Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
Ilff
það. Þeir sem lentu í slysinu og kom-
ust af verða tíma að jafna sig.“
- Eru þeir komnir á sjó aftur?
„Já, þeir sem ekki voru í skóla.
Tveir af þeim fimm sem lifðu slysið
eru í skóla. Annar er í Stýrimanna-
skólanum og hinn í Vélskólanum og
þeir héldu áfram námi. Hinir þrír
fóru aftur til sjós hjá okkur. Það er
náttúrlega ekki fullreynt hvernig
þeir eiga eftir að kunna við sig. Þeir
fóru á sjó aftur strax í febrúar."
- Er það ekki alveg rosaleg harka?
„Jú, það má segja það.“
- Hvernig upplifðir þú þessa jóla-
nótt?
„Ég hef lifað margar gerðir af jól-
um, þar á meðal tólf jól til sjós. Þessi
jól voru hörmuleg. Ég var vakinn
um eittleytið á jólanóttina og fór þá
beint niður á Slysavarnafélag. Ég
held ég hafi fengið sjokk. Síðan komu
fréttir frá flugvél um klukkan fimm
um nóttina að þeir hefðu líklegast
allir komist í bátana og þá var þetta
orðið jákvætt á tímabili. Það var
ekki fyrr en síðdegis á jóladag sem
við fréttum hvernig komið var. Þetta
var auðvitað mjög slæmt allt saman
en það er ekki ástæða til að vor-
kenna mér eða fyrirtækinu. Hugur
okkar var hjá aðstandendum þeirra
sem lentu í slysinu og sérstaklega
hjá aðstandendum þeirra sem ekki
komust af.“
- Þettahafaveriðeftirminnilegjól:
„Jólin urðu náttúrlega engin. Við
vorum hér á skrifstofunni yfir öll
jólin, dag og nótt, og allt skrifstofu-
fólkið stóð vakt til að svara hring-
ingum og heimsóknum og enginn lét
sitt eftir liggja."
- Hefur komið í ljós hvað olli slys-
inu?
„Nei, mönnum ber ekki saman um
það. Eftir að slysið hafði orðið kom
í ljós að önnur skip en okkar höfðu
lent í því að tunnurnar gátu farið
af stað og brotnað. Þetta hafði aldrei
komið fyrir hjá okkur þannig að mér
var ókunnugt um að slíkt gæti gerst.
Það er svipað með bílslys og flugslys
að oft er erfitt að finna örugga sönn-
un fyrir því af hverju slysin verða.
Eitt er bara víst að þau geta orðið
og það fyrirvaralaust.“
- Nú er það sem betur fer sjaldgæft
að svona stór skip farist:
„Það hafa farist stærri skip en
þetta. Sem betur fer höfum við Is-
lendingar verið heppnir og þó að
slysin verði þá verður oft mannbjörg.
Titanic átti ekki að geta sokkið. Það
fórst nýtt 47 þúsund tonna skip frá
Þýskalandi einhvers staðar nálægt
Kanaríeyjum og það fannst aldrei
tangur eða tetur af því. Enginn vissi
hvað varð um það. Nýr togari fór frá
Bretlandi og hvarf með manni og
mús.“
- Var slysið mikið fjárhagslegt tjón
fyrir fyrirtækið?
„Það var það í sjálfu sér en skipið
var tryggt þannig að við höfðum
ekki áhyggjur af því. Dapurlegast
var að sjá á eftir mjög góðum mönn-
um sem höfðu verið hjá okkur lengi.
Slysið ýtti hins vegar undir átak í
björgunarmálum sem vonandi verð-
ur öllum sæfarendum til góðs í
framtíðinni."
- Kemur ísnesið í staðinn fyrir Suð-
urland?
