Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 34
46
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987.
Kvikmyndahús
Bíóborgin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Sérsveitin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bláa Bettý
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20.
Bíóhúsið
Undir eldfjallinu
Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11.15.
BíóhöUin
Tveir á toppnum
Sýnd kl. 5, 7.30, og 10.
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Geggjað sumar
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11
Lögregluskólinn 4.
Sýnd kl. 5 og 7.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 9 og 11.
Blátt flauel
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Háskólabíó
Superman IV
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Laugarásbíó
Hver er ég?
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Valhöll
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Rugl i Hollywood
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
hér
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Kvennabúrið
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Villtir dagar
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Herdeildin
Sýnd kl. 5 og 9.
Þrir vinir
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Otto
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15
Ginan
Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15.
Stjömubíó
Óvænt stefnumót
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Neðanjarðarstöðin
Sýnd kl. 7 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5 og 9.
Þjóðleikhúsið
Sala aðgangskorta er hafin.
Verkefni í áskrift leik-
árið 1987-1988.
Rómúlus mikli
eftir Friedrich Durrenmatt.
Brúðarmyndin
eftir Guðmund Steinsson.
Vesalingarnir, Les Miserables,
söngleikur byggður á skáldsögu eftir Victor
Hugo.
Listdanssýning
Islenska dansflokksins.
A Lie of the Mind
fneftir Sam Shepard.
Fjalla-Eyvindur
eftir Jóhann Sigurjónsson.
Lygarinn
eftir Goldoni.
Verð pr. sæti á aðgangskorti með 20% afs-
lætti kr. 4320.
Ath! Fjölgað hefur verið sætum á aðgang-
skortum á 2.-9, sýningu.
Nýjung fyrir ellilífeyrisþega:
Aðgangskort fyrir ellilífeyrisþega á 9. sýn-
ingu kr. 3300.
Kortagestir leikárið 1986-1987:
Vinsamlegast hafið samband við miðasölu
fyrir 10. september, en þá fara öll óseld
aðgangskort I sölu.
Fyrsta frumsýning leikársins,
Rómúlus mikli, verður 19. september.
Almenn miðasala hefst laugardaginn 12.
september.
Miðasala opin alla daga kl. 13.15-19 á
meðan sala aðgangskorta stendur yfir. Sími
í miðasölu 11200.
<«i<»
LEIKFELAG MJi
REYKJAVIKUR
Aögangskort
Sala aðgangskorta, sem gilda á leiksýningar
vetrarins, stendur nú yfir. Kortin gilda á eftir-
taldar sýningar:
1. Faðirinn eftir August Strindberg.
2. Hremming eftir Barrie Keefe.
3. Algjört rugl Christopher Durang.
4. Síldin kemur, síldin fer eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur, tónlist eftir Valgeir
• Guðjónsson.
* 5. Nýtt islenskt verk, nánar kynnt síðar.
Verð aðgangskorta á 2.-10. sýningu kr.
3.750.
Verð frumsýningakorta kr. 6.000.
Upplýsingar, pantanir og sala I miðasölu
Leikfélags Reykjavíkur i Iðnó daglega kl.
14-19. Sími 1-66-20.
Einnig slmsala með VISA og EUROCARD á
sama tlma.
Regnboginn
Vildi að þú værir
Kvikmyndir
Matador
Spænska framlagið á kvikmynda-
hátíðinni er næstnýjasta mynd
leikstjórans Pedro Almodóvar en
hann er nokkurs konar„enfant
terrible" spánskrar kvikmyndagerð-
ar. Almodóvar þessi, sem fæddur er
1949, hafði lengi starfað hjá spænska
símafélaginu í Madrid. Á kvöldin
skrifaði hann smásögur og teiknaði
teiknimyndasögur sem síðan voru
gefhar út í hinum ýmsu neðanjarðar-
ritum. 1978 gerði hann kvikmynd
sem bar nafnið Folle, Folle, Folleme
Tim en hún var tekin á super 8.
Sama ár gerði hann myndina Salomé
á 16 mm filmu.
