Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987. 5 ar að vinna -fyrr en samið hefur verið Þrjátíu manna hópur fólks, sem unn- ið hefur í sláturhúsinu á Kirkjubæ- jarklaustri undanfarin ár, hefur sent eigendum sláturhússins, sem og öðrum aðilum sem málið varðar, orðsendingu þar sem það segist ekki ráða sig til starfa í þessari sláturtíð fyrr en gengið hefur verið frá kjarasamningum við það. Þann 1. september slitnaði upp úr samningaviðræðum Alþýðusam- bands Suðurlands og sláturhúsanna um kjör þess fólks sem við slátrun vinnur. Sigurður Óskarsson, formaður Al- þýðusambands Suðurlands, sagði í samtali við DV að nokkuð mikið bæri á milli. Sláturhúsin hafa boðið byrj- endum 160,77 krónur á tímann en Alþýðusambandið vill 191,76 krónur. Sem hæsta taxta bjóða sláturhúsin 197,43 krónur en Alþýðusambandið vill fá 254 krónur á tímann. Vömbílstjórar: Deilan til sáttasemjara Slitnað hefur upp úr samningavið- ræðum vegna fastlaunasamninga fyrir sunnlenska bílstjóra við vinnuveiten- dasamtökin og hefúr Alþýðusamband Suðurlands sagt samningunum upp og vísað málinu til ríkissáttasemjara. Deila stendur um það hvort undirrit- un hluta samninganefndar Verka- mannasambands Islands undir fastlaunasamninga fyrir vörubifreiða- stjóra sé gild eða ekki. Alþýðusam- band Suðurlands telur að þeim fundi, er undirritunin átti sér stað, hafi verið haldið leyndum fyrir fúlltrúum Sunn- lendinga. -S.dór Að sögn Sigurðar Óskarsson tíðkast yfirborganir til sláturhúsafólksins, þannig að greitt er allt að 230 krónur á tímann, en sláturhúsin vilja ekki ræða það mál þannig að í raun fæst þetta ekki upp á borðið þótt um hafi verið beðið. -S.dór , iH M 1957-1987 Vy % 30 St ára l'iY Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni Tveir iiýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. , ' Innritun og upplýsingar dagana 1.-14. september kl. 10 - 19 í símum: 641111, 40020 og 46776. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 14. september og lýkur með jólaballi. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar V/SA Fréttir 3 TRAUSTIR Skemmtiferðaskipið Astor í Sundahöfn. Skemmtiferðaskipið Astor: Farþegar fengu marbletti og skrámur - þegar skipið lenti í ofsaveðri út af Austuriandi Skemmtiferðaskipið Astor, sem lá í Reykjavíkurhöfú í gær, lenti í ofsa- veðri og haugasjó út af Austfjörðum þegar það var að koma til landsins. Svo mikill var veltingurinn að matur og diskar toldu ekki á borðum og varð að hætta við borðhald á fimmtudaginn vegna þessa. Nokkrir farþega fengu marbletti og skrámui’ við að detta á borð og stóla þegar mest gekk á. Að sögn Hildar Jónsdóttur hjá Sam- vinnuferðum, sem tekur á móti skip- inu, meiddist enginn alvarlega og enginn þurfti að leita læknis þegar skipið kom að landi. Hún sagði að í gær hefðu 300 farþegar, sem um borð eru, farið í skoðunarferðir á vegum ferðaskrifstofunnar. Skemmtiferðaskipið Astor er alveg nýtt skip, var tekið í notkun í byrjun þessa árs og það tekur 600 farþega. Þann 14. október heldur hópur Islend- inga í skemmtisiglingu með skipinu til Austúrlanda nær og fara þeir á vegum Samvinnuferða. -S.dór NISSAIM PATROL 3,3 díesel - 7 manna jeppi Eigum þessa traustu Kirkjubæjarklaustur: Starfsfólk neit- lager Double Cab NISSAN DOUBLE CAB 2,4 bensín 4x4 pallbill með 5 í sætl NISSAN bíla til á Long Bed NIS5AN PICK-UP 2,3 díesel Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.