Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1987, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987.
Fréttir
bara glæsilegt 5.200 fermetra hótel sem
hafði verið byggt heldur og líka var
lóð hótelsins fullfrágengin en hún er
5 hektarar.
Nú vekja Helgi Þór og Hótel Örk
ekki minni athygli. Fallist hefur verið
á að Helgi Þór fái greiðslustöðvun til
þriggja mánaða til að koma lagi á
rekstur hótelsins. Á Hótel Örk hvíla
170 milljónir króna. I því eru rúmlega
tuttugu fjámájn. Búið var að ákveða
fyrsta nauðungaruppboð á Hótel Örk.
Nauðungaruppboðið frestast meðan á
greiðslustöðvun stendur. Helgi Þór
Jónsson er bjartsýnn og telur fúllvíst
að hann geti lagað það sem farið hefur
úrskeiðis. Hann segist þegar vera far-
inn að huga að stækkun Hótel Arkar.
Gafst ekki tími til að gera kostn-
aðaráætlun
„í upphafi var ætlunin að byggja
2.200 fermetra hótel. En á byggingar-
tímanum stækkaði það um 3.000
fermetra. Upphafleg kostnaðaráætlun
var 100 milljónir en með stækkuninni
kostaði byggingin 280 milljónir króna.
Það gafst ekki tími til að gera nýja
kostnaðaráætlun vegna stækkunar-
innar á byggingartímanum. Ég tel að
það hafi verið rétt staðið að öllum
hlutum við bygginguna," segir Helgi
Þór Jónsson
Hef von um erlent lán
- Sástu ekki fyrir að eríitt yrði að reka
hótelið með eins miklum skuldum og
á því hvila?
„Ég vonaði að að ég fengi betri lána-
fyrirgreiðslu. Bæði er það að hér fær
enginn lán fyrr en byggingin er fok-
held og eins hitt að meirihluti lánanna
er til skamms tíma, ýmist í eitt, tvö
eða þrjú ár. Ég hef von um að fá er-
lent lán upp á 125 milljónir króna til
fimmtán ára. Þegar það kemur mun
ég greiða upp óhagstæðari lán. Nú
þarf ég að greiða í dráttarvexti 5 millj-
ónir á mánuði en þegar skuldbreyting
með þessu láni hefur verið gerð verða
vaxtagreiðslur aðeins 125 þúsund
krónur á mánuði."
- Þú segist hafa von um erlent lán, 125
milljónir, hvar færðu það lán og hven-
ær?
„Ég hef ekki fengið loforð fyrir láni
erlendis en tel víst að ég fái lán. Það
hefur tekið lengri tíma en ég ætlaði.
Hefði ég verið búinn að fá lánið hefði
aldrei komið til greiðslustöðvunar."
Erlendir aðilar vilja kaupa
- Þú segist ekki hafa loforð fyrir láni.
Ef þú færð ekki þetta lán, hvað þá,
ertu þá kominn á hausinn?
„Nei. Erlendir aðilar hafa sýnt
áhuga á að kaupa hluta í Hótel Örk
og jafnvel allt hótelið. En ég hef ekki
viljað ljá máls á því. Ég vil ekki breyta
því rekstrarformi sem ég hef. En þetta
er vamagli sem ég hef ef aðrar leiðir
eru ekki færar.“
- Hvaða erlendu aðila ert þú að tala
um?
Því vil ég ekki skýra frá. En ég get
sagt að það hefúr verið rætt um 400
milljóna króna verð fyrir Hótel Örk.
En brunabótamatið er 328 milljónir
króna. En þetta er aðeins vamagli sem
ég hef en ég er það bjartsýnn að ég
tel að ekki komi til þess að ég þurfi
að selja, hvorki hluta né hótelið allt.
- Þú skuldar núna 270 milljónir króna.
Er einhver von að fyrirtæki sem þitt
geti staðið undir svo miklum skuldum?
