Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi sunnudaginn 6. sept. 1987. Árbæjarkirkja: Messuferð kirkju- kórs Árbæjarsóknar verður farin til / Þingeyra í Húnaþingi sunnudag 6. sept. Kórinn syngur við guðsþjón- ustu í Þingeyrakirkju kl. 14 ásamt kirkjukór Þingeyrasóknar. Organ- leikari Jón Mýrdal. Sóknarprestur Árbæjarprestakalls prédikar og sr. Ámi Sigurðsson, sóknarprestur á Blönduósi, þjónar fyrir altari. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall: Guðsþjónusta i Breiðholtsskóla kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Æskulýðs- fundur þriðjudagskvöld. Sóknar- • nefndin. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Leikið verður á orgel kirkjunnar i 20 mín. áður en messan hefst. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni messar. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Frikirkjan í Reykjavík: Fyrsta barna- ■ i guðsþjónustan á þessu hausti kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Fram- haldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Altar- isganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjömsson. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Organ- isti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Kópavogskirkja: Messa í Kópavogs- kirkju kl. 11 árdegis. (Altarisganga.) Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Ein- söngur: Harpa Harðardóttir, við undirleik Áshildar Haraldsdóttur á flautu. Prestur sr. Sig. Haukur Guð- jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja: Minni á guðsþjón- ustu í Áskirkju kl. 11 árdegis sunnudag. Sóknarprestur. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org- el- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn: Guðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson. Seltjarnarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Guðsþjón- usta kl. 14. Orgel- og kórstjóm Örn Falkner. Einar Eyjólfsson. Víðistaðasókn: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. Tilkyimingar Minnispeningur um dr. Sigurð Þór- arinsson jarðfræðing sem sérstök viðurkenning fyrir rannsóknir í eld- fjallafræði. Minnispeningur um dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing Alþjóðleg samtök á sviði eldfjallafræði, IAVCEI (International Association of Volcanology and Chemistry of the Earth’s Interior), háfa stofnað til sérstakrar viður- kenningar fyrir rannsóknir í eldfjalla- fræði. Þessi viðurkenning er minnispen- ingur sem ber nafn Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings' í virðingar- skyni við minningu hans og nefnist „SIGURÐUR THORARINSSON MED- AL“. Frumkvæði að. þessari viðurkenn- ingu átti starfshópur á vegum samtakanna sem nefnist Working Group on Explosive Volcanism eða starfshópur um sprengi- og þeytigos en Sigurður vann brautryðjenda- starf við rannsóknir á slíkum gosum og gjóskulögunum sem í þeim myndast. Minnispeningurinn um Sigurð Þórarins- son verður að jafnaði veittur á fjögurra ára fresti þegar þing samtakanna er hald- ið. Minnispeningurinn var veittur í fyrsta sinn á nýafstöðnu þingi samtakanna sem haldið var í Vancouver í Canada 9. 22. ágúst sl. Eyrstur til að hljóta hann var Robert L. Smith. 