Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Ríkisstjórnin að veði Atburðirnir í Útvegsbankakaupunum vekja bæði áhuga og undrun. Undrunin stafar af hinni skyndilegu og óvæntu eftirsókn í Útvegsbankann meðal stórfyrir- tækja í atvinnurekstri. Hingað til hefur almenningi verið talin trú um að Útvegsbankinn eigi ekki bót fyrir rassinn á sér og sé lítils virði í bankaheiminum. Helst voru menn á því að leggja ætti bankann niður en dug- leysi stjórnmálaafla kom í veg fyrir þá ákvörðun. Pólitísk ítök réðu. í marga mánuði hafði dregist að fá tilboð í hlutafé ríkisins í bankanum og ekki var útlit fyrir annar en að ríkissjóður sæti í súpunni. Haft er fyrir satt að engin samstaða né áhugi hafi verið á því innan sjávarútvegsins að kaupa bankann en af söguleg- um og hagsmunalegum ástæðum stóð það þeim aðilum næst að eignast Útvegsbankann. En skyndilega gerir Samband íslenskra samvinnufé- laga tilboð þar sem fullnægt er þeim skilmálum sem ríkissjóður setti í útboði sínu. Útspil SÍS var sterkt og eftir á að hyggja afar skynsamlegt út frá sjónarhóli Sambandsins. Hví skyldi þessi öfluga hreyfing ekki koma sér upp sterkum banka þar sem hægt væri að slá margar flugur í einu höggi? Nýta sér viðskiptavild Út- vegsbankans og hans góðu sambönd hérlendis sem erlendis. Sameina Samvinnubankann og hugsanlega Alþýðubankann og efla þannig Útvegsbankann í einu vetfangi. Styrkja stöðu Sambandsins í bankakerfinu og eiga þannig aðgang að fjármagni sem er lykillinn að umsvifum samvinnuhreyfingarinnar. Það þarf þess vegna engan að undra tilboð Sambands- ins þegar grannt er skoðað. Þá loks þegar Sambandið hefur skotið öðrum ref fyr- ir rass grípur einkframtakið til varnar og leggur fram annað tilboð. Þessi síðbúnu viðbrögð eru skiljanleg. Einkaframtakið má ekki til þess hugsa að samvinnu- og framsóknarmenn sölsi undir sig bankakerfið. Spurn- ingin er hins vegar sú hvort gagntilboðið kemur ekki of seint, allavega út frá siðferðislegum og efnislegum rökum ef málið er skoðað sjálfstætt. En það eru fleiri hliðar á þessu máli og þar á meðal hin pólitíska. Hér fara fram átök fyrir opnum tjöldum, valdabarátta peningaaflanna í landinu með stjórn- málaflokkana að bakhjalli. Einkaframtaksmenn hafa stillt sínum mönnum í ríkisstjórninni upp við vegg. Annaðhvort þvinga þeir það í gegn að síðara tilboðinu verði tekið ellegar sér ráðherragengið og flokksforysta Sjálfstæðisflokksins sína sæng upp reidda. Eða hvernig á forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að sitja undir því að Sambandið kræki sér í Útvegsbank- ann eftir að allt samanlagt peningaveldið á bak við Sjálfstæðisflokkinn hefur gert tilkall til góssins? Það hefur áður hrikt í stoðunum vegna Útvegs- bankans. En sjaldan, ef þá nokkurn tímann fyrr, hefur svo mikið verið lagt undir sem nú. Ekki verður annað séð en ríkisstjórnin sjálf og í það minnsta þátttaka Sjálf- stæðisflokksins standi og falli með úrslitum þessa máls. Einkaframtaksmennirnir geta sjálfum sér um kennt. Þeir drógu of lengi að leggja fram tilboð í bankann. Þeir létu Sambandið taka sig í bólinu. Og til að kóróna seinheppni sína leggja þeir pólitískt líf Þorsteins Páls- sonar í hættu og ætlast til að hann bjargi málum þegar allt er í rauninni orðið um seinan. Þorsteinn er ekki öfundsverður af því hlutverki. Ellert B. Schram „Er til dæmis betra að Eimskip, SIS o.fl. hafi formlegt vald yfir fjármunum þjóðarinnar en t.a.m. lýðræðislega kjörnir fulltrúar?" Almennings- eign - sérhags- munaeign Með nokkurri vissu má fullyrða að eitt helsta þjóðareinkenni sé löngunin til þess að lifa laus við of- ríki. Kenningar um ástæður þess að við nemum hér land, sem og saga þjóðar- innar síðustu 1000 árin, eru nægileg rök fyrir þessari fullyrðingu. Það er trú mín að við sem þjóð munum ekki líða það til lengdar að stjómmálamenn, hvar í flokki sem þeir eru, ráðstafi almenningseign