„Ég hef látið gera arðsemisútreikn-
inga fyrir mig. Þar kemur skýrt fram
að með 59 til 66 % nýtingu að jafnaði
til ársins 1992 muni Hótel Örk geta
staðið undir 200 milljónum króna. Það
„Það býður ekkert annað hótel hér á landi upp á neitt likt því sem við gerum. Hér er fullkomin sundiaug með vatns-
rennibrautum, tennisvellir, golfvöllur og fleira. Næsta sumar munum við jafnvel leigja tjaldstæði hér.“
DV-myndir Óskar Örn
er ekki mikið sem á vantar að sú nýt-
ing náist.“
- Þá vantar sjötiu milljónir, hver á að
standa undir þeim?
„Ég geri það með sölu fasteigna og
bréfa. Eg á eignir fyrir rúmar 400 millj-
ónir króna.“
Hlutabréfin í Arnarflugi eiga
eftir að hækka mikið
- Með sölu bréfa. Eru hlutabréf þín i
Arnarflugi til sölu eða hefur þú selt
þau nú þegar?
„Ég hef ekki selt þau og þau eru
ekki til sölu. Það eru hlutabréf sem
eiga eftir að hækka mikið í verði. Það
Sé ekki eftir neinu
- Sérð þú aldrei eftir að hafa hætt
með blómlegt fyrirtæki, sem vélaleig-
an hefúr greinilega verið, og ráðist í
byggingu Hótel Arkar?
„Nei, ég sé ekki eftir neinu sem ég
hef gert. Ég er þess fúllviss að Hótel
Örk á eftir að sanna sig. Það verður
að gæta að því að það tekur tvö til
þrjú ár að kynna hótel sem þetta. Eftir-
spum er alltaf að aukast. Hér hafa
verið erlendir sölumenn í ferðavið-
skiptum og það er að skila sér. Nú
gista á Hótel Örk 26 Svíar sem verða
í viku, þeir komu til hvíldar og hress-
- Slæm lausafjárstaða, í lesendadálk-
um dagblaða hefur verið sett út á
þjónustu og mat. Þú hefur fengið
greiðslustöðvun til þriggja mánaða,
telur þú að þetta allt saman komi ekki
til með að skemma fyrir, að fólk haldi
að á Hótel Örk sé neyðarástand og
þori ekki að koma?
„Það má vel vera. Ég hef gert átak
í eldhúsinu og treysti því að enginn
þurfi að vera svikinn af þeim mat sem
boðið er upp á á Hótel Örk. Það mega
allir vera vissir um að reksturinn
gengur ekkert öðruvísi fyrir sig en
áður en greiðslustöðvunin kom til.
Staðsetning hótelsins er góð
- Staðsetning hótelsins, hefði ekki ver-
ið nær að byggja hótel í Reykjavík?
„Alls ekki, minn stærsti viðskipta-
hópur er Reykvíkingar. Það hafa
sumar fjölskyklur úr Reykjavík komið
hér allt að fimm sinnum og haft það
náðugt hér yfir helgi. Hótelið er einn-
ig vinsælt fyrir árshátíðir og ráðstefn-
ur. Það er ekki nema tuttugu mínútna
akstur til Reykjavíkur. Þegar við er-
um erlendis þykir okkur ekkert
athugavert að aka tuttugu, þrjátíu
mínútur á hótel. Þar að auki fer rúta
fimm sinnum á dag. Við getum líka
útvegað ferðir þegar hverjum hentar.
„Fyrirspurnum erlendis frá hefur fjölgað að mun.“
hefúr verið falast eftir þeim en ég end-
urtek að þau eru alls ekki til sölu.
Amarflug á framtíðina fyrir sér.“
- Hvaða eignir eru það sem þú hyggst
selja?
„Þar vegur þyngst iðnaðarhúsnæði
og byggingarréttur að Höfðabakka 1.
