Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
21
pv______________________Skák og bridge
Karl fimmti í Póllandi
Karl Þorsteins varð í fimmta sæti á minningarmóti um skáksnillinginn Akiba Rubinstein í Polanica Zdroj í Póll-
andi. Missti flugið í lok mótsins eftir að hafa unnið fjórar fyrstu skákir sínar.
Pólski skákmeistarinn Akiba Rub-
instein (1882-1961) náði því aldrei
að verða heimsmeistari, kannski
vegna þess að hann var uppi á
óheppilegum tíma. Skákheimurinn
átti Aljekín og Capablanca og það
var eins og Rubinstein væri ofaukið.
Þessi fremsti skákmeistari Pólverja
tefldi þó af slíkri snilld og fegurð að
mörgum fannst hann fyllilega eiga
skilið að komast upp á tindinn. Er
hann var upp á sitt besta mátaði
hann alla og var jafnvígur á byrjana-
þekkingu og endatöíl.
Það er því ekki nema eðlilegt að
Pólverjar heiðri minningu Rubin-
steins með veglegu móti. Það fer fram
árlega í bænum Polanica Zdroj í suð-
vesturhluta Póllands. Það var haldið
í 25. sinn á dögunum og þar hófu
þrettán skákmenn keppni. Einn
þeirra var Karl Þorsteins sem var á
áfangaveiðum. Karl er alþjóðlegur
meistari og stefnir nú að því að
krækja sér í stórmeistaratitilinn.
Er skemmst frá því að segja að allt
gekk Karli í haginn í byrjun. Hann
vann fjórar fyrstu skákir sínar, flest-
ar að vísu eftir æsispennandi tíma-
hraksbaráttu þar sem úrslitin hefðu
getað orðið allt önnur. Þá kom tap
fyrir Pólverjánum Kuczynski en sig-
ur í næstu skák fleytti Karli aftur
upp í efsta sæti. Þá hafði hann 5
vinninga af 6 mögulegum og raun-
hæfan möguleika á áfanga. En í
næstu umferð kom sovéski stórmeist-
arinn Dolmatov honum aftur niður
á jörðina. Eftir tapið fyrir honum var
áfanginn nánast horfmn sýnum og
Karl lét sér nægja jafntefli í síðustu
skákunum. Hann hafnaði því í 5.
sæti á endanum með 6 v. af 11 mögu-
legum. Lokastaðan varð annars
þessi:
1. Bönsch (A-Þýskalandi) 8 v.
2.-3. Greenfeld (Israel) og Dolmatov
(Sovétríkjunum) 7 'A v.
4. Kuczynski (Póllandi) 7 v.
5. Karl Þorsteins 6 v.
6. Garcia Gonzales (Kúbu) 5'A v.
7. Popozev (Búlgarfu) 5 v.
8. Stempin (Póllandi) 4 'A v.
9. -10. Tomaszewski og Hawelko
(Póllandi) 4 v.
11.-12. Spassov (Búlgaríu) og Bany
(Póllandi) 3 'A v.
Karl fékk reyndar 7 v. af 12 mögu-
legum því að þrettándi maður
mótsins, Ungverjinn Rajna. hætti
eftir fimm umferðir og fvrri skákir
gegn honum töldust því ekki með.
Þá var hann búinn að tapa þremur
skákum í röð en hann vildi meina
að brögð hefðu verið í tafli í þeirri
síðustu. Hélt því fram að andstæð-
ingur sinn. Pólverjinn Tomaszewski.
hefði verið fallinn á tíma en enginn
skákstjóri hefði verið nálægur til
þess að úrskurða um það. Daginn
eftir var Ungverjinn horfinn úr bæn-
um. Það eina sem hann skildi eftir
var samanvöðlaður bréfmiði á hótel-
herbergi hans sem á stóð: „Ég er
farinn. Get ekki teflt við slíkar að-
stæður."
Að sögn Karls hafði Ungverjinn
varla ástæðu til þess að vera svo
ósáttur við guð og menn. Aðstæður
voru að hans sögn allar hinar ákjós-
anlegustu. Vel var búið að keppend-
um og fæði var prýðilegt. einkum
vildi Karl nefna til sögunnar ljúf-
fengar og matarmiklar kartöflusúp-
ur. Það eina sem Karli fannst mega
vera betra var tungumálakunnátta
mótsstjóranna. „Þeir mættu gjarnan
læra íslensku eða eitthvert annað
vestrænt tungumál," sagði hann.
Lítum á handbragð Karls frá mót-
inu. Hér á hann í höggi við búlgarska
stórmeistarann Luben Spassov, var-
færinn skákmann sem vill helst
sneiða hjá flækjunum. Karli tekst
einmitt að flækja taflið svo um mun-
ar - teflir e.t.v. af fullmikilli dirfsku
því að um tíma virðist staða hans
hanga á bláþræði. En Spassov teflir
of rólega og Karl verður fyrri til að
brjótast i gegn.