66 ára jarðfræðingur við Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna (U.S. Geological Survey), fyrir brautryðjenda- starf sitt við rannsóknir á eldgosum sem valda svonefndum gjóskuhlaupum. I slík- um gosum berst meginhluti gosefnanna frá upptökum sínum eins og skriða af heitri gjósku og eldfjallagasi sem leitar undan halla og breiðist hratt yfir umhverfið. í gosum af þessu tagi getur rúmmál gosefn- anna skipt hundruðum rúmkílómetra og í flokki þeirra er að finna einhver stærstu gos sem vitað er um á jörðinni. Robert L. Smith kom hingað til lands sumarið 1957 og kynntist þá Sigurði Þórarinssyni og rannsóknum hans á Heklugosum. Ann- ars hefur hann einkum starfað að jarð- hitarannsóknum í heimalandi sínu. Jarðfræðafélag íslands tók að sér að sjá um gerð minnispeningsins. Steinþór Sig- urðsson listmálari hannaði peninginn. Á framhlið hans er andlitsmynd af Sigurði Þórarinssyni. Umhverfis myndina er áletr- un, „SIGURÐUR THÖRARINSSON MEDAL" og nafn samtakanna sem veita hann IAVCEI. Bakhliðin er auð en þar verður grafin áletrun eftir því sem við á hverju sinni. Peningurinn er 6 cm í þver- mál og er úr ljósri koparblöndu. IS-SPOR h/f sá um sláttu en mótin voru grafin af SPORRONG AB í Svíþjóð. Jarðfræðafélag íslands á fulltrúa í nefndinni sem úthlutar þessari viðurkenn- ingu en hún er skipuð fimm mönnum. Fulltrúi Jarðfræðafélagsins í úthlutunar- nefnd er Sven Þ. Sigurðsson, dósent við Raunvísindadeild Háskóla íslands. Fréttatilkynning Helgina 29.-30. ágúst var haldið 3. al- þjóðaþing Græningja í Stokkhólmi. Mætti þar Davíð Jónsson fyrir hönd nýstofnaðra Græningjasamtaka á Islandi og urðu mik- il fagnaðarlæti þegar hann tilkynnti að enn ein þjóð hefði bæst við í hóp þeirra landa sem ættu sinn Græningjaflokk. Ymis mál voru rædd á þessu þingi, þ.á m. hagfræði Græningja, hugmyndafræði og uppbýgging flokka og þrýstihópa. Voru menn almennt sammála um að mikil þörf væri á að þau sjónarmið og það gildismat sem Græningjar berjast fyrir kæmist til áhrifa vegna þeirra efnishyggju og hag- vaxtardýrkunar sem nú tröllríður þjóð- félögum um allan heim. Það kemur einnig betur og betur í ljós að umhverfisvanda- mál eru ekki einkamál einstakra þjóða, mengun og kjarnorkuslys virða engin landamæri. Þeirri hugarfarsbreytingu sem þarf að eiga sér stað lýsti Petra Kelly á þinginu með eftirfarandi orðum: „Think globally, act locally“ (hugsið um jörðina í heild sinni og. framkvæmið í umhverfi ykkar). Næst skref hjá íslenskum Græningjum munu verða aðgerðir undir yfirskriftinni, „Gegn kjarnorku á íslandi". Munu þær hefjast með hljómleikum á Hótel Borg þann 20. september þar sem ýmsir kunnir hljómlistamenn ásamt fulltrúum þýskra Græningja koma fram. Hljómleikunum mun síðan verða fylgt eftir með undir- skriftasöfnun þar sem skorað verður á ríkisstjórnina að krefjast þess að fjarlægð- ar verði Orion flugvélar þær sem notaðar eru við kafbátaleit hér á landi. Flugvélar þessar eru hannaðar til þess að flytja og varpa kjarnorkusprengjum og bendir það sterklega til þess að Bandaríkjamenn hafi eða ætli að hafa kjarnorkuvopn hér á landi. Nýjung hjá Náttúruverndarfé- lagi Suðvesturlands Vettvangsferðir Á undanförnum fjórum árum hefur margs konar starfsemi verið skipulögð af Nátt- úruverndarfélagi Suðvesturlands með það fyrir augum að vekja athygli á náttúru- fræðslu-, náttúruverndar- og umhverfís- málum og koma af stað umræðu um þau. Má þar