Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. / 17 Iþróttir Iþróttir • Pierre Littbarski. Uttbarski farinn til föðurhúsanna Kölnarliðið keypti í gærkvöldi v-þýsku landsliðskempuna Pierre Littbarski fró Racing Club de Par- is. Kaupverðið var 40 milljónir íslenskar krónur. Var Littbarski svo heimfús að hann lánaði Köln stóran hluta af verðinu svo að sam- an gengi milli félaganna. Þess má geta að Littbarski lék áður með Köln og er hann þvi kominn til föðurhúsanna. Udo lat- tek, framkvæmdastjóri félagsins, er nú vart við jörðina. Hann sótti nefnilega fast að fó Littbarski til liðs við félagið. Var hann staðráð- inn í að gefa hvergi eftir fyrr en saman væri gengið milli sín og Frakkanna í Racing Club. -JÖG Brassi til Leverkusen Jön Kiisíán aguiÖBBan, DV, Strasbouig; Leverkusen heiúr styrkt liðsafla sinn með knattspymumanni ársins í Brasilíu. Sá heitir Quarozba Taxao og er hann 29 ára gamall. Leikur 1 axao í fremstu víglínu og þykir hann með afbrigðum mark- heppinn og skæður. Eru miklar vonir bundnar við kappann - kaupverðið var 14 milljónir íslen- skar krónur. -JÖG Sex í Hamborg SigmOir BjöircBai, DV, V-íýakalandi; Hamborgarar gerðu jaíhtefli við Hannover í gærkvöldi. Var leikur- inn hður í landskeppninni v-þýsku og gerði hvort lið þrjú mörk. Segja mó að Hamborgarar hafi sloppið með skrekkinn því þeir gáfti eftir miðjuna og áttu undir högg að sækja. Mörk Hannover gerðu Drews, tvö og Kohn eitt. Mörk Hamborgara skoruðu hins vegar þeir Labadia, Kalz og Bein. -JÖG Indverji á Skagann Akumesingar og Borgnesingar hyggjastl lyfta íþróttalífi sínu næsta vetur. Er indverskur bad- mintonþjólfari væntanlegur á Skagann og mun hann leiðbeina iðkendum íþróttarinnar í báðum bæjarfélögum. Kappinn ber nafnið Dipu Ghosh og telst hann virtur í badmintonveröldinni. -JÖG Þjálfari FH í leikbann - níu leikmenn dæmdir í bann í gærkvöldi Ian Fleming, þjálfari 1. deildar liðs FH í knattspymu, var í gærkvöldi dæmdur í eins leiks keppnisbann af aganefnd KSÍ. Fleming var dæmdur i bann þar sem hann hefur fengið að sjá sex gul spjöld í leikj- um FH í sumar. Hann mun taka * út bann sitt í leik FH gegn Völs- ungi. Þetta er í annað sinn sem Fleming hefur verið dæmdur í leik- bann. Alls vom níu leikmenn dæmdir I I í leikbann. Allir fengu þeir eins leiks bann. Þeir vom: Guðlaugur Jónsson, Grindavík, Grétar Hilm- arsson, Haukum, Hjörtur Davíðs- son, Reyni, Sandgerði, Sigurfinnur Sigurjónsson, ÍR, Ömólfur Odds- son, ísaijörður, Þorsteinn Vil- hjálmsson, Fylki, Guðbrandur Guðbrandsson, Tindastóli og Garðar Níelsson, Reyni, Árskógs- strönd. -SOS „Albatrossinn" missti flugið Jón Kiistján Siguióssan, DV, Sbasbouig; Mikjáll Gross, albatrossinn, varð öllum á óvart þriðji í 200 metra skrið- sundi. Réð kappinn ekki við „flugtök" Svíans Anders Holmertz sem sigraði á glæsilegan hátt. Fyrir sundið í gær var Gross ákaf- lega óstyrkur og þjófstartaði einn manna. Hann hafði þó forystuna þegar sundið hófet og stefndi í heimsmet af hans hálfu um hríð. Sá sænski átti hins vegar ótrúlegan endasprett. Sló hann öllum við og kom fyrstur í mark, sekúndu frá heimsmeti. Sigurtíminn var 1:48,44 mínútur. Italinn Giorgio Lamberti sigldi með svipuðu lagi og nefndur Holmertz