Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987. Erlend bóksjá Dáið þér Brahms? AIMEZ-VOUS BRAHMS. Höfundur: Francoise Sagan. Penguin Books, 1987. Það er ótrúlegt en satt: meira en þrír áratugir eru liðnir síðan Bon- jour Tristesse kom út fyrsta sinni og greip lesendur traustataki ljóð- rænni angurværð. Francoise Sagan samdi þessa fyrstu skáldsögu sína einungis átj- án ára að aldri. Margar fleiri fylgdu á eftir, yfirleitt í sama dúr, þar á meðal „Aimez-Vous Brahms?“ árið 1959. Sagan fjallar hér sem fyrr um ástir karla og kvenna og tilfinn- ingalega atburði sem verða til þess að fólk tekur líf sitt og viðhorf til endurmats. Paule, höfuðpersónan, er að nálgast fertugsaldurinn. Hún býr við öryggi þar sem er elskhugi hennar, Roger, sem þó krefst full- komins ffelsis til þess að vera samvistum við aðrar konur. Þegar Paule hittir ungan, glæsilegan og ríkan mann, Simon, ákveður hún að njóta sama frelsis og Roger. En það reynist að sjálfsögðu haldlítil lausn gegn einmanaleikanum. Það var gaman að rifja upp kynni af þessari sögu. Hún hefúr, eins og flestar fyrri bækur Sagan, sjarma sem sjaldgæfúr er í skáld- sögum samtímans. Þess má geta að „Dáið þér Brahms?" hefur komið út í ís- lenskri þýðingu. MARTIN AMI£ AjÚgPNfC fS/FeHNO <V\T3 OTHT35 V&tVK> .VMKRJtA Amis í Ameríku THE MORONIC INFERNO. Höfundur: Martin Amis. Penguin Books, 1987. Breski rithöfundurinn Martin Amis er nú orðinn þekktur skáld- sagnahöfundur. Um árabil vann hann hins vegar fyrir sér sem blaðamaður við bresk blöð, eink- um þó vikuritið Observer. Sem slíkur hefur hann skrifað mikið um bandarísk málefiii. í þessari bók er að finna safn blaðagreina Martin Amis um stjómmál og menningarmál í Bandaríkjunum, í sumum tilvikum lítillega endurbættar af höfundin- um vegna útgáfu bókarinnar. Hann fjallar um ýmsa þekkta bandaríska listamenn: rithöfund- ana Updike, Roth, Didion, Vidal, Heller, Vonnegut, Bellow, Capote og Mailer, svo dæmi séu tekin, og kvikmyndaleikstjórana De Palma og Spielberg. Honum er einnig nokkuð tíðrætt um sjónvarpstrú- boð og pólitíska hægristefnu. Og svo segir hann ffá eftirlætisiðju margra þar vestra: manndrápum. Claus von Bulow fær þannig ítar- lega umfjöllun (hann er talinn hafa drepið konu sína til fjár, en erfitt hefur verið með sönnunar- gögn í því máli) og sömuleiðis bamamorðinginn í Atlanta. Greinar Martin Amis eru læsi- legar eins og vænta má af svo ritfærum manni en hafa hvorki að geyma ný né ódauðleg sannindi. Bandarískur öm mót japanskri sól EAGLE AGAINST THE SUN. Höfundur: Ronald H. Spector. Penguin Books, 1987. Tveir af hrikalegustu stríðsatburð- um síðari heimsstyrjaldarinnar marka upphaf og endi stríðsátaka Banda- ríkjamanna og Japana. Styrjöldin hófst með fyrirvaralausri árás Japana á flotastöðina í Pearl Habour á Hawaii. Henni lauk er Bandaríkjamenn höfðu varpað kjam- orkuspengjum á japönsku borgimar Hiroshima og Nagasaki. Á milli þessara tímamótaatburða var háð grimmúðleg og hatrömm styrjöld þar sem engin grið vom gefin. í þessari ítarlegu og greinargóðu frá- sögn bandaríska sagnfræðingsins Ronald H. Spectors em stríðsátökin einkum rakin frá sjónarhóli Banda- ríkjamanna, enda er undirtitill bókar- innar „The American War With Japan“. í upphafi er fjallað um sam- skipti bandarískra og japanskra stjómvalda áður en stríðið hófst. ítar- lega er sagt frá undirbúningsleysi bandarískra hemaðaryfirvalda og þeim metingi milli landhers og flota sem olli sífelldum erfiðleikum á þess- um tímum þegar samstarf skipti meira máli en samkeppni. Farið er náið ofan í helstu hemaðaraðgerðir og mistök wmmwmMmm « jafnt sem afrek tíunduð af stakri óhlut- drægni eftir því sem best verður séð. Þótt að sjálfsögðu sé vikið að stjóm- málalegum hliðum þessara átaka, þá er hér einkum verið