Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. Erlendir fréttaritarar_______________________________________dv Danir sagðir Máli Dananna tveggja, sem gefið er að sök að hafa njósnað í Póllandi, er líkt við Rainbow Warrior málið á Nýja-Sjálandi. Yfirvöldum í Frakklandi tókst lengi vel að láta lita út sem þeim kæmi það mál ekkert við. Haukur L. Haukson, DV, Kaupmannahölh; Hinn tuttugu og tveggja ára Niels Hemmingsen, yfirliðþjálfi í varaliði danska flughersins, og hinn þrjátíu og sex ára Jens Ellekjær, fyrrver- andi varaofursti, hafa nú setið í einangrun í pólsku fangelsi frá því um síðustu páska. Samkvæmt upplýsingum tals- manns pólskra yfirvalda hafa þeir viðurkennt að hafa njósnað fyrir erlenda leyniþjónustu og verða því sóttir til saka eftir ströngustu ákvæðum pólskra hegningarlaga þar sem refsingin nær frá fimm ára fangelsi til dauðarefsingar. Voru Danimir handteknir við her- flugvöll í Kozalin og höfðu þá keyrt rúmlega þrjú hundruð kílómetra á einum degi. I fórum þeirra voru at- vinnuljósmyndatæki, fjöldi filma auk landakorts þar sem hemaðar- mannvirki vom merkt inn á með krossi. Við handtökuna reyndu þeir, samkvæmt því sem pólsk yfirvöld segja, að eyðileggja filmumar en það tókst ekki alveg. Við framköllun komu um fimmtán gæðamyndir, meðal annars af herflugvöllum, fram. Án leyfis Danski sendiherrann í Póllandi fær einhvem næstu daga að vita hvenær mál Dananna kemur fyrir rétt en réttarhöldin verða líklega fyrir luktum dyrum. Skrifstofústjóri í danska utanríkis- ráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi ekki séð ástæðu til sérstakra ráðstafana út af málinu. Það hafi fengið eðlilega meðhöndlun og þar til hið gagnstæða er sannað er litið á mennina sem saklausa. Sem með- limur varaliðs hersins á Nils Hemmingsen að hafa fengið leyfi frá hemum til að ferðast til lands austan jámtjaldsins en slíkt leyfi hafi hann ekki fengið og var ekki vitað um ferðir hans þar. Ekki hefur tekist að fá yfirlýsingu frá leyniþjónustu hers- ins. Brot á reglum Ef játning Dananna um njósna- starfsemi reynist rétt er ljóst að þeir hafa brotið allar opinberar reglur í Danmörku um njósnastarfsemi - annaðhvort með því að ráða sig hjá erlendri leyniþjónustu eða stunda njósnir fyrir danska herinn á er- lendri grund. Þegar spurt er um Danina í kunn- ingjahópum þeirra kannast enginn við hinn og svo öfúgt. Þeir hafa get- að hist á námskeiði eða verið kynntir af vinnuveitanda sínum hver svo sem það er en um það vilja pólsk yfirvöld ekkert upplýsa. Báðir 'nafa þeir viljað lifa lífi sínu án þess að berast nokkuð á. Nákvæmni og iðjusemi þykir lýsa báðum nokkuð vel og ekki er vitað til þess að þeir hafi verið virkir í pólitík. Franskir njósnarar Dagblaðið Information líkir máli þessu við Rainbow Warrior málið á Nýja-Sjálandi árið 1985. Þar vom tveir franskir njósnarar handteknir og sakaðir um skemmdarverkin á skipi grænffiðunga á meðan yfir- völdum í Frakklandi tókst lengi vel að láta líta út fyrir að málið kæmi þeim ekkert við. Gerðir Dananna em ekki nærri eins alvarlegar og gerðir Frakkanna en Danimir náðu ekki að sinna verkefni sínu til fulls og mun það líklegast hafa áhrif á þyngd refsing- arinnar þegar þar að kemur. Sprengja í kosningabarátt- unni Blaðið undirstrikar að ef svo rejm- ist að Danimir hafi hvorki ferðast til Póllands upp á eigin spýtur né fyrir tilstilli erlendrar leyniþjónustu en þess í stað samkvæmt skipunum danskra yfirvalda geti málið orðið afar alvarlegt fyrir fjögurra flokka stjóm Schlúters og þá sérstaklega vamarmálaráðherrann. Gæti málið orðið að sprengju í kosningabarátt- unni þar sem dönsk yfirvöld stæðu á bak við óviss örlög Dananna. Spumingin er hvað Danimir vom að gera í Póllandi þegar vitað mál var að