nefna „Ferðaraðirnar“ svonefndu. Fyrst var það „Náttúrugripasafn undir berum himni“ til að minna á að íslending- ar eiga ekkert náttúrufræðihús eins og flestar aðrar menningarþjóðir. Því næst „Umhverfið okkar“, náttúruskoðunar- og söguferðir um öll sveitarfélögin á Suðvest- urlandi, sextán að tölu, margar ferðir um sum þeirra. í þessum ferðum var fræðslan aðallega í langferðabílunum en í stuttum gönguferðum, sem farnar voru á leiðinni, sköpuðust oft miklar umræður. í síðustu ferðaröðinni, sem byrjað var á í haust, „Umhverfisgönguferðunum“, gengum við Ieiðir sem tengja saman útivistarsvæði sveitarfélaganna í hringferðum um aðal- byggðarkjarnana. Fræðslan var þar á ákveðnum stöðum en umræðurnar urðu í -göngunni sjálfri. Bein og óbein áhrif af þessari starfsemi hafa verið vonum framar. Sérstaklega vilj- um við þakka það náttúrufræðingunum og sögu- og ömefnafróðum mönnum sem voru leiðsögumenn í ferðunum. Komin er af stað töluverð umræða um umhverfismál í fjölmiðlum og undanfarið hafa verið stofnaðir áhugahópar sem láta til sín taka ákveðin verkefni í náttúrufræðslu og nátt- úruverndarmálum. Sveitarfélögin hafa sýnt þessum málum aukinn skilning og margt er í undirbúningi hjá þeim. Nú er ætlunin að NVSV bryddi upp á nýjung sem nefnd verður Vettvangs- ferðir. Hún er fólgin í því að bjóða upp á stuttar vettvangsferðir með nýju sniði. Við veljum ákveðna staði og tökum þar fyrir ýms mál sem tengjast þeim og nátt- úruvemdar-, minjaverndar- og umhverfis- málum. Fréttatilkynning Landssamtökin Þroskahjálp hafa nýverið gefið út meðfylgjandi rit, Greind og greindarfötlun eftir sænska sálfræðinginn Gunnar Kylén, í þýðingu Þorsteins Sig- urðssonar skólastjóra. Ritið heitir á frummálinu Begávning och begávnings- handikapp og kom upphaflega út hjá Handikappinstitutet í Svíþjóð 1981. I ritinu er fjallað um eðli og þróun greindar, bæði þegar hún þróast með eðli- legum hætti og þegar eitthvað ber út af og afleiðingin verður greindarskerðing. Sökum þess hve umíjöllun Gunnars Ky- léns er skýr og aðgengileg hefur þetta rit hans vakið mikla athygli og verið þýtt á önnur Norðurlandamál. Greind. og greindarfötlun er eins konar grunnrit i röð þriggja rita, þó það komi að fullum notum eitt og sér. Annað ritið nefnist á frummálinu Hur forstáelsen av verkligheten utveclas og er eftir Kerstin Göransson sálfræðing. Embætti ekki skiptimynt í pólitík - segja borgaraflokksmenn „Borgaraflokkurinn mótmælir þeirri reglu sem gömlu stjómmálaflokkamir hafa sett með sér að tileinka sér út- hlutunarrétt á lykilstöðum í þjóðfélag- inu,“ segir í ályktun frá þingflokki Borgaraflokksins. Hann krefst þess að slíkar stöður verði jafnan auglýstar til umsóknar. Samþykkt þingflokksins er gerð í framhaldi af fréttum um hugsanlega skipun nýrra bankastjóra í ríkisbönk- unum. „Skiptareglur þær sem notaðar em milli gömlu stjómmálaflokkanna em brot á reglum lýðræðisins og und- irstrika vald hinna fáu í þjóðlífi okkar. -HERB UMSK-mótið í tennis 11-^3. september1987 UMSK-mótið í tennis verður hald- ið dagana 11.-13. september næst- komandi á tennisvöllunum í Kópavogi. Keppt verður í einliðaleik og tví- liðaleik karla, einliðaleik kvenna og í einliðaleik í unglingaflokki pilta og stúlkna. Þátttaka tilkynnist í síma 45991 fyrir klukkan 18 þriðjudaginn 8. september. Mótaskrá mun liggja fyrir fimmtu- daginn 10. september. Reykjavikurmótið í tennis verður haldið 11.