Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 29
V MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. 29 Svidsljós Islenskir pönkarar eru enn til Það er ekki hægt að segja að aðdá- endur pönks og nýbulgjutónlistar séu hverfandi hér á landi. Að minnsta kosti ekki ef marka má und- irtektir og stemmningu sem myndað- ist á Rikkrokki í Fellahelli síðastlið- inn laugardag. Þar voru samankomnar tíu hljóm- sveitir sem hafa hart rokk og „ótroðnar slóðir“ að leiðarljósi. Margar hverjar „bílskúrsbönd" sem voru að koma fram í fyrsta skipti. Um tvö til þrjú hundruð manns komu og kynntu sér það sem hljómsveitim- ar höfðu fram að færa. Pönkarar með allt á hreinu á Rikkrokktónleikunum I Fellahelli. Og fleiri pönkarar....nóg virðist til af íslenskum pönkurum. Hér er leikurinn eitthvað að æsast. DV-myndir S Madonna og líf- verðirnir skokka Það er ekki tekið út með ein- tómri sæld og skemmtan að vera frægur. Ekki síst þegar sá frægi vill til dæmis fara út að trimma. Eins og söngkonan Madonna hér á myndinni. Hún er stödd í Lon- don um þessar mundir því tón- leikaferðalag hennar hófst í Bretlandi á þriðjudaginn. Nú, hvar sem hún er heldur hún upp- teknum hætti og gerir allt sem hún getur til að halda sér í formi. Ein leið í því er að trimma eins og óð hún væri. En væru allir til í að þurfa alltaf að vera bundnir við það að hafa fjóra menn með sér í skokkið? Þetta eru lífverðir Madonnu sem verða að fylgja henni við hvert fótmál, hvenær sem er og hvert sem er. Madonna teymir lifverði sina fjóra með sér hvert sem er. Meira að segja út aö skokka Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: ,, Víðavarigsgolfmót1 ‘ „Jöggvansmótið" í golfi er keppni sex furðufugla á Akureyri og var háð nýlega, en þetta er i sjötta skiptið sem mótið var haldið. Keppni þessi er ekki háð á golfvöllum eins og venjuleg golfmót heldur er leikið „víðavangsgolf1 en jafnan endað á velli Golfklúbbs Akureyrar. Tvö fyrstu sumrin, sem keppnin var háð, var leikið frá Vaðlaheiði á golf- völlinn á Akureyri, síðan frá Vind- heimajökli, þá frá Slippstöðinni á Akureyri, því næst frá Súlutindi og jafnan endað á golfvellinum á Akur- eyri, sem fyrr segir. í fyrrasumar barst þeim sem taka þátt í þessu móti áskorun frá nokkr- um kylfingum á Eskifirði um að koma austur og spila þar víðavangs- golf. Var sú keppni háð nýlega og var leikið frá bæjarmörkunum á Reyðarfirði á golfvöllinn á Eskifirði, fimmtán til tuttugu kílómetra leið. Alls tóku tólf kylfingar þátt í keppninni að þessu sinni og voru þeir um átta klukkustundir að arka þessa leið yfir holt og hæðir með hvítu kúlurnar á undan sér. Gekk á ýmsu eins og jafnan í þessari keppni en svo fór að Eskfirðingarnir, eða „Eskimóarnir" eins og lið þeirra kallaðist, höfðu sigur. Kylfingar frá fleiri stöðum á landinu hafa lýst yfir áhuga sínum á að etja kappi við „Jöggvana" og „Wonderfools" eins og lið Akur- eyringanna nefnist, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um framhald- ið. Fyrirtæki á Akureyri hafa styrkt þessa keppni undanfarin ár og nægir í því sambandi að nefna Bílaleigu Akureyrar, Sana, Bautann og Slipp- stöðina. Golfararnir sem tóku þátt i þessu sérkennilega golfmótl. Hér eru þeir við bæjarmörk Reyöarfjarðar þar sem keppn in hófst. Ólyginn sagði... Clint Eastwood þykir vera fljótur að gleyma. Þegar hann skildi við eigin- konu sína fyrir nokkru lét hann þau orð falla að hann ætlaði aldrei að binda sig aftur, hvað þá að gifta sig. Skilnaðurinn varð honum í alla staði mjög dýrkeyptur. Eiginkonan vissi alveg hvað hún vildi. En nú virðist sem Clint sé kominn á fast aftur. Að minnsta kosti hefur hann fært núverandi fylgikonu sinni dýrindis demantshring sem að margra áliti er tákn um að sambandið sé orðið nokkuð alvarlegt. Peter O'Toole er með hjátrúarfyllri mönn- um. Þessi ágæti írski leikari klæðist nefnilega alltaf grænum sokkum, eða að minnsta kosti sem oftast. Þannig er að hann trúir svor i á græna litinn. Hann segir að græni liturinn, líkur þeim í írska fánanum, færi manni hamingju og heppni í lífinu. Því sé öruggast að klæðast sokkum í þeim litnum. Svona til að vera alveg viss eins og sagt er. Stefanía prinsessa af Mónakó er hrakafallabálkur í meira lagi. Sérstaklega í umferðinni. Hún er í því að lenda í smá- vægilegum ákeyrslum þegar hún er á ferð í sportbíl sín- um. Prinsessan hefurhingað til þó ekki lent í neinu alvar- legu en ekki er laust við að fólk sé orðið hrætt um að hún fari sér einhvern tíma að voða taki hún ekki til við aðgætnari akstur. Stefanía var stödd í Los Angeles fyrir skemmstu og keyrði þar aft- an á stóran flutningabíl. Áreksturinn var harður og þykir mikið lán að prinsess- an skuli ekkert hafa slasast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.