Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. Iþróttir • Mirandinha. Mirandinha í úrvalslið Englands Brasilíumaðurinn Mirandinha, sem lék snilldarleik í sínum fyrsta leik með Newcastle, hefur verið valinn í enska deildarúrvalið sem mætir írska deildarúrvalinu í Bel- fast 8. september. Mirandinha er fyrsti Brasih'umaðurinn sem leikur í ensku knatfcspymunni. Argenfcínumaðurinn Oavaldo Ar- diles hefur einnig verið valinn í sextán manna úrvalslið ensku deildarinnar. -sos Magnusson til Benfica Portúgölsku meistaramir í knafcfcspymu Benfíca gengu í gær frá þriggja ára samningi við sænska landsliðsmanninn Mats Magnusson. Hann helur leikið með Malraö undanfarin ár. Kaup- verðið á kappanura var ekki gefið upp. -JKS Féil á lyfja- prófi og keppir ekkiáHM Austurríska stúlkan Thorower Sue Howland hefur verið bannað að taka þátt í spjótkastskeppninni á HM í Róm. Austurríska fijáls- íþróttasambandið tilkynnti þetta í gær. Sue Howland féll á lyfjaprófi á fijálsiþróttamóti í Belfest 20. júli. __________________-sos Santana til Mineiro Tele Santana, þjálferi Brasilíu í HM 1982 á Spáni og 1986 í Mex- íkó, hefiur skrifað undir þriggja ára samning við Atletico Mineiro í Brasiliu. Hjá félaginu hóf Santana ferill sinn. -sos Battiston ekki með Frökkum í Moskvu Patrick Battiston, lykilmaður í vöm franska landsliðsins, mun ekki leika með Frökkum gegn ftússum í Moskvu á miðvikudag- inn kemur. Battiston er meiddur en samt var hann valinn i átján manna landsliðshóp Frakka. „Ég vona fram á siðustu stundu að kraftaverk gerist og Battiston geti leikið með okkur,“ sagði Henri Michel, þjálfari Frakka. Tveir 20 ára miðverðir, þeir Basile Boli og Alain Roche, leika að öllum líkind- um í Moskvu sem öftustu vamar- menn. -sos _____________________DV „Þetta er góður dagur“ sagði Guðmundur Torfason eftir landsleikinn í gærkvöldi „Þetta er góður dagur,“ sagði Guð- mundur Torfason er hann gekk af leikvelli í gærkvöldi. „Það þarf ekki að vera svo mikill munur á áhuga- og atvinnummönnum ef allir leggja sig hundrað prósent fram. Ég er mjög ánægður að fá tæki- færi til leika í svona liði,“ sagði „fall- byssan" glaðbeitt. „Þetta var vel spilaður leikur," hélt hann áfram, „en ég er ákaflega sár með mannfæðina á pöllunum. Það er synd að fólk láti sig vanta á svona leiki.“ - Nú töldu sumir að hönd guðs hefði verið með í ráðum þegar þú settir bolt- ann í markið. Er eitthvað hæft í þeirri fullyrðingu? „Nei, ég hljóp inn í rétta eyðu, tók boltann á brjóstið - síðan á lærin - og „dripplaði" þannig með hann inn í markið." - Vom menn ekki smeykir að fá útreið með líku lagi og í vor? „Ég tel að það hafi búið innra með hveijum manni að berjast til að forð- ast tap líkt því sem henti í vor. Sex-núll ósigur á ekki að eiga sér stað í landsleik ef hliðsjón er höfð af knatt- spymunni í dag. Það varðar engu hvaða leikmenn spila, hver heldur um stjómvölinn eða þjálfar, slíkt á ein- faldlega ekki að gerast." -JÖG Winterslag saknaði Gumma Heil umferð var leikin í 1. deild belgísku knattspymunnar í gær- kvöldi. Úrslit leikjanna urðu þessi: FC Liege-Anderlecht......0-0 Charleroi-Antwerpen........1-1 Lokeren-Standard...........2-2 Mechelen-Kortrijk..........2-0 Beerschot-Ghent............2-0 Waregem-Winterslag.........5-0 Club Briigge-Cercle Briigge.4-3 Molenbeek-Beveren..........0-3 Racing Jet-St. Tmiden......0-1 • Eftir fjórar umferðir em Ant- werpen og FC Briigge jöfn og efst með 7 stig. FC Liege og Lokeren með 6 stig. -JKS • Mark Lawrenson aftur í slag- inn. Enskir punktar: i Pétur Arnþórsson sést hér snúa á einn leikmann A-Þjóðverja. Þetta var algeng sjón í gærkvöldi. DV-mvnd Brynjar Gauti QPR skaust upp á toppinn - með því að leggja meistara Everton, 1-0 Spútniklið QPR skaust upp á toppinn í Englandi í gærkvöldi þegar Lundúnafélagið vann góðan sigur, 1-0, yfir