Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. Neytendur Mikið úrval af skólatöskum Langsamlega algengustu skólatöskurnar eru svokallaðar baktöskur sem eru hannaðar til þess að passa á bakið á nemendum án þess að skekkist. Mál og menning Ódýrasta taskan fyrir yngri kyn- slóðina í nýrri verslun Máls og menningar er mjúkur bakpoki án grindar á kr. 873. Annar bakpoki í lægri kantinum er Jeva junior en hann er með stífum hliðum og kost- ar kr. 1.804. Miðgerðin af sömu gerð er með grindum, heitir Jeva midi og kostar kr. 2.200. Jeva superior er svo aftur bólstraður á baki og með stífum hliðum. Hann kostar kr. 1.548. Táningamir eru hrifnir af leður- töskum, að sögn afgreiðslustúlku. Til eru þrjár gerðir af Woody-töskum og kostar taska með hliðaról kr. 3.663. Sama taska fæst einnig með haldi og kostar þá kr. 4.138. Þriðju gerðina er svo aftur hægt að festa á bakið og kostar hún kr. 5.276. Streitukistlar njóta nú mikilla vin- sælda meðal krakka á aldrinum 9-10 ára. Þessar töskur henta engan veg- inn fyrir þennan aldurshóp, enda mikil hætta á hryggskekkju. Krakk- amir vilja þó ólmir rogast með þetta og kosta stressarar af Echolac-gerð kr. 2.905, minni, og 3.275 þeir stærri. Allar skólatöskur em með 10% af- slætti hjá Máli og menningu þessa dagana og er ekki gert ráð fyrir þvi í verði hér að ofan. Griffill í versluninni Griffli við Síðumúla er einnig mikið úrval af töskum. Sú ódýrasta er mjúkur bakpoki af gerð- inni Pindgrisen en hann kostar kr. 799. Stífur bakpoki af Superior-gerð kostar kr. 1.219, poki af Piolet-gerð kostar kr. 1.691 og Amigopoki, einn- ig stífur, kostar kr. 2.125. Einnig fást stífir bakpokar sem em nafnlausir og kosta þeir kr. 863. Fyrir táningana fást leðurhliðar- töskur af Java-gerð og kosta þeir kr. 4.790. Einnig em til handtöskur úr svörtu leðri á kr. 3.898. í naturlit kosta þær aftur 4.134. Þessar töskur em af gerðinni Rutertessen. Verslunarstjóri benti okkur á veiðitöskur úr striga af Shakespe- are-gerð en þær sagði hann að hefðu selst vel sem skólatöskur í fyrra. Þær kosta kr. 1.954. Streitukistlar fást á bilinu 1.600 -5.000. Vinsælar em töskur af Echolac-gerð en þær kosta kr. 2.456. Hagkaup í Kringlu Hagkaup í Kringlu hefúr opnað sérstaka ritfangadeild og em skóla- vörur þar í miklu úrvali. Fyrir yngstu kynslóðina fást baktöskur af ýmsum gerðum. Sú ódýrasta er stíf taska, nafnlaus, og kostar hún kr. 899. Air set-töskur fást á kr. 1.189 og em þær með stífu baki. Piolet- töskur kosta 1.559 og em þær alstíf- ar. Einnig fást töskur af Scholl-gerð Nokkrir verslunarstjórar höfðu þungar áhyggjur af þvi hve streitu- kistlar eru vinsælir meðal þeirra yngstu. Þessir tveir eru þó vísast orðnir nógu gamlir til að sleppa við hryggskekkjuna. á kr. 1.249 og loks alstífar töskur, sem heita Joke, á kr. 1.899. Fyrir táningana fást tvær gerðir af hliðartöskum úr leðri. Önnur er frá Leðuriðjunni og kostar kr. 2.999 en hin er af gerðinni Java og kostar hún kr. 4.329. Streitukistlar em mikið í tísku, að því er virðist. Sá ódýrasti er af Ec- holac-gerð og er læst með lykli. Hann er til í tveimur þykktum og kostar sá þynnri kr. 2.309 en sá þykkri kr. 2.499. Einnig em til tösk- ur sömu gerðar en með talnalás eða tölvulás, eins og krakkamir kalla hann. Önnur gerðin kostar 2.549 en hin kr. 2.749. Penninn í Kringlu Að sögn verslunarstjóra em vin- sælustu töskumar fyrir yngstu kynslóðina harðar baktöskur af Scout-gerð. Þær em til í öllum regn- bogans litum og kosta kr. 2.300. Einnig em Jevatöskur mikið teknar. Sú minnsta, Jeva junior, kostar kr. 1.578. Jeva midi er poki með grind og kostar hann kr. 2.050. Ein taskan var með aukatösku fyrir leikfimidót og heitir hún Jeva twin sport. Hún kostar kr. 2.990. Einnig sáum við klassískar leðurtöskur, þessar „gömlu góðu“, á hlægilegu verði, kr. 295. Verslunarstjóri sagðist hafa fundið þessar töskur inni á lager og sett á þær málamyndaverð. Töskum- ar em úr ekta leðri en aðeins fengust tvö stykki. Versiunarstjóri sagði okkur að streitukistlar væm ótrúlega vinsælir meðal þeirra allra yngstu. Hafði hann áhyggjur af þessari þróun. Penninn selur slíkar töskur á kr. 1.690 og em þær með tölulás. Ec- holactöskur kosta kr. 2.376 með lyklalás en kr. 2.898 með talnalæs- ingu. Einnig fást þar dýrari töskur í miklu úrvali. Táningamir virtust mjög