Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987. 31 *. ‘ dv Fólk í fréttum Unnur Skúladóttir Unnur Skúladóttir fiskifræðingur hefúr verið í fréttum DV vegna rann- sóknarleiðangurs Hafrannsókna- stofhunar á djúphafsrækjunni. Unnur er faedd 30. júlí 1939 og lauk BSc-prófi í almennri dýrafræði 1963 og hefur verið sérfræðingur á Haf- rannsóknastofnuninni frá 1963. með rannsóknir á rækju sem sérsvið. Maður hennar er Kristján Sigurjónsson læknir og eiga þau firnm böm á lífi, Steinunni, Jóhönnu Katrínu, Margréti, Katrínu og Kristínu Ólínu, sem öll em við nám. Unnur á einn bróður, Magnús, arlptekt í Rvík. Foreldrar Unnar em Skúli Kristján Halldórsson, tónskáld í Rvík, og kona hans, Steinunn Guðný Magnúsdóttir. Faðir Skúla var Halldór Georg, læknir í Rvík, Stefánsson, b. í Litlu-Hlíð, síðar vegaverkstjóra á Akureyri, Jónas- sonar. Móðir Halldórs var Margrét Ingibjörg Eggertsdóttir, b. á Fossi í Vesturhópi, Halldórssonar, prófasts á Melstað, Ámundasonar, b. og smiðs í Syðra-Langholti, Jónssonar. Móðir Margrétar Ingibjargar var Halla Jónsdóttir, b. og stúdents á Leirá, Ámasonar, dóttursonar Kol- beins, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinsonar. Móðir Skúla var Unnur Skúladóttir Thoroddsen, al- þingismanns á Isafirði, Jónssonar Thoroddsen, sýslumanns og skálds á Leirá. Móðir Unnar var Theodóra Thoroddsen skáldkona, bróðurdóttir Þóm, móður Matthíasar Jochums- sonar. Meðal bræðra Skúla Thor- oddsen vom Þorvaldur náttúrufræð- ingur, Þórður, læknir og alþingismaður, afi Þorvaldar Stein- grímssonar fiðluleikara, og Sigurður landsverkfræðingur, faðir Gunnars forsætisráðherra og afi Jóns G. Tóm- assonar bogarlögmanns. Theodóra Thoroddsen var móður- systir Muggs, Péturs Thorsteinsson- ar sendiherra og ömmusystir Amar Johnson, forstjóra Flugleiða, föður Amar, forstjóra Skorra, Elísabetar, móður Ólafs B. Thors, forstjóra Al- mennra trygginga, og ömmu Hilm- ars Oddssonar kvikmyndagerða- manns, og Gyðu, móður Jóns Thors, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Theodóra Thoroddsen er einnig langömmusystir Ólafs Mixa læknis og Jóns Hermannssonar kvikmyndagerðarmanns. Móðir Unnar, Steinunn Guðný, er dóttir Magnúsar, b. í Nýlendu í Mið- neshreppi, Hákonarsonar, b. i Nýlendu, Tómassonar, b. í Nýlendu, Hákonarsonar ríka, lögsagnara í Kirkjuvogi í Höfnum, Vilhjálmsson- ar. Bróðir Tómasar í Nýlendu var Vilhjálmur í Kirkjuvogi, langafi Odds Ólafssonar, læknis og alþingis- manns á Reykjalundi. Móðir Stein- unnar var Guðrún Steingrímsdóttir, b. í Stóra-Nýjabæ i Krísuvík, Stein- grímssonar, b. i Nýjabæ, Ólafssonar. Unnur Skúladóttir. Helgi Breiðfjörð Jónasson Helgi Breiðfjörð Jónasson sjó- maður, Skálabrekku 2, Húsavík, er sextugur í dag. Helgi er fæddur á Húsavík og ólst þar upp í foreldra- húsum til fimmtán ára aldurs en þá fór hann til sjós. Helgi hefur verið á tuttugu og sjö vertíðum samfellt og yfirleitt á síld á sumrin. Hann hóf sjómennsku sína í Njarðvikum og var þá á báti hjá Magnúsi í Höskuld- arkoti. Eftir eina vertíð í Njarðvík- um var hann tvær vertíðir i Sandgerði hjá Ársæli Sigurðssyni og síðan fimmtán vertiðir i Vestmanna- eyjum. í Vestmannaeyjum kynntist Helgi eiginkonu sinni. Þau fluttu norður til Húsavíkur 1960 og giftu sig á annan í jólum sama ár. Þar stundaði Helgi sjóinn sem fyrr en 1973 hætti hann til sjós. Kona Helga er Elsa, f. í Vest- mannaeyjum 4.11. 