Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Page 23
„Friðrik er markvörður framtíðarinnar ii - sagði Sigi Held lands- liðsþjátfarí eftír stórieik Friðriks „Þetta var dásamlegur leikur og sig- ur íslendinga var sanngjam. Á stundum náðum við okkur verulega á strik og þá var knattspyman oft með ágætum.“ Þetta sagði Sigi Held landsliðsþjálf- ari, sigurreifur eftir viðureign okkar manna og A-Þjóðverja. ísland bar sigur úr býtum í leik þar sem allir lögðust á eitt og gerðu sitt besta. - Nú sýndu áhugamennimir stór- góðan leik gegn her atvinnumanna. Horfirðu ekki til þeirra þegar þú velur A-landsliðið fyrir næsta verkefai þess? „Það er vitanlega í mörg hom að líta fyrir landsleiki og ég á eftir að hugsa mitt ráð hvað endanlegt lið varðar." - Nú vom Guðmundur Torfason og Friðrik Friðriksson til að mynda stór- kostlegir. Eiga þeir ekki möguleika á að mæta Norðmönnum hér heima í næstu viku? „Vitanlega eiga piltamir sem léku í kvöld möguleika. Guðmundur Torfa- son átti vissulega góðan leik og þó átti Friðrik ákaflega góðan dag. Það má þó ekki horfa fram hjá því hvað markið varðar að Bjami Sigurðsson hefur einnig varið með piýði í lands- leikjum. Sem stendur er hann í byrjunarliði. Ef Friðrik heldur hins vegar upp- teknum hætti og ver áfram með því lagi sem hann gerði hér í kvöld stend- ur hann einn daginn í marki A-liðsins. Friðrik er markvörður framtíðarinnar verji hann áfram með þessum hætti.“ JÖG II 1 I ! » ' ■ Pólverjinn frá Eyjum til Breiðabliks Pólverjinn Griegorz Bielatowicz, sem hefur þjálfað knattspymu- menn í Vestmannaeyjum undanfarin ár, er á leið til fastalandsins. Bielatowicz er á leið til Breiðabliks þar sem hann mun þjálfa meist- araflokkslið Breiðabliks. Hann verður svo yfirumsjónarþjálfari allra yngri flokka félagsins. -SOS Ron Saunders var | rekinn frá WBA 1 Ron Saunders, framkvæmdastjóri WBA, var rekinn frá félaginu í gær. WBA hefur gengið bölvanlega í 2. deildar keppninni í Englandi - er með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki. Saunders, sem var áður framkvæmdastjóri Aston Villa, var hjá WBA í fjórtán mánuði. -SOS Veðmangarar í London veðja á sigur Islands gegn Noregi - sigur Norðmanna í Reykjavík talinn ólíklegur Veðmangarar í Englandi hafa alltaf nóg að gera því að Englendingar em þekktir fyrir að veðja um hina og þessa atburði á íþróttaaviðinu og í öðrum málum. Það er greinilegt að þeir Englendingar, aem veðja um leiki í Evrópukeppni landsliða í knattspymu, landaliðinu. hafa trú á íslenaka Nú í vikunni gaf einn veðbankinn í Englandi út tölur í sambandi við veðmál á leik í EM. Staðan var þannig að 1,85 var á aigri íslands, 3,25 á jafntefli og 3,50 á sigur Norð- manna sera eru tölur sem gefa til kynna að sigur Norðmanna í Eeykjavík þyki ólíklegur. Veðmál á EM-leik Rúasa og Frakka í Moskvu voru þannig: 1,55 á heima- águr, 4,00 á jafntefli og 4,30 á útisig- ur eða sigur Frakka. Þá vom gefoar út tölur á leik Wales og Danmerk- ur. Þær voru 2,40 á heimasigur, 3,50 á jafotefli og 2,30 á útisigur eða á sigur Dana. -sos • Guðmundur Torfason sést hér senda knöttinn i net A-Þjóðverja. DV-mynd Brynjar Gauti Útlendinga- hersveit Norðmanna Norðmenn senda öfluga útlendinga- hersveit til Reykjavíkur til að glíma við íslendinga í Evrópukeppni lands- liðs á Laugardalsvellinum á miðviku- daginn kemur. Þeir leikmenn norska landsliðsins, sem koma hingað í víking að hætti Norðmanna, leika með liðum frá þessum löndum: 0 V-ÞÝSKALAND: Jöm Andersen, Númberg, Anders Giska, Númberg, Kai Erik Herlovsen, Mönchenglad- bach og Erik Thorstvedt, Mönc- hengladbach. # FRAKKLAND: Teije Kojedal, Mulhouse. e ENGLAND: Kjetil Osvold, Nott- ingham Forest. e SVlÞJÓÐ: Per Edmund Mordt, IFK Gautaborg. e HOLLAND: Hallvar Thoresen, Eindhoven. e GRIKKLAND: Tom Sundby, Herakles. -SOS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.