Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Side 18
18 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 19 Derrick lögregluforingi með tak á fórnarlambinu. RUV - Derrick lögregluforingi: Kaldur og ákveðinn Af öllum lögregluþáttunum, sem nú eru á skjánum, er meist- ari Derrick skyldastur þeim gamla Sherlock Holmes. Hug- vitið reynist honum best í að afhjúpa glæpahyskið. Þá sakar ekld að hafa snaran aðstoðar- mann, Harry Klein, sem aug- ljóslega á sér fyrirmynd í Watson lækni. Klein er þó öllu skarpari í hugsun en það er fá- títt að hann taki frumkvæðið í rannsókn mála. Það er eitt einkenni á við- fangsefnum Derricks að hann á sjaldan í höggi við forherta glæpamenn. Oftar er þetta fólk sem leiðst hefur af réttum vegi dyggðarinnar. Þannig er hinum mannlég þætti jafnan ætlað gott rúm og áhorfendur fá samúð með þeim sem lögregluforing- inn kemur bak við lás og slá. Sögurnar af Derrick og Klein fylgja hefðbundnum frásagnar- máta reyfaranna. Gátan virðist óleysanleg í fyrstu en þó er það margreynt að ekkert þýðir að glettast við þá félaga. Fómar- lambið hrekst út í vonlausa stöðu og á sér ekki undankomu- leið eftir það. Það er Horst Tappert sem fer kaldur og ákveðinn með hlut- verk Derricks og hefur gert það lengi. Harry Klein, aðstoðar- maðurinn lágvaxni, er leikinn af Fritz Weppert. Stöð 2 - 54 af stöðinni: Hrakfallabálkar Þeim kann að virðast illa í ætt skotið, köppunum sem aka lögreglubíl núm- er 54 í gömlum þáttum sem nefnast 54 af stöðinni á Stöð 2. Þessir höfðings- menn eiga meira skylt við Gög og Gokke en lögreglumenn. Það er líka hætt við að þeir hefðu lítið að segja gegn þeim föntum sem nú eru algengastir á skjánum. Þessir þættir em svart/hvítir, enda frá upphafsárum sjónvarpsins í Banda- ríkjunum. Ofbeldi fyrirfmnst ekki í þessum þáttum og enginn er þar bardag- inn. Lögreglumennimir Toody og Muidoon em hrakfallabálkar sem hafa einstakt lag á að gera allt öðruvísi en ætlast er til. Toody og Muldoon í ógöngum. Stöð 2 - Morðgáta: Lansbury í essinu sínu Algela Lansbury var lengi þekktust fyrir að leika aukahlutverk. Hún er nú komin á sjötugsaldur og hætt að leika aukahlutverkin. Undanfarið hefur hún slegið í gegn í léttum saka- málaþáttum sem í dagskrá Stöðvar 2 nefnast Morðgáta en Murder She Wrote á frammáhnu. í þáttunum leikur hún rithöfund sem reynist öðram klókari þegar kemur að því að leysa morðgátur. Þessi snjalla kona heitir í þáttunum Jessica Fletcher og er að sögn þeirra sem til þekkja ósköp hk Angelu Lansbury; góðhjörtuð, fyndin og svo- htið hörð í hom að taka þegar með þarf. Angela Lansbury á að baki langan feril sem leikkona í sjónvarpi, kvik- myndum og á sviði þótt stjama hennar hafi aldrei staðið hærra en nú. Angela Lansbury í hlutverki Jessicu Fletcher. Stöð 2 - Hunt: Harðhentar löggur Hann er skólaður í bófahasar á götum Los Angeles. Yfirmaðurinn þolir hann ekki og yfirmaðurinn fer í taugamar á honum. Bæði í vinnunni og utan hennar á hann í vandræðum með samstarfsmann sinn vegna þess að hann er kona. Þetta er gamalreynd uppskrift að lögreglumyndum og hér er hún enn reynd í myndaflokki sem nefnist Hunter og Stöð 2 sýnir. Söguhetjan heitir Rick Hunter. Hann er rannsóknarlögreglumaður sem