra félaga. Leikstjórinn, Bertrand Taveiner, heldur vel utan um efnið og nær að koma boðskapn- um á framfæri með góðri samvinnu við Herbie Hancock sem sá um tón- listarhlið myndarinnar. Djassinn er hreint út sagt stórgóður og unun að hlusta á enda ekki við öðm að bú- ast. Leikur Dexter Gordon er stór- góður hvort sem hann er að leika sjálfan sig eða ekki. Francois Cluzet er einnig mjög góður ásamt öðrum sem að myndinni standa. Undirrituð hvetur alla þá sem gaman hafa af góðum djassi til að sjá Um miðnætti. -GKr Á feröalagi Merkisprestssetrið og kirkjustaðurinn Staðastaður Á sunnanverðu Snæfellsnesi, eftir Staðarsveitinni endilangri, liggur svokallaður Ölduhryggur sem er gamall fjörukambur frá því að sjáv- armál stóð allmiklu hærra en nú er eða fyrir um 10 þúsund árum. Aðal- leiðin um Staðarsveitina nú og til foma liggur eftir þessum malar- kambi. Á Ölduhiygg stendur hinn fomi kirkjustaður og prestssetur Staðastaður sem Staðarsveitin heitir eftir. Margar prestssetursjarðir á fslandi bera heitið Staður en vegna þess að Staður á Ölduhrygg hefur frá önd- verðu verið hin mesta hlunnindajörð og því tekjuhæsti og eftirsóttasti staðurinn, neftidist hann Staðastað- ur. Talið er að Ari fróði Þorgilsson, faðir íslenskrar sagnaritunar, hafi búið að Staðastað en hann „ritaði fyrstur manna hér á landi á norrænu máli, fræði bæði foma og nýja“ að sögn Snorra Sturlusonar. Þama bjuggu einnig þeir feðgar Þórður Sturluson, bróðir Snorra, og Sturla Þórðarson lögmaður. Á Staðastað hafa ætíð setið miklir merkisprestar og hafa íjórir þeirra orðið biskupar. Hinn fyrsti þeirra var I.Iarteinn Einarsson (—1576) sem varð biskup í Skálholti. Marteinn, sem þjónaði lútherskum sið, er fræg- astur fyrir deilur sínar um trúmál við Jón biskup Arason á Hólum sem var rammkaþólskur. Halldór Bryn- jólfsson (1692-1752) varð biskup á Hólum og einnig Gísli Magnússon (1712-1779). Sá Qórði í röðinni var Pétur Pétursson (1808-1891) en hann var biskup yfir öllu íslapdi og í röð Staðastaður eöa Staður á Ölduhrygg. Minnisvarði um Ara fróða sést lengst til hægri á myndinni. mestu kirkjuhöfðingja landsins á 19. öld. Fimmti biskupinn, Hallgrímur Sveinson (1841-1909), sleit bams- skónum á Staðastað. Af öðrum prestum á Staðastað má telja Kjartan Kjartansson sem þar var prestur á árunum 1922-1938. Kjartan þótti góður kennimaður en auk þess afbragðs hugvitsmaður. Hann fann upp berjatínuna og gerði við saumavélar, úr og klukkur fyrir sóknarböm sín. Margir telja að Kjartan sé kveikjan að Jóni prímusi í bók Halldórs Laxness, Kristnihaldi undir Jökli. Á Staðastað endar einn- ig þjóðsagan um Galdra-Loft er grá og loðin krumla dró hann ofan í djúpið við ströndina. Þann 23. ágúst 1981 var afhjúpaður minnisvarði um Ara fróða Þorgils- son að Staðastað. Varðann gerði Ragnar Kjartansson myndhöggvari en hann er sonur séra Kjartans Kjartanssonar. Núverandi kirkja á Staðastað er steinkirkja frá ámnum 1942-1945 og prestur þar er séra Rögnvaldur Finnbogason. Útvaip-Sjónvarp Þrátt fyrir aövaranir lætur ungi læknirinn sér ekki segjast Stöð 2 kl. 20.45: Tíma- mótamynd Bandarísk sjónvarpsmynd, Sjúkrasaga, sem gerð var árið 1975 og er sannkölluð tímamótasaga, verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. í kjölfar hennar kemur bylgja sjúkrahúsþátta sem ýmist eru í al- várlegum eða léttum dúr. Þessi merka mynd er með alvarlegu yfir- bragði og greinir fiá ungum lækni á stóm sjúkrahúsi í Bandaríkjunum sem gerir uppsteyt gegn ómannúð- legri meðferð á sjúklingunum. Þeir deyja á dularfiillan hátt og engin skýring er gefin á. Þrátt fyrir aðvar- anir starfsfélaga sinna lætur hann gamminn geysa. Aðalhlutverk leika Beau Bridge, Jose Ferrer, Carl Reiner og Shirley Knight. Leikstjóri er Gary Nelson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.