Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 15 Islensk tunga Hvað var fyrst sagt? Um daginn fjallaði ég örlítið um sameiginlega þætti timgumála. í ljós hefur komið að öll tungumál heimsins eiga margt sameiginlegt hvað varðar alla gerð þeirra. Auð- vitað eru þau líka um margt ólík og því veitum við athygli daglega en sameiginlegu þættimir eru ekki einsí ljósir. Meðal þessara þátta var að nafn- orð og sagnir eru til í öllum tungumálum, í öllum málum er hægt að tjá liðinn tíma, neitun og spumingar og í öllum málum er ákveðinn íjöldi hljóða sem mynda orð sem síðan mynda setningar. En þá vaknar spumingin um það hvemig á þessu standi. Hvers vegna em svo margir þættir sam- eiginlegir? Svörin geta ekki orðið annað en almenns eðlis. í fyrsta lagi má nefna að talfæri aUra manna em af sömu gerð og afleiðing þessa er aö myndun mál- hljóða era takmörk sett. Ef til vill eru sum málhljóð auöveldari í framburði og þess vegna algengari. Umhverfi manna getur líka átt einhvem þátt í þessu. Við búum öli á jörð, eigum föður og móður og öll mál eiga nafnorð yfir þessi hugtök. Öll mál eiga einnig sagnorð yfir algengar sameiginlegar at- hafnir, s.s. það að vinna, borða og sofa. Út frá þessum hugleiðingum er stutt yfir í hugleiðingar um uppr- una tungumála. Er hugsanlegt að uppmni tungumála sé á einhvem hátt sameiginlegur og að það geti útskýrt líkindi tungumála? Uppruni tungumála Menn hafa löngum velt fyrir sér uppruna tungumála og hér verður getið til gamans nokkurra uppá- stungna. Flest trúarbrögð gera ráö fyrir að Guð hafi gefið manninum tungumáliö. í Biblíunni er gert ráð fyrir að allir menn hafi talað sömu tungu þangað til Guö mglaði menn í rím- inu eftir að þeir gerðust hortugir og hófu að reisa Babelstuminn. Eftir það töluöu menn ólíkar tung- ur. Svipaðar þjóðsögur em til frá öðmm löndum, að upphaflega hafi menn talað sama tungumál en sest að á ólíkum stöðum eftir að tungu- mál þeirra hafi raglast. Hitt er þó sannara að tungumálin hafi orðið ólík eftir að menn tóku bólsetu á ólíkum stöðum. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson Enn frumlegri var sænskur fræðimaður fyrir nokkmm öldum. Hann hélt því blákalt fram að Guð hefði talað sænsku, Adam dönsku og englamir frönsku. Stuttu áður ritaði þýskur fræði- maður um þessi mál og komst að þeirri niðurstöðu að þýska hefði verið elsta tungumálið og að Gamla testamentið hefði veriö frumsamið á þýsku en síðar þýtt á hebresku. Látum þetta nægja að sinni um uppmna tungumála. Aö fara utan og út Á ámm áður virðist hafa verið föst málvenja að segja fara utan þegar rætt var um aö fara af landi brott og sæRja heim aðrar þjóöir. Oft fóru forfeður okkar utan í at- vinnuskyni, til að ræna og mpla og drepa og myrða, en það var aðal- starf þeirra fyrir utan lítils háttar búskap. Þegar svo vinnuleiði eða heimþrá sótti að þeim í útlöndum þá fóm þeir út til íslands. Þetta orðalag varð frægt þegar Snorri Sturluson var orðinn leiður á að hanga úti í Noregi að skipun kóngsins þar og sagði einn góðan veðurdag: Út vil ek - og fór. Þetta orðalag, að fara utan og fara/koma út, nýtur ekki eins mik- illa vinsælda nú og áður fyrr. Líklega segja fáir sem vilja heim til íslands: Út vil ég, enda em kannski fáir sem á annað borð dvelja í útlöndum sem vilja koma heim aftur. Hitt orðalagiö, að fara utan, er þó lífseigara. En eins og allt annað sem sagt er þá má orða þessar hugsanir á aðra vegu. Athygli mín var nýlega vakin á því að nokkrir skólastjórar höföu farið til útlanda í leyfisleysi og vakti þetta tiltæki talsveröan úlfaþyt í fræðsluráði og dálitla reiði sem von