Ég hef líka selt mest af vélaleigu minni
og aðrar eignir.“
ingar. Upphaflega ætluðu þeir að vera
en vegna einhverra vandræða hjá
ugleiðum var aðeins hægt að koma
26 hingað. Það hefúr staðið til að gera
Hótel Örk að alhliða hressingarhóteli
en mér hefur ekki tekist það vegna
slæmrar lausafjárstöðu. Þegar ég hef
komið upp þeirri aðstöðu sem þarf til
þess þá mun aðsókn aukast til muna.“
Fjölmiðlar flýttu fyrir ákvörðun
um greiðslustöðvun
„Þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um
skuldir mínar, fyrir fjórum vikum,
gerðust þeir sem ég skulda aðgangs-
harðari. Ég varð þvi að grípa til
greiðslustöðvunar en hafði vonast til
að til þess þyrfti ekki að koma. Flestir
af þeim sem ég skulda hafa sýnt mér
biðlund. Margir af þeim sem ég skulda
frá byggingartímanum hafa lent í svip-
uðu og ég stend nú í og þeir aðilar
skilja mig. En eftir að fjölmiðlar fóru
af stað með málið hefur verið öllu erf-
iðara, menn hafa gengið fastar á eftir
mér.“
- Hafa einhverjir tapað peningunum á
því að hafa unnið fyrir þig?
„Nei, en óneitanlega skulda ég
mönnum sem hafa unnið fyrir mig.
En það hefur enginn tapað peningum
á því.
- Þú sagðir áðan að þú værir farinn
að huga að stækkun á Hótel Örk.
„Já, til að nýta þá aðstöðu sem er
hér þarf að fjölga herbergjum um 50
til 100. Það verður ekki ráðist í bygg-
inguna fyrr en ég hef unnið mig úr
þeim vanda sem ég á nú í.
-sme
Það vakti mikla athygli þegar Helgi
Þór Jónsson, áður lítt þekktur maður
í viðskiptalífinu, hóf að byggja glæsi-
hótel í Hveragerði á haustdögum 1985.
Hótelið rauk upp með áður óþekktum
byggingarhraða. Sjö mánuðum eftir
að framkvæmdir hófúst var Hótel Örk
vígð, eða 21. júní 1986. Það var ekki
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 14 15 Ab.Bb, Lb.Sb, Sp.Úb
Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb.
Úb
12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb
Sér-tékkareikriingar 4-I5 Ab.lb, Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsöan Innlán meðsérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24.32 Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab
Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb
Vestur-þýsk mörk 2.6-3,5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-10,5 Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Bb.Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) 30-30,5 ! eóa kge
Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb.lb, Vb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir
Skuldabréf 8-9 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 27-29 Bb
SDR 8-8,25 Bb.Lb. Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb. Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp. Úb.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 6-9
Dráttarvextir 40,8
MEÐALVEXTIR
óverötr. ágúst 87 28,8
Verðtr. ágúst 87 8.1%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala ágúst 1743 stig
Byggingavísitala ágúst (2) 321 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá
Fjárfestingarfélaginu);
Ávöxtunarbréf 1,2084
Einingabréf 1 2,248
Einir,gabréf 2 1,328
Einingabréf 3 1,396
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0241
Kjarabréf 2,246
Llfeyrisbréf 1,130
Markbréf 1,120
Sjóðsbréf 1 1,095
Sjóðsbréf 2 1,095
Tekjubréf 1,213
HLUTABREF
Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiðir 194 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóöurinn 118kr.
Iðnaöarbankinn 142 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 125 kr
Útgeröarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaöarbanki kaupir viðskiptavixla
gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og
nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
(2) Byggingarvísitala var sett á 100 þann
1. júlí, en þá var hún I 320. Hún verður
framvegis reiknuð út mánaðarlega, með
einum aukastaf.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
birtast f DV ð fimmtudögum.
Hótel Örk:
Greiði fimm milljónir í
dráttarvexti á mánuði
- segir Helgi Þór Jónsson sem kveðst þó vera bjartsýnn