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Luben Spassov
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0
5. Bd3 d5 6. a3 dxc4 7. Bxh7+!
Þessi leikur kom Spassov talsvert
á óvart. Tigran heitinn Petrosjan
skaut skákheiminum skelk í bringu
með sama leik gegn Sosonko á milli-
svæðamótinu í Biel 1976. Petrosjan
vann góðan sigur en síðan hefur tafl-
mennska svarts verið endurbætt.
Þess vegna er 7. Bxc4 algengara
núorðið.
7. - Rxh7
Betra en 7. - Kxh7?!, sem Sosonko
lék, sem leiddi til betra tafls á hvítt.
8. axb4 Rd7?!
En þessi er óvirkur. Beittara er 8.
- Rc6 9. b5 Rb4 10. Rf3 Rd3+ 11.
Kfl RfB með óljósu tafli.
9. Rf3 c6 10. e4!?
Hann teflir af djörfung. Varlegra
er 10. b3.
10. - De7 11. e5 Dxb4 12. h4
Þá hefur hvítur fórnað peði en í
staðinn hefur hann unnið tíma og
nú hyggst hann sækja stíft að svarta
kónginum. Svo glæfraleg tafl-
mennska er Spassov vitaskuld á
móti skapi en hann teflir vörnina
samt nákvæmt í næstu leikjum.
12. - f6! 13. De2 b5 14. Kfl De7 15. Re4
c5! 16. exf6 Rhxf6 17. Reg5 He8?
Einmitt er svartur hefur náð að
virkja stöðuna leikur hann óvirkan
leik sem færir hvítum frumkvæðið á
silfurfati. Þess ber þó að geta að
Spassov átti aðeins rúmar 5 mínútur
eftir á klukkunni til þess að ljúka
40 leikjum. Karl átti heldur meiri
tíma, eða 10 mínútur. Sem sagt hrað-
skák í næstu leikjum!
18. h5! Bb7 19. dxc5 Bxf3?
Hann sér draug í hverju horni.
Biskup svarts var hins vegar sterkur
og því orkar tvímælis að gefa hann.
20. Dxf3 Rxc5 21. h6!
Hvíta sóknin er nú fyrst orðin
verulega hættuleg. Að viðbættu
tímahraki svarts horfir taflið nú
mjög vænlega.
21. - g6 22. h7Kh8 23. Be3 Rb3 24.
Ha6 Rd5
25. Rf7 Kg7 26. Bh6 Kxh7 27. Bf8 +!
Og svartur gafst upp. Eftir 27. -
Kg8 28. Hh8 yrði hann mát. Mátstað-
an er skemmtileg. Hvítu mennirnir
hafa hreiðrað um sig í vígi kóngsins.
Sterkasta Vestfjarðamótiö
Magnús Pálmi Örnólfsson. Bol-
ungarvík. Ægir Páll Friðbertsson,
Súðavík. og Jón Árni Halldórsson
(gestur) urðu efstir og jafnir á Vest-
fjarðamótinu í skák sem fram fór í
Bolungarvík um rniðjan ágúst. Allir
hlutu þeir 4 'A v. af 6 mögulegum.
Magnús Pálmi hafði flest stig þeirra
þremenninga og því hreppti hann
titilinn „Vestfjarðameistari í skák
1987". Guðmundur Gíslason, ísafirði.
kom næstur með 4 v. og Guðmundur
Halldórsson og Gunnar Finnsson
hlutu 3'/j. I meistaraflokki tóku 14
skákmenn þátt og tefldu eftir
Monrad-kerfi.
Mótið er talið best skipaða Vest-
fjarðamótið frá upphafi, Allir sterk-
ustu skákmenn Vestfjarða tóku þátt
í því, að Jóni Kristinssyni, Hólma-
vík, einum undanskildum. Umhugs-
unartími var 1A klst. á fyrstu 36
leikina og síðan 'A klst. til þess að
ljúka skákinni.
í unglingafiokki varð Stefán An-
drésson, Bolungarvík, hlutskarpast-
ur, hlaut 12 A v. af 13 mögulegum.
Mikið efni þar á ferð. Næstur kom
Harald Pétursson, einnig frá Bolung-
arvik, með 10'A v. og þriðji varð
Lárus Lárusson, Suðureyri, með 9 'A
v.