1924. Foreldrar hennar voru Sigurður, múrari í Vestmannaeyjum, Gíslason og kona hans, Októvía, frá Seyðisfirði, Guð- mundsdóttir. Helgi og Elsa eiga fimm böm. Elst er Björk Breiðfjörð, f.19.2.1959. Hún er lagerstjóri hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Næst kemur Helga Breiðfjörð, f. 19.1. 1960, en hún er húsmóðir á Homafirði. Þá Viðar Breiðfjörð, f. 31.5. 1960, verkstjóri í Vestmannaeyjum. Elfa Breiðfjörð, f.19.61964, er gift Ásgeiri Guðmunds- syni heildsala. Oddfríður er svo yngst, f. 16.6. 1965, en hún vinnur eins og systir hennar í Fiskiðjusam- laginu á Húsavík. Helgi átti fjögur systkini og em þrjú þeirra á lífi. EÍstur er Skúli, fyirverandi kaupfélagsstjóri á Sval- barðseyri, f. 1925, en kona hans er Guðrún Guðmundsdóttir og búa þau á Akureyri. Næstelst var Kristín, f. 1926, en hún lést þrettán ára að aldri. Helgi kemur næstur og síðan Reynir kaupmaður, f. 1928, en hann rekur skóverslun þá er faðir hans stofnaði og er kona Reynis Kristín Axelsdóttir. Björk er svo yngst syst- kinanna, f. 1930, en hennar maður er Stefán Jónsson bifvélavirki og búa þau í Hafnarfirði. Faðir Helga var Jónas Jónasson, skókaupmaður á Húsavík, f. í Litla- Gerði í Grýtubakkahreppi 1897, en hann lést 1970. Meðal sex föður- bræðra Helga var Einar, verkstjóri á Hjalteyri. Foreldrar Jónasar vom Jónas Einarsson, b. í Litlagerði, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, frá Gröf i Kaupangssveit í Eyjafirði. Móðir Helga var Oddfríður, f. 1895 og ættuð frá Breiðafirði, Skúladóttir farkennara sem síðast bjó á Bæ í Reykhólasveit, Gíslasonar, hús- manns á Heinabergi á Skarðsströnd, Hjaltasonar. Olafía Kristjánsdóttir Ólafía Kristjánsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafharfirði, er áttræð á morgun. Hún fæddist í Bræðraborg á Seyðis- firði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum en flutti síðan með þeim til Hafnarfjarðar 1925 og hefur búið þar síðan. Þegar til HafnarQarðar kom vann Ólafía þau störf sem til féllu fyrir ungar stúlkur á þeim árum, hún réð sig í vist og vann í fiski. Árið 1931 giftist Ólafía Áma Sig- urðssyni. Ámi er fæddur í Hafnar- firði 24.9. 1908 og hefur alist þar upp. Hann er skipstjóri að mennt og var lengi á skipum Bæjarútgerð- arinnar í Hafnarfirði. Hann var hafnsögumaður í Hafharfirði i þó nokkur ár. Foreldrar hans vom Sig- urður Ámason og kona hans, Sigurlína Helgadóttir. Ólafía og Ámi eiga tvær dætur, Sigurlínu, f. 1932, og Eydísi, f. 1936. Sigurlína er sex bama móðir en Eydís á þrjú böm. Ólafía átti fimm systkini en þær em nú tvær eftirlifandi systumar. Ólafía er elst systkinanna en næstur kom Jón, f. 1909. Jón var sjómaður en var síðan lengi starfsmaður Slökkviliðsins á Reykjavíkurflug- velli. Kristín, f. 1911, býr í Hafhar- firði í næsta nágrenni við systur sína. Guðmundur, f. 1913, lést í