er. í frétt um atburðinn var kvartað sáran yfir því að þeir heföu ekki beðið um leyfi til að fara erlendis. Og þaö er orðalagið að fara er- lendis sem mönnum fannst undar- legt. Þetta er sjálfsagt ungt orðalag og vafalítið komið fyrir áhrif frá ensku, to go abroad. Nú ætla ég ekki fremur en endra- nær að segja fólki hvemig það á að tala en samkvæmt minni málvit- und er smekklegra að segja fara utan og fara til útlanda heldur en að segja fara erlendis. Á hinn bóg- inn finnst minni málvitund í lagi að segjast dvelja erlendis. Svona getur málvitund manna verið misjöfn og undarleg og ekkert nema gott eitt um það að segja. Þegar allt kemur til alls verður hver og einn að þroska sína eigin málvitund eftir bestu getu, sam- visku og þekkingu á íslenskri tungu. DV Vísnaþáttur Aðeins fimm vísur og langt mál um vísnasöfnun mína og fleira Því miður gerist það of sjaldan að til mín sé hringd eða send staka. Símanúmerið mitt er 41046 í skránni. En mörgum gengur illa að finna það, enda heiti ég þar bæði Jón Jónsson og ennfremur því höfundarnafni sem fylgir þess- um greinum. En hér kemur vísa sem ég fékk þó í gegnum síma. Höfundur vill kalla sig Eirík Hjart- arson, almúgamann í Reykjavík, kratatalið mun eiga að minna á aö Jón Baldvin er fjármálaráð- herra. Ýfast fara kratakaun hvar á skart að taka, þegar borga á hstalaun, ef ljúf er kveðin staka? Það skal tekið fram að þessi vísa var mér send vegna þess að í DV var vísnaþáttur eftir mig sem hét „Nú geta allir lært að yrkja“. Þar segi ég frá nýju skólakveri sem heitir Bragfræði. En þetta var þó enginn ritdómur enda átti það ekíti við í þessu sambandi. Ég hef rí- meyra en ekki bragfræðilegan lærdóm. Vísan héma er brúkleg að mínum dómi vegna þess að ég læröi vestfirskan framburð, sem raunar tíðkast víðsvegar á landinu. En þeir sem kröfuharðastir em myndu ekki sætta sig við höfuð- stafinn hvar í orðinu í annarri ljóðlínu. Samkvæmt kokkabókum þeirra sem lærðastir era á þar auð- vitað að vera k-orð. Sjálfur reyni ég að varast að brjóta þessa reglu en mér finnst ástæðulaust að gera svo strangar kröfur í aðsendum vísum. En ég sagöi viö Eirík Hjart- arson í símanum að þótt svona vísa væri vel þegin í þáttinn, líkaði mér ekki andi hennar. Finna má sjálf- sagt að fjármálastefnu Jóns Bald- vins en ekki hygg ég að ofmikið framlag til lista sé þar veikasti hlekkurinn. Helgaþáttur En nú skulum við allt í einu víkja talinu að Helga Hálfdanarsyni og stela fyrirvaralaust frá honum lax- veiðivísu svohljóðandi: Herra trúr ég treysti þér að taki lax svo ægilegur að jafnvel sýnist sjálfum mér sannleikurinn nægilegur. En það er ekki alveg út í bláinn að Helgi er kominn hér á blað. Ég var nefnilega nýbúinn að lesa í Morgunblaðinu eina af hinum stutt- og skorinoröu greinum vinar míns Helga listaþýðanda, málvönd- unarmanns og fyrrverandi starf- andi lyfsala. Ég hef fram aö þessu oftast borið gæfu til að hafa líkar skoðanir á flestu sem hann ber fyr- ir bijósti í skrifum sínum í Morgunblaöspistlunum. En á öllu eru undantekningar. Þegar hann ritar um launatilætlunarsemi rit- höfunda, sem nokkru sinni hefur gerst, þá er eins og honum hverfi flestar bestu gáfur sínar: mann- skilningur og mannúð, sem annars prýða hann í svo ríkum mæh, en í stað þessara kosta komi undarleg þörf hans til þess að viðra sérvisku sína, sem oft getur verið skemmti- leg en ekki á alltaf viö - aö þeirra dómi sem þurfa að láta tíma sinn balansera á milli lífsbaráttu og list- þjónustu. Eftir á aö hyggja: Ég er tekinn að tapa heyrn enda koniinn á þann aldur að þess er að vænta. Þess- vegna vaknar nú með mér sú spurning hvort að ég hafi kannski ekki heyrt rétt aðra hendingu ofan- ritaðrar vísu. „Hvar á skatt að taka?