Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Jarðarfarir Magnús Brynjólfsson bókbands- jneistari lést 4. ágúst sl. Hann fæddist í Reykjavík 24. september 1916. Son- ur hjónanna Katrínar Jónsdóttur og Brynjólfs Magnússonar, sem einnig var bókbandsmeistari, og ráku þeir feðgar bókbandsverkstæðið Nýa bókbandið þar til fyrir nokkrum árum. Eftirlifandi eiginkona Magn- úsar er Svanfríður Jóhannsdóttir. Þau hjón eignuðust einn son. Útför Magnúsar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Þórður Steindórsson lést 8. ágúst sl. Hann fæddist á Lónseyri á Snæ- fjallaströnd, sonur þeirra Steindórs Stefáns Guðmundssonar og Valgerð- ar Guðbjargar Friðriksdóttur. Þórður lærði til feldskurðar og stundaði þá iðn um skeið. Lengstan feril átti hann þó hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og síðar hjá Gjald- heimtunni. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Ester Sæmundsdóttir. Saman áttu þau fjögur böm en Þórð- ur átti son áður sem er látinn. Utför Þórðar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 15. Aðalbjörg Þórðardóttir, Norður- brún 1, Reykjavík, er lést 17. ágúst sl., verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 21. ágúst nk. kl. 10.30. Hilmar S. Karlsson andaðist þriðjudaginn 11. ágúst. Útförin hefur farið fram. Matthildur Björg Matthíasdóttir, Vesturbergi 142, verður jarðsunginn fimmtudaginn 20. ágúst frá Bústaða- kirkju kl. 15. Katrín Kjartansdóttir, Njarðar- götu 47, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag 19. ágúst kl. 13.30. Tilkyiunngar Seltjarnarnessöfnuöur fer í safnaðarferð Nú, þegar sumri fer að halla, stendur Sel- tjarnarnessöfnuður fyrir hinni árlegu safnaðarferð sinni. Farið verður nk. sunnudag, 23. ágúst, austur í Skálholt. Lagt verður af stað frá nýju kirkjunni á Seltjamamesi kl. 10 f.h. og ekið sem leið liggur austur í Skálholt, þar sem nesti ferðalanganna verður snætt. Þá verður farið í messu í Skálholtsdómkirkju kl. 14 þar sem Guðmundur Óli Ólafsson þjónari fyrir altari og predikar. Að messu lokinni verður ekið að Laugarvatni þar sem dmkkið verður kaffi í boði safnaðarins. Það sem eftir er ferðar verður leikið eftir veðri og vindum og ef til vill stansað á Þingvöllum. Seltirningar em hvattir til að taka þátt í þessari ferð og tilkynna þátttöku sína á skrifstofu sóknarprests milli kl. 11 og 12 f.h. i síma 611550. Sýning í Eden, Hveragerði Þessa viku, 18.-25. ágúst, sýna félagar úr Myndlistarklúbbi Hvassáleitis í Eden, Hveragerði. Þeir sem sýna em Aðalbjörg Zophaníasdóttir, Ellen Bjarnadóttir, Franz Pálsson, Gestur Magnússon, Gísli Benjamínsson, Hulda Höjdahl, Jóhanna Daníelsdóttir, Rebekka Gunnarsdóttir og Þórey Jónsdóttir. Flóamarkaður FEF verður haldinn í Skeljanesi 6, kjallara, þijá næstu laugardaga, 22. og 29. ágúst og 5. september, milli kl. 14 og 18. Leið 5 að húsinu. Verið velkomin. „Flæmar". Jóhann árelíuz Söngleikur ^ fyrir fiska ^ Söngleikur fyrir fiska Nýútkomin er önnur ljóðabók Jóhanns árelíuzar og heitir hún Söngleikur fyrir fiska. I bókinni er að fmna tuttugu og eitt ljóð, velflest frá þessum ártug. Þeirra á meðal ljóðaflokkinn Samhljóm tíðarand- ans í sex erindum. Söngleikur fyrir fiska var sett í Ljóshniti og offsetfjölrituð hjá Stensli. Uppsetningu bókar og útlit ann- aðist