bandarískir njósnahnettir höfðu myndað öll hemaðarmann- virki í Póllandi í krók og kring. Ef einhver hefúr sent Danina þá liggja ömgglega ákveðnar hemaðarlegar röksemdir að baki. En þar til réttar- höldin hefjast er ekki meira um málið að fjalla. Þá kemur væntan- lega ffarn hver hefúr ráðið Danina til ferðarinnar og þannig komið þeim í aðstæður er geta orðið að harmleik fyrir þá báða. Torga 100 tonniim af kjótáleggi á ári Haukur L. Haúksson, DV, Kaupmannahofn: I reglugerð umhverfisráðuneytis- ins danska um gæði kjötafúrða er að finna reglur um samsetningu þrjátíu og þriggja mismunandi kjötáleggstegunda. Reglugerðin er frá 1985 og hefur haft aukin gæði alls kyns áleggs í för með sér. I reglugerðinni var reynt að aflífa hina rauðu vínarpylsu en ramakvein sláturhúsa, pólitíkusa og ýmissa neytenda hindraði þá áætlun. Nú mega pylsuvagnamir frægu alveg selja rauðar pylsur, bara þær heiti „hot dog“. En Danir em hrifnir af kjötáleggi. Torga þeir hundrað þúsund tonnum af áleggi árlega sem kostar alls um þijá milljarða danskra króna. Hver Dani borðar því um tuttugu kíló af kjötáleggi á ári og borgar fyrir það um sex hundmð danskar krónur. Þrátt fyrir meiri gæði getur ódýr spægipylsa innihaldið fimmtíu og fimm prósent fitu og er það löglegt samkvæmt reglunum. Ef pylsan kall- ast salami má demba rauðum lit út í og þá sést fitan ekki eins vel. Fram til 1985 vom hamborgar- hiyggir pumpaðir saltvatni svo að það nam allt að þrjátíu prósent þyngdarinnar. Þeir grófustu fóm upp í fjömtíu og fimm prósent. Reglugerðin stöðvaði þetta sem bet- ur fer þannig að hamborgarhryggur má í dag hæst innihalda átta prósent vatn og tólf prósent ef hann er reykt- ur. Þrátt fyrir reglugerðina er enn ýmislegt að athuga varðandi kjötá- legg og ef vörumerkingar em lesnar ítarlega er ekki víst að áleggið nái alltaf heim í ísskápinn. iifri&rkmt® Danir neyta mikils magns af kjötáleggi af ýmsu tagi. „Gera baráttuna að amerískri sápuóperu“ PáH VíIfpitBson, DV, Oslö: Sjónvarpsfréttamenn við norska ríkissjónvarpið em sakaðir um að gera stjómmálaumræðuna að amer- ískri sápuópem. Formaðiu- út-varpsráðs þeirra Norðmanna skammar sjónvarps- fféttamenn fyrir að gera yfirstand- andi kosningabaráttu aðskemmtiat- riði. „Það er engu líkara en að fréttamennimir vilji gera kosninga- baráttuna að ameriskri sápuópem á borð við Falcon Crest,“ segir form- aðurinn. Kosningabaráttan fyrir sveita- stjórnarkosningamar hefur verið með dauflegra móti. Aðgangsharka og ágengar spurningar sjónvarps- fréttamannanna hafa af sumum ekki verið taldar í takt við rólegan tón stjómmálamannanna. Pershing I út og Wömer inn Páll Vflhjálmsson, DV, Osió: Norsk blöð skýra frá því að ekki sé ólíklegt að Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hafi fengið stuðning Reagans við tilnefiúngu Wömers, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýskalands, í embætti ffamkvæmdastjóra Nató í staðinn fyrir að Vestur-Þjóðverjar samþykktu að fjarlægja Pershing I eldflaugamar af þýskri grund. Þessar eldflaugar hafa verið þrándur í götu stórveldanna á leið þeirra til sam- komulags um fækkun kjamorku- vopna. Slík hrossakaup draga stórlega úr líkunum fyrir því að Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs, hreppi embætti framkvæmdastjóra Nató þegar Carrington lávarður lætur af störfúm á næsta ári. Enginn hefur viljað staðfesta þennan orðróm sem birtist í norsku blöðunum Aftenposten og Dagbladet. Enginn hefur viljað staðfesta orðróm um að ákveðið hafi verið að fjarlægja Pershing I flaugarnar frá V-Þýskalandi vegna loforðs um stuðning Reagans við tilnefningu Manfreds Wömer, ut- anríkisráðherra V-Þýskalands, í embætti framkvæmdastjóra Nató.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.