að segja sögu hemaðarins sjálfs: hinnar miklu sókn- ar Japana í upphafi, vonlausar mótaðgerða Bandaríkjamanna sem á stundum leiddu af sér tilgangslausar hörmungar fyrir bandaríska hermenn, eflingar bandaríska hersins og flotans og síðan sóknar Bandaríkjamanna þar til smíði kjamorkusprengjunnar batt loks enda á stríðsátökin. Saga samskipta Bandaríkjamanna og Japana frá því í desember 1941 er annars afar merkileg. Þessir hatrömmu fy andmerm stríðsáranna hafa orðið nánir bandamenn. Jap- anskt þjóðfélag, sem var gegnsýrt af hemaðarhyggju, hefúr gjörbreytt um svip og þar að auki náð með efnahags- legri samkeppni mun meiri áhrifum en að var stefiit með hemaðarlegri ffamrás árið 1941. Og Bandaríkja- menn, sem vom að eigin ósk í eins konar aukahlutverki á leiksviði al- þjóðamála fyrir stríðið, náðu á grundvelli framleiðslubyltingar og hemaðamppfinninga þeirri forystu í heimsmálunum sem þeir hafa enn í dag. Allt þetta hefur gerst á minna en hálffi öld. Af því má draga ýmsar ályktanir. Ein er sú að fyrir því em nú fordæmi að þjóðir geti lært af mi- stökum sínum. Það er því enn von fyrir mannkynið að fjandmenn gær- dagsins verði samherjar morgundags- ins. Mannraunir í Amazon SURVIVE! Höfundur: John Man. Penguln Books, 1987. Gjaman er haft á orði að raun- veruleikinn sé oft mun lygilegri en nokkur skáldskapur. Það á svo sann- arlega við um þessa frásögn af lífs- hlaupi bandarískrar konu, Jan Little að nafni. Hún er í einu orði sagt ótrú- leg. Jan mætti örlögum sínum í Mexíkó árið 1958 - þ.e. draumóramanninum Harry Little. Þau tóku bú saman ásamt lítilli dóttur Jans, Rebekku. Harry var með eindæmum einráður og stjómsamur: frá því Jan kynntist honum lifði hún í skugga hans og fyr- ir hann. Harry dreymdi um að búa í eins konar Edensgarði fjarri skarkala nútí- malífsins. Sú draumsýn leiddi þau þrjú að lokum til afskekkts krika langt inni í Amazon-ffumskóginum. Þar buggu þau sér bæ, ef svo má að orði komast, fjarri öðrum mannabyggðum. Þessi Edensgarður var hins vegar enginn aldingarður drottins. Þvert á móti var þetta afar erfitt svæði til ALONE JN THE AMAZON JUNGI.E, A VVOMAN BATTt.ED FOR HER UFB... ANÐ WON! 'A dccply movitig story, jncrcdibte but true' búsetu. Jan, Harry og Rebekka, sem þá var komin á táningsaldurinn, unnu hörðum höndum myrkranna á milli til að halda lífi. Það gerði Jan enn erfið- ara fyrir að hún missti sjónina og heym að mestu líka. Mannraunir hennar hófust þó fyrir alvöru þegar Harry og Rebekka veikt- ust illilega af alvarlegri pest (líklega malaríu). Svo fór að lokum að þessi veikindi leiddu þau til dauða með stuttu millibili. Þá var Jan ein eftir §arri öllum öðrum mannabústöðum, blind og heymarsljó. Samt sem áður tókst henni að bjarga sér mánuðum saman þar til fólk kom loks þangað í heimsókn og tók hana með sér. Þótt frásögnin af Jan Little sé öll hin forvitnilegasta er lýsingin á þess- um mánuðum sem hún var ein í frumskóginum áhrifamesti hluti bók- arinnar. Hugrekki það og þolgæði sem hún sýndi er með ólíkindum og fádæm- um. En þótt Jan eigi aðdáun okkar svo sannarlega skilda fyrir dug sinn á ör- lagastundu þá hefur bókin einnig, óbeint að minnsta kosti, að geyma ábendingu um þá hættu sem því er samfara að setja líf sitt og hamingju um of í annarra hendur, ekki síst „manískra" draumóramanna. Metsölubækur Bretland 1. Jackie Colllns: HOLLYWOOD HUSBANDS. (1) 2. Jeffrey Archer: A MATTER OF HONOUR. (2) 3. Barbara T. Bradford: ACT OF WILL. (3) 4. Dirk Bogarde: BACKCLOTH. (4) 5. David Eddings: GUARDIANS OF THE WEST. (-) 6. Isaac Asimow: FOUNDATION AND EARTH. (5) 7. M. Weis & T. Hickman: TEST OF THE TWINS. (-) 8. S. Donaldson: THE MIRROR OF HER DREAMS. (6) 9. Leslie Thomas: THE ADVENTURES OF GOOD- NIGHT AND LOVING. (-) 10. Danielle Steel: WANDERLUST. (-) (Tölur innan sviga tákna röö viökomandi bókar vlkuna A undan. Byggt á The Sunday Times.) Bandaríkin: 1. Stephen King: IT. 2. Tom Clancy: RED STORM RISING. 