fram úr Gross á síðustu metrunum. Með því afreki hreppti hann annað sætið. Tími Lambertis var 1:48,68 mínútur. Tími Albatrossans var slakari í úr- slitum en í undanriðlum. Þar náði hann 1:48,47 mínútum en þegar mest réð á að hann stæði sig fékk hann tím- ann 1:49,02. I spjalli við DV sagðist Gross hafa misst flugið á síðustu metnmum. Jón Kristján Sigurðs- son skrifar frá EM í Strassburg „Ég var gjörsamlega búinn í lokin og gat varla hreyft mig á síðustu metr- unum. Ég veit ekki hvað olli þessu en líklega hef ég farið of geyst í byrjun." Þess má geta að fósturfaðir Hol- mertz hefur verið leiðbeinandi hans frá upphafi. Grét sá af gleði er hann leit sinn mann koma fyrstan í mark með sjálfan Albatrossinn „á hælunum." Heimsmet í Strasbourg Jón Kristján Sigurðsson, DV, Strasbourg: Eitt heimsmet var sett á Evrópumótinu í Strasbourg í gær. A-þýska kvennasveitin braut blað í 4x200 metra skriðsundi. Fór hún nefnda vega- lengd á 7:55,47 mínútum og bætti eldra met um tæpar 4 sekúndur. Það var raunar eign sömu sveitar. -JÖG ilil —* • Þrjár landsliðskempur i tveimur iþróttagreinum sýna með hvaða lagi á að þeyta nöglum úr tréborðum. Júlíus Jónasson, Jakob Sigurðsson, með reiddan hamar til höggs og Njáll Eiðsson næstur linsunni. DV-mynd Brynjar Gauti Evrópumet í aðsigi • Englendingurinn Adrian Moorhouse kemur úr kafi en hann setti Evrópumet í 100 metra bringusundi. Keppnisstaðurinn var Strasbourg í Frakklandi. Tími kempunnar var 1:02,13 mínútur. Þess má geta að Moorhouse átti sjálfur eldra metið. Símamynd Reuter/JKS Islandsmet Bryndís- ar dugði fullskammt - hún var hálfrí sek. frá ólympíulámarki í 100 m skriðsundi Jón Kristján Sigurössan, DV, Strasbouig: „Ég er ekki sáttur við hlut okkar sund- manna enda reiknaði ég með betri frammistöðu, sérlega hjá Amþóri. Þá synti Magnús einnig of hægt að mínum dómi í upphafi. Það vantaði einfaldlega neistann. Líklega hefur taugastrekkingur ráðið þessum úrslitum. Strákamir eiga allir að geta gert miklu betur.“ Þetta sagði Guðmundur Harðarson landsliðsþjálfari er ljóst var að okkar fólk færi ekki í úrslit á fyrsta keppnisdegi. Vonbrigðin em að vonum nokkur en gleðilegt er þó íslandsmet Bryndísar Ólafe- dóttur í 100 metra skriðsundi. Bryndís Ólafsdóttir synti á 58,87 en það afrek hennar dugði skammt. Hún bætti íslandsmetið um hálfa sekúndu en sá tími er samt hálfa sekúndu frá ólympíulágmarki. Bryndís varð 7. af 8 keppendum í sínum riðli. Ef á heildina er litið varð hún hins vegar 17. af 26 keppend- um. 16 stúlkur komust í úrslit í 100 metra skriðsundi. I spjalli við DV sagðist Bryndís fjarri því sátt við sinn hlut. „Ég veit að ég get miklu betur,“ sagði hún. „Það var ekki nægjanleg stígandi í þessu, ég synti fyrstu 50 metrana allt of hægt og það olli mér erfiðleikum í lokin.