Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. 19 r_______Menning Undarleg veröld Kristján Kristjánsson í Galleri Hallgerði Kristján Kristjánsson myndlistarmaður sýnir þessa dagana tuttugu samklippi- myndir (cpllage) í Gallerí Hallgerði við Laufásveg. Nafn sýningarinnar er „Dre- ams that money can buy“ sem i orðréttri þýðingu er: Draumar sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Ef við tökum orðatiltækið um að allt sé falt, gott og gilt þá gæti þessi 'sýning heitið á íslensku „Draumar til sölu“. Ekki get ég séð nein bein tengsl á milli myndanna á sýningu MyndJist Þorgeir Ólafsson Kristjáns og heiti sýningarinnar nema að hann sé að selja sína eigin drauma! Myndeíni Kristjáns er í rauninni mjög vitrænt í þeim skiln- ingi að hann höfðar óvenju sterkt til ímyndunarafls áhorfandans og þá einkum þess sem hægt er að setja í samband við sjónræna og veraldlega reynslu frá lestri bóka og tímarita. Collage-myndir, þar sem notaðar eru myndir úr bókum og tímaritum, vekja að jafnaði önnur hugrenn- ingatengsl en t.d. fígúratíf málverk vegna þess að í hinum fyrmefndu er (mismunandi) vel þekkt myndefhi sett í óvenjulegt og nýtt samhengi. Jafhvel þótt hið sama sé gert í mál- verki þá er sú mynd af veruleikanum sem þar er dregin upp í lausara sam- hengi við reynslu áhorfandans. Frá tæknilegu sjónarhomi þá em myndir Kristjáns ótrúlega góðar. Maður þarf að rýna í þær til að sjá að hér er um að ræða samklippi- myndir. Það eykur áhrif þessarar undarlegu veraldar sem Kristján dregur svo listilega upp fyrir okkur. Kristján Kristjánsson, Vatnsberinn. REYKJkMIKURBORG Acucmsi Stödwi Sálfræðingar. Félagsmálastofnun Reykjavíkur auglýsir lausa nýja 50% stöðu sálfræðings við fjölskyldudeild. Viðkom- andi er ætlað að annast ráðgjöf og meðferð fyrir börn og foreldra þeirra í tengslum við Vistheimili barna. Því er leitað að umsækjendum með „klíniska" reynslu af barna- og fjölskylduvinnu. Allar nánari upplýsingar veita Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur og Sigrún Karlsdóttir félagsráðgjafi. Umsóknarfrestur er til 25. september. Félags- og tómstundastarf aldraðra. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar mun opna nýja félags- og þjónustumiðstöð aldraðra í Bólstaðarhlíð 43 innan skamms. Staða forstöðumanns (50%) er nú laus til umsóknar og umsóknarfrestur er til 15. sept. nk. Starfið felst í almennri stjórnun og rekstri á félags- og tómstundavinnu fyrir aldraða. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu á sviði sjórnunar og helst félagslegri þjónustu. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri í félags- og tóm- stundastarfi aldraðra, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, í síma 689671. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafél. Reykjavíkur- borgar. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást. ' 1 ' ..... ,■■■■■ ...'i"---------- -------- 30 TONN af barnahúsgögnum tökum við heim og þau munu seljast upp á nokkrum dögum. HÉR ER VERÐIÐ! Svefnbekkur m/dýnu og þrem púðum Svefnbekkur m/yfirhillu, dýnu og 3 púð- kr. 8.320. um kr. 13.770. Svefnbekkur m/endahillu, dýnu og 3 púðum kr. 11.710. Bókahilla, há, kr. 3.670. Bókahilla, lág, kr. 2.450. Kommóða, 8 sk., mjó, kr. 4.240. Komm- óða, 8 sk. m/skáp, kr. 6.490. Kommóða, 8 sk.,kr. 5.380. Kommóða, 6 sk., kr. 4.250. Kommóða, 4 sk., kr. 3.250. Skrifborð nr. 53, lengd 120 cm, kr. 4.590. Skrifborð nr. 54, lengd 120 cm, kr. 4.120. Skrifborð nr. 55, lengd 150 cm, kr. 5.730. Skrifborð nr. 56, lengd 150 cm, kr. 5.380. Öll húsgögnin eru spónlögð með slitsterkri plastfilmu í kvistafuru eða hvítu. húsgagna-Siöllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.