„Já, það var ekki um annað að
ræða en fá annað skip eða hætta
saltfiskflutningum fyrir SÍF sem við
höfum þjónað í þrettán ár. Skipið
kostaði 3,8 milljónir marka og síðan
voru gerðar breytingar upp á um
tvær milljónir marka þannig að þetta
er mikil fjárfesting. Það voru sett í
skipið þrjú millidekk, lest einangruð
og settar kæligræjur. Með þessu
móti er hægt að stafla brettum á fjög-
ur dekk í staðinn fyrir tvö.“
Sjómennskan gengur í ættir
Guðmundur hefur verið iðinn við
að sýna mér myndir og skýringar-
myndir af skipum og þess háttar
plögg og nú finnst mér tími til kom-
inn að hann segi eitthvað af sjálfum
sér. Hann er vesturbæingur, alinn
upp í Sörlaskjólinu til fimmtán ára
aldurs en þá flutti hann ásamt for-
eldrum sínum út á Seltjarnarnes.
En af hverju fór hann á sjóinn?
„Það var sjálfgefið. Móðurafi minn
var skipstjóri og útgerðarmaður;
mikill aflamaður, Guðmundur í
Tungu eða Guðmundur á Freyju.
Hann var frægur á síldarárunum.
Faðir minn, Asgeir M. Ásgeirsson,
var einnig.skipstjóri |)angað til hann
varð að hætta vegna veikinda og
föðurafi minn var útgerðarmaður á
Vestfjörðum, Ásgeir Ingimar Ás-
geirsson. Hann gerði út frá Súða-
vík.“
- Voruð þið mörg systkinin?
„Ég á tvo bræður og eina systur
og tvo hálfbræður. Bræður mínir
tveir eru hluthafar í fyrirtækinu.
Annar þeirra, Baldur, er skipstjóri á
Eyrarfossi en hinn, Ásgeir, rekur
verslunina Kúnígúnd. Þeir eru báðir
með farmannapróf. Svo er það systir
mín, Kristín. Hún er lærður loft-
skeytamaður en rekur núna Sjóbúð-
ina á Grandagarði en faðir minn rak
hana þar til hann lést haustið 1985.“
- Vannst þú hjá honum í Sjóbúð-
inni?
„Nei, ég var í sveit frá því ég var
sex til þrettán ára, mest á Birkibóli
í Borgarfirði hjá Jóni Jónssyni
bónda þar. Ég hafði gaman af því að
vera í sveitinni. Á vorin, áður en ég
hún að það hefðu fylgt skilaboð frá
skipstjóranum um að ég ætti að fá
full laun. Ég var glaður enda varla
hægt að fá betri meðmæli. Maður var
vanur að vinna og það hjálpaði til.“
Skilyrði að vera syndur
- Þú hafðir líka reynslu af sjó-
mennskunni:
„Já, ég var með bát sem pabbi átti
og lét mig hafa. Maður þurfti að róa
á miðin en ég gat nurlað saman fyrir
seglum íyrir ágóða af grásleppunni
og þá gat maður siglt svolítið. Einn
bekkjarfélagi minn í barnaskóla,
Sigurður, sem nú rekur Nýborg,
minnist þess alltaf, þegar hann hittir
mig, þegar ég bauð nokkrum í bekkn-
um í túr og það gjólaði skyndilega.
Æcli við höfum ekki verið tíu eða
ellefu ára en þeir voru ansi hræddir
margir hverjir í þessari ferð. Ég var
nú vanur þannig að þetta var allt í
lagi. I norðanátt sigldi ég stundum á
vísu var talsverð vestanátt. Fljótlega
hætti fólk að skipta sér af mér. Við
fórum um allan sjó, fórum út fyrir
Gróttu og lögðum net hér úti við
Kerlingasker. Við fengum að hafa
þennan bát í fimm ár en hann var
látinn fara strax þegar ég fór á tog-
ara. Ég held hann hafi verið seldur
sem lífbátur hjá Ármanni Friðriks-
syni, skipstjóra og útgerðarmanni á
Helgu."
- Voru bræður þínir með.þér í sjó-
mennskunni þá?
„Þeir voru hjálparguttar - seldu
fyrir mig rauðmaga og signa grá-
sleppu úr hjólbörum eða körfu.“
Á reki í Norðursjónum
- Hvaða ár byrjaðir þú á togara?
„Það var árið 1954 sem ég byrjaði
á togaranum Geir en veturinn 56-57
var ég með Ingólfi Möller á gamla
Drangajöklinum. Pabbi þekkti hann
vel og útvegaði mér plássið. Það
„Við erum í óhöppum flesta daga, bara mismunandi stórum,
Nesskips.
segir Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
fór í sveitina, var ég með grásleppu-
útgerð - byrjaði níu ára að gera út.