Englandsmeisturum Ever- ton á gervigrasinu á Loftus Road. Það var Martin Allen sem skoraði sigurmark QPR á 22. mínútu. Nottingham Forest náði ekki fylgja QPR eftir þar sem félagið varð að sætta sig við jafhtefli, 3-3, við Southampton á City Ground í Nott- ingham. Sigurinn blasti við Forest þegar 18 mín. vom til leiksloka. Þá var staðan, 3-1. Colin Clarke skor- aði þá úr vítaspymu fyrir Dýrling- ana og á 81. mín. náði Gordon Hobson að jafna, 3-3. Neil Webb skoraði fyrsta mark Forest í leiknum en Andy Townsend jafhaði, 1-1. Þeir Stuart Pearce og Nigel Clough skor- uðu síðan fyrir Forest áður en Southampton náði góðum enda- spretti. • QPR er efst með 13 stig, Man. Utd er með 11 eins og Nott. Forest. -SOS Stuttgart skotið a bólakaf í Bremen -1-5, og Bayem mátti þola tap fyrir Gladbach, 0-2 Sgurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi: „Það er greinilegt að Stuttgart saknar fyrirliða síns, Sigurvinssonar," sagði þulur v-þýska sjónvarpsins eftir að leilunenn Stuttgart máttu þola stór- an skell, 1-5, fyrir Werder Bremen í Bremen. V-þýski landsliðsmarkvörð- urinn hjá Stuttgart, Immer, átti afleit- an leik og sendi Ordenewitz knöttinn þrisvar sinnum í netmöskvana fyrir aftan hann. Það var strax á 11. mín. að Immer hikaði við úthlaup og Meier skallaði knöttinn fram hjá honum. Rétt á eftir átti Jurgen Klinsmann skot í slána á marki Bremen. Leikmenn Stuttgart fengu rothöggið nokkrum sek. fyrir leikhlé þegar Immer hljóp niður vam- armann Stuttgart sem var að kljást við Ordenewitz sem þakkaði fyrir sig og sendi knöttinn í mannlaust markið. Schaaf skoraði þriðja mark Bremen á 52. mín. - skaut knettinum í tvo vamarmenn Stuttgart og í netið fór boltinn. Ordenewitz bætti síðan fjórða marki Bremen við og síðan söng knött- urinn tvisvar á aðeins fimm sek. í slánni á marki Stuttgart. Karl Allgöw- er skoraði mark fyrir Stuttgart úr vítaspymu, 1-4. Það var svo Ordenew- itz sem átti síðasta orðið með því að skora sitt þriðja mark úr vítaspymu eftir að Immer hafði fellt hann. Bayern tapaði Bayem Munchen mátti þola tap, 0-2, þegar Bæjarar heimsóttu Mönc- hengladbach. Fyrir leikinn fögnuðu stuðningsmenn Gladbach Jupp Heynckes, þjálfara Bayem. Heynckes þjálfaði félagið áður en hann fór til Bayem og einnig var hann leikmaður með því. Uwe Rahn var hetja Gladbach, Skoraði bæði mörk liðsins. Fyrst með glæsilegum skalla - kastaði sér fram á 38. mín. og skallaði knöttinn í slána og inn. Síðan skoraði hann úr víta- spymu. Bayem sótti grimmt í seinni hálfleik og einstefna var að marki Gladbach síðustu fimmtán mín. leiks- ins. • Köln og Bayem Leverkusen gerðu jafhtefli, 0-0. Brasilíumaðurinn Tida vakti mikla athygli með Lever- kusen fyrir knatttækni sína. • Norðmaðurinn Andersen kom Ntimberg yfir gegn Mannheim en Neven jafiiaði fyrir Mannheim, 1-1. • Bremen er á toppnum með 10 stig. Köln og Gladbach em með 9 stig, Bayem 8 og Stuttgart, Karlsruhe og Hannover 7 stig. -sos Skoska félagið Hibs hefur keypt Neil Orr frá West Ham á 100 þús. pund. • Trevor Butney hjá Norwich er meiddur - með brotna tá. • Alan Irvine, sem I.iverpool keyptifrá Falkirk fyrir tíu mánuð- um, er farinn aftur til Skot.lands. Dundee Utd keyjrti hann á 100 þús. pund. • Mark Lawrenson, sem hefur átt við moiðsli að stríða, lék með varaiiði Liverpool gegn Chester um helgina. Þessi snjalli miðvörð- ur hefur verið frá vegna meiðsla í sex roánuði. Lawrenson verður til- búinn í 1. deildar slaginn eftir fjórar vikur. • Kenny Dalglish, fram- kværadastjóri Liverpool, hefur áhuga að kaupa Ray Houghton frá Oxford. • Everton er ekki tilbúið að selja Alan Harper á meðan margir leikmenn liðains eru meiddir. Nott- ingharo Forest hefur boðið 270 þús. pund í hann. • Sheft Wed. keypti Tony Gal- vin frá Tottenluun á 140 þús. pund. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.