Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
11
Enn á ný hafa deilur blossað upp
vegna hvalveiða íslendinga. Nátt-
úrufriðunarsamtök erlendis hafa
þegar gert kröfu til aðgerða eftir að
tilkynnt var um veiðar tuttugu sand-
reyða á þessu ári og beðið er eftir
viðbrögðum bandarískra stjómvalda
sem hugsanlega kunna að þeita okk-
ur viðskiptaþvingunum í kjölfar
ákvörðunarinnar um veiðamar. Hér
heima em menn heldur ekki á eitt
sáttir og deila opinberlega um
vinnubrögð og réttarstöðu okkar
sjálfra, sem auðvitað er til þess eins
fallið að skemmta skrattanum og
veikja okkar málstað út á við.
Á síðari árum hafa augu almenn-
ings opnast fyrir þeirri þörf að
vemda beri náttúmna og dýrastofn-
ana fyrir ágangi og ofveiði. Enginn
vafi er á því að í fjöldamörgum til-
vikum á þessi náttúmvemd rétt á
sér. Fólk er að vakna til vitundar
um þá staðreynd að lífkeðjan í ríki
náttúrunnar má ekki slitna. Mann-
skepnan er háð viðgangi dýranna,
dýrin em háð jurtum og gróðri, gróð-
urinn regni og lofti og svo koll af
kolli. Auðlindir em ekki ótakmark-
aðar og gleggsta dæmið um afleið-
ingar ágangs og utanaðkomandi
áhrifa er ástand skóga á meginlandi
Evrópu. Kolsýringur frá milljónum
bifreiða og önnur gerviefhi i and-
rúmsloftinu hafa stofnað skóglend-
inu í hættu en frá skógunum fáum
við súrefni sem gerir okkur kleift
að viðhalda mannabyggð. Uppi em
jafrivel kenningar um að eyðing
frumskóga í Suður-Ameríku hafi
vemleg og alvarleg áhrif í öðrum
heimshlutum. Sama gildir um dýra-
ríkið. Eyðing dýrategunda eða
ofveiði þeirra spillir lífkeðjunni, fyrir
utan hættuna á því að sjaldgæfum
tegundum sé beinlínis útrýmt. Nátt-
úrufriðunarsamtök um heim allan
hafa unnið þarft verk í þeirri við-
leitni að stemma stigu við því tillits-
leysi sem ógnar tilvem dýra og
manna.
Ástleitin augu
Hitt er annað múl að með sama
hætti og veiðimenn gerast offarar í
græðgi sinni og veiðibræði er
skammt í öfgamar hjú friðunar-
mönnum. Með hryllingssögum og
ýktum áróðri hefúr öfgasinnum í
þeirra hópi tekist að höfða til tilfinn-
inga stórs hóps fólks sem alið hefur
aldur sinn í neyslusamfélagi stór-
borganna og á mikið undir sér í
peningum og áhrifum. Þetta fólk
þekkir minnst til náttúmnnar en
stendur með tárin í augunum í hvert
skipti sem það sér blóð renna og
heldur að dýradráp sé undir öllum
kringumstæðum af hinu illa. Það
þekkir skepnumar af afspum eða
myndum, umgengst þær sem gælu-
dýr og gerir engan greinarmun á
atvinnuveiðum og sportveiðum.
Ljósasta dæmið er kappið sem lagt
var á að vemda selinn. Dýravemd-
unarsamtök æstu saklausar hefð-
arfrúr og auðuga herramenn til
andstöðu gegn selveiðum, sjálfsagt
vegna þess að selsaugun horfðu svo
bijóstumkennanlega til þeirra í sjón-
varpsmyndunum, enda má selurinn
eiga það að hann er skýr og ástleit-
inn til augnanna og sakleysið
uppmálað.
Herferð friðunarmanna gegn sel-
veiðum bar þann árangur að
Grænlendingar hafa að mestu þurft
að leggja niður þann atvinnuveg
vegna þess að selskinn var sett á
bannlista og verðið hrundi. Það þótti
ekki fínt lengur fyrir ríka fólkið og
bardotdúkkumar að klæðast sel-
skinnsfötum. Þjóðveijamir, sem nú
em að hræða líftóruna úr löndum
sínum með hrollvekjum um ormana
i fiskinum, hafa sleppt því að upp-
lýsa siónvarpsáhorfendur um þá
staðreynd að selurinn elur af sér
hringorminn meir og betur heldur
en nokkm sinni fyrr, eftir að hann
fékk löggilta friðun til að éta
þorskinn og smita hann. Það er ekki
von að íbúar meginlandsins hafi
mikla hugmynd um samhengið hér
í milli þegar þeir hafa aldrei pissað
í saltan sjó og aldrei nálægt honum
komið nema þá í mesta lagi á
skemmtiferðaskipum um Miðjarðar-
hafið.