“ Bryndís á að keppa í 200 metra skrið- sundi í dag og vonast til að bæta Islands- metið í þeirri vegalengd. Arnþór Ragnarsson varð 4. í sínum riðli í 100 metra bringu- sundi. Tími kappans var 1:08,10 mínútur og dugði skammt. Ef á heildina er litið varð Amþór í 28. sæti af 30 keppendum. Ragnar Guðmundsson varð sjötti í mark í undanriðlum í gær. Hann keppti í 200 metra skriðsundi. Synti Ragnar vegalengdina á 2:02,06 mínútum. Sá tími dugði skammt með sama lagi og hjá áðumefhdum kempum. Hafnaði Ragn- ar í 29. sæti af 30 keppendum sé mið tekið af öllum sem syntu þessa vegalengd með sömu sundtökum. Magnús Már Ólafsson keppti í sama sunúi og stóð sig nokkuð betur. Að vísu varó hann áttundi eða síð- astur í mark í snium riðli. Hann varð hins vegar í 32. sæti með hliðsjón af heildinni. Tími Magrúsar var 1:55,69 mínútur. -JÖG Valsgarpar leika á Hlíðarenda Valsmenn hyggjast leika heimaleiki sína í nýju íþróttahúsi á Hlíðarenda. Verður mannvirkið tekið í notkun og vígt á komandi hausti. Ljóst er að þetta er styrkur félaginu því hverju liði er akkur að því að glíma heima. Þá má telja að fjárhagslegur ávirming- ur verði nokkur er fram líða stundir þar sem leigugreiðslur til Reykjavík- urborgar falla niður. Er DV-menn bar að garði í gær fóru meistaraflokksmenn í knattspymu og handknattleik hamförum á hlaðinu. Var nöglum þeytt úr borðum svo að söng í öllum Hlíðunum. Þá voru iðnaðarmenn að störfum undir þaki en þeir leggja um þessar mundir undirlag fyrir trégólf það sem verður í keppnissalnum. -JÖG Met í morgun Jón Kristján Siguiössan, DV, Strasbourg; „Ég tek þetta mjög nærri mér og þetta verður skoðað þegar heim kemur,“ sagði Friðrik Guðmundsson, þjálfari íslenska sundfólksins, í samtali við DV í morgun hér á EM. Þrír íslendingar stungu sér til sunds í morgun. Biyndís Olafedóttir setti Islands- met í undanrásum í 200 m skriðsundi, 2:06,23 min., en varð í 21. sæti og komst ekki í úrslit. Systir hennar, Hugrún, varð 24. á 2:07,95 niín. • Ragnheiður Runólfsdóttir keppti í 200 m bringusundi og varð 21. af 22 keppendum á 2:43,02 mín. Eins og sjá má hér að framan var þjálfarinn ekki ánægður með ár- angurinn. -SK Hermann tekur stöðu Hauks í 21 árs liðinu - sem mætir Dönum í Evrópukeppninni Hermann Haraldsson, markvörður í knattspymu, sem er leikmaður með danska félaginu KB, tekur stöðu Hauks Bragasonar, KA, í 21 árs landsliðinu sem leikur gegn Dönum í Evrópukeppninni í næstu viku. Þetta er eina breytingin frá lands- liðshóp íslands sem lék gegn Finnum á Akureyri á dögunum. Hermann hefúr leikið fimm leiki með 21 árs liði KB og fengið aðeins á sig tvö mörk í þeim. Eldri leik- mennimir i liðinu em Sævar Jóns- son, Val, og Erlingur Kristjánsson, KA. Aðrir leikmenn í landsliðshópnum, em: Páll Ólafeson, Þorsteinn Guð- jónsson, Andri Marteinsson, Þor- steinn Halldórsson og Rúnar Kristinsson úr KR, Þorvaldur Ör- lygsson og Gauti Laxdal, KA, Haraldur Ingólfsson og Ólafur Þórð- arson, Akranesi, Jón Grétar Jóns- son, Val, og Þórsaramir Hlynur Birgisson, Siguróli Kristjánsson og Július Tryggvason. -SOSj GústafVifHsson var hetja Fylkismanna Fýlkir með 4 stiga forskot í 3. deild Fylkismenn juku forskot sitt á toppi 3. deildar þegar liðið sigraði Aftureld- ingu, 2-1, í MosfeUsbæ í gærkvöldi. Á sama tíma tapaði Stjaman mjög óvænt á heimavelli fyrir Leikni og Fylkis- menn hafa því fjögurra stiga forystu þegar aðeins 3 umferðir em eftir. • Leikur Fylkis og Aftureldingar var opinn og fjömgur. Fylkismenn komust yfir í byrjun síðari hálfleiks með marki Baldurs Bjamasonar. Óskar Óskarsson jafnaði metin skömmu síðar fyrir heimamenn og á lokamínútunum áttu bæði lið hættu- leg