Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 36
Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, er hér með einu fjölskyldunni sem
býr á eyjunni Stóra Dimoni í Færeyjum. Tignarlegt umhverfi eyjarinnar
blasir við. Heimsókn forsetans til Færeyja lýkur í dag. Sjá fréttir og viðtal
við Vigdísi Finnbogadóttur á bls. 2. DV-símamynd GVA
i
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstiórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987.
Reykkafarar björguðu manni úr
brunanum við Kirkjuteig. Hér sést
þegar hann er fluttur inn i sjúkrabif-
reið. DV-mynd GÖ
EJdur í tveimur
íbúðum í nótt
Slökkviliðið í Reykjavík var í tví-
gang kallað út í nótt vegna elds í
íbúðum.
Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt
um eld í herbergi í í húsinu númer 13
við Kirkjuteig. Þegar Slökkviliðið
kom á vettvang lagði reyk úr herberg-
inu og fóru reykkafarar inn. Maður
var í herberginu og var hann fluttur
á slysadeild og þaðan á Landspítal-
ann. Hann brenndist á höndum og
höfði.
|j.Greiölega gekk að slökkva eldinn
en töluverðar skemmdir hlutust af.
Slökkvilið var aftur kallað út klukk-
an hálfijögur í nótt. Þá var laus eldur
í íbúð á annarri hæð í Garðastræti
13a. Einn maður var í íbúðinni og
hafði vegfarandi og lögregla farið inn
og náð manninum út þegar Slökkvilið
kom á vettvang.
fbúinn og vegfarandinn voru fluttir
á slysadeild. Vegfarandinn fékk að
fara heim að lokinni skoðun en íbúinn
var fluttur á Landspítalann. -sme
Banaslys á Kleppsvegi
Ungur maður lést er hann ók bíl
sínum á ljósastaur á Kleppsvegi
snemma í gærmorgun.
j»«Maðurinn ók Sætún í austurátt og
er hann kom á Kleppsveg virðist sem
hann hafi misst stjóm á bílnum og
ekið á Ijósastaur. Þegar að var komið
var maðurinn látinn. Bíllinn, sem er
af gerðinni Fiat Uno, er gjörónýtur.
Ilar
gerðir
sendibíla
25050
SEJlDIBiLJISTÖDin
Borgartúni 21
LOKI
Nú geta menn orðiö loðnir
um lófana af loðnunni!
Verkamannasambandið að klofna:
Síðasti nagli í kistuna
segir Hrafnkell A. Jónsson, fwmaður Áivakurs á EskHbðl
„Ég lít svo á að þessi krafa Karls
Steinars Guðnasonar, varaformanns
Verkamannasambandsins, um að
neyta afls á fúndinum sé ef til vifi
síðasti naglinn í líkkistu Verka-
mannasambands íslands. Við, sem
gengum út af þessum fonnanna-
fúndi, munum á næstu dögum skoða
það og meta hvort Verkamannasam-
bandið er vettvangur sem skilar
okkur einhverjum árangri. Eins og
málin standa núna fæ ég ekki séð
að svo sé,“ sagði Hrafnkell A. Jóns-
son, fonnaður Árvakurs á Eskifirði.
Hrafiikell var einn þeirra 11 verka-
lýðsforingja sem gengu út af for-
mannafúndi V erkamannasambands-
ins í gær. Þá hafði Karl Steinar borið
fram tillögu þess efiiis að félagafjöldi
í verkjalýðsfélögunum réði við at-
kvæðagreiðslu um kjaramálatillög-
umar tvær sem fyrir lágu.
Hrafiikell sagði að það kæmi sér
ekki á óvart þótt út úr þessu kæmi
að menn létu verða af því að stofiia
sérstakt landssamband fiskvinnslu-
fólks. Það hefði lengi blundað með
mönnum. Nú væri mælirinn fullur
og ljóst að til tíðinda drægi á næst>
„Þetta er afar slæmt mál og ég Kt
svo að að staða okkar nú bjóði ekki
upp á að menn séu með briglsyrði
hver um annan. Okkur ríður á að
halda samstöðu og svona sundrung
er verkalýðshreyfingunni hættuleg,"
sagði Guðmundur J. Guðmundsson,
fbmiaður Verkamannasambandsina
Harrn sagðist vona að þegar menn
settust niður og hugsuðu máhð í
rólegheitum sæju menn að sundr-
ungin væri aðeins vatn á myllu
vinnuveitenda.
