Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987. GRANDABORG v/Boðagranda óskar eftir að ráða fóstrur eða starfsfólk til starfa nú þegar e.h. Upplýsingar í síma 621855. INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Nafn........................... Heimilisfang....................................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks234 2000 f’rederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 05.09.87 FRÆÐSLUSKRIFSTOFA VESTFJARÐAUMDÆMIS, ÍSAFIRÐI Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: Ein staða skólasálfræðings. Ein staða sérkennslufulltrúa/kennslufulltrúa. Hálf staða ritara. Þá vantar talkennara og bókasafnsfræðing til sér- stakra verkefna sem mætti vinna í áföngum eftir samkomulagi. Ein staða kennsluráðgjafa í Vestfjarðaumdæmi. Miðað er við hlutastörf, 25-50%, með búsetu hvar sem er í umdæminu. Óskað er eftir kennurum með starfsreynslu og/eða framhaldsnám. Fræðsluskrifstofan býður fram góða vinnuaðstöðu í húsakynnum sínum á Isafirði og starfsandi er góður meðal skólamanna á Vestfjörðum, auk þess sem boð- ið er upp á góð laun fyrir ofangreind störf. Upplýsingar veitir fræðslustjóri, Pétur Bjarnason, í síma 94-3855 og 94-4684 og forstöðumaður ráðgjaf- ar- og sálfræðideildar, Ingþór Bjarnason, í síma 94-3855 og 94-4434. INNRITUN í KVÖLDNÁM PRÓFADEILDA NÁMSFLOKKA REYKJAVÍKUR Grunnskólastig: a) aðfararnám hliðstætt 7. & 8. bekk b) fornám hliðstætt 9. bekk Kennslugreinar: íslenska, danska, enska, stærðfræði. Framhaldsskólastig: a) heilsugæslubraut = FOR- SKÓLI SJÚKRALIÐA b) viðskiptabraut, hagnýt verslunar- og skrifstofustarfadeild. EINNIG ER HÆGT AÐ VELJA KJARNANÁM ÁN SÉRBRAUTA. Sænska og norska til prófs. Sjá auglýsingar í dagbl. sl. föstudag. INNRITUN FER FRAM mánudaginn 7. og þriðjudag- inn 8. september í MIÐBÆJARSKÓLA, Fríkirkjuvegi 1, klukkan 17-21. Upplýsingar í símum 12992 og 14106 síðdegis. Námsflokkar Reykjavíkur Ferðamál Fjallganga í Himalayafollum í október verður farin nýstárleg ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Úrval. Ferðin er öðrum þræði kynnisferð til Indlands en aðaláherslan verður lögð á Himalavaíjallgarðinn. Farið verður á slóðir pílagríma til upptaka fljótsins Ganges í Gharwal Himalaya. Ferðin tekur 18 daga og er fyrst far- ið til Nýju-Delhí og svipast um í borginni í tvo daga. Síðan er farið til Mussorie en þar er áð og ferðalöngum gefinn kostur á að aðlagast loftslagi og skoða sig um í einn dag. Ekið verð- ur til Uttarkashi og síðan liggur leiðin upp á við þar til staðnæmst verður í Gangotri, í 3.100 metra hæð. Gangotri liggur á bökkum fljótsins helga, Ganges, og er þar musteri gyðj- unnar Ganga og streyma þangað milljónir hindúskra pílagríma ár hvert. Þeir baða sig í hinni helgu á og er ætlunin að hópurinn staldri við til að sjá pílagrímabaðið. Þama er lítið um nútímaþægindi og gista því leiðangursmenn í tjöldum. Eftir að hópurinn er búinn að skoða sig um er gengið til Chirabas, um 5 klukkustunda gang frá bækistöðvum hópsins. Þama er mikil ijallasýn, Mem tindar og Bagharati fjöll tróna yfir. Tindamir em rúmlega sex kíló- metra háir og fjöllin tæplega sjö. Nú hefst hin eiginlega fjallganga. Gengið verður yfir Gangotri jökul allt til bækistöðvar við rætur Shivling- fjalls en það er talið með fegurri fjöllum. Þama er gist í tjaldbúðum i þrjár nætur en síðan er gengið til baka. Göngugarpar