Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. 15 Lesendur Leyfi til Pirraður ökumaður skrifar: Hvað þarf eiginlega að koma til svo að bændur fari að halda sauðfénaði sínum utan vega? Hvers eigum við ferðalangar að gjalda? Ég er búinn að ferðast þó nokkuð um landið í sumar og ég á ekki til orð yfir því ófremdarástandi sem ríkir í þessum blessuðu vegalambamálum hér á landi. Hvar sem maður er á ferð liggja þessi kvikindi utan í vegakönt- unum og oftar en ekki á vegunum sjálfum svo að liggur við stórslysum. að keyra Hvað finnst ykkur íslendingar góðir um þá hugmynd að sekta hreinlega þá bændur sem eiga kindur sem verða fyrir bílum? Er það ekki gáfulegra heldur en að láta ferðalangana borga skaðann? Bændur myndu þá kannski gera eitthvað til að halda þessum jórt- urdýrum frá þjóðvegunum. Ein góð hugmynd er líka sú að selja erlendum ferðamönnum sem og viljug- um löndum, rolluákeyrsluréttindi. Þá myndi fólki hlotnast, fyrir ríflegt gjald að sjálfsögðu, frjálst leyfi til að keyra á rollur á rollur hvar á vegum sem þær finnast. Þetta gæti orðið mjög vinsælt þvi þama væri hægt að sameina nokkurs konar rallý- og veiðidelluáráttu auk þess sem við íslendingar myndum stórgræða á sölu ákeyrsluleyfa, fækka þessum kvikindum sem alls staðar flækjast, öllum til ama og þar að auki stórminnka fjölda haugalambanna. Svei mér þá ef þetta gæti ekki bara orðið mikil búbót í ríkissjóð og góð lausn fyrir pirraða bíleigendur. Gangstéttagerð í Garðabæ: , • V - Garðbæingui' hringdi: Nú er verið að steypa gangstéttir í Garðabænum, t.d. við Ásbúð og Holtsbúð. Og þvílík hörmung um- gengnin hjá þessum verktökum. Fólk kemst ekki leiðar sinnar fyrir steinum, sandi og rusli. Þetta ástand er með öllu óforsvaranlegt. Ég er nú nýbúinn að horfa á unga konu með bamavagn klöngrast Jietta með herkjum. Hver ber ábyrgðina ef eitt- hvað kemur fyrir? Ég hef talað um þetta og kvartað við eftirlitsmennina hjá Garðabæ en þeir gera ekkert, í málinu. Ástæðan fyrir þessu kvarti mínu er að áður háfa verið steyptar gang- stéttir í Garðabænum, nú síðast í hittifyrra, og þá sást aldrei svona umgangur, alch-ei nokkum tíma. Allt var mjög snyrtilegt og þvf eru þetta mikii viðbrigði. Þegar aðrir verktak- ar haía sýnt gott fordæmi þá er þetta svo óþrifalegt. Ég bara skil ekki af hverju ekki er samið við verktaka- fyrirtæki sem hægt er að treysta fyrir betri umgengni. Bréfritari kvartar yfir óþrifalegri umgengni við gangstéttagerð f Garðabæ. „Fólk kemst ekki leiðar sinnar fyrir steinum, sandi og rusli.“ burímæ OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Reykjavík Eiriksgötu Mímisveg ********************** Laugaveg, oddatölur Bankastræti, oddatölur *********************** Lindargötu Klapparstig 1-30 Frakkastig 1-9 *********************** Furugerði Seljugerði Viðjugerði *********************** Háagerði Langagerði ************************ Sörlaskjól Nesveg 21-t **************************** Skeljagranda Nýlendugötu Tryggvagötu 1-9 ************************* Grundarstíg Ingólfsstræti Amtmannsstig Bjargarstig Laufásveg Miðstræti ************************* Freyjugötu Þórsgötu Lokastíg ************************** Rauðarárstig 18-út Háteigsveg 1-40 Meðalholt *************************** Aðalstræti Garðastræti Grjótagötu Hávallagötu *************************** Bakkavör, Seltjarnarnesi Skólabraut, Seltjarnarnesi Unnarbraut, Seltjarnarnesi Melabraut, Seltjarnarnesi Garðyrkjuvörur—Útsala 30% afsláttur af garðyrkjuvörum meðan birgðir endast, svo sem skóflum, hrífum, hjólbörum, slöngum, slöngutengjum o.þ.h. Gríptu tækifærið VATNSVIRKINN/ Ármúla 21, s. 685966 Lynghálsi 3, s. 673415 rainx Guðmundur Kristjónsson, skipstjóri á SH Úlfari Kristjónssyni, mæli eindregið með RAIN-X á skipa- og bátarúður. RAIN-X hrindir seltunni frá rúðunum og heldur þeim hreinum. Fæst á næstu bensínstöð. ,iuP Manitóbaháskóli. Prófessors- staða í íslensku er laus til umsóknar. Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutíma- bil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stiginu „Associate Profess- or" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vísindastörf og starfsreynslu. Hæfur um- sækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bókmennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennara- reynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þarsem íslenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sérstökum sjóði og fjárframlögum Vestur-islendinga er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menning- arstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum ganga kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada fyrir. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerð- um um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.