-13. september næstkomandi á Víkingsvöllunum í Fossvogi. Keppt verður i einliðaleik og tví- liðaleik kárla, einliðaleik kvenna og í einliðaleik í unglingaflokki pilta og stúlkna. Þátttaka tilkynnist til TBR í síma 82266 fyrir kl. 18 þriðjudaginn 8. september. Mótakrá mun liggja fyrir fimmtu- daginn 10. september. Hársnyrting og fótsnyrting fyrir aldraða hefst aftur eftir sumarfrí, miðvikudaginn 9. sept. nk. í safnaðar- heimili Neskirkju. Kvenfélag Neskirkju Landakotsspítali . Breyting á síðdegisheimsóknartíma: Frá og með 7. september breytist síðdegis- tíminn þannig: Frá 18.30-19.00, síðdegis- tímar eru óbreyttir. KTU Framleiðslufyrirtæki græn- lensku heimastjórnarinnar - KTU - sem hefur aðalbæki- stöðvar sínar í Nuuk (Godt- háb), hefur yfir að ráða 12 verksmiðjum sem allar eru stað- settar á vesturströnd Græn- lands. Verksmiðjurnar annast fisk- og rækjuvinnslu. Á veiði- tímanum vinna allt að 2.800 starfsmenn hjá verksmiðjunum og árleg velta þeirra nemur u. þ.b. 800 milljónum króna. Verksmiðjurnar eru hver um sig sjálfstæð bókhalds- og fjár- hagseining. í hverri verksmiðju fyrirsig hef- ur fyrirtækið komið fyrir tölvu- stýrðum skýrslu- og stýrikerf- um, bæði hvað varðar rekstrar- og fjármálasviðið. Rekstrarverkfræðingur Rækjuiðnaðurinn - Grænlandi í sambandi við áframhaldandi stækkun fyridæk- isins og framkvæmd fastákveðinna þróunaráætl- ana er nú óskað eftir rekstrarverkfræðingi til starfa í aðalskrifstofu fyrirtækisins í Nuuk. Rekstrarverkfræðingurinn tekur þátt í yfirstjórn, samhæfingu og eftirliti rekstrardeildarinnar í samvinnu við rekstrarstjóra viðkomandi sviðs. Rekstrarverkfræðingurinn er auk þess ráðgefandi og tekur þátt í skipulagningu framleiðsluáætlana verksmiðjanna og samhæfingu þeirra á milli. Auk þessa hefur hann eftirlit með framvindu fjár- hagsáætlunar. Æskilegt er að umsækjandi hafi hagnýta undir- stöðuþekkingu á fiskiðnaði, gjarnan rækju- vinnslu, og þar að auki menntun sem t.d. verkfræðingur eða matvælafræóingur. Auk þess er lögð áhersla á fjármálaskilning. Gert er ráð fyrir töluverðum ferðalögum í Græn- landi. Verkfræðingurinn þarf aó geta tekið þátt í skap- andi og virkri samvinnu með öðrum starfsmönn- um fyrirtækisins á sjálfstæðan, hæfan og ábyrgðarfullan hátt. Þekking og áhugi á grænlenskri menningu og þróun er kostur og áhersla er lögð á að viðkom- andi hafi góða hæfileika til að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Grænlensk náttúra hefur upp á margt að bjóða og möguleikar á að stunda dýra- og fiskveiðar eru einnig fyrir hendi. Ráðningarkjör eru góð og greiðsla flutnings- kostnaðar fyrir umsækjanda og fjölskyldu hans er innifalin. Fyrir hverja 12 mánaða ráðningu er veitt leyfisferð til íslands fyrir starfsmanninn og fjölskyldu hans. Látin er í té hæfileg íbúð. Æskilegt er að hefja störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um stöðurnarfást hjá LIMES Consulting A/S, sími 009 45 1 65 55 53. Nánari viðtöl varðandi stöðurnar munu eiga sér stað í Reykjavík. Skriflegar umsóknir, á dönsku, sem litið verður á sem trúnaðarmál, óskast sendar til: LIMES Consulting A/S Tagesmindevej 2, DK-2820 Gentofte.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.