Uppgjöf alþingis
Efst á dagskrá að undanförnu hef-
ur verið friðun hvalsins. Hugsanlega
má halda því fram að miklar hval-
veiðiþjóðir, eins og Japanir, Rússar
og Norðmenn, hafi stundað hval-
veiðar af meira kappi en forsjá.
Ugglaust hefúr verið ástæða til að
draga úr þeim veiðum til að forðast
útrýmingu og eyðingu hvalastofna.
Með skynsamlegum og hófsömum
raðstöfunum mú áreiðanlega koma
í veg fyrir þá útrýmingu, enda er það
í þágu veiðiþjóðanna sjálfra að
stofninn lifi. Því miður hefur barátt-
an fyrir hvalavemdun tekið aðra
Ellert B. Schram
stefnu en þá sem líklegust er til
sátta. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur
verið notað sem vettvangur til hvat-
víslegra samþykkta og inn i ráðið
hefúr verið smalað þjóðum og ríkjum
sem engra hagsmuna eiga að gæta.
Með tilstyrk þeirra atkvæða hafa
friðunarmenn keyrt yfir okkur Is-
lendinga jafnt sem aðra og farið
hamförum. Hvalinn skal friða hvað
sem það kostar.
Því hefur jafnan verið haldið fram
að íslendingar eigi að fara að al-
þjóðassamþykktum. Vöm smáþjóða
er sögð í því fólgin að virða alþjóða-
reglur og samþykktir. Réttur þeirra
verður ekki fyrir borð borinn af stór-
veldunum meðan hægt er að styðjast
við alþjóðleg samtök, segja þeir vísu
menn sem kunna diplómatískar leik-
reglur. Ekki skal þessum rökum
mótmælt og víst er að íslendingar
höfðu sigur í landhelgisstríðum sín-
um með hjálp hafréttarlaga.
Enginn getur heldur haldið því
fram að íslendingar hafi virt alþjóða-
reglur að vettugi. Við höfum meira
að segja gengið lengra. Þegar al-
þingi Islendinga samþykkti stöðvun
hvalveiða í atvinnuskyni fyrir
nokkrum árum höfðum við rétt til
að mótmæla ákvörðunum hvalveiði-
ráðsins og hafa þær að engu. Okkur
var sem sagt í sjálfsvald sett hvort
hlýða skyldi tilmælum ráðsins. Eng-
in lög né alþjóðareglur bundu
hendur okkar. Hins vegar lét alþingi
veiðibannið yfir sig ganga af ótta
við hefndarráðstafanir ella. Við lét-
um undan hótunum sem bárust frá
Bandaríkjunum. Uppgjöf alþingis
var nokkurs konar hræðslubandalag
þeirra sem fá skjálfta í hnésbætumar
í hvert skipti sem útlendingar eru
annars vegar.
Ofbeldisseggir
En gott og vel, Islendingar kysstu
vöndinn og virtu tilmæli hvalveiði-
ráðsins i trausti þess að friður mundi
þá skapast um veiðar í vísinda-
skyni. Síðan hafa verið lagðar fram
rannsóknir, sýni og skýrslur þess
efnis að hvalastofninum stafar ekki
hætta af takmörkuðum veiðum.
Færustu vísindamenn og fiskifræð-
ingar hafa lagt fram álit sitt þessu
til staðfestingar. En allt hefur komið
fyrir ekki. Viðbrögð friðunarmanna,
grænfriðunga og þeirra sem þykjast
ala önn fyrir umhverfi, friði og lífi
skynlausra skepna hafa verið á einn
veg. Enn er mönnum í fersku minni
þegar grænfriðungar læddust eins
og þjófar að nóttu og sökktu tveim
hvalveiðibátum á haustnóttum í
fyrra. Ennþá muna menn tjónið sem
þeir ollu í hvalstöðinni eða þegar
þeir tóku lögin í sínar hendur og
stöðvuðu skipafarminn í Þýska-
landi.