Ég bar út blöð á veturna og var svo
í sveitinni íjóra mánuði yfir sumarið.
Ég vandist því fljótlega að vinna og
hef yfirleitt gaman af því.“
- Varstu í Melaskólanum?
„Já, ég held að ég hafi byrjað i
skóla fyrsta veturinn sem Melaskól-
inn var starfræktur."
- Hvað varstu gamall þegar þú fórst
á alvöruskip?
„Ég var íjórtán ára þegar ég byrj-
aði á togaranum Geir með Jóhanni
Stefánssyni. Hann er nýlátinn, fjör-
gamall. Það var ágætismaður. Ég var
ráðinn sem hálfdrættingur og átti að
fá hálf laun en þegar ég fór að ná í
launin mín í fyrsta sinn fékk ég full
laun. Þá var Laufey, sem er gjald-
keri hjá Síldarmjölsverksmiðjunum,
gjaldkeri og ég fór til hennar og sagði
að ég hefði fengið of mikið. Þá sagði
seglum inn að olíubryggjunni í
Skerjafirðinum og síðan út fjörðinn
með landi þar til við komum að vör-
inni okkar i Faxaskjóli."
Voru foreldrar þínir aldrei hræddir
um þig?
„Nei, það var skilyrði fyrir að ég
fengi bátinn á sínum tíma að ég lærði
að synda. Ég hef oft hugsað um það
eftir á að það var aldrei talað um
lífbelti eða slíkt. Einu sinni man ég
eftir að það hvessti illilega þegar ég
var úti. Þegar ég var á leið í land
sá ég lögreglu og annað lið á malar-
kambinum og það byrjaði að kalla
til mín að koma mér í land. Það var
talsvert brim og ég þverneitaði að
koma fyrr en fjaraði og lægði. Ég
dólaði lengi fyrir utan, svo lengi að
liðið var farið þegar við tókum land.“
- Vissirðu hverjir voru í fjörunni?
„Nei, það voru bara einhverjir
ókunnugir að skipta sér af mér. Að
þótti kraftaverk á þeim tíma að fá
pláss en það var eingöngu vegna
þess að Guðlaugur Gíslason. sem nú
er formaður Stýrimannafélagsins,
var að fara í Stýrimannaskólann. Við
sigldum mikið á Rússland sem var
lærdómsríkt. í lok október brotnaði
skrúfuöxull skipsins í aftakaveðri og
við lentum á reki í Norðursjónum í
tvo daga. Við vorum í slipp í tvo
mánuði þannig að hluti af þessum
vetri mínurn á Drangajökli fór í það.
Ég fór á togara aftur og síðan í Stýri-
mannaskólann. Pabbi hvatti mig til
að taka farmannapróf sem ég lauk
árið 1960. Ég náði að ljúka námi tví-
tugur sem ekki er hægt lengur. Þá
fór ég sem stýrimaður á togara en
árið 1962 var langt verkfall á togara-
flotanum. Ég var þá fyrsti stýrimaður
á Frey. I verkfallinu undi ég mér
ekki við að hanga niðri við skip
þannig að ég fór á vertíð í Vest-
mannaeyjum. Ég var með Stefáni
Stefánssyni á Halkion. Við urðum
aflahæstir í Eyjum þessa vertíð. 1
framhaldi af því fór ég á fraktskip
hjá Eimskipafélaginu, gamla
Reykjafoss. Það urðu mikil viðbrigði
fyrir mig að vera búinn að vera fyrsti
stýrimaður á togara og verða allt í
einu þriðji stýrimaður á flutninga-
skipi. Þeir hlógu að mér vegna þess
að ég var alltaf með sixpensara á
hausnum og í hvítri duggarapeysu.
Þetta þóttu fín föt á togaranum þar
sem unnir voru sextán tímar á sólar-
hring en nú átti ég allt í einu að fara
að vinna tvisvar sinnum fjóra tíma
og þótti ekki mikið til koma. Eftir
sex mánuði hjá Eimskip sem þriðji
stýrimaður og háseti komst ég í fast
stýrimannastarf hjá Hafskip þar sem
ég starfaði á sjó í níu ár sem fyrsti
stýrimaður og afleysingaskipstjóri."
