Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 9
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. 9 Utlönd Fordæmislaus fangaskipti Fangaskipti munu eiga sér stað í Maputo, höfuðborg Mósambík, í dag þegar skipt verður á einum Hollend- ingi, Frakka og hundrað þijátíu og þremur AngóFabúum íyrir einn hvítan hermann frá Suður-Afríku. Eftir nokkurra mánaða viðræður taka yfirvöld i Suður-Afríku nú á móti Wynand Du Toit sem tekinn var til fanga í Angóla fyrir tveimur árum. í staðinn munu frönsk yfirvöld fá Pi- erre-André Albertini, sem setið hefur í fangelsi í Suður-Afríku, fyrir að hafa neitað að bera vitni fyrir rétti gegn andstæðingum kynþáttaaðskilnaðar- stefiiunnar. Hollendingurinn Klaus de Jonge, sem leitaði á náðir hollenska sendi- ráðsins í Pretoríu 1985 á flótta undan öryggissveitum, fær nú að snúa til síns heimalands. Hermennimir hundrað þrjátíu og þrír frá Angóla, sem teknir voru af skæruliðum studdum af S- Afríkustjóm, verða einnig látnir lausir. Að Maputu skyldi verða fyrir valinu fyrir þessi fordæmislausu fangaskipti markar tímamót í samskiptum Mósambík og Suður-Aíh'ku. Hollendingurinn Klaus de Junge t hollenska sendiráðinu í Pretoríu þar sem hann hefur dvalið síðustu tvö árin eftir að hann leitaði þangað á flótta undan öryggissveitum. Hann fær nú að ganga frjáls ferða sinna í dag. Simamynd Reuter Rústir kvikmyndaversins í gær. Símamynd Reuter íkveikja í kvik- myndaveri Bmni í kvikmyndaveri í Los Angelse orsakaði skemmdir sem metnar em á tvær og hálfa milljón dollara. At- burðurinn átti sér stað eftir að hringt var í Universal Studios kvikmynda- verið á fóstudagskvöld og tilkynnt að kveikt yrði í því og sprengju komið fyrir. Sjötíu og fimm starfsmenn kvik- myndaversins þurftu að yfirgefa það á meðan tvö hundmð slökkviliðsmenn börðust við eldinn sem braust út eftir hringinguna. Engin sprengja fannst og ekki er vitað uni ástæðuna fyrir sprengjuhótuninni. Kosningar Peronistar sigruðu Flokkur Raul Alfonsin, forseta Argentinu, viðurkenndi í morgun að hefa beðið ósigur í kosningunum fyrir flokki perónista. Höfðu peronistar hlotið 41,2 pró- sent atkvæða en Róttæki flokkurinn 37,8 prósent þegar búið var að telja 62 þrósent atkvæðanna. Úrslitin em túlkuð á þann veg að Alfonsin hafi tapað þeim meirihluta sem hann hafði haft í neðri deild þingsins frá því að hann komst til valda árið 1983 eftir nær átta ára herstjórn. Peronistar virðast einnig ætla að vinna fylkisstjómarkosningamar sem haldnar vom samtímis í gær. Þar á meðal í Buenos Aires fylkinu. Juan Casella, frambjóðandi rót- tækra, óskaði andstæðingi sínum, Antonio Cafiero, til hamingju með sigurinn í fylkinu þar sem þrjátíu milljónir manns búa. Spáð er miklum breytingum á efnahagsstefnu þjóðarinnar. Peron- istar hafa lofað að eyða meira fé til félagsmála, atvinnumála og iðnþró- Kosiö var i Argentinu i gær, til þings og fylkisstjóma. Peronistar bám sigur unar. Úr býtum. Simamynd Reuter Honecker til vesturs í dag Opinber heimsókn Erich Honec- ker, leiðtoga Austur-Þýskalands, til Vestur-Þýskalands, hefet í dag. Látið er á heimsókn þessa setn hápunktinn á hægfara sáttaþróun sem átt hefúr sér stað milli þýaku ríkjanna tveggja undanfarin fjömtiu ár. V-þýskir embættismenn vara þó við því að láta heimsókn A-Þjóðverj- ans fela deilueftii ríkjanna og sögðu að Honecker og Helmut Kohl, kansk ari V-Þýskalands, myndu ekki ræða nein j viðkvaim mál á fundi sínum. Lofa að láta gísl lausan Mannræningjar í Líbanon lofúðu því í morgun að láta annan af tveim v-þýskum gíslum sínum, verkfræð- inginn Alfred Schmidt, lausan úr haldi innan fárra klukkustunda. í yfirlýsingu frá mannræningjun- um aegir að þar eem ríkisstjóm landsins hefúr ábyrgst að það sé í þágu allra málsaðila verði Schraidt látinn laus í dag. Gagnrýna árásina ísraelskt dagblað gagnrýndi í gær harkalega árás ísraefeka flughersins á Palestínumenn í suðurhluta Líbanon, en fjömtíu manns létu lífið í árásum þessum. Blaðið sagði að árásimar væm hinar blóðugustu frá því ísraels- menn réðust inn í Líbanon, árið 1982. Sagði blaðið árásimar hafa verið gerðar á íbúðasvæði, þær hefðu valdið mikilli reiði meðal Palestínumanna í flóttamannabúðum og hefðu ekki beinst gegn raunverulegum óvini. Sjaldgæft er að fjölmiðlar í ísrael gagnrýni hemaðaraðgerðir landsins á þennan hátt. Níu slökkviliðsmenn förusi Talið er að níu slökkviliðsmenn hafi farist í eldsvoða sem varð í fimm hæða verslanasamstæðu í Madrid á Spáni á laugardag. Slökkviliðsmennimir urðu undir braki þegar rústir byggingarinnar hmndu niður. Lík þriggja þeirra hafa fúndist en talið er fúllvist að hinir sex séu einnig látnir. Félagar þeirra úr slökkviliði borgarinnar vinna nú að því að fjarfeegja meir en eitt þúsund tonn af braki úr hús- inu. Gera þeir það með handafli einu saman því óttast er að vinnuvélar geti skaðað þá sem hugsanlegt er að séu á lífi í rústunum. Segir dóminn mannúðlegan Sovéska dagblaðið Pravda sagði á sunnudag að dómur hæstaréttar landsins í máli v-þýska piltains Mat- hias Rust hefði verið mannúðlegur. Benti blaðið á að þótt Rust væri v- þýskur heföi hann brotið sovésk lög, heföi verið fyrir sovéskum rétti og þar stjómuðust niðurstöðiur ekki af viðhorfúm í öðrum heimshlutum. Rust hlaut fjögurra ára þrælkun- ardóm en talið er að hann verði létinn afplána dóminn í vinnubúöum skammt frá Moskvu þar sem aðstæð- ur em allar mjög góðar. Til nokkurra óeirða kom í fangefei í Brussel á sunnudag þegar um tvö hundmð fangar mótmæltu þvi að tuttugu og sex Bretum, sem fram- seldir hafá veriö til Belgfu til að mæta fyrir rétti, sakaðir um mann- dráp í óeirðum á knattspymuvelli, verður boðinn mun betri aðbúnaður en þeim sjálfúm er gert að búa við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.