komast ekki í gistihús með nútímaþægindum fyrr en á 14. degi en þá verður ekið til Uttarkashi. Síðan verður ekið til hinnar helgu borgar Rishikeshi og loks aftur til Nýju-Delhí. Á 18. degi ferðarinnar er flogið frá Delhí til london og komið við í fríhöfhinni í Dubai. Ferðaskrifstofan mælir með því að menn taki sér ekki þessa ferð á hend- ur nema þeir séu reyndir fjallgöngu- menn. Hún kostar kr. 88.670 ef gist er í tveggja manna herbergi í Delhí en kr. 93.740 ef gist er í eins manns her- bergi. -PLP Besta sumar í tíu ár á Stjömunni og var að spvrja vegfar- endur hvort þeir notuðu smokka. Við spurðum á móti. „Ég var að skipta um vinnu þann- ig að það varð nú heldur lítið úr sumarfríi þetta árið. Ég skrapp þó í veiði og berjatínslu í Aðaldal og í Leirársveit. Axel Eiriksson. Ég er ekki búinn með allt fríið mitt en ég tók hluta af því og eyddi honum héma í bæn- um við útréttingar. Ása Guðjónsdóttir. Ég fór til Dan- merkur og var þar í þrjár vikur. Einnig ók ég um Austfirði í fimm daga. Þetta var alveg dýrðlegt. Sigurjón Ágústsson. Ég eyddi öllu fríinu í sumarbústaðnum mínum en hann er í Kettlubyggð á Rangárvöll- um. Ég hef verið þar á hverju sumri í tíu ár og hef aldrei hreppt jafngott sumar og nú. Sigrún Jónsdóttir. Ég fór ekki neitt í sumar. Ég var búin að panta far í hópferð aldraðra en komst ekki vegna veikinda. Þar sem haustið er brostið á spurð- um við að þessu sinni vegfarendur hvemig þeir hefðu varið sumarleyf- inu. Spurðir vom fimm og hafði einn þeirra farið utan. Hins vegar höfðu þeir sem á annað borð höfðu farið eitthvað skotist út á land, verið í sumarbústað, farið í lax eða ber, eða einfaldlega ekið um landið. Eini ut- anlandsfarinn hafði svo eytt þremur vikum í landi frænda vorra, Dana, en þeir ku vera famir að streyma hingað sem „fremmedarbejdere". Það er keppikefli flestra borga að draga til sín eins mikið af ferðamönn- um og nokkur kostur er. Fundið er upp á ýmsu til þess að draga fólk að. Annað hvert ár er haldin borgarhátíð í gamla borgarhlutanum í Lúbeck. í ár verður þessi hátíð um helgina 19.-20. september. Þeir sem staddir em t.d. í Hamborg eða grennd þessa helgi ættu að leggja leið sína til Lúbeck þar sem mikið verður um að vera. Lúbeck er einnig skemmtileg borg sem gaman er að heimsækja. Boðið verður upp á margvísleg skemmtiatriði, markað þar sem lodd- arar sýna listir sínar og auk þess vandaðar listsýningar. Hátíðin hefst kl. 14 báða dagana. Það er margt að sjá í Lúbeck en elsti borgarhlutinn er umflotinn ánni Trave. Innan hans veggja em áætlun- arbílar illa séðir og bílaumferð haldið í lágmarki. Þar em fomar byggingar mörg hundmð ára gamlar. Dómkirkj- an er frá árinu 1200 og elsta borgar- hliðið er frá 1466. I Lúbeck er öllu mjög vel við haldið og gamlar byggingar enn notaðar í dag. Þar er t.d. merkur tónlistarskóli sem er til húsa í mjög gömlum verslun- arhúsum. í Lúbeck em líka margir veitingastaðir sem em til húsa í fom- um húsakynnum. Nefna má Schiff- ergesellschaft sem er að finna á I dag er þar boðið upp á lystilega góð- Breiðgötu nr. 2. Húsið var reist árið an mat í sögulegu umhverfi. 1535 og hýsti stórt útgerðarfyrirtæki. -A.BJ. Framhliðin a veitingastaðnum Schiffergesellschaft á Breiðgötu 2 i Lúbeck er dæmigerð fyrir götumyndina i hinum aldna Hansastað, Lúbeck. Borgarhátíð í Liibeck

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.