Ósanngjarnar sögusagnir
- Eru sjómenn jafnmiklir drykkju-
svolar og slæmir menn eins og oft
er sagt um þá?
„Nei, nei. Núna fá þeir mjög stutt
stopp og oft fara þeir ekki í land.
Mér sýnist að margir landkrabbar
mættu nú vera þakklátir fyrir að
vera eins og sjómenn. Þessar sögu-
sagnir eru ósanngjarnar.“
- Ut af einhverju hafa þessar sögu-
sagnir orðið til:
„Það kemur til af ýmsu. Þessir
menn vinna oft mikið og koma
þreyttir í land og eru oft illa fyrir-
kallaðir. Eins er það oft að frídagar
þeirra eru í miðri viku og þá gera
þeir sér glaðan dag. Það er á skjön
við það sem aðrir gera og því ber
meira á þeim.“
- Er gaman að vera sjómaður?
„Ég veit ekki hvort það er gaman.
Mér hefur alltaf fundist allt sem ég
er að fást við þá stundina vera
skemmtilegt."
- Þú ert tattóveraður. Er það ekki
merki sjómanna?
,.Nei. þetta var gert í einhverju
bríaríi árið 1958 er ég var á togara
í Bremerhaven."
Guðmundur Ásgeirsson er fæddur
árið 1939 og hefur gert eitt og annað
þó ekki hafi hann enn náð því að
vera hálfrar aldar gamall.
- Nú hefur þú verið í útgerðinni
lengi og vannst fvrir Hafskip á sínum
tíma. Hvernig fannst þér það mál
fara?
„Hafskip var minn vinnustaður í
ellefu ár. Mér var annt um fyrirtæk-
ið alla tíð og lagði allt mitt af
mörkum á sínum tíma þegar ég vann
þar og stundum eftir það. .4 árinu
1973 lagði ég fram 5 milljónir ásamt
19 öðrum hluthöfum og fvrirtækjum
til að útvega Hafskipum 100 milljóna
rekstrarlán.
Alltaf er hægt að vera vitur eftir á
en ég var hræddur um að þeir kæ-
must ekki lifandi út úr þessum
Atlantshafssiglingum. Ég bjóst nú
samt ekki við að það yrði svo fljótt.
Þeir komu inn á góðum tíma en það
er hart barist á þessum leiðum og
mikil þjónusta veitt af skipafélögun-
um sem kostar góða lausafjárstöðu.
Fyrir voru starfandi mörg fyrirtæki
sem höfðu verið í áraraðir og láta
sig ekki. Hafskip þurfti að leigja
skipin og gámana og mér fannst ein-
hvern veginn að þessu mvndu þeir
aldrei sleppa út úr."
í laxeldi við Viðey
- Þú ert bjartsýnn með Nesskip:
„Já. maður verður að vera það.
Skipin okkar eru almennt í góðu
ástandi, skuldir hvers skips tiltölu-
lega litlar og við höfum gott starfs-
fólk. Sjóflutningar eru frjálsir
þannig að það verður lengi hægt að
berja á okkur. Við verðum í mikilli
samkeppni. hjá því verður ekki konj-
ist. Það verður ekki fjárfest í fleiri
skipum á næstunni enda er skipa-
kosturinn ekki allt sem skiptir máli,“
sagði Guðmundur Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri þriðju stærstu skipa-
útgerðar á landinu. Og þó að
Guðmundur hafi verið að sýsla í einu
og öðru þá hefur það ekki komið fram
ennþá að fyrirtækið er einnig í laxa-
rækt austan við Viðey en Nesskip á
þar fjörutíu prósent á móti BYKÓ.
Þetta segir Guðmundur að sé mjög
spennandi verkefni sem ennþá sé í
þróun. Það er því ekki bara siglt á
sjónum heldur er farið að rækta í
honum líka - sannarlega fyrirtæki í
örum vexti hvað sem framkvæmda-
stjórinn segir...