Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Utlönd Sundrung í V-Þýskalandi vegna mannréttindamála Aðstæður f]órtán vinstrisinnaðra skæruliða frá Chile hafa komið af stað heitum deilum í Vestur-Þýska- landi. Þær gætu meira að segja orðið samsteypustjóm Helmuts Kohl að falli. Deilur innan stjómarinnar til- heyra svo sem hversdagsleikanum í Bonn en þessar hafa orðið svo magn- aðar að sérfræðingar telja þær geta leitt til þess að endir verði á sam- starfi flokks Kohls, Kristilegra demókrata, og Kristilegra sósíalista í Bæjaralandi. Upphaf deilnanna vom almennar umræður meðal ráðherra hvort heimila ætti Chilebúunum §órtán landvistarleyfi. Þeir em í fangelsi í heimalandi sínu og eiga von á dauðadómum. Báðu þeir um hæli í Vestur-Þýskalandi í fyrra. Sam- kvæmt lögum í Chile er hægt að breyta dauðadómi í útlegðardóm ef annað ríki er fúst til að taka við viðkomandi fanga. Segir fangana hryðjuverka- menn Franz Josef Strauss, forsætisráð- herra Bæjaralands og leiðtogi kristi- legra sósíalista, segir Chilebúana vera hiyðjuverkamenn og er mót- fallinn því að þeim verði veitt hæli í Vestur-Þýskalandi. Háttsettir menn innan flokks kristilegra demó- krata hafa hins vegar barist fyrir málstað fanganna. Atvinnumálaráðherra Vestur- Þýskalands, Norbert Blúm, heim- sótti Chile í síðastliðnum mánuði og kvaðst vera sannfærður um að föng- unum hefði verið misþyrmt. Kom það af stað rifrildinu við kristilega sósíalista. Aðalritari kristilegra demókrata, Heiner Geissler, sagði við frétta- menn snemma í ágúst að flokkur hans hefði ávallt barist gegn einræð- isstjómum. „Það skiptir ekki máli hvort þær em vinstrisinnaðar eins og stjómin í Nicaragua eða hægri sinnaðar eins og stjómin í Chile.“ Áhersla á mannréttindamál Geissler, sem er aðalkosningastjóri flokksins, gerði einnig ljóst að til þess að ná til yngri og fleiri kjósenda yrði lögð áhersla á mannréttindamál og kvenréttindamál. Hann varð sannfærður um að nýrrar stefiiu væri þörf eftir að kristilegir demó- kratar og kristilegir sósíalistar biðu ósigur í kosningunum í janúar síð- astliðnum, þann versta frá 1949. Hlutu þeir aðeins fjörutíu og fjögur prósent atkvæða. Er Geissler sannfærður um að kristilegir demókratar verði að ná þeim er studdu sósíaldemókratann og fyrrum kanslarann Helmut Schmidt. Samkvæmt skoðun Geissl- er munu þeir falla í arma kristilegra demókrata vegna óánægju með vinstri stefhu sósíaldemókrata eftir að Schmidt fór frá fyrir fimm árum. Ráða úrslitum Það er einnig markmið Geisslers að ná aftur stuðningi frá ftjálslynd- um demókrötum, þriðja flokknum í stjóm Kohls. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hafa kristilegir demókratar tapað atkvæðum til fijálslyndra demókrata og eru nú Mótmælendur í Hamborg í Vestur-Þýskalandi brenna brúðu af Pinochet, forseta Chile, um leið og þeir heimta pólitískt hæli fyrir fjórtán fanga frá Chile sem miklar deilur standa nú um. Simamynd Reuter háðir þeim við myndun stjómar í fjórum sambandsríkjum auk Bonn. Frjálslyndir demókratar hljóta oft- ast í kringum níu prósent atkvæða en geta oft ráðið úrslitum þegar hvorki kristilegir demókratar né sós- íaldemókratar hafa nægan meiri- hluta til að mynda stjóm. Sumir spá því að fijálslyndir demó- kratar muni gegna mikilvægu hlutverki í tveimur sambandsríkjum til viðbótar eftir kosningamar í Bremen og Schleswig-Holstein sem fram fara í september. Hefúr Geissler lagt mikið á sig til þess að sannfæra óákveðna kjósendur um ágæti flokks síns. Ekki sáttfúsir Kristilegir sósíalistar í Bæjara- landi hafa ráðist á það sem fjölmiðlar kalla vinstri stefiiu Geisslers. Þeir hafa beðið lægri hlut í ýmsum mál- um og virðast ekki í neinu skapi til að jafna ágreininginn. Deilan