Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1987, Blaðsíða 39
f' FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1987. Erlendir fréttaritarar Og enn sprengja Baskar Á meðfylgjandi mynd má sjá hvemig umhorfs var í verslanasamstæðu í út- hverfi borgarinnar Santander á Norður-Spáni eftir að þar sprakk öflug sprengja síðastliðinn sunnudag. Hillur hrundu í versluninni og vörur þeytt- ust út um allt. Miklar skemmdir urðu á húsinu og þvi sem þar var inni, en fyrif einhverja mildi olli sprengjan engum meiðslum á fólki. Yfirvöld í borginni sögðust ekki vita með vissu hveijir hefðu staðið að þessu sprengjutilræði. Hins vegar tók lög- reglan fram að tilræðinu svipaði í flestu ákaflega til þeirra aðgerða sem skæmliðar Baska hafa gripið til. Er jaihvel talið að þeir hafi sprengt sprengjuna í hefndarskyni vegna þess að Frakkar hafa undanfarið gert nokkra af þeim Böskum, sem grunaðir em um skæmliðastarfsemi, landræka. Baskar hafa á þessu ári framið nokk- ur sprengjutilræði og var hið mann- skæðasta þeirra í vor þegar þeir sprengdu aflmikla sprengju í neðan- jarðarbílastæði við verslanasamstæðu í Barcelona. í það skiptið sögðu Baskar að mistök hefðu orðið, að sprengjan hefði ekki átt að springa á annatíma. Mesta hlaupa- svínið Mesta hlaupasvín Þýskalands, hann J.R., keppti um síðustu helgi við „mannlegan" hlaupara og hafði betur. Ef til vill hjálpaði það J.R. eitthvað að mannskepnan hnaut um eigin fætur og lá kylliflöt í miðju hlaupi. Sigurinn var eflaust jafii- sætur fyrir því. Dauðakappreiðar unglinga valda áhyggjum Undanfamar vikur hefur gengið hálfgert æði meðal unglinga á Taiwan þar sem á hveiju kvöldi er efiit til mikilla kappreiða á mótorhjólum á þjóðvegum landsins. Kappreiðar þessar em með öllu ólöglegar enda hefur fjöldi unglinga slasast alvarlega, jafnvel hlotið varanleg örkuml, í slysum af völdum þeirra. Unglingamir sækjast einkum eftir að reyna með sér á þjóðvegum þar sem nokkur umferð er enda þykir það auka á spennuna að geta átt von á óvæntum farartækjum. Yfirvöldum hefur gengið erfiðlega að finna leið til að stemma stigu við þessu athæfi. ÆGISBORG FÓSTRUR - STARFSFÓLK Fóstrur og starfsfólk óskast til starfa á dagheimilis- og leikskóladeildir Ægisborgar. Vinnutími eftir há- degi. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður og yfirfóstra í síma 14810. UMBOÐIÐ Á SIGLUFIRÐI Blaðbera vantar strax víðs vegar um bæinn. Upplýsingar gefur umboðsmaður DV, Friðfinna Símonardóttir, í síma 96-71208 eða 96-71555.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.