hrifnir af bakpokum úr mjúku leðri sem kosta kr. 3.600. Aðrar leðurtöskur vom af Woody-gerð og kostuðu þær fiá kr. 3.000-4.800. Hliðartöskur úr leðri kosta kr. 4.186. Bókahúsið Þar kostaði ódýrasta taskan kr. 695 en það er mjúkur bakpoki af gerðinni Best school. Einnig er til axlataska með höldum á kr. 715 en það er leðurtaska af gamalli gerð og fást aðeins nokkur stykki. Mjúk- ur bakpoki með hörðu baki kostar svo kr. 815. Af Schneider-gerð fást tvær tegundir. Annars vegar er það mjúkur bakpoki en hins vegar axla- taska. Báðar kosta töskumar kr. 1.295. Aðrar töskur fyrir þá yngstu em Scout en stærri gerðin kostar kr. 2.483. Jeva junior kostar kr. 1.735, midi kr. 2.115 og Jeva space kostar kr. 2.090, sú minni, en kr. 2.170 sú stærri. Fyrir táningana fást hliðartöskur úr leðri á kr. 3.689 og stressarar af K-America-gerð á kr. 3.750 en þeir em stækkanlegir. Einnig fæst mjög dömulegur stressari á kr. 2.890. Mikligarður Þar fást baktöskur af Piolet>gerð. Sú minnsta kostar kr. 919, milli- stærðin kr. 1.575 og sú stærsta kr. 2.729. Einnig fæst bakpoki með mynd af Andrési önd og kostar hann kr. 1.055. Superiorbakpoki kostar kr. 1.420. Fyrir þá eldri fæst leðurbakpoki á kr. 5.089 og hliðarhandtaska á kr. 4.135. Echolac-streitukistlar fást í þremur stærðum. Grunn taska með lykillæsingu kostar kr. 2.269 og djúp kr. 2.339. Með tölulæsingu kosta töskumar svo 2.496. Delseytöskur, sem læst er bæði með lyklum og tölulás, kosta kr. 3.380. -PLP Kalskar stílabækur langtum ódýrari en íslenskar Það er fleira sem þarf til að geta hafið skólanám en skólatöskur og pennaveski. Það þarf einnig stílabækur, möppur og vinnubókar- blöð. Auðvitað þarf einnig skólabæk- ur en við höfum ekki gert neina könnun á þeim kostnaði. Greinilegt er að gömlu góðu ís- lensku stíla- og reikningsbækurnar, sem framleiddar eru í Kassagerð- inni, eru langtum dýrari almennt en ítalskar innfluttar bækur. Þessar ít- ölsku em þar að auki miklu meira fyrir augað og þykkari. Þótt meira frjálsræði ríki nú innan veggja grunnskolanna en aður gerði hvað varðar kröfur skólanna til þeirra stílabóka sem nemendur eiga að nota eru enn til þeir skólar eða í það minnsta kennarar sem láta böm- in nota þessar gömlu góðu íslensku stílabækur. Börnin em þá látin greiða svokallað „pappírsgjald“ og fá í staðinn m.a. þessar stílabækur. Það þýðir ekkert að mögla þótt nemendur langi heldur í einhveijar „smart“ bækur sem krakkamir í öðr- um skólum mega allra náðarsamleg- ast kaupa. Það er annars athyglisvert að skólayfirvöld skuli ekki nota þær bækumar sem ódýrastar eru á mark- aðinum eða hreinlega flytja inn sjálf. Með því móti mætti greinilega spara stórar fjárhæðir í stílabókakaupum. Algengasta verðið á íslensku stíla- bókunum er 28-30 kr. ítalskar bækur, sem em mun þykkari, kosta hins vegar innan við 20 kr. Þær voru til í hinni nýju og glæsilegu verslun Máls og menningar og einnig eitt- hvað í Miklagarði en þar vom þetta birgðir frá í fyrra að sögn Þórðar Sigurðssonar og lítið eftir. Itölsku bækumar vom einnig til í Griffli og kostuðu þær 26 kr. miðað við íslensku bækurnar á 41 kr. Hagkaupsmenn hafa látið fram- leiða stílabækur fyrir sig sérstaklega og kosta A-5 stílabækurnar 39 kr. en reikningsbækurnar 31,90 kr. Möppur undir vinnubókarblöð má fá fyrir innan 100 kr. en eftir því sem versl- unarfólkið sagði blm. vilja krakk- amir miklu heldur möppur með myndum af „frægurn" persónum en þær möppur eru miklu dýrari, kosta sums staðar á fjórða hundrað kr. Það er einnig hægt að spara drjúg- an skilding með því að athuga sinn gang í innkaupum á vinnubókar- blöðum. Lituðu vinnubókarblöðin, sem eru víðast hvar til í blokkum, kosta innan við 60 kr. en hægt er að fá búnt með 50 blöðum (bæði hvítum og gulum) á 27 kr. Þótt fólki finnist kannski ekki muna miklu á hverjum einstökum hlut er vert að hafa í huga að safn- ast þegar saman kemur. Því ekki að hvetja krakkana til að gera verðsam- anburð á skólavörunum sem á boðstólum eru og láta þau sjá svart á hvítu hvernig hægt er að spara peninga. -A.BJ. FULLAR VERSLANIR AF NÝJUM OG SPENNANDI HAUSTVÖRUM Smiðjuvegi 2B Skólavörðustig 19 Hringbraut 119 Simi 79866 Simi 623266 Simi 611102 Itölsku stilabækurnar eru helmingi ódýrari en þær islensku. DV-myndir S og Ólafur örn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.