Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Hafnarfjörður STARFSFÓLK vantar til framleiðslustarfa. Mikil vinna framundan. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 51882. Norðurstjarnan. Unglingaathvarfið, Tryggvagötu 12, óskar eftir starfs- manni í 46% kvöldstarf. Æskilegt að umsækjendur hafi kennaramenntun eða háskólamenntun í uppeld- is-, félags- og/eða sálarfræði. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 1987. Nánari upplýs- ingar veitir forstöðumaður í síma 20606 eftir hádegi virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmtfógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum 1987 skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75. 1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, lífeyr- istrgjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagj. atvr. skv. 36. gr„ kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, sóknar- gjald, sjúkratryggingagjald, gjald í framkvsjóð aldr- aðra, útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistrygginga- gjald, iðnlánasjóðsgj. og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrst. og verslunarhúsn., slysatrygging v/heimilis og sérstakur eignarskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjald- hækkana og til skatta sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. 16. ágúst 1987. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Vikan er ekki sérrit heidur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað Vikan nær til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmark- aðra starfs- eða áhugahópa. Vikan hefur komið út í hverri viku í 49 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað varðar efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. Vikan selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í VIKUNNI skilar sér. Vikan er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkom- andi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. Vikan veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIK- UNNAR. Vikan hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNN- AR eiga við hana eina og þær fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma 27022 Sandkom Skúla Alexanderssyni þykir rikis- Ijósvakamiðlarnir minna einna helst á Prövdu í umfjöllun sinni um kvóta- mál undanfarin ár. Íslensk Pravda I fyrradag efndi Skúli Alex- andersson alþingismaður til blaðamannafundar þar sem hann skýrði sitt sjónarmið í hinu svonefnda „kvótasvindl- máli“. Athygli vakti að einu fjölmiðlarnir sem létu sig vanta voru hinir ríkisreknu ljósvakamiðlar, útvarp og sjónvarp. Á fundinum sagðist Skúli vera tilneyddur til að fara í fjölmiðlana til að skýra sín mál og honum þætti eigin- lega betra að tala við dag- blöðin um þessi mál. Þau hefðu sinnt kvótamálinu á óhlutdrægan máta en það væri meira en hægt væri að segja um ríkisljósvakamiðl- ana, þeir væru eins og hin íslenska Pravda. Skattborgarar styðja flokks- starfið Hermann Sveinþjömsson, nýráðinn aðstoðarmaður HalldórsÁsgrímssonar, var heldur betur hreinskilinn í viðtali við DV á mánudaginn. Þar var Hermann spurður um það h ver yrðu hans helstu störf í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Hermann svaraði: „Þar mun ég fást við ýmis þróunar- verkefhi, athuganir á nýtingu fiskistofna auk almennrar að- stoðar við ráðherra og tengsl ráðuneytisins við flokksstarf- ið.“ Þar höfum við það svart á hvítu. Launaður starfsmaður skattborgara lítur á það sem eitt af sínum helstu störfum í „þágu“ almennings að sjá um tengsl sjávarútvegsráðuneyt- isins við flokksstarfið. Ein- hveijum hlýtur að detta í hug hvort framsóknarmenn noti aðrar opinberar stofnanir í þágu flokksstarfsins. Annars á Hermann ekki langt að sækj a það að vera blátt áfram, Steingrímur Her- mannsson er nefnilega móðurbróðir hans. Nýirdag- skrárliðir Svo virðist sem innlend dag- skrárgerð á Stöð 2 verði ekki höfð útundan í vetur. Nú þeg- ar er búið að ákveða gerð tveggja þátta sem birtast eiga reglulega á skerminum í vet- ur. Annar mun verða kallaður Fréttafár og verða í umsjón Óskars Magnússonar lögfræð- ings, Agnesar Johansen, Guðnýjar Halldórsdóttur, dóttur Halldórs Laxness, og manns hennar Halldórs Þor- geirssonar. Hinn þátturinn verður með léttari blæ, það verður grínþáttur með Ladda, Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni. Einnig hefur heyrst að Öm Ámason verði með sérþátt, það er þó ekki selt dýrara en það var keypt. Ásmundur Stefánsson dvelur nú í Sovétrikjunum og gárungamlr segja ad hann rlljl þar upp hln marxisku frœði. Síberíuvist eftir kosningar Nú'virðist sem svo að beðið sé eftir Ásmundi Stefánssyni, forseta ASl, til að hægt verði að taka ákvörðun um afdrif Alþýðubankans. Ásmundur mun vera staddur í Sovétríkj- unum í sumarleyfi. Segja gárungamir að hann hafi ver- ið sendur til Síberíu í endur- hæfingu í marxískum fræðum eftir síðustu kjarasamninga og kosningar. Fjölmiðlarígur í stúdentaráði Svo virðist vera sem fjöl- miðlasamkeppnin sé farin að stjóma mönnum óhóflega mikið. Nú er sú saga sögð að á stúdentaráðsfundi fyrir skömmu hafi komið til mikill- ar rimmu á milli Sveins Andra Sveinssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, og Birgis Þórissonar, fréttamanns á út- varpinu. Tildrög rimmunnar vom að sögn kunnugra þau að Birgir, sem er umbótasinni, gat ekki unnt „Vökustaumum og Morgunblaðsunganum" að skoða ályktun frá vinstri meirihlutanum í stúdentaráði áður en hún var borin upp. Toguðust þeir starfsbræður á um ályktunina og þegar Sveinn Andri hafði betur og byijaði að lesa stóð Birgir yfir honum og reyndi að trufla. Að lokum greip meirihlutinn til þess ráðs að vísa sínum manni af fundi svo að fundar- hæft yrði enda vom „kolleg- arnir" ekki á þeim buxunum að láta af ríg sínum. Roksala í Þýskalandi! Ef marka má fyrirsögn Morgunblaðsins í upphafi „ormamálsins" svokallaða í Þýskalandi var ekki hægt að skilja annað en roksala væri á markaðnum. Þar sagði: „Ferskur fiskur ill óseljanleg- ur í kj ölfar sj ónvarpsþáttar um hringorma." Ef eitthvað er ill óseljanlegt hlýtur það að renna út eins og heitar lummur og ormaþátturinn verið ágætis auglýsing. Umsjón: Jónas Fr. Jónsson BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BILAMARKAÐUR DV er nú á fiillii ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.