Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. Menning Kynleg læti í Nýlistasafninu Hallgrímur Helgason: Blái drengurinn. Nýlistasafiiið hefiir að undanfömu hýst sýningar ungra myndlistarmanna sem eru ýmist nýkomnir frá námi eða em á leið í framhaldsnám. Um þessar mundir stendur þar yfir sýning Hall- gríms Helgasonar og Hjördísar Frímanns sem er nýkomin frá námi í Bandaríkjunum. Þessi sýning er að því leyti lík sýningum sumarsins í Nýlistasafninu að hún er hvort tveggja í senn óvenjuleg og ómarkviss. Hallgrímur Helgason Hallgrímur sýndi í Gallerí Hallgerði fyrr á þessu ári og vakti þá einkum athygli fyrir óvenjulegar teikningar og athyglisverða útfærslu á fyrirbær- inu mannslíkami. Fígúrur hans eiga sér einna helst fyrirmyndir hjá kúbist- unum í dentíð en munurinn felst einkum í því að myndir Hallgríms em í senn flatar og með djúpa íjarvídd af svipuðu tagi og í verkum Dalí og de Chirico. Sjóndeildarhringurinn er þá bein lína og dýptin aukin með skálín- um. Hallgrímur þykir mér bestur í fígúrum sínum eins og í myndum nr. 21 og 22 á sýningunni í Nýlistasafri- inu. Það sem annars einkennir myndlist hans er ótrúlegt hugmynda- flug sem leiðir hugann að hugmyndum súrrealistanna um draummyndir og ósjálfráða skrift. Og ef við bætum síð- an smáskammti af draumfaravanga- veltum Freuds við skýringatilraunim- ar þá kemur ekki á óvart að flestar teikningamar og stór hluti af mál- verkunum em á einn eða annan hátt kynferðislegar fantasíur. I sýningarskrá stendur að Hallgrím- ur hafi málað og teiknað allar myndimar á einum mánuði og í ljósi þess getur maður ekki annað en undr- ast afköst hans. Hjördís Frímann Þeir sem hafa stundað myndlist í Merming Þorgeir Ólafsson Bandaríkjunum að undanfömu segja að það sé ógemingur að alhæfa nokk- um skapaðan hlut um myndlistina þar vestra vegna þess að hún sé svo ótrú- lega fjölbreytt. Það er því skemmtileg tilviljun að nær allar sýningar ís- lenskra myndlistarmanna, sem hafa eða em við nám í Bandaríkjunum, einkennast af stórum myndum og mik- illi tjáningarþörf sem því miður virðist oftar læti en útrás! Amgunnur Ýr _ sýndi um daginn stórar mjmdir af teygðum og toguðum fígúrum og nú kemur Hjördís Frímann með fígúrur sem að vísu em ekki eins togaðar og hjá Amgunni en stórar og miklar. Hún reynir ýmsar tjáningarleiðir expressi- onistanna fyrr á öldinni, t.d. Nolde eða Kokoschka, en tekst að mínu áliti ekki að ná inn að kvikunni sem gefur myndum þessara meistara líf og gildi. Kannski eigum við alls ekki að líta á fígúrur Hjördísar sem fólk af holdi og blóði heldur aðeins sem form sem not- að er sem myndræn uppistaða. Það er ýmislegt sem gefur þeirri skoðun byr, einkum það að myndimar bera engin nöfii svo og að sumar myndimar í nyrðri salnum em með öllu óhlut- bundnar og aðrar þar sem rétt má greina fígúrumar ef grannt er skoðað. Ég er þeirrar skoðunar að óhlut- bundnar myndir, í ætt við það sem kallað er abstrakt expressionismi, séu eitt erfiðasta myndform sem hægt er að hugsa sér og því ættu byrjendur í myndlist að fara sér hægt í þeirri að- ferð. Fælið verðlag Þeir sem skrifa um myndlist í blöð og tímarit hafa oft undrast verðlegg- ingu mjmdlistarmanna á verkum sínum. Aðalsteinn Ingólfsson benti á það í grein um Graphica Atlantica í sumar að íslenskir grafíklistamenn ættu að taka verlagsmálin til athug- unar því samanburður við verð á verkum erlendu þátttakendanna var á þann veg að íslensku verkin vora að jafhaði miklu dýrari. Eftir að hafa skoðað verð á myndum þeirra ungu listamanna sem hafa verið að sýna hér á landi í sumar hlýt ég að komast að þeirri niðurstöðu að þetta unga hsta- fólk vilji ekki selja myndir sínar og setji því himinháar upphæðir á verk sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.