um stefriu Geisslers þykir skaða systurflokkana á meðan þeir vinna saman. Ef leiðir þeirra skilur er þar með stærsta hreyfingin til hægri við sósíaldemókrata klofin. Baráttan milli fylgjenda stefnu Geisslers og Bæjara virðist samt ætla að halda áfram þó svo að leið- togar beggja aðila hafi tekið sér andartakshlé. Án stuðnings kristilegra demó- krata munu Bæjarar hafa litla möguleika á að hafa áhrif á gang mála í Bonn og kristilegir demó- kratar em háðir þeim sextíu prósent atkvæða sem þeir fá frá Bæjaralandi. Bókaútgáfa blómstrar í stríðshrjáðu Nicaragua Efnahagur Nicaragua er í rúst, ekkert lát er á stríðinu við contra- skæmliða en eitt er það þó sem blómstrar, bókaútgáfa. í höfuðborginni Managua úir og grúir af rithöfundum og útgefendur geta varla sinnt eftirspuminni eftir verkum þeirra. Nýlega var haldin alþjóðleg bóka- sýning í Nicaragua, sú fyrsta sinnar tegundar í Mið-Ameríku. Kynntar vom bækur frá fimmtíu löndum og flykktust útgefendur þaðan á sýn- inguna sem jafiiframt var nokkurs konar bókmenntahátíð. Þar fór fram ljóðalestur og haldnir vom tónleikar auk þess sem almennar umræður vom um það sem er efst á baugi í heimi bókmenntanna. Prófessor nokkur í spænskum bók- menntum við Oxfordháskóla var meðal þeirra sem glugguðu í bæk- umar og þótti honum mikið til koma um gæði rithöfunda í Nicaragua. Bar hann þróunina saman við upp- gangstíma menningarinnar í Chile undir tíð Allendes. Fínt að vera skáld Frá því að sandínistar komust til valda í Nicaragua árið 1979 hafa þeir stutt við bakið á listgreinum. Stjómarmeðlimir em sjálfir margir vel heima í bókmenntum og í Nic- aragua þykir það fínna að geta titlað sig skáld heldur en doktor eða pró- fessor. Daniel Ortega, forseti landsins, og sambýliskona hans, Rosario Murillo, em bæði Ijóðskáld. Þekktasta Ijóð sitt orti forsetinn árið 1967 þegar honum var stungið inn fyrir banka- rán. Á bókmenntahátíðinni mátti sjá skáldsögur eftir varaforsetann, Sergio Ramirez, og ljóðasafh eftir menntamálaráðherrann, Emesto Cardenal, hinn þekkta rómversk- kaþólska prest. Ritskoðun Bandaríkin vom með upplýsinga- bás á sýningunni og lögðu leiðtogar stjómarinnar í Nicaragua áherslu á að af því mætti sjá að fullyrðingar Bandaríkjamanna um að sandínista- stjómin vildi loka fyrir upplýsingar væm ekki á rökum reistar. Þær full- yrðingar eiga rót sína að rekja til þess að sandínistar lokuðu í fyrra eina blaði stjómarandstæðinga í Nicaragua, La Prensa. Ortega forseti svaraði spumingum gesta á bókasýningunni og sagði Daniel Ortega, forseti Nicaragua, er Ijóðskáld og vel heima í bókmenntum eins og margir ráðherra hans. Simamynd Reuter blaðið La Prensa hafa verið fjár- magnað af bandarísku leyniþjón- ustunni. Erfitt væri fyrir vini Nicaragua að skilja hvers vegna þar færi fram ritskoðun en forsetinn bar ástandið saman við síðari heims- styrjöldina þegar ýmis Evrópulönd gripu til ritskoðunar. Svartamarkaðsbrask Allir lærðir em þó ekki sannfærðir og segja sumir að sandínistar þoli engan skoðanamun. Pablo Antonio Cuadra, skáld og útgefandi La Prensa, sakar stjómina um að krefj- ast þess að listin þjóni byltingunni. Yfirvöld vísa þessum ásökunum á bug og segja ópólitísk skrif eiga greiðan aðgang að dagblöðunum tveim sem nú em gefin út. Skáldsögur, ljóðabækur og bækur um byltinguna renna út eins og heit- ar lummur í Nicaragua. í upphafi vom prentuð sex þúsund eintök af hverri útgáfu en nú er minnst tíu þúsund eintök prentuð til að byrja með. Þau seljast samt upp á þremur mánuðum. Skortur á lestrarefhi hef- ur gert það að verkum að svarta- markaðsbraskarar hafa séð sér leik á borði og selja með hagnaði bækur sem þeir hafa keypt ódýrt. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.