1980 tók Almodóvar sér launalaust
leyfi frá símanum og hellti sér út í
gerð fyrstu bíómyndar sinnar, Pepi
Luci, Boom y otras chicas del mon-
tón. Þessi mynd sló í gegn svo um
munaði. Almodóvar gat farið að
sinna leikstjóm. Síðan þá hefur
hann gert fimm myndir: Laberinto
de pasiones (1982), Entre tinieblas
(1982/3) Qué he hecho yo para merec-
er eso? (1984), Matador (1985) og loks
La ley del deseo sem er ný.
I myndum sínum hefur Almodóvar
fjallað um ástina og gimdina. I leið-
inni hefur hann svo dundað sér við
að rífa niður ýmis tabú og afhjúpa.
Myndir hans em gjaman í fárán-
leikastíl, absúrd kómedíur sem
gjaman er líkt við leikrit Beckett.
Þessi umdeildi maður er nú einn
frægasti kvikmyndagerðarmaður
Spánar og hafa myndir hans náð þó
nokkrum vinsældum í Bandaríkjun-
um. Til gamans má geta þess að
kvikmyndahátíð, sem haldin var í
Stokkhólmi í ágústmánuði síðast-
liðnum, var honum til heiðurs en þar
vom sýndar allar myndir hans, nema
Matador sem var þó myndin sem
skapaði honum frægð á alþjóða-
markaði.
í þessari mynd tekur Almodóvar
fyrir nautabanann, hið íberska karl-
mennskutákn, og ástríður hans. Að
vanda gerir Almodóvar mikið grín
að öllu saman en þetta er þó sú
mynda hans sem einna minnsta
hneykslun hefur vakið.
Til að skrifa handrit myndarinnar
fékk Almodóvar til liðs við sig ungan
rithöfund, Jesús Ferrero, og þykir
árangurinn af þessu samstarfi fá-
dæma góður.
-PLP
Pedro Almodóvar við kynningu á mynd sinni Matador
Á ferðalagi
Þjórsá, lengsta á landsins
Þjórsáin getur stundum látið ófriðlega og Þjórsárhlaup valda oft miklum
usla og tjóni.
I Landnámabók er nafiigift Þjórs-
ár svo skýrð; „Þórarinn hét maður,
son Þorkels úr Alviðru Hallbjamar-
sonar Hörðukappa. Hann kom skipi
sínu í Þjórsárós og hafði þjórshöfuð
á stafhi og er áin þar við kennd.“
Þjór er gamalt orð yfir naut og þýð-
ir nafhið því Nautsá, hversu fárán-
lega sem það kann nú að passa við
gömlu góðu Þjórsá. Það er því
kannski eins gott að Þórarinn þessi
talaði fomt mál að hætti síns tíma
og nefndi þetta voldugasta og
lengsta fljót landsins Þjórsá.
Áin skiptir Ámes- og Rangárvalla-
sýslu í tvennt og er eins og áður
sagði lengsta fljót landsins, alls 230
km frá upptökum fyrstu kvíslarinn-
ar; Bergvatnskvíslar sem liggur
norðanvert við Sprengisand, í Þjórs-
árdrögum.
Athyglisvert er að frá upptökum
Þjórsár em 145 km í beinni loftlínu
suður á Skaftafellsfjöru en aðeins
70 km til sjós í hina áttina, norður
í Akureyrarpoll. Áin kýs sér þó far-
veg til suðvesturs þvert yfir hálendi
íslands og niður á milli Vatnajökuls
og Hofsjökuls, alla leið niður í
Hreppa og loks út í sjó í stórum ósi,
ekki langt fiá Þykkvabæ.
Þjórsámafiiið fær áin ekki fyrr en
til móts við Tungnafellsjökul þegar
fyrsta jökulárkvíslin rennur í hana
en hún er að drjúf'um hluta jökulá
þó að bergvatn sé veigamesti hluti
hennar. Vatnasvið hennar er 7.530
km2 eða 7,2% af flatarmáli lands-
ins. Rosalegri flóð en komið hafa í
nokkra aðra á hér á landi hafa ein-
mitt hlaupið í Þjórsá en mestu flóðin
sem mælst hafa vom 1848 og 1949
og var rennslið þá á fjórða þúsund
rúmmetrar á sekúndu. íshrönnin
verður stundum gífurleg í Þjórsánni
og þá einna helst við Urriðafoss,
oftast 10 til 12 metra háar. Merkja
má hlaup í Þjórsá af mikilli brenni-
steinslykt sem gýs upp og berst með
kolmórauðri ánni niður í byggð.
