Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Fréttir Thorsplansmálið: Ekki búið að áfiýja Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort áfiýja skuli dómi bæjarþings sem dæmdi bæjarsjóð Hafnarfjarðar til að greiða Landsbanka íslands rúmar 37 milljón- ir króna vegna eignamáms á lóð Kveldúlfs sem almennt gengur undir nafiiinu Thorsplanið. Að sögn Guðmundar Áma Stefáns- sonar bæjarstjóra verður ákvörðun um áfrýjun sennilega ekki tekin fyrr en í næstu viku. Dómur bæjarþings í máhnu gekk um síðustu mánaðamót. ATA Skriðjökull með skemmtistað? lón G. Haulcssan, DV, Akureyit Ragnar Gunnarsson, söngvari Skriðjökla, hefur sótt um leyfi hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri um að reka veitinga- og skemmtistað að Glerárgötu 34. Móðir Ragnars, Val- gerður Sveinsdóttir, var þar áður með verslunina Skemmuna. Skemmtistað- urinn verður rekinn sem matsölustað- ur með vínveitingaleyfi en jafhframt dansstaður með bæði lifandi tónlist og diskóteki. Alþýðubandalagið: Vaxtahækkun reiðarslag „Nú er hins vegar ljóst að niður- greitt fjármagn hefur í nokkrum mæli runnið til efriafólks og braskara með- an lágtekjufjölskyldur búa við alvar- lega óvissu í húsnæðismálum," segir meðal annars í ályktun þingflokks Alþýðubandalagsins um húsnæðismál. Þingflokkurinn telur að efla þurfi félagslegar íbúðabyggingar með nýrri löggjöf og auknu fjármagni. Þá telur hann að hækkun vaxta af húsnæðisl- ánum yrði óbærilegt reiðarslag þeim fjölskyldum sem hafa nýlega fjárfest í sínu fyrsta húsnæði. Hins vegar telur þingflokkurinn að hætta eigi niður- greiðslum vaxta til þeirra sem taka lánin til annars en kaupa á hóflegu húsnæði til eigin nota. I annarri ályktun skorar þingflokk- urinn á ríkisstjómina að fela nýskip- aðri nefiid um málefni fjölskyldunnar að kanna í upphafi starfs síns áhrif stóraukinna skatta á matvæli á af- komu fjölskyldna í landinu. -ES Karl heims- meistari í umflöllun DV um heimsmeistara- mótið í Austurríki urðu þau mistök að telja Norðmanninn Eric Andersen heimsmeistara í samanlögðum fjór- gangsgreinunum. Þvi miðiu- fyrir hann þá mun það vera Þjóðverjinn Karly Zingsheim, sem keppti á Loft- fara, sem er heimsmeistari og er afi-ek hans allnokkurt því að hann náði titl- inum með samanlögðum stigum úr þremur greinum. Hann féll úr keppni í víðavangshlaupinu er hann datt af baki og fékk engin stig þar. Erfitt var að fá útreikninga á mótinu og eins má geta þess að tæplega eitt hundrað manns urðu að yfirgefa svæðið áður en úrslit urðu í töltinu og verðlaunaaf- hendingar samanlagðra heimsmeist- ara. E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.