-S.dór
Verötilboð Krossanesverksmiðjunnar í loðnuna:
Hagstæðara en útreikn-
ingar Þjóðhagsstofnunar
- segir Sveinn Hjörtur Hjartarson hjá LIU
„Við erum nokkuð ánægðir með
frumkvæðið, það hefur verið okkar
stefna að loðnuverð ætti að vera
frjálst," sagði Sveinn Hjörtur Hjartar-
son, fúlltrúi. Kristjáns Ragnarssonar
hjá LIU, um ákvörðun Krossanesverk-
smiðjunnar á Akureyri sem auglýsti í
gærdag verðtilboð í loðnu sem er fyrir
fyrsta farminn 3000 krónur á hvert
tonn, 2500 krónur fyrir annan farminn
og síðan 1800 til 2000 krónur fyrir
hvert tonn eftír gæðum hráefnisins út
mánuðinn.
Tilboðið er háð því skilyrði að ríkis-
stjómin falli frá því að endurgreiða
verksmiðjunni uppsafiiaðan söluskatt.
Það myndi lækka um 150 krónur á
hvert tonn af loðnunni.
Hjörtur sagði ennfremur að verð-
tilboð Krossanesverksmiðjunnar væri
nokkuð betra en útreikningar Þjóð-
hagsstofnunar segðu til um.
Fyrir hálfum mánuði lögðu tveir
bátar frá Vestmannaeyjum, Huginn
og Gullbergið, á haf út í leit að loðnu
og vom þeir um vikutíma en fundu
enga loðnu þar sem sjórinn var enn
of heitur. Síðan þá hefur enginn loðnu-
bátur farið út enda mikill kostnaður
við leitimar. „Með þessu tilboði fú
þeir umbun fyrir að reyna að fara af
stað í loðnuleit þar sem engin ákvörð-
un er komin frá verðlagsnefnd enn.
Ef verðið verður hærra þá hækkum
við tilboðið en ef það verður lægra
mun tilboðið standa," sagði Geir Þ.
Zoega, framkvæmdastjóri Krossanes-
verksmiðjunnar, í samtali við DV.
-GKr
Þrennt flutt á sjúkrahús
Gyifi Kristjánsaan, DV, Akureyii
Framúrakstur fólksbifreiðar á
Öxnadalsheiði í gærkvöldi endaði með
því að ökumaðurinn missti vald á.bif-
reiðinni sem valt út af veginum.
I bifreiðinni vom hjón með tvö böm.
Þrennt var flutt á Fjórðungssjúkrahú-
sið á Akureyri, en ekki mun vera um
mjög alvarleg meiðsli að ræða. Bifreið-
in er hins vegar mjög mikið skemmd.
Synti í sjónum
og drukknaði
Þrítugur maður dmkknaði um mið-
nætti á föstudag. Maðurinn ætlaði að
Veðrið á morgun:
Skýjað en
úrkomu-
Ivtið
Á morgun verður hæg, breytileg
átt á landinu, víðast hvar skýjað en
úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 8
til 13 stig. Ágætis veður á landinu
öllu miðað við árstíma.
synda um borð í skútu sína en hún lá
við festar við aðstöðu Siglingaklúbbs-
ins Vogs í Garðabæ.
Maðurinn var ásamt bróður sínum
við aðstöðu siglingaklúbbsins seint á
föstudagskvöld. Skúta mannsins lá um
200 metra frá landi og hugðist hann
synda um borð í hana. Þegar hann
lagðist til sunds kallað bróðir hans á
lögreglu.
Ásamt lögreglunni í Hafnarfirði
komu á vettvang björgunarsveitin
Fiskaklettur, hjálparsveit skáta í
Hafriarfirði og lögreglan í Kópavogi.
Um klukkustund eftir að leit að
manninum hófst fannst hann við
skipasmíðastöðina Stálvík, var hann
þá látinn.
Maðurinn hét Pétur Þór Magnús-
son, til heimilis að Einilundi 1,
Garðabæ. Hann var þrítugur að aldri.
i
I