3. Jackie Collins: HOLLYWOOD HUSBANDS. 4. Danielle Steel: WANDERLUST. 5. James A. Michener: TEXAS. 6. John Saul: THE UNWANTED. 7. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTO- BER. 8. Louis L’Amour: LAST OF THE BREED. 9. JEFFREY ARCHER: A MATTER OF HONOR. 10. William J. Caunitz: SUSPECTS. 11. Lawrence Sanders: THE EIGHTH COMMANDMENT. 12. Boyne & Thompson: THE WILD BLUE. 13. Dean R. Koontz: TWILIGHT EYES. 14. Margaret Truman: MURDER IN GEORGETOWN. 15. Karleen Koen: THROUGHA GLASSDARKLY. Rit almenns eölis: 1. Kitty Kelley: HIS WAY. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 4. Bill Cosby: FATHERHOOD. 5. Sidney B. Barrows, W. Novak: MAYFLOWER MADAM. 6. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 7. Harold Kushner: WHEN ALL YOU’VE EVER WANTED ISN’T ENOUGH. 8. Linda Ellerbee: „AND SO IT GOES”. 9. Oliver Sacks: THE MAN WHO MISTOOK HIS WIFE FOR A HAT. 10. JAMES HERRIOT’S DOG STOR- IES. 11. Steven Callahan: ADRIFT. (Byggt á New York Times Book Review.) Umsjón Elías Snæland Jónsson x< <d»-<<*k>< <o»:p>.'0»>:« ,.. •»:< >x*(c xdx< «< t *x>>*** <»» :<m- 4 <>-x : • »*>*<**<«»*< »í*mx vm í> Ö*> v Aotxox.y C«*t* * »>•<♦■*««' »:*>*» Stríðsáraútvarp George Orwells THE WAR COMMENTARIES. THE WAR BROADCASTS. Höfundur: George Orwell. Penguin Books, 1987. Árið 1984 (hvað annað!) fann W. J. West mikið af handritum eftir George Orwell í skjalasafni breska útvarpsins, BBC. Texta þennnan ritaði Orwell þegar hann var fastur starfsmaður BBC á stríðsárunum, nánar tiltekið frá því í ágústmánuði 1941 fram til nóvember 1943. Efni þetta skiptist einkum í tvo meginhluta, annars vegar erindi sem Orwell flutti sjálfur í útvarpið og bréf sem tengd voru þeim. Þessi erindi fjölluðu yfirleitt um menn- ingarmál ýmiss konar. Og hins vegar vikulegar fréttaskýringar sem Orwell samdi en aðrir fluttu. Þessar fréttaskýringar, þar sem fjallað var um gang stríðsins frá sjónarhóli Breta, voru sendar út til hlustenda á Indlandi og annars staðar í suðurhluta Asíu. West hefur gengið frá þessu efni til birtingar í tveimur bindum. Annað hefur að geyma þau út- varpserindi Orwells sem hann flutti sjálfur og bréfin sem hann ritaði í tengslum við samningu þeirra en hitt bindið fréttaskýring- amar. West hefur samið ítarlegan formála að þessum bókum báðum og mikinn fjölda neðanmálsat- hugasemda og skýringa sem varpa ljósi á margt af því sem annars væri almennum lesanda hulið. Ekki skal dregið úr gildi þessa handritafundar fyrir þá sem sér- hæft hafa sig í ferli Orwells og verkum hans. West gerir sjálfur eðlilega úr þessu sem mest hann má. Sérstaklega er honum um- hugað um að sanna í greinargerð sinni að þessi dvöl Orwells hjá BBC hafi haft grundvallaráhrif á mótun þeirra skáldsagna sem öðru fremur gerðu Orwell frægan: „Ani- mal Farm“ og „1984“. Þetta er ný söguskoðun. Yfirleitt hefur því verið haldið ffarn að BBC-árin hafi reynst Orwell gagnslítil sem rithöfundar. Staðreyndin er hins vegar sú að margt af því sem West fullyrðir í þessum efnum er sannfærandi. Sí- felld barátta Orwells við ritskoðun stríðsáranna hjá BBC - þar sem áróðursmeistarar sáu til þess að ekkert var sent þar út nema það hefði verið tvíritskoðað, viðtöl engu síður en annað efni - átti ljós- lega verulegan þátt í mótun mikilvægra atriða í skáldsögunni, ekki síst að því er varðar Sann- leiksráðuneytið og hatursáróður- inn. Fyrir áhugamenn um tilurð þess- arara frægu skáldsagna (hann fór að semja „Animal Farm“ um leið og hann hætti hjá BBC) og Orwell yfirleitt eru þetta hinar forvitnile- cnietn híplmr WAR (OMMElTARtES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.