lært hefur að beija frá sér eftir áralanga umgengni við illþýði. í starfi sínu hættir hann sér oft út fyrir ramma laganna og fær skömm í hattinn fyrir. Hunter er ætlað að starfa með lögreglukonu að nafni Dee Dee McCah sem einnig hefur sínar aðferðir til að berja á hyskinu. Saman kljást þau við glæpamennina og kerfið, sem þau vinna fyrir, og hvort við annað þegar ekki vill betur til. Það era þau Fred Dryer og Stefanie Kramer sem fara með aðalhlutverkin í þessum bandarísku þáttum. Þegar þessi staða er komin upp er eins gott að leggja árar I bát. Lögregluhetjur sjónvarpsins era goðsagnaverur. Þær hafa fylgt sjónvarpinu frá upphafi og gerast stöðugt frekari til plássins. Skammt er síðan íslensk- um sjónvarpsáhorfendum bauðst aö fylgjast með einum sakamálaþætti á viku en nú er um níu þætti að velja. Eftir að Stöð 2 hóf útsendingar öölgaði þáttunum til mikilla muna enda var stöðin uppnefnd Lögreglustöð 2 í upphafi. Raunar er þaö nokkur einfóldun að lccnna alla er það um Sherlock Holmes, þann frægasta af þess- um mönnum. Hann sá við fóntunum heima í stofu í Bakerstræti og var hvergi á launaskrá. Enn er Holmes á ferh og þeir era ----------f ‘ - Hin eilífa fyrirmynd Saga Sherlock Holmes er bæöi dæmigerð fyrir þróun sakamálasagna og um leið eilíf fyrirmynd. Sakamálaþættir sjónvarpsins -eiga sinn uppruna í reyfuranum sem fyrst urðu vinsælir á síðustu öld. Þótt reyfararnir haldi enn vinsældum sínum í bó- karformi hefur sjónvarpið tekið við því hlutverki að sjá fólki fyrir spennu og skemmtun. Holmes hef- ur með dyggri aðstoð félaga síns, Watsons, lifað allar lögreglumennina Utið dagsins ljós. í sumum tilvik- breytingar af. um hafa gamlar konur á borð við Miss Marple tekið Reyfarar eru afsprengi borgarmenningar. Þaðan að sér þetta hlutverk. Einkaspæjaramir bandarísku er efniviðurinn kominn og þar era persónumar, skipa sér einnig í þennan flokk og nú á síðustu tím- bæði góðar og illar. upprunnar. Fyrir hálfri annarri um menn sem treysta á tæknina við verk sín. öld var bragðið á það ráð hjá Skotland Yard í Lund- En þrátt fyrir að liðið sé fjölskrúðugt þá eru ýms- únum að senda nokkra lögregluþjóna óeinkennis- ir þættir sígildir. Sú aðferð Arthurs Conan Doyle, klædda út á götumar. Þetta var ný aðferð til að höfundar sagnanna um Sherlock Holmes, að láta hafa hendur í hári glæpamanna. Þeir verða senni- fávtsan aðstoðarmann fylgja honum, er notuð aftur lega seint upptaldir lögreglumenn þessarar sveitar og aftur í endalausum tilbrigðum. sem oröiö hafa fyrirmynd aö hetjum leynilögreg- Þá eiga flestar hetjur sakamálamyndanna það lusagnanna. Bogart í hlutverki Philips Marlowe er sameiginlegt að vera klárar í kolhnum og hafa fá- sígildur í þessu hlutverki þar sem hann skálmar gætan hæffleika til að draga ályktanir af sundurleit- um regnvpt stræti í snjáöum jakkafótum. um upplýsingum. Undantekningar frá þessu veröa Á sínum tíma vora þessir menn úthrópaðir ög helst til þegar sá kostur er tekinn að henda gaman að hetjunum. Þá er þessu oftast öfugt farið. í mörgum sakamálamyndanna er ofbeldið fastur liður. Þetta er þó ekki undantekningarlaust en samt er þaö skoðun margra að þessar myndir séu ekki annað en kennslustundir í ofbeldi. Það fer heldur