færi. Tveimur mínútum fyrir leikslok prjónaði Gústaf Vífilsson, Fylkismaður, í gegn um vöm. Aftureld- ingar og skoraði laglega og þetta einstaklingsframtak Gústafe tryggði Fylki sigur. Má segja að meistara- heppnin hafi verið með Fylki enn eina ferðina því að em ófáir leikir í sumar þar sem Fylkismenn hafa náð að merja sigur á síðustu mínútunum. •Það var hins vegar engin heppni með Stjömunm í leik sínum gegn Leikni. Valur Ámason kom Stjöm- unni reyndar yfir en Leiknismenn jöfriuðu skömmu síðar með marki Sævars Gunnleifesonar. Leiknismenn komu ákveðnir til leiks í siðari hálf- leik og náðu að tryggja sér óvæntan sigur með öðm marki frá Sævari um miðjan síðari hálfleik. Stjömunni tókst ekki að jafiia þrátt fyrir mikla sókn undir lokin. •Á Kópavogsvelli sigraði ík, lið Njarðvíkur, 2-1, í jöfimm og spenn- andi leik. Guðbjöm Jóhannesson skoraði fyrst fyrir Njarðvíkinga en Steindór Elísson jaínaði fyrir ÍK-menn rétt fyrir leikhlé. Jón Hersir Elíasson skoraði síðan sigurmark IK með síð- ustu spymu leiksins og mátti því ekki tæpara standa. •í Sandgerði léku heimamenn við Grindvíkinga. Grindvíkingar sigmðu í nágrannarimmunni, 4-2. Júlíus Pétur Ingólfeson skoraði fyrir Grindavík eft- ir aðeins 50 sekúndur og Hjálmar Hallgrímsson bætti öðm marki við beint úr homspymu. Kjartan Einars- son rétti hlut heimamanna með tveimur góðum mörkum og staðan í hálfleik var 2-2. Júlíus Pétm- var síðan aftir á ferðinni í upphafi síðari hálf- leiks er hann skoraði úr vítaspymu og Grindvíkingar bættu síðan íjórða markinu við á lokamínútunum. Leik- urinn var annars mjög prúðmannlega leikinn af beggja hálfii. • í Borgamesi mættust tvö neðstu deildarinnar Skallagrímur og Haukau og fóm Haukamenn með sigur, 4-1. Haukar komust í 4-0 áður en Snæ- bjöm Óttarsson minnkaði muninn fyrir heimamenn úr vítaspymu. -RR Golfboltar á „flugi“ Kylfingar frá átta flugfélögum verða í sviðsijósinu á Grafarholtsvellin- um á morgum. Þá fer fram ASCA-golfinótið 1987 sem Golíkúbbur Flugleiða sér um. ASCA em samtök starfemanna flugfélaga er aðallega fljúga á Evrópuleiðum. Flugfélögin, sem senda lið til keppni að þessu sinni auk Flugleiða, em: Lufthansa, SAS, Finnair, British Airways, TAP AIR Portugal, Air Lingus og Cargolux. Um 70 kylfingar taka þátt í mótinu. -sos Biynja og Ragn- heiður með þrennu - Valur og Akranes Valsstúlkumar, sem hafa orðið bikar- meistarar þijú ár í röð, tryggðu sér rétt til að leika til úrslita gegn stúlk- unum frá Akranesi í bikarkeppninni, þegar þær unnu stórsigur, 7-0, yfir Breiðabliki í gærkvöldi. Valsstúlkum- ar hafa leikið í sex af þeim sjö bikarúr- slitaleikjum sem leiknir hafa verið. Brynja Guðjónsdóttir var á skot- skónum að Hlíðarenda, skoraði þijú mörk. Ingibjörg Jónsdóttir skoraði tvö mörk og þær Ragnheiður Víkings- bikarúrslrt kvenna dóttir og Guðrún Sæmundsdóttir eitt hvor. Skagastúlkumar lögðu Keflavík, 6-2, á Akranesi. Ragnheiður Jónas- dóttir skoraði þijú mörk fyrir Akranes, Sigurlín Jónasdóttir, Halldóra Gylfa- dóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir eitt hver. Skagastúlkumar hafa leikið þrisvar til úrslita í bikarkeppninni og alltaf tapað. Þær hafa tvisvar tapað fyrir Val, 1984 og 1985. -SOS „Aðeins 12 réttirgefavinning“ - segir Hákon Gunnarsson, nýskipaður framkvæmdastjórí Getrauna Starfeár íslenskra getrauna hefet í vikunni 24. til 29. ágúst. Tveir vinn- ingsflokkar verða með sama lagi og áður. Á hinn veginn hefur úthlutun vinninga verið breytt. Sá fyrsti, sem nemur 70 hundraðs- hlutum af „potti,“ getur aldrei fallið á 11 rétt úrslit. Upphæðin færist í heild sinni yfir á næstu leikviku - sé enginn með 12 rétta. Aðeins 12 rétt úrslit veita þannig fyrsta vinn- ing. Fyrir 11 rétta em önnur verðlaun, þar em til skiptanna 30 hundraðs- hlutar af potti og kemur sú upphæð til greiðslu í hverri leikviku. Þess má geta að 50 hundraðshlutar af heildartekjum Getrauna fara í vinningspottinn. Í spjalli við DV sagði Hákon Gunnarsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að margt væri á prjónum til að rétta hlut Getrauna. „Við stefnum að stóraukinni kynn- ingu og ætlum að efla Getraunir, koma þeim til vegs og virðingar á nýjan leik,“ sagði hann. Þess ber að geta að í fyrstu vik- unni verður úrslitarimma í bikar- keppninni íslensku á seðlinum og í næstu tveimur þar á eftir verða síð- ustu leikumferðir íslandsmótsins. Að öðm leyti verða leikimir frá vettvangi enskrar knattspymu með sama sniði og undanfarin ár. -JÖG • Graeme Sharp tryggði Ever- ton jafntefli. Everton án átta fasta- leikmanna Everton, sem lék án átta fasta- manna, mátti sætta sig við jafn- tefli, 1-1, gegn Wimbledon á útivelli í ensku 1. deildarkeppninni í gærkvöldi. Alan Cork skoraði fyrir heimamenn á 28. mín, en Gra- eme Sharp náði að jafna fyrir Everton á 83. mín. Pat Nevin, Kerry Dixson og Clive Wilson, sem Chelsea keypti frá Ipswich, skomðu mörk Chelsea, þegar félagið lagði Portsmouth að velli, 3-0, á útivelli. > • Brian Kilcline tryggði Co- ventiy góðan sigur, 1-0, yfir Luton í Hattaborginni frægu. Sheffield Wed. og Oxford gerðu jafntefli, 1-1. Lee Chapman skoraði fyrir Sheff. Wed., en Martin Fole fyrir Oxford. Fjórir leikir vom í 2. deildar- keppninni. Blackbum tapaði fixir Bamsley, 0-1. Oldham - Bradfoid, 0-2, Plymouth - Ipswich, 0-0, og Stoke - Hull, 1-1. -SOS Jafntefli í Sviss Svisslendingar og Austurríkis- menn gerðu jafntefli, 2-2, í vináttu- landsleik í knattspymu í gærkvöldi í St. Gallen í Sviss. 9 þús. áhorfendur sáu leikinn. McGrath til Unrted? Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, hefur nú hug á að tryggja sér hinn unga miðvallarspilara Coventry, Lloyd McGrath. Þessi 22 ára leikmaður er talinn þýðingarmikill hlekkur í púsluspilið á Old Trafford. Það er óvíst að Coventry sé til- búið að selja McGrath sem er afar vinsæll á meðal áhangenda félags- ins. -SOS Kendall til Englands Howard Kendall, ^rmrn fram- * kvæmdastjóri Arsenal, kernur með lið sitt, Atletico Bilbao, frá Spáni til Englands um helgina í æfinga- ferð. Bilbao mun leika gegn Derby á Baseball Ground í næstu viku. -sos Thorstvedt til Arsenal? Arsenal hefúr nú mikinn hug á að kaupa noska landsliðsmark ✓ vörðinn Erik Thorstvedt frá Bomssia Mönchengladbach í V- Þýskalandi. Steve Burkinshaw, fyTrum framkvæmdastjóri QPR og Sheff. Wed., sem er nú yfimjósnari hjá Arsenal, heftir haft auga með norska markverðinum að undan- fömu. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.