Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
9
Ferðamál
Hótel Saga:
Funda- og ráðstefnuaðstaða
á heimsmælikvarða
Hótelstjórarnir Wilhelm Wessmann, Hinn smekklegi salur Skrúður þar Boðið er upp á alhliða heilsuræktar-
Bjami Sigtryggsson og Konráð sem hægt er að njóta veitinga i eink- þjónustu m.a. með stórum nudd-
Guðmundsson í hinni nýju heilsu- ar smekklegu og fögru umhverfi. potti.
ræktarstöð Hótel Sögu, Baðstofunni. DV-myndir JAK
„Við stflum á að verða fremsta
hótelið á íslandi í funda- og ráð-
stefhuhaldi. Við teljum okkur líka
vera það með þeim ráðstefnusölum
og aðstöðu sem við getum nú boðið
upp á. Við leigjum út ráðstefnusali,
í stað þess að algengt hefur verið á
íslandi að þeir hafi verið lánaðir
endurgjaldslaust eða gegn því að
keyptar yrðu einhverjar veitingar.
Við leigjum salina út en hins vegar
fylgja tæknimenn allan tímann til
þess að sjá um að ekkert fari úrskeið-
is á tæknihliðinni." Þannig mælti
Bjami Sigtryggsson, aðstoðarhótel-
stjóri á Hótel Sögu, m.a. er tekin var
í notkun heilsurækt í kjallara hót-
elsins. Þar er boðið upp á nudd,
gufuböð bæði fyrir karla og konur,
sólarlampa, nuddpott og líkams-
ræktarsal þar sem verða til afnota
ýms þrekþjálfunartæki. Starfsemi
þessi verður til afhota fyrir gesti
hótelsins en einnig getur almenning-
ur notfært sér þessa þjónustu.
Ásta Sigríður Gyífadóttir veitir
Baðstofunni forstöðu en hún hefur
rekið nuddstofu í hótelinu í nokkur
ár. Það húsnæði verður nú tekið
fyrir bætta aðstöðu starfsfólks.
Þar með hafa allar vistarverur í
hótelinu verið teknar í notkun en
alls hafa 112 ný gistiherbergi bæst
við í nýbyggingunni þannig að nú
býður Hótel Saga upp á 219 gistiher-
bergi af þeim þúsund sem á boðstól-
um eru í borginni.
Fundar- og ráðstefhusalimir á
Hótel Sögu em með því fullkomn-
asta sem þekkist í heiminum nú
hvað varðar allan tæknibúnað. Fjór-
ir nýir stórir ráðstefhusalir em í
hótelinu en þeim er hægt að skipta
í sjö einingar með engum fyrirvara.
Boðið er upp á þráðlaust túlkakerfi
auk allrar hugsanlegrar tækniþjón-
ustu sem völ er á.
í síðustu viku var tekin fyrsta
skóflustunga að nýjum fundarsölum
sem Háskólabíó hyggst reisa þannig
að í framtíðinni mun rísa við Haga-
torg mjög fullkomin .aðstaða til
stórráðstefriuhalds. Þegar nýju fund-
arsalir Háskólabíós verða tilbúnir
skapast möguleiki á að halda 3 þúsund
marrna ráðstefriu við Hagatorg. Kom-
ist hefur á samvinna milli Hótel Sögu,
Háskólabíós og ferðamálaráðs
Reykjavíkur um að nýta þau mann-
virki sem fyrir em í þágu ráðstefnu-
halds í höfuðborginni. Er þá
Hagaskóli einnig inni í myndinni.
Hvataferðir
Ein er sú tegund ferða sem Hótel
Saga hefur lagt sig sérstaklega eftir
en það em svokallaðar hvataferðir.
Það em eins konar verðlaunaferðir
sem erlend stórfyrirtæki bjóða
starfsmönnum sínum í. Skipulagn-
ing á slíkum ferðum er orðin stórat-
vinnugrein innan ferðaþjónustunn-
ar erlendis. Þar gildir að finna upp
eitthvað nýtt og sniðugra en í fyrra
á hverju ári.
ísland hefur komist á blað hvað
varðar þessar ferðir og á árinu hefur
Hótel Saga hýst nokkra slíka hópa
eða tekið á móti þeim á einn eða
annan hátt.
Við höfum áður sagt frá starfs-
mönnum lvfjafyrirtækisins í New
York sem fluttir vom til íslands með
Concorde þotu á einum degi og heim
aftur um kvöldið. Það eina sem þeir
höfðu meðferðis til sönnunar fyrir
ferðinni vom lopapeysur sem þeim
var gefinn kostur á að kaupa.
Bjami sagði frá ýmsum uppákom-
um varðandi hvataferðir. I einni
slíkri var „mannrán" sett á svið.
Félagar úr Björgunarsveitinni Þor-
bimi í Grindavík léku hlutverk
„ræningja'*. Hettuklæddir stöðvuðu
þeir áætlunarbilinn á leiðinni frá
Keflavík og fóm með farþegana í
yfirgefið hús þar sem við þeim blasti
skilti með áletruninni: „Velkominn
á Hótel Loftleiðir". Þama vom
menn „slegnir til víkings", boðið var
upp á veitingar og allir skemmtu sér
konuglega.
