Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 11 DV-mynd Brynjar Gauti Ruglað fólk og óruglað „Þetta var auövitað verst fyrir börnin og íjölskylduna. Þau sátu uppi með geðveikan föður. Fólk taldi mig ekki lengur með réttu ráði og ég gat ákaflega lítið gert við því. Ég vissi bara betur. Ég veit að ég er konungur konunganna og hef beðið eftir að taka við því hlutverki undanfarin tuttugu ár.“ Svo mælti doktor Benjamín J. Eiríksson á Stöð tvö í fyrrakvöld og deplaöi ekki einu sinni auga. Benjamín er orðinn sjötíu og sjö ára en talaði eins og sá sem valdið hefur og vitið og það var ekki að merkja að þar sæti geðveikur og ruglaður maður. í rauninni situr sú spuming ein eftir: Hvort eru það hann eða við hin sem hafa ruglast í ríminu? Doktor Benjamín er enginn venjulegur maður, hálærður í hag- fræði, veraldarvanur í valdastörf- um, margreyndur í mannvirðing- um. Benjamín var kallaður heim frá útlöndum þar sem hann var forframaður og mikils metinn og gerður að sérlegum ráðgjafa ís- lenskra ríkisstjórna. Vegur hans minnkaði ekki við heimkomuna, enda má segja aö Benjamín hafi verið fyrsti íslenski hagfræðingur- inn sem lét að sér kveða við stjórn- málalegar og efnahagslegar ákvarðanir hér á landi. í ævisögum margra þekktra stjómmálamanna er hans getið að góðu og mest finnst mér um þá frásögn að Bjarni Bene- diktsson og Ólafur Thors hafi fengið hann og Ólaf Björnsson til að leggja drög að nýrri efnahags- stefnu fyrst á sjötta áratugnum. Benjamín gegndi síðar störfum bankastjóra Framkvæmdabank- ans sem var undanfari og aðdrag- andi þeirrar efnahagsstjómar sem enn er við lýöi í stórum dráttum. Sú saga gekk að Benjamín hefði varað þá Bjarna og Gylfa Þ. Gísla- son við efnahagshruni og kreppu og bent á að eftir sjö feit ár kæmu sjö mögur. Benjamín mæltist til þess að þjóðin safnaði komi til mögru áranna. Það var þá sem ís- lendingar ákváðu að Benjamín væri orðinn mglaður og gáfu hon- um frí. í viðtalinu í sjónvarpinu núna segir hann reyndar frá því að það hafi verið um það sama leyti sem hann fékk köllunina frá guði og gekk sjálfur úr bankastjóra- stólnum. Frá þeim degi hefur aðeins sést til Benjamíns á strigaskóm með alskegg og skrítinn hatt, gangandi um í vesturbænum og heilsa böm- unum í hverfinu. Hann hefur ekki tekið ofan fyrir öðmm en bömum í tvo áratugi sem segir sína sögu um það hvaða álit hann hefur á fullorðnum. Það má svo geta þess í framhjáhlaupi að Benjamín reyndist sannspár um kreppuna. Með ráði og rænu Nú ætla ég ekki að hefja neina geðrannsókn á doktor Benjamín. Ég læt öðrum það eftir. Hann er hins vegar ekki fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem hefur feng- ið köllun frá guði, útvahnn og endurborinn. Ekki var annað að sjá í fjölmiðlunum í vikunni en fleiri en Benjamín hefðu fengið vitrun. Ungt fólk gekk í hjónaband að búddiskum sið, þar á meðal popp- stjörnur sem hingað til hafa þótt sérstakar fyrirmyndir annarra og átrúnaðargoð. Sértrúarflokkar fyllast af fólki sem tahð er með ráði og rænu og söfnuðirnir upphfa kraftaverk og sjá fæturna á sér lengjast fyrir thstilh guðs. Enginn minnist á að þessir söfnuðir séu ruglaðir eða geðveikir umfram aðra, enda ekkert nema gott um það að segja ef búddatrúin hjálpar ungu fóhd til að endurheimta ham- ingjuna og þjónaböndin eins og dæmin