bam- æsku fimm ára að aldri. Þorsteinn, f. 1915, er nú látinn en hann rak lengi Verslun Vesturbæjar f Hafnarfirði. Yngstur var Helgi, f. 1917. Hann var bílstjóri og vann hjá Einari Þor- geirssyni en lést ungur maður. Foreldrar Ólafíu vom Kristján sjó- maður á Seyðisfirði, f. 1885, d. 1959, Jónsson og Guðrún, f. 1876, d. 1961, Amórsdóttir. Faðir Ólafíu, Kristján, var sonur Jóns, b. í Bræðraborg í Seyðisfirði, Jónssonar, b. í Dammi í Sandvík, Jónssonar. Langamma Ól- afíu, móðir Jóns í Bræðraborg, var Helga Sveinbjömsdóttir á Nesi í Loðmundarfirði, Jónssonar, b. í Reykjahlíð við Mývatn Einarssonar sem er forfaðir Reykjahliðaræt- tinnar eldri. Meðal systkina Svein- bjamar vom Jón í Ytrineslöndum, afi Jóns Sveinssonar, Nonna, rithöf- undar, og Þóra, langamma Valgerð- ar, móður Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra. Ólafía og Ámi verða ekki heima á afinælisdaginn. 60 ára Guðjón Tómasson, Gnoðarvogi 70, Reykjavík, er 60 ára í dag. 50 ára Helgi B. Hannesson, Litluhlíð 6 B, Akureyri, er 50 ára í dag. Elías Björnsson, Hrauntúni 28, Vestmannaeyjum, er 50 ára í dag. Gísli Birgir Jónsson húsasmíða- meistari, Lágholti 10, Stykkis- hólmi, er 50 ára í dag. Lilja Árelíusdóttir, Vogum 4, Skútustaðahreppi, er 50 ára í dag. Björgvin Kristjánsson, Kjalarlandi 16, Reykjavík, er 50 ára í dag. María Yngvarsdóttir, Nönnustíg 5. Reykjavík, er 50 ára í dag. Jóna Lísa Guðbjartsdóttir, Mark- arflöt 23, Garðabæ, er 50 ára í dag. Þórður B. Sigurðsson, Kríuhólum 2, Reykjavík, er 50 ára í dag. 40 ára_____________________ Ragnar Már Einarsson, Grenimel 35, Reykjavík, er 40 ára í dag. Sigriður Bjarnadóttir, Gyðufelli 16. Reykjavík. er 40 ára í dag. Friðrik Kr. Jónsson, Ægisbraut 15. Laxárdalshreppi. er 40 ára í dag. Magnús Gísli Magnússon, Breka- stíg 11 A, Vestmannaeyjum. er 40 ára í dag. Margrét Þorsteinsdóttir, Lamba- stekk 1, Reykj avík, er 40 ára í dag. Björn Magnússon, Hólabaki, Sveinsstaðahreppi, er 40 ára í dag. Elín S. Gunnarsdóttir, Ferjubakka 14, Reykjavík, er 40 ára í dag. 80 ára 60 ára 40 ára Benedikt Benediktsson, Laugavegi 41 A, Reykjavík, verður 80 ára á morgun. Elín Magnúsdóttir, Espigerði 14, Reykjavík, verður 60 ára á morgun. Sigrún Árnadóttir, Tjarnagötu 10, Reykjavík, verður 60 ára á morgun. Ingimar Jóel Ingimarsson fisk- vinnslumaður, Kirkjusandi v/ Laugarnesveg, verður 60 ára á morgun. Elsa Hjörleifsdóttir, Grenigmnd 9, Akranesi, verður 50 ára á morgun. Siguijón Lárusson, Tindum, Svína- vatnshreppi, verður 50 ára á morgun. Guðfreður Jóhannesson, Háagerði 70 ára Kristín Jóhannsdóttir, Bjarkar- braut 15, Dalvík, verður 70 ára á morgun. 33, Reykjavík, verður 50 ára á morgun. Sigrún Þorsteinsdóttir, Glæsibæ 5, Reykjavík, verður 50 ára á morgun. Afmæli Árni Sigurðsson Ámi Sigurðsson, vinnumaður á Steinum undir Eyjafjöllum, er sex- tugur í dag. Ámi fæddist í Gíslholti í Vestmannaeyjum en þegar hann var tveggja ára fórst faðir hans í bjargsigi. Áma var þá komið í fóstur til móðursystkina sinna, þeirra Markúsar Jónssonar og Maríu Jóns- dóttur, en þau bjuggu á Austur- bakka undir Eýaflöllum. Þar var Ámi alinn upp en árið 