„Annars em óskagestimir hópur
eins og kom hér á dögunum en það
var hópur framkvæmdastjóra olíu-
fyrirtækis. Þeir funduðu hér í
nokkra daga og vildu aðeins fá það
albesta sem hægt var að bjóða upp
á. Enginn spurði um afslátt en kröf-
umar, sem slíkir gestir gera, em líka
mjög miklar,“ sagði Bjami Sig-
tryggsson.
Sett hefur verið á stofn sérstök
sölu- og ráðstefriudeild sem starfar í
tengslum við ferðaskrifstofumar.
Bjami lagði áherslu á að þama væri
ekki um að ræða ferðaskrifstofu-
rekstur.
Ársalur, Skrúður, Setberg og
Skör
Þetta em nöfn á nokkrum af sölum
Hótel Sögu en allir salir í hótelinu
hafa fengið sérstök nöfn. Gefhar
hafa verið út skýringar á nöfnunum
en erlendir gestir spyrja gjaman um
hvað nafriið þýðir. Flest nöfnin eiga
sér sögulegan uppruna og hafa vakið
mikla athygli.
T.d. er blómaskáli úr gleri og kop-
ar kallaður Skrúður. Þessi skáli er
hluti af nýbyggingunni og tengir
saman andd>TÍ gamla og nýja hluta
hótelsins. I Skrúð er afar fagurlega
frá öllu gengið. Þar er veitingasala
þar sem bæði er boðið upp á hefð-
bundinn mat og einnig kaffi með
„konditori" kökum og tertum um
miðjan daginn.
Þar með hefur allt húsrýTiiið á
Hótel Sögu verið tekið í notkun. Að
sögn Konráðs Guðmundssonar hót-
elstjóra er húsið 20 þúsund fermetrar
að stærð. Þar af hefur Hótel Saga
til umráða um 16 þúsund fermetra.
-A.BJ.
Framleiðslufyrirtæki græn-
lensku heimastjórnarinnar -
KTU - sem hefur aðalbæki-
stöðvar sínar í Nuuk (Godt-
háb), hefur yfir að ráða 12
verksmiðjum sem allar eru stað-
settar á vesturströnd Græn-
lands. Verksmiðjurnar annast
fisk- og rækjuvinnslu. Á veiði-
tímanum vinna allt að 2.800
starfsmenn hjá verksmiðjunum
og árleg velta þeirra nemur u.
þ.b. 800 milljónum króna.
Verksmiðjurnar eru hver um sig
sjálfstæð bókhalds- og fjár-
hagseining.
í hverri verksmiðju fyrirsig hef-
ur fyrirtækið komið fyrir tölvu-
stýrðum skýrslu- og stýrikerf-
um, bæði hvað varðar rekstrar-
og fjármálasviðið.
KTU óskar að ráða framleiðslustjóra fyrir verk-
smiðjurnar í
- Sisimiut/Holsteinsborg
- Qsaigiannguit/Christiansháb
- Aasíaat/Egedesminde
Framleiðslustjórinn er staðgengill verksmiðju-
stjórans og ber ábyrgð gagnvart honum hvað
varðar mótttökuna, hráefnislagerinn og lager
fullunninna vara, ásamt skipulagningu og fram-
kvæmd framleiðslunnar.
Ætlast er til að hinir nýju framleiðslustjórar hafi
til að bera góða þekkingu á rækjuvinnslu auk
hagnýtrar og fræðilegrar undirstöðuþekkingar á
fiskiðnaði og að þeim sé lagið að hvetja sam-
verkafólkið og tryggja að gæðakröfum til
KTU-framleiðsluvaranna sé fullnægt.
Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að mennta
grænlenskt samverkafólk svo að það geti tekið
að sér störf framleiðslustjóra eftir tveggja ára
menntun.
Þekking og áhugi á grænlenskri menningu og
þróun er kostur og áhersla er lögð á að viðkom-
andi hafi góða hæfileika til að aðlaga sig nýjum
aðstæðum.
Grænlensk náttúra hefur upp á margt að bjóða
og möguleikar á að stunda dýra- og fiskveiðar
eru einnig fyrir hendi.
Ráðningarkjör eru góð og greiðsla flutnings-
kostnaðar fyrir umsækjanda og fjölskyldu hans
er innifalin. Fyrir hverja 12 mánaða ráðningu er
veitt leyfisferð til islands fyrir starfsmanninn og
fjölskyldu hans. Látin er í té hæfileg íbúð.
Æskilegt er að hefja störf sem fyrst eða eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar um stöðurnarfást hjá LIMES
Consulting A/S, tlf. 009 45 1 65 55 53.
Nánari viðtöl varðandi stöðurnar munu eiga sér
stað í Reykjavík. Skriflegar umsóknir, á dönsku,
sem litið verður á sem trúnaðarmál, óskast
sendar til:
LIMES
Consulting A/S
Tagesmindevej 2, DK-2820 Gentofte.