til fárra útvaldra. Við munum t.d. ekki þola það til lengdar að stjómmálamenn ákveði að nokkrir útvaldir eigi fiskinn í sjónum og geti ráðstafað honum að vild, kvótakerfið verður ekki þolað þegar vitað er að í landinu em sér- fræðingar sem geta komið á auð- lindaskatti sem stýritæki við veiðar í stað þess kvótakerfis sem nú er. Auðlindaskattur gagnar öllum í stað þess sem nú er. Við munum heldur ekki þola það til lengdar að sjá landið blása upp sökum ofbeitar. Haustið 1977 sá greinarhöfundur gamla kvikmynd sem byggðasafnið á Siglufirði á. Myndin er ágætis heimild um sumt er varðar lifnaðarhætti okkar fyrir nokkrum áratugum, þar má m.a. sjá rekstur af fjalli en þá vom í landinu rm 300 þúsund fjár. Myndin sýnir allt annað gróðurlendi á hálendinu þá en nú. Árið 1977 rákum við nær milljón fjár í réttir, að vísu hefur nokkuð miðað í rétta átt en fækkun- in þarf að verða enn meiri. Landið er sameign okkar allra, stjómmála- menn verða að gæta þess að vemda þessa eign. Yfirgangur Þá er það ekki síður yfirgangur að meina fólki að versla hagkvæmt, sem betur fer hefur þjóðin brotist út úr einokun í verslun og mun það verða eitt af hagsmunamálum næstu áratuga að koma þeirri skipan á að frelsi ríki í verslun landbúnaðarvara. Það mun ekki verða til þess að byggð leggist af í dreifbýli, a.m.k. ekki ef kostir landsins em nýttir af skyn- semi. Yfirgangur birtist í ýmsum mynd- um. Nú heitir það valddreifing, sala KjaHaiinn Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi >' Alþýðuflokksins á ríkisfyrirtækjum. Breytinga er krafist þar eð stjóm fyrirtækjanna samrýmist ekki almannahagsmun- um. Vissulega skal undir það tekið að leita beri allra leiða til þess að ná sem bestri stjómun, en er víst að eignarafsal sé rétta formið - eignar- afsal til mjög fárra aðilja? Er til dæmis betra að Eimskip, SÍS o.fl. hafi formlegt vald yfir fjármun- um þjóðarinnar en t.a.m. lýðræðis- lega kjömir fulltrúar? Þeir sem nú krefjast breytinga gera það gjaman i nafni valddreif- ingar. Völdin eigi að færa frá fáum útvöldum til margra hluthafa. Hlut- hafamir muni sjá til þess að veita hið eðlilega aðhald. í fyrsta lagi má spyrja hvort þessi fyrirtæki hafi ekki ráðið hingað til jafhmiklu um gang mála án þess að hafa formlega rétt til þess og hvort ekki sé því verið að loka fyrir breyt- ingar til betri vegar ef og þegar til þess kann að koma? Þá má einnig benda á að umræðan um þessi mál hefur verið einhæf, nær einvörðungu tekið mið af Hafekipsmálinu. Sala Útvegsbankans Getur ekki t.d. verið að hinir ágætu bankastjórar Landsbankans hafi oftar en ekki vegna hæfni sinnar og þess að þeir em bankastjórar rík- isbanka náð bæði betri kjörum á erlendum lánum fyrir fyrirtæki sem nú ætla að kaupa einkabanka, sem og hærri lánum vegna þess og þar- með gagnað fyrirtækjunum og þjóðinni betur en ef um einkabanka hefði verið að ræða? Einkabanka sem ekki hefði náð slíkum samning- um? Vera má að rétt sé að láta á þetta reyna nú með sölu Útvegs- bankans en fyllsta ástæða er til þess að fara varlega í sakimar, því það verður ömgglega dýrara að ná eign- unum til baka ef nauðsynlegt verður talið. Ef það á að verða stefha stjóm- valda að selja eigur almennings verður að gæta þess að allir hafi hag af og það verður ekki nema með breyttum reglum um skatt á arð af hlutafé. Eðlilegt er að breyta fyrst skattalögum þannig að almenningur sjái hag í því að setja spamað sinn í hlutabréf og sitji þá við sama borð og fyrirtækin. Þjóðin mun ekki þola þann yfirgang að eignarréttinum verði óréttlátlega breytt á helstu stofhunum hennar. Hvaðan koma peningamir sem útborgun í Útvegs- bankann? Bjami P. Magnússon „Ef það á að verða stefna stjórnvalda að selja eigur almennings verður að gæta þess að allir hafi hag af og það verður ekki nema með breyttum reglum um skatt á arð af hlutafé.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.