sanna. Maður þarf heldur ekki að leita uppi sértrúarsöfnuði til að gera greinarmun á rugluðu fólki og órugluðu. Ég hef lengi tekið þátt í opinberu stjómmálalífi og verð aö viðurkenna að mér er ekki nærri alltaf ljóst hvort menn eru að tala þar af alvöru eða léttúð, viti eða óviti. Greindustu menn geta tekiö afstöðu sem ekki verður flokkuð undir annað en brenglaöa dóm- greind og þeir eru jafnvel vit- lausastir sem taldir eru gáfaðastir allra. Það er alveg dæmalaust hvað hálærðir menn og veraldarvanir geta ruglast í ríminu þegar þeir þurfa að gera upp á mhli skynsem- innar og vifieysunnar. Póhtikin er vísasti vegurinn th að byrgja mönnum sýn með einstrengingi og óbilgimi og ghdir þá einu hvaða rökum er beitt. Þeir em rökheldir, skotheldir og höggþéttir fyrir skyn- seminni þegar því er að skipta ef flokkurinn þeirra á í hlut, hags- munimir eða völdin. Enda eru þau fá dæmin um þá stjórnmálamenn sem viðurkenna að þeir hafi rangt fyrir sér eða taka upp á þeirri fjar- stæðu að hlusta á andstæðingana, nema þá th að lemja höfðinu við steininn. Gamansaga í trúnaði Geta svona menn tahst með réttu ráöi? Eru þeir menn heilir á geðs- munum sem hamast eins og naut í flagi með vonlausan og vitlausan málstað? Er það greind að snúa út úr, neita að fallast á rök og geta aldrei viðurkennt sjónarmið ann- arra? Þvi svarar hver fyrir sig en hitt veit ég að ruglið ríður ekki við einteyming þegar menn em komn- ir í ræðustól í þinghúsi alvörunnar. Þarf þó enga köllun frá guði th að sphla fyrir geðhehsunni á bænum þeim. Th er gamansaga af því að tveir sjúkhngar af Kleppi heimsóttu þingpallana og fylgdust með um- ræðum. Þeir sátu þar dijúga stund eða þar til þingforseti klingdi bjöllu th atkvæðgreiðslu. Þá heyrðist annar sjúklinganna segja viö hinn: Nú hefur einhver sloppið út! Þetta er nú bara gamansaga sem fer ekki lengra. En svo eru það ahar hinar mann- vitsbrekkurnar sem hvorki sitja á þingi né búa á Kleppi en ganga lausar um göturnar og láta út úr sér endalaust buh um menn og málefni af dæmalausri vanþekk- ingu og skhningsleysi. Maöur veit aldrei hvort betra er að hlæja eða gráta yfir ahri þeirri forheimsku og fordómum sem veltur upp úr fólki sem þó er talið heilt á geðs- munum - og er það sjálfsagt. Það versta við þessa hehbrigðu ruglu- daha er ólundin, öfundin og annarlegu hvatimar sem þeir kom- ast upp með í skjóli þess að vera andlega útskrifaðir sem þjóðfélags- þegnar með sjálfræði og fjárræði. Enginn segir að þeir séu mglaðir eða skrítnir eða bhaðir á geði. Munurinn er sá einn að þeir raka sig og khppa, taka að sér manna- forráð, taka mikhvægar ákvarðan- ir og munu aldrei segja af sér th að sinna guði eða æðri köhun. Þeirra guð er Mammon og svo blóta þeir Bakkus og ganga af göflunum og fá ekki einu sinni timburmenn. Það er í góðu lagi að vera fuhur og leiðinlegur og tala með óráði vegna þess að það þykir ekki geðbhun að missa vitið með því að drekka það frá sér. Það þykir ekki heldur geð- bhun að tala um það sem maður hefur ekki vit á eða þrengja skoð- unum sínum upp á aðra án þess að nokkur biðji um það. Hins vegar virðast alhr sammála um að það sé geðbhun að eiga orðastaö við guð og segjast vera konungur konung- anna enda þótt út úr þeim sama manni flæöi lífsþroski og mannvit í meira mæh en hehum þingflokk- um. Sérvitringar og kynjakvistir í gamla daga voru geðsjúkhngar teknir úr umferð samkvæmt fóge- taúrskurði og sviptir sjálfsforræði til að vera ekki fyrir öðnun. Stöku sinnum komst þetta fólk upp með aö njóta fijálsræöis af því að það þótti frekar skrítið heldur en ruglað og það var kahað sérvitring- ar eða kynjakvistir. Shkt fólk var þekkt í bæjarlífi hér og hvar um landið og var haft að háði og spotti af þeim sem voru nógu hehbrigðir til að gera grín að sjúkdómum ann- arra. Manni hefur stundum dottið í hug að þessir sérvitringar hafi verið venjulegu fólki fremri í and- legum efnum og hreinlega ekki nennt að umgangast þá vitleysinga sem höfðu vottorð upp á það að vera normal. Þeir flúðu út úr um- hverfinu í skjóli sérviskunnar og fengu að vera í friði með hugsanir sínar og hugleiðslu. Þetta rifjaði doktor Benjamin upp þegar hann minnti á að Davíð konungur hefði bjargað lífi sínu með því að haga sér eins og flón. Ég leyfi mér líka að minna á að oftar heldur en hitt þarf að bregða þjóðlifinu í skopbúning og búa th farsakennda gamanleiki th að draga upp rétta mynd af öfgunum og ýkjunum aht í kring. Hirðfífhn komust upp með að segja sannleik- ann með þeirri aðferð að haga sér eins og hirðfifl. En kannski voru það einu manneskjumar sem sáu hlutina í réttu ljósi. Konungurkonunganna Ekki þekki ég Guðberg Bergsson rithöfund nema af bókum hans. Guðbergur er sennhega ekki í náð- inni hjá hágöfugri yfirstétt menn- ingarlífsins eftir að hann sagði erlendu gestunum á bókmenntahá- tíðinni að halda kjafti og hypja sig heim. Þetta var mikh fifldirfska hjá rithöfundinum, enda ekki siður á íslandi að vera ókurteis við gesti sína. En Guðbergur er ekki geð- sjúklingur ef dæma má af skrifum hans og hann er heldur ekki gefinn fyrir snobb. Hann valdi þessar óvönduðu kveöjur th uppskrúfaðr- ar hátíðar th að segja mönnum eins og er. að gáfulegar útskýringar og heimspekhegar vangaveltur menn- ingarvita fara fyrir ofan garð og neðan hjá fólki sem er með venju- legum sönsum. En ekki er að efa að þessa dagana velta menn fyrir sér geðhehsu og dómgreind rithöf- undarins af þvi hann kaus að vera öðruvísi en hinir sem eru svo gáf- aðir að segja ekki sannleikann. Þeir skrifa bækur í staðinn. Það sem maöur segir og gerir er það sem maður segir og gerir og á ekki að þurfa neinnar útskýringar við. Þeir sem þurfa að flytja fyrir- lestra um það sem þeir meina eða segja eða gera og gefa út bækur sem þarfnast uppsláttarrita og bók- menntahátíða th að vekja athygh eiga einfaldlega ekki að leggja sig niður viö að skrifa eitt eða neitt. Shkar bækur verða aldrei lesnar nema af þeim sem skrifar þær. Það er svo margt sem á bjátar og margt sem við sjáum ekki í eigin fari. Við sjáum ekki fánýtið og for- heimskuna, jafnvel þótt við séum ahsgáð og bæði með ráði og rænu. Við sjáum ekki eigin flónsku frekar en bjálkann í auganu. Meðan þjóðin gengur af göflun- um og tekur um það ákvörðun að leggja hér allt í rúst á nýjan leik í verðbólguflóði og sókn eftir vindi situr gamah maður vestur í bæ og telur sig vera konung konunganna. Er hann vitlausari en við hin? Er hann nokkuð verri en vitleysing- arnir sem ganga lausir og eru konungar í ríki Mammons og Bakkusar með aht niður um sig? Mér er bara spum! Ellert B. Scbram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.