1957 fór hann að Steinum, til Bergs Magnússonar, og þar hefur hann verið vinnumaður siðan. Eina systur á Ámi sem býr í Reykjavík. Hún heitir Ásta Sigurð- ardóttir, er gift Ágústi Guðjónssyni, fyrrverandi lagermanni, en þau hjónin eiga tvo syni og tvær dætur. Foreldrar Áma voru Sigurður Ein- arsson frá Norðurgarði í Vestman- neyjum og Margrét Jónsdótir sem var frá Austurbakka. Ámi verður ekki heima á afinælis- daginn. Sigríður Pétursdóttir Sigríður Pétursdóttir, Túngötu 19, heimili sonar síns, Áma, Efstasundi Sandgerði, er sjötug í dag. 5, Reykjavík, eftir kl. 16. í dag. Sigríður tekur á móti gestum á Gestur Jóhannesson Gestru Jóhannesson, Austur- byggð 17, Akure\TÍ, er níræður á morgun. Gestur er úr Fnjóskadaln- um. Hann fæddist að Vestari-Krók- um. sem er ysti bærinn í dalnum, og átti þar heima til sjö ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum að Ytri- Hóli í Fnjóskadal þar sem hann bjó til þrítugsaldurs. Árið 1927 flutti hann til Akurevrar og þar hef- m- hann búið síðan. Fyrstu árin á Akureyri vann hann ýmis almenn daglaunastörf en síðan tók hann að sér að sóta skorsteina og við það vann hann í ním tuttugu ár. Hann var síðar starfsmaður hjá Gefjunn í ein átján ár. Árið 1926 kvæntist Gestur Lísbet. f. 1904. Trvggvadóttur. Kristjánsson- ar. b. á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, Guðmundssonar. Móðir Trvggva var Lísbet Bessadóttir. b. í Skógmn í Sigurður Skagfjörð Bjarnason, Breiðabliki, Höfðahreppi, verður 40 ára á morgun. Guðjón B. Steinþórsson, Eikar- lundi 6, Akureyri, verður 40 ára á morgun. Jóhanna Einarsdóttir, Efstasundi 36, Reykjavík, verður 40 ára á morgun.. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Heiðarlundi 6 A, Akurevri, verður 40 ára á morgun. Fnjóskadal, Eiríkssonar. Tengda- móðir Gests var Hólmfríður Hall- grímsdóttir. Gestur og Lisbet eignuðust fjögm böm sem öll búa á Akureyri en þau em Bára. Ragna. Tryggvi Jóhannes og Sigurður Hólm. Þeir bræður hafa verið starfsmenn Slökkviliðs Akur- eyrar. Foreldrar Gests áttu tólf böm en ásamt Gesti em nú tvær systur hans eftirlifandi. Þær em Þórey, níutíu og sex ára, en hennar maður var Gísli Jónsson, b. í Grímsgerði í Fnjóskadal, og Sigrún á Höfða í Höfðahverfi en hennar maður var Kristinn Indriðason frá Miðvík. Foreldrar Gests vom Jóhannes sem bjó á Melum. Vestari-Krókum og Ytri-Hvammi á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, Sigurðsson og kona hans, Sigríður Rósa Sigurðardóttir. Dóra Þórhallsdóttir, Hvassaleiti 145, Reykjavík, verður 40 ára á morgun. Valgerður Kr. Jónsdóttir, Hring- braut 36, Hafnarfirði, verður 40 ára á morgun. Ingibjörg Þorláksdóttir, Brekku- götu 42, Þingeyri, verður 40 ára á morgun. Guðrún Þorvarðardóttir, Ásbraut 2, Kópavogi, verður 40 ára á morg- un. r Andlát Sigurlaug Friðriksdóttir andaðist að heimili sínu, Brekkulæk í Vest- ur-Húnavatnssýslu, 1. september. Aðalsteinn Stefánsson bifreiða- stjóri, Langholtsvegi 73, lést miðvikudaginn 2. september. Guðmundur Árnason bakari, Vest- urgötu 50A, andaðist í Borgarspít- alanum 26. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.