Fyrir neðan Þjórsárver uppi undir
Hofsjökli kemur áin niður á fast
berg og fellur þar brátt í gljúfri og
er orðin að stórá. Þar em í henni
þrír miklir fossar; Hvanngiljafoss,
Dynkur, sem er þeirra mestur, og
Gljúfurleitarfoss sem er fallegastur
og talinn meðal glæsilegustu fossa
landsins.
Þjórsá og þverár hennar er orku-
mesta fallvatn á íslandi enda em nú
þrjár virkjanir í ánni; Sigöldu-,
Hrauneyjafoss- og Búrfellsvirkjun.
Þórisvatn er notað sem uppistöðulón
fyrh' virkjanimar og er kvíslunum
þar fyrir ofan veitt í vatnið. Við
Sultartanga er einnig miðlun og nú
em virkjanimar því óháðari rennsl-
isduttlungum árinnar og ísskriði en
var í upphafi.
Þjórsá var löngum mikill farar-
tálmi á milli sveita og sem dæmi um
það er að tveir þeirra fossa, er hér
á undan vom nefiidir, hétu hvor sínu
nafni austan og vestan ár. Neðar í
Þjórsá, niðri í byggð, var að finna
vöð, þó oft á tíðum væm þau ófær
með öllu, enda komu snemma lög-
ferjur á ána. Brú var fyrst byggð
yfir Þjórsá árið 1895 og endurbyggð
1949. Þjórsárbrúin í núverandi mynd
var byggð árið 1973 og gegnir veiga-
miklu hlutverki í samgöngum um
landið enda þjóðvegur 1.
HJOLKOPPAR
Aðeins á kr. 2.390,- settið,
meðan birgðir endast.
SKEIFUNNI 5A SÍMI 91 8 47 88
10 ARA ÁBYRGÐ
ALSTIGAR
ALLAR GERÐIR
SÉRSMIÐUM
BRUNASTIGA O.FL.
Kaplahrauni 7, S 651960
Útvarp - Sjónvaip__________
RÚV, rás 1, kl. 23.00:
Tónlist að kvöldi dags
Kvöldtónleikar em tíðir í Ríkisút- fynr píanó eftir Hjálmar H. Kagnars-
varpinu af hvaða tegund sem er og í
kvöld verða fimm verk á dagskrá.
Verkin em þriðji kafli úr sinfóníu nr.
5 eftir Dimitri Sjostakovitsj, Fíladelf-
íuhljómsveitin leikur; Eugen e
Ormandy stjómar. Þrjú ástarljóð eftir
Pál P. Pálsson við ljóð Hannesar Pét>
urssonar, Ólöf Kolbrún Harðardóttir
syngur og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir leikur á píanó. Tvær prelúdíur
son verða einnig á dagskrá, Anna
Áslaug Ragnarsdóttir leikur á píanó.
Þá verður hljómsveitarverk eftir Jón
Nordal, Sinfóníuhljómsveit íslands
leikur undir stjóm Jean-Pirre Jacqu-
illat. Að síðustu verða sönglög eftir
Atla Heimi Sveinsson sem nefriast Úr
ljóðakomum. Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir syngur. Anna Guðný Guð-
mundsdóttir leikur á píanó.
BINGO!
Hefjtkl. 19.30
Aðalvlnnlnqur aft verðmaetl
kr.40bús.
Hclldarverðmaetl vlnnlnqa
kr.180 bús.
ll
TEMPLARAHÖLUN
Eiríksgötu 5 — S. 20010
6brMo4iv>h6bJitTUön ðvjj.) iru iCiHsd
C v ú -HJf