Hvað svo sem menn segja annars
um náttúrufriðun eða dýravemd,
hljóta svona aðferðir að egna alla
réttsýna menn gegn ofstopa og yfir-
gangi, þegar starfað er eftir þeirri
kenningu að tilgangurinn helgi
meðalið. Sá málstaður er slæmur
sem reynir að hafa sitt fram í skjóli
ofbeldis.
En látum ofbeldiseggina vera. Lát-
um það vera þótt ofstækismenn i
friðunarmálum virði ekki visindi eða
lífsafkomu hjá siðuðum þjóðum. Hitt
er verra þegar bandarísk stjómvöld
telja sig þess umkomin að segja Is-
lendingum fyrir verkum í atvinnu-
málum þeirra. Hvaðan kemur
Bandaríkjastjóm vald til að ráðskast
með fiskveiðar Islendinga og setja
okkur stólinn fyrir dymar? Nú
standa menn á öndinni hér heima
og annars staðar og bíða þess í of-
væni hvort viðskiptaráðuneytið
bandaríska og gott ef ekki sjálf öld-
ungadeildin taki afstöðu til þess
hvort veiða megi tuttugu sandreyðar
á þessu ári! Það er með öðrum orðum
talið allt eins líklegt að Bandaríkin
setji okkur í viðskiptabann vegna
þessara tuttugu hvala!
Eigi að vikja
Einhver kann að segja að íslend-
ingar ættu að fóma minni hagsmun-
um fyrir meiri og sleppa þessum
hvalveiðum í stað þess að egna
Bandaríkin til slíkrar ákvörðunar.
En þetta mál snýst ekki um tuttugu
hvali. Það snýst ekki um diplómat-
íska kurteisi. Málið snýst um það
hvort íslensk stjómvöld, sjálfstæð
þjóð og fullvalda ríki láti Banda-
ríkjamenn segja sér fyrir verkum.
Bandaríkjamenn hafa tekið sér
það hlutverk í heiminum að standa
eins og bísperrtir lögregluþjónar í
hvert skipti sem árekstrar verða
manna í milli. Stundum er það gert
í nafni frelsisbaráttu, stundum í
krafti hagsmuna og áhrifa, stundum
í líki nakinnar íhlutunar samkvæmt
kokkabókum kontórista í Washing-
ton, sem sjá veröldina með augum
heimsveldisins. Oftar en ekki em
þeim mislagðar hendur og hengja
bakara fyrír smið. Hversu marga
einræðisherra og harðstjóra hafa
Bandaríkjamenn ekki stutt til valda
af misskildri hugsjón um réttláta og
rangláta? Þetta varðhundahlutverk
er auðvitað komið langt út fyrír lýð-
ræðisvitund vestrænna manna og er
út í eilífðar blánum þegar afskiptin
em orðin að íhlutun í sjálfsbjargar-
viðleitni fjarlægra þjóða. íslendingar
vilja gjarnan vera í vamarbandalagi
með Bandaríkjamönnum meðan það
kemur báðum að gagni og víst viljum
við halda uppi góðum samskiptum
við bandarísku þjóðina á sem flest-
um sviðum. En samstarf og vináttu-
tengsl taka á sig annarlega og heldur
ógeðfellda mynd ef Bandaríkin ætla
að túlka frjáls og gagnkvæm sam-
skipti sem rétt af sinni hálfu til
einhliða íhlutunar í mál sem þeim
varðar hreint ekkert um.
Danir héldu íslendingum lengi í
spennitreyju fátæktarinnar með ein-
okun og verslunaránauð. Hörmang-
aramir börðu okkur til hlýðni með
hótunum og refsingum ef við sátum
ekki og stóðum eins og þeim þóknað-
ist. Hvalamálið virðist stefiia í sömu
átt þó vindamir blási úr annarri átt
að þessu sinni. Bandaríkjastjóm
hótar viðskiptabanni ef við hlýðum
ekki erkibiskups boðskap. Á svar
íslendinga að vera það sama og
gagnvart Dönum hér á öldum áður?
Beygja sig og bugta fyrir herraþjóð-
inni? Eða eigum við að standa fast
á rétti okkar og sjálfstæði? Fullveld-
ið og lýðveldið kostaði fómir. Og
þær fómir voru færðar undir kjör-
orðinu: eigi skal víkja. Það kjörorð
er enn í fúllu gildi.
Ellert B. Schram