ekki á milh mála að margar af frægustu hetjunum era engin prúðmenni og það telst hka bragödaufur reyfari ef enginn er drepinn. Hversu lærdómsríkir tilburðimir eru er annað mál. -GK taldir ógnun við friðhelgi einkalífsins. Það var ekki fyrr en á þessari öld sem starf þeirra var sveipaö þeim ljóma sem enn stafar af þeim í sjónvarpinu. í hinum hefðbundnu revfuram era þetta menn með svo hinn góða málstað og gjaman svo snarir í hugsun að forhertir glæpamenn standast þeim ekki snúning. Óteljandi tilbrigði í tímans rás hafa ný og ný tilbrigði við rannsóknar- Stöð 2 - Ævintýri Sherlocks Holmes: Ættfaðirinn Holmes Sherlock Holmes er ættfaðir þeirra varða laganna sem nú leika hstir sínar á skjánum. Afkvæmin era þó komin langan veg frá gamla manninum sem sýndi snilh sína í Lundúna- borg 19. aldar. Hann var að sönnu aldrei lögreglumaöur heldur starfaði hann á eigin vegum ásamt lækninum og ævisöguritaran- um Watson. Þetta hefur og verið háttur margra sporgöngumanna hans og samskiptin við hina launuðu verði laganna ekki ahtaf snurðulaus. Þættimir, sem Stöð 2 sýxúr um Ævintýri Sherlocks Holmes, era gerðir af Granada- sjónvarpsstöðinni ensku. Þar fer Jeremy Brett með hlutverk Holmes og David Burke með hlutverk Watsons og hafa báðir fengið lof fyrir frammistöðu sína. Þættir úr þessari röð hafa áður verið sýndir í ríkissjónvarpinu en Stöð 2 sýnir framhaldið. Ævintýram Sherlocks lýkur með fór hans til fundar við erkióvininn Moriarty í Sviss en frá þeim við- skiptum verður ekki greint hér. Sherlock Holmes og aðstoðarmaðurinn, Watson. Stöð 2 - Hasarleikur: Fegurðardísog hörkutól Heima I sófa að loknum ævintýrum dagsins. í Hasarleik á Stöð 2, eða Moonhght- ing, eins og þættimir heita á frummál- inu, er boðið upp á enn eitt tilbrigðið við samband einkaspæjarans og að- stoðarmanns hans. I þessum þáttum er það aðstoðarmaðurinn sem á starf- semina en hörkutóhð ræður ferðinni. Það er Maddie Hays, stjama sjampó- auglýsinganna, sem uppgötvar að hún á fyrirtæki sem sinnir rannsóknum á glæpum. Þar ræður húsum David Addison, svalur náungi sem fer eigin leiðir í vinnunni. Fyrsta verkefni þeirra er aö leysa mál fegiu-ðardrottn- ingarinnar sjálfrar og síðan taka við ný og æsileg verkefni. Um leið og gátumar eru leystar fá áhorfendur að fylgjast með endalaus- um deilum þeirra skötuhjúa sem þrátt fyrir aht era óaðskiljanleg. Umhverfið er stórborgin þar sem misindismenn- imir þrífast í skuggahverfunum. Það era þau Cybhl Shepherd og Brace Wilhs sem fara með aðalhlut- Verkin í þáttunum sem gerðir era af ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku. Bob Peck I hlutverki Ronalds Craven lögreglumanns. RÚV - Á ystu nöf: Ekta breskir I bresku sakamálaþáttunum Á ystu nöf, sem sýndir era í sjónvarpinu, er sögð saga lög- reglumannsins Ronalds Craven þegar hann nauðugur vUjugur tekst á hendur að rannsaka morð á dóttur sinni. Lausn málsins á eftir að reynast tor- sóttari en í upphafi virtist. Þetta era þættir í stíl við svo marga aðra breska sakamála- þætti sem sýndir hafa veriö í sjónvarpinu. Þættimir era aUs sex og lausn gátunnar finnst ekki fyrr en í lokaþættinum. Tveir þættir hafa nú verið sýndir af þessari sögu. Þættir af þessari gerð era ólíkir