Á hraðskákmóti Vestfjarða sigraði
Guðmundur Gíslason, ísafirði, Helgi
Ólafsson (eldri), Hólmavík, varð í 2.
sæti. Þeir urðu reyndar jafnir að
vinningum, hvor með 12 stykki af 15
mögulegum en Guðmundur vann
Helga í einvígi. I þriðja sæti varð
Daði Guðmundsson, Bolungarvík,
með 11 v. af 15 mögulegum.
-JLÁ
EM í Brighton:
Island gjörsigraði
slaka Itali
ísland vann einn sinn stærsta sig-
ur á Evrópumótinu í Brighton gegn
Ítalíu sem að vísu sendi að þessu
sinni ekki sitt albesta lið. Það þarf
samt mikið til til þess að taka öll
stigin af einni af bestu bridgeþjóð-
um heimsins og það gerðu strák-
arnir í þetta sinn.
Eftir fimm fyrstu spilin var Island
30 impa yfir og munaði þar mest
um fyrsta spilið sem gaf tæpan
helming.
Hjalti fyrirliði stillti Guðlaugi og
Erni upp í opna salinn gegn Bocchi
og Mosca en settist sjálfur í lokaða
salinn, Sigurði og Jóni til halds og
trausts. Þeirra andstæðingar voru
Lauria og Rosati.
N/O 9
G10863
ÁG62
84 874 G10763
D Á7542
10987543
1085 K62
ÁKD52
K9
KD
ÁDG3
Jóhann Jóhannsson
Hinn 23. ágúst sl. andaðist góður
vinur minn og spilafélagi, Jóhann
Jóhannsson rakarameistari. Jóhann
var einn af okkar fremstu brigde-
meisturum á árunum 1950 til 1965.
Hann vann sinn fyrsta Islandsmeist-
aratitil árið 1955 og síðan urðum við
saman íslandsmeistarar árin 1958,
1959 og 1961. Á árinu 1964 spilaði
hann í sveit með bróður sínum Ben-
edikt m.a. og unnu þeir íslandsmeist-
aratitilinn það árið.
Jóhann spilaði nokkrum sinnum í
landsliði íslands á Norðurlandamót-
um og á Evrópumótinu í Osló 1958
vorum við spilafélagar.. Þá vann ís-
land einn sinn stærsta sigúr við
bridgeborðið þegar sveitin lagði að
velli hina heimsfrægu sveit Itala,
„Bláu sveitina" svokölluðu. ítölsku
bridgestjömumar Belladonna, Ava-
relli, Forquet, Siniscalco, d’Alelio og
Chiaradia, sem einokuðu Evrópu-
og heimsmeistaratitla um tíu ára
skeið, urðu að sætta sig við núllið.
Jóhann átti stóran þátt í þeim sigri
og munaði þar mestu um sagnhörku
hans.
Jóhann var mjög prúður heiðurs-
maður við spiíaborðið og aldrei
hraut styggðaryrði af vörum hans
þótt hinn ungi spilafélagi hans gerði
mistök. Ég minnist þeirra tíma þegar
við vorum spilafélagar með söknuði
og ánægju enda ómetanlegt fyrir
ungan bridgeáhugamann að hafa
reyndan bridgemeistara á móti sér.
Ég sendi fjölskyldu hans samúðar-
kveðjur.
Þegar litið erá spil n-s þá er ljóst
að best er að spila grand og þrjú
grönd eru besti lokasamningurinn.
En ítalirnir voru á öðru máli:
Norður Austur Suður Vestur
pass pass 1L pass
ÍT pass 2S pass
3H pass 4L pass
4T pass 4H
Ekki besti lokasamningurinn en
spilið er það sterkt að jafnvel þótt
trompin liggi 5-1 getur ekkert banað
því. Raunar vann Bocchi fimm eftir
að hafa svínað laufi í fyrsta slag. Það
voru 450 til Ítalíu.
I lokaða salnum valdi fvrrverandi
Evrópu- og heimsmeistari. Lauria.
óheppilegan tíma til þess að opna á
Bridge
Stefán Guðjohnsen
tveimur gröndmn sem sýndi hálitina.
Jón Baldursson leit á dagatalið á
úrinu sínu til þess að athuga hvort
jólin væru komin:
Norður Austur Suður Vestur
pass 2G dobl pass
pass 3H dobl 3S
pass pass dobl
Það hlýtur að vara þægileg tilfinn-
ing að hefja vörn í þremur spöðum
dobluðum með 24 hápunkta og þar
af þrjá hæstu fimmtu í trompinu.
Vörnin var miskinnarlaus. Sigurð-
ur spilaði út trompníu, tían og
drottning. Jón tók síðan trompás og
spilaði hjartakóng. Sagnhafi fékk þvi
aðeins tvo slagi á tromp og hjartaás.
Það voru sex niður og 1400 til Is-
lands samkvæmt nýju stigatöflunni.