Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Page 44
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. - 44 Sviðsljós Ólyginn sagði... Madonna hefur víst orðið miklar áhyggj- ur af hári sínu. Eins og flestir ættu að hafa tekið eftir er hún sífellt að láta lita og grúska í hári sínu. Allt þetta stúss hefur farið mjög svo illa með hárið á söngkonunni því að hárlitar- efni, sem og önnur efni, geta verið mjög sterk. Of mikil notkun er því skaðleg hárinu. Madonna hefur fengið að kenna á því því að nú missir hún hárið í hrúgum og er vita- skuld alveg yfir sig skelkuð og hræðist að enda sköllótt. Nú notar hún daglega áburð í hárið og tekur vítamín sem stuðla eiga að auknum hár- vöxti. Ronald Reagan er, eins og oft hefur komið fram, sælkeri eins og þeir ger- ast bestir eða verstir eftir því hvernig á það er litið. Sælgæt- issjúka forsetanum hefur þó síðustu ár verið ráðlagt að draga úr sælgætis- og sykur- neyslu sinni. Forsetinn hefur verið veill fyrir hjarta og er sykurinn því mjög óheppileg- ur. Alls kyns heilsusælgæti hefur nú verið troðið upp á forsetann og ku honum líka það þokkalega. Bruce Willis, leikari og nú síðast söngvari, fær ekki frið fyrir kvenkyns- aðdáendum sínum. Konur á öllum aldri laðast að honum og elta hann á röndum. Bruce tekur málunum með jafnaðar- geði en viðurkennir að hann hafi lúmskt gaman af. En öllu má ofgera segir hann þegar hóparnir af kvenmönnum bíða eftir honum fyrir utan hús hans á morgnana og á kvöldin áður en hann kemur heim. Stundum er það svo slæmt að það tekur hann klukku- stund að komast til og frá húsi sínu vegna aðdáendanna sem öskra, reyna að snerta hann og biðja um eiginhand- aráritanir. DV Söngvarinn og hjartaknúsarinn Engelbert Humberdinck hefur verið í nokkuð óvenjulegu hjónabandi í tuttugu og fimm ár. Þannig er að hann og eiginkona hans, Patricia, hafa aldrei búið saman þessi ár sem þau hafa verið gift. Þau hafa ekki einu sinni búið í sama landinu. Engelbert hefur búið í Bandaríkjunum en Patricia í Englandi. Þótt fjarlægðimar séu miklar hafa hjónin hist nógu oft til að búa til fjögur börn sem öll eru orðin stálpuð. En hvers vegna skyldu þau hafa þennan háttinn á? „Patricia býr í fallegu húsi uppi í sveit. Hún þolir ekki öll þessi ferðalög og hamagang sem fylgt getur starfi mínu. En hún sýnir starfi mínu og framgangi mikinn áhuga þótt hún horfi aðeins á úr fjarlægð. Þetta fyrirkomulag hefur hentað okkur mjög vel - örugglega hald- ið hjónabandinu saman,“ segir Engelbert. „Ég fer til hennar í þrjá mánuði á hverju ári og hún kernur til mín í sex vikur. Jólafríinu eyðir svo öll fjölskyldan saman á skíðum í Austurríki. Þess á milli erum við hvort í sínu lagi. Við förum jafnvel með öðru fólki í frí ef svo ber undir en við treystum hvort öðru fullkomlega. Þó að það komi fyrir að ég fari út með annarri konu eða hún með öðrum manni þá er aldrei um neitt svo alvarlegt að ræða að til hjóna- skilnaðar komi. Við elskum hvort annað eða ekki. Svo einfalt er það.“ Engelbert Humberdinck og kona hans, Patricia, hafa verið gift í tuttugu og fjögur ár en hafa alltaf búið sitt i hvoru landinu. .MffgHýCE oiráuöv vim des shorts a nos concurrents. Samkeppnin á auglýsinga- markaðnum harðnar með degi hverjum hér innanlands sem utan. Auglýsendur eru orðnir ráðvilltir og vita vart hvar og hvemig best sé að auglýsa vöru sína þannig að hún nái athygli sem flestra- í útvarpi, sjón- varpi, dagblaði eða tímariti. Franskt fyrirtæki, sem fram- leiðir undirfatnað, er nokkuð frumlegt í auglýsingum sínum. Það hefur kosið „lifandi“ aug- lýsingar í orðsins fyllstu merkingu. Þeir hafa fengið ungan mann til að sitja í þessu glerbúri, sem sést á myndinni, og auglýsa nýja nærfatafram- leiðslu þeirra. Þarna dúsir hann í átta tíma á dag, veifar til vegfarenda og fær tuttugu þúsund á viku fyrir. Rússinn og ameríski draumurinn Goðsögnin um ameríska drauminn hef- ur um árabil náð rótfestu í huga og lífi margra. Margur hefur heillast af hugtak- inu og látið reyna á sannleiksgildi goðsagnarinnar. Hjá sumum hefur draum- urinn ræst en líklega hjá enn fleirum hefur hann farið forgörðum. Það er nú nokkuð skondið þegar Rússi hrífst af hugtakinu og lætur á reyna. Slyppur og snauður kom Jeff Ostrovsky frá Moskvu til Bandaríkj- anna - aðeins óharðnaður unglingur en ákveðinn í að prófa sig áfram í Amerík- unni. Hann byrjaði á því að læra ensku en í því máli kunni hann ekki stakt orð. Svo byrjaði hann hægt og rólega að þreifa fyrir sér. Hann sat dögum saman við símann í eldhúsinu, með símaskrána sér á hægri hönd og leitaði að góðum vörum sem hann gæti mögulega selt. Fyrr en varði var hann búinn að stofna vöru- listafyrirtæki. I dag, sjö árum eftir að hann kom til draumalandsins, á hann orð- ið eitt stærsta vörulista- og póstþjónustu- fyrirtæki í Bandaríkjunum. Velgengnin eykst með hverjum mánuðinum sem líður en veltan skiptir orðið hundruð milljóna árlega. „Ameríka er sannkallað draumaland," segir Jeff, „en í viðskiptum verður maður að vera ósérhlífinn, setja sér takmark og taka oft áhættu." Jeff kemur frá Moskvu en er sannarlega búinn að „meika það“ í Ameríkunni. Ameríski draumurinn hans hefur ræst. *-r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.