Hallgrímur Tryggvason f samráði við höfund. Fiska teiknaði Albín Venables. Mynd af skáldi: HT. Söngleikur fyrir fiska fæst í bókabúðum Máls og menningar og Sigfúsar Eymundssonar og hjá höfundi, s. 91-31519. Gildran með tónleika í Duushúsi Hljómsveitin Gildran heldur tónleika í Duushúsi fimmtudaginn 20. ágúst og hefj- ast þeir kl. 21. Miðaverð er kr. 300. Spakmælið Kannski það sé rétt sem presturinn segir að maður eigi að læra að lifa á meðan maður er á lífi. Gustav af Gejerstam Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4 % af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20 %, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. september. 18. ágúst 1987 fjármálráðuneytið I gærkvöldi Guðnnna E. Sigurðardóttir ritari Bíömyndírnar ekki nógu góðar f gærkvöldi sá ég fréttimar á báð- um stöðvunum. Mér finnast fréttim- ar á ríkissjónvarpinu ítarlegri, en samt em fréttir Stöðvar 2 að vinna á. Ég sá með öðm auganu þýska þáttinn þar sem verið var að fjalla um hringorminn. Svo var það nú ekki fleira sem ég sá í sjónvarpi í gær. Ég var að ditta að íbúðinni minni og hafði Stjömuna í bak- grunni. Annars horfi ég helst á fræðslu- þætti. Eins og til dæmis þættina sem vora í síðustu viku um trúarvakn- inguna, þeir vom mjög athyglisverð- ir. Ég horfi stundum á þáttinn um Bjargvættinn, jiað em ansi spenn- andi þættir. Eg er ekki með af- ruglara og sakna ég mest áð geta ekki séð þættina National Geograp- hic. Ég hef séð einstaka þátt úr þeirri þáttaröð annars staðar og em þeir mjög góðir. Annars horfi ég nú ekki mikið á sjónvarp. Helst einstak- ar bíómyndir en þó em þær nú ekkert til að hrópa húrra fyrir svona yftrleitt. Ég fer frekar í kvikmynda- hús ef ég vil sjá góða mynd. Það mætti vera meira af góðum banda- rískum myndum sem og frá fleiri löndum. Á útvarpið hlusta ég nú ekki mik- ið í vinnunni en þó aðeins og hlusta ég þá helst á Stjömuna. Annars em þessar nýju stöðvar mjög líkar og maður velur bara það sem manni finnst gott í hvert skipti. Það mætti vera meira af léttklassískri tónlist á þessum stöðvum. Það em frekar blöð og tímarit, ís- lensk og erlend, sem eiga mestan tíma minn af fjölmiðlunum. Holræsin í Kópavogi: Verða framkvæmdimar teknar af veifctakanum? Holræsaframkvæmdir í vesturbæ Kópavogs hafa dregist úr hömlu. Fyrr í vikunni sagði Kristján Guð- mundsson bæjarstjóri að verktak- inn, Miðfell h/f, ætti þar á alla sök og allt stefiidi í að verkið yrði af honum tekið. Kristján sagði við DV í gær að nú væri búið að senda verk- takanum bréf sem væri undanfari þess að hann yrði sviptur verkinu. I bréfinu segir efnislega að verði ekki umtalsverð bót gerð þar á verði verkið tekið aftur. íbúar við Sunnubraut hafa látið í ljós megna óánægju vegna þess hversu illa framkvæmdimar hafa gengið. Uppgröftur hefur verið í gö- tunni í mestallt sumar. I fyrra var íbúunum lofað af bæjaryfirvöldum að holræsin yrðu komin í endanlegt horf fyrsta júní í ár. Kristján sagði það vera rétt að stefrit hefði verið að því að ljúka þessum framkvæmd- um fyrir síðastliðið vor en ýmissa hluta vegna var dagsetningu frestað til fyrsta september. Kristján sagði að áætlun væri að ljúka endanlegri gerð holræsa fyrir Kópavog á árinu 1990, nú hefðu umtalsverðum fjármunum verið var- ið til þessara framkvæmda. Varð- andi framkvæmdimar við Sunnubraut sagði Kristján að því miður virtist sér stefha í það að verk- takinn kæmi ekki til með að ljúka verkinu og yrði því að taka verkið af honum. Aðspurður sagði Kristján að í verksamningnum væm ákvæði um dagsektir og þeim yrði beitt. Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir tókst ekki að ná i framkvæmdastjóra Mið- fells. -sme Byggingamefnd flugstóðvarinnar: Byggingarkostnaður í sam- ræmi við kostnaðaráæUun „1 raun er byggingarkostnaður þeirrar byggingar sem hönnun lá fyrir á 1983 nákvæmlega í samræmi við kostnaðaráætlun þegar hún hefur verið framreiknuð með verð- bótum eins og gera verður þegar hún er borin saman við byggingar- kostnað," segir i fréttatilkynningu frá byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli sem dreift var á blaðamannafundi í gær. Fundurinn var haldinn vegna umfjöllunar að undanförnu um byggingarkostnað flugstöðvarinn- ar. Á fundinum kom það fram að sá mismunur sem skapast hefur milli kostnaðaráætlunar og raun- vemlegs kostnaðar er skýrður með verðbólgu hér á landi annars vegar og gengislækkunar Bandaríkja- dalsins hins vegar. Árið 1983 var gengið frá kostnað- aráætlun sem hljóðaði upp á 42 milljónir dollara og áttu Banda- ríkjamenn að greiða þar af 20 milljónir dollara. Heildarkostnað- ur í íslenskum krónum nam á gengi þess tíma um 970 milljónum króna. Hækkun kostnaðaráætlunarinnar vegna innlendrar verðbólgu á tímabilinu 1983 til 1987 nemur rúm- lega 1.600 milljónum króna og því var upphafleg kostnaðaráætlun á verðlagi í júlí 1987 um 2.600 millj- ónir króna. Hins vegar er búist við því að heildarkostnaður muni nema 2.850 milljónum, eða um 250 milljónum meira en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Segir bygg- ingarnefndin ástæðu þess vera breytingar sem óhjákvæmilegt hefði verið að ráðast í á byggingar- tímanum en þær eru fjölgun landgöngubrúa úr þremur í sex, sem hefur reynst nauðsynlegt að mati nefndarmanna, snjóbræðsla í flughlöðum af öryggisástæðum, stækkun kjallara af hagkvæmnisá- stæðum og bygging tveggja útilistaverka við flugstöðina. Varðandi þá gagnrýni sem fram hefur komið um hækkun bygging- arkostnaðar um 28 milljónir dala segir nefndin að þar gæti misskiln- ings þar sem borin sé saman óverðbætt kostnaðaráætlun frá maí 1983 og verðbættur byggingar- kostnaður i júlí 1987. Telur nefndin að vegna hækkun- ar innanlands umfram hækkun á andvirði dollarans hafi myndast gengistap upp á fjórar milljónir Bandaríkjadala. Segir í frétt frá nefndinni að frá maí 1983 og þar til í júlí 1987 hafi byggingarvísitala hækkað um 167% en gengi Banda- ríkjadalsins um 70% á sama tíma. Því hafi framlag Bandaríkjamanna nýst verr en áætlað var. Varðandi endurskoðun á fjármálum bygging- arnefndarinnar kvaðst nefndin fagna því að ríkisendurskoðun héldi áfram að endurskoða fjármál- in en það hafi ríkisendurskoðun gert frá því hafist var handa um byggingu flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. -ój Þorsteinn Ingólfsson, formaður byggingarnefndar, gerir grein fyrir sjón- armiðum nefndarinnar. Honum á hægri hönd situr Jón E. Böðvarsson, framkvæmdastjóri byggingarnefndar, og vinstra megin er Steindór Guð- mundsson, verkfræðingur flugstöðvarinnar. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.