“ En ef ég heföi heyrt svo og það sé hugsun höfundarins, heföi ég ekki sagt að skarplega væri hugsað. Það gerði ég nú raunar ekki, þótt um mis- Vísnaþáttur V » ! i mflL .vAiA '1 Jón úr Vör heyrn kunni að hafa verið að ræða og tók vísunni vel. Ég skrifaöi nefrúlega fyrst „skart“ í merking- unni „glæsileikur". Þetta mætti ofanritaður vísuhöfundur hug- leiða. Rithöfundar eru fæstir ofsæhr af hlut sínum úr ríkissjóði og þurfa yfirleitt að vinna meira fyrir launum sínum en að yrkja eina þokkalega stöku. Þess má þó geta, í sambandi við nafn Helga Hálfdanarsonar, sem ég vildi frem- ur öllu öðru titla afburðarithöfund og veit alþjóð aö það er réttnefni þótt hann forðist að nota það sjálfur, aö hann hefur hafnað op- inberum skáldalaunum og það hafa nokkrir aðrir rithöfundar gert. Að öðru vikið 1941 átfi ég þvi láni að fagna að draumur minn um að gerast blaða- maður að atvinnu rættist. Þá um \vorið keypti ég ásamt Gunnari M. Magnúss virkuritið Útvarpstíðindi sem Kristján Friðriksson kennari, síðar þjóðkunnur iðjuhöldur, haföi stofnað fyrir tveimur árum. Gunn- ar M. Magnúss var kennari og athafnasamur rithöfundur. Ég haföi um skeið unnið við ritið og nú varð það aðalstarf mitt en Gunnar las prófarkir og ritaði ein- staka grein, mér í öllu reyndari maður, enda var ég aðeins 24 ára og mun þá hafa verið yngsti rit- stjóri landsins. Ég fann enda töluvert til mín, ef ég man rétt. Síð- an keypti ég hlut Gunnars í blað- inu. Síðan þetta var hef ég með nokkr- um hléum séð um vísnaþætti í blöðum sem ég hef stjómað, í út- varpi, Hjartaási, Lesb. Mbl. og Heima er best, Dagblaöinu og DV og er þá flest talið. Þetta riíja ég upp vegna þess að ég hef nýlega unnið frækinn sigur. Hvað eftir annað hef ég reynt að hafa uppi á höfundi eftirfarandi vísu: Upp er skorið, engu sáð, allt er í varga ginum. Þeir sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. Því var einhverju sinni haldið fram í norðanblaði aö nafngreind- ur rakarameistari og kunnur hagyröingin- á Akureyri heföi ort vísuna þegar Ólafur Friðriksson, sem var uppalinn að nokkru leyti á Akureyri, sonur Friðriks Möllers kaupmanns, tók að boða þar jafn- aðarstefnu. örugglega feöruð vísa Mér þótti undarlegt að ekki skyldi vera neinstaöar tiltæk vera- lega góð tækifærisstaka eftir þennan rakara, en hann var þá lát- inn og helsta vandafólk hans. En bréf fékk ég frá manni sem sagðist hafa heyrt hann fara með vísuna fyrir fjölda fólks en enga aðra vísu fékk ég eftir þennan góða hagyrð- ing. Nýlega fékk ég loks lausn á þessu máli. Ég sá einhversstaðar á prenti að vísan væri eftir tvo menn en ekki einn og ort í gamni um innan- félagsmál í ungmennafélagi í Þingeyjarsýslu. Annar höfundur- inn væri hinn alkunni hagleiks- maður á þessu sviöi, Egill Jónasson á Húsavík og póstur nokkur úr Aðaldal, Friðrik á Kraunastööum. Ég hringdi til Herdísar dóttur Eg- ils. Hún er hér syðra kennari og bamabókahöfundur og bað hana við tækifæri að fá upp hið sanna. Það sem nú síðast er sagt er rétt en ekki mundi Egill hvom vísu- partinn hann haföi ort, Ólafur Friðriksson og stefna hans var ví- sunni óviðkomandi sagði Egill. En eftir öðmm leiðum fékk ég þessar Egilsvísur sem auðvit- að koma ofanrituöu máli ekkert við: Sæll hann brosti svefni í, sem ég ekki lái honum. Dreymdi hann væri frjáls og frí og falleg stelpa hjá honum. Konur em erfið gáta okkur mönnum hér og þar og ekki batnar ef þær láta eins og þær væm fullkomnar. Utanáskrift: Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.