Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
UTBOÐ
Biskupstungnabraut
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
verk.
Lengd vegarkafla 6,7 km, fyllingar og burðarlag
65.000 m3.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með
7. september nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 21. september 1987.
Vegamálastjóri
''Á'sm
v
Fréttír
''/'V/M
UTBOÐ
Austurlandsvegur, Mýri - Hof
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
verk.
Lengd vegarkafla 7,2 km, fyllingar 53.000 m3,
skeringar 46.000 m3 og neðra burðarlag 46.000
m3.
Verki skal að fullu lokið 1. júlí 1988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 9. september nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 21. september 1987.
Vegamálastjóri
REYKJMJÍKURBORG
Acui&an Stödívi
RHM
2-
Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27
Okkur vantar gott starfsfólk til starfa í eftirtalin störf:
Eldhús - vinnutími 8-14 virka daga og aðra hverja
helgi.
Ræsting - vinnutími 8-12 eða 13-17.
Heimilishjálp - vinnutími 8-16, hlutastarf kemur til
greina.
Þvottahús - í hlutastarf 75% og í 100% starf.
Vaktir - næturvakt 70% starf, morgun-, kvöld- og
helgarvaktir, 100%.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
Tilboð óskast í að reisa og fullgera íbúðar- og aðstöðuhús fyrir
veiðmálastofnun ríkisins á Hólum í Hjaltadal.
Húsið er tveggja hæða, flatarmál alls 290 m2. Innifalið í verkinu er
allt er þarf til að skila byggingunni tilbúinni til notkunar, þar með
talin lögun lóðar.
Verkinu sé lokið eigi síðar en 1. júlí 1988. Útboðsgögn verða af-
hent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, og hjá Fjölhönnun,
Sauðárkróki, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á
sama staó þriðjudaginn 22. sept. 1987 kl. 11.30.
INNKAURASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26644 POSTMÓLF 1441 TELEX 2006
SAMBYLI A SELF0SSI
Tilboð óskast í að fullgera 254 m2 timburhús fyrir sambýli fyrir fatl-
aða að Vallholti 9 á Selfossi.
Húsið er fullfrágengið að utan en verktaki skal einangra það, reisa
milliveggi, leggja vatns-, hita- og raflagnir og ganga að öðru leyti
að fullu frá húsinu að innan. Auk þess skal reisa garðskála við
húsið og ganga frá lóð. Verkinu skal lokið fyrir 15. apríl 1988,
nema túnþökum á lóð, sem skal skila frágengnum 15. maí 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja-
vík, og á skrifstofu Svæðisstjórnar Suðurlands, Eyrarvegi 37,
Selfossi, gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgar-
túni 7, þriðjudaginn 22. sept. 1987.
INNKAURASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Forsetinn við komuna til Klakksvíkur í gær. Móttökurnar voru frábærar og létu krakkarnir i Klakksvík ekki sitt eft-
ir liggja við að fagna Vigdísi. DV-símamynd GVA
Fvábærar
móttökur í
Klakksvík
Jón G. Haukssan, DV, Faareyjum:
Forseti íslands, irú Vigdís Finn-
bogadóttir, fékk frábærar móttökur
þegar hún kom til Klakksvíkur um
hádegisbilið í gær. Fjölmenni beið
hem.ar á hafnarbakkanum og veifaði
færeyska fánanum henni til heiðurs.
Gefið var frí í skólum í Klakksvík
þegar forsetinn kom og létu börnin sig
ekki vanta til að fagna Vigdísi.
Forsetinn gekk í gegnum mann-
þröngina með Jógvan við Keldu,
forseta bæjarstjómar Klakksvíkur.
Síðan var sest að hádegissnæðingi í
boði bæjarstjómar Klakksvíkur.
„Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, velkomin til Klakksvíkur,"
sagði Jógvan við Keldu, forseti bæjar-
stjómar, áður en borðhaldið hófst.
Hann rakti síðan sögu Klakksvíkur,
minntist á duglega sjómenn bæjarins
og æskuna.
„Við eigum góða æsku sem við trú-
um á,“ sagði Jógvun. Hann fór síðan
með ljóð sem Hannes Hafstein, fyrrum
ráðherra, orti eitt sinn um Klakksvík.
Landinn fjölmennti í boð
forsetans
Jón G. Haukssan, DV, Færeyjum:
Islendingar búsettir í Færeyjum
létu sig ekki vanta í boð sem Vigdís
Finnbogadóttir hélt þeim í Norræna
húsinu í Þórshöfn í gær. Á annað
hundrað manns komu í boðið. Forset-
inn gekk á milli manna og ræddi við
þá.
í ávarpi til íslendinganna í lok boðs-
ins sagði hún: „Mér finnst ekki hægt
að fara hjá garði án þess að hitta landa
mína.“
Forsetinn sagði ennffemur að marg-
ir íslendingar væm í Færeyjum og það
sem betra væri, að þeim liði vel þar.
„Það er gott að búa í þessu landi.“
Vigdís minntist á að skortur væri
nú á vinnuafli á Islandi eins og í Fær-
eyjum. „Ég vona að við fáum eins
gott vinnuafl og við höfum með stolti
lánað Færeyingum."
Hún bað viðstadda í lokin að hrópa
húrra fyrir Færeyingum. Þrefalt
húrrahróp var það og kröftugt.
Forsetinn er hér með ungri islensk-færeyskri stúlku, Edith Petersen að i
í boðinu sem hún hélt íslendingum i Norræna húsinu í gær.
DV-símamynd
Fjórréttað í gærkvöldi
Jón G. Hauksson, DV, Færeyjum:
Fjórréttað var í gærkvöldi í boði sem
forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
hélt á Hótel Hafnia í Þórshöfn. Gísli
Thoroddsen matreiðslumaður sá um
matargerðina. I forrétt var krabbap-
até, rækjur, svartfugl og graflax.
Fiskrétturinn var lúða og lax. Kjöt-
rétturinn var heilsteiktur lambavöðvi
með íslenskri jurtasósu. I eftirrétt var
svo kramarhús með ferskum ávöxtum.
Loksins stytti upp!
Jón G. Haukssan, DV, Færeyjum:
Loksins stytti upp í Færeyjum um
miðjan dag í gær eftir rigningu og leið-
indaveður frá því á fimmtudagsmorg-
un er forsetinn kom til Færeyja. Sólin
braust ffam og þegar Vigdís hélt ís-
lendingaboðið í Norræna húsinu í
Þórshöfh skartaði bærinn sínu feg-
ursta.
Sagan um þokuna sem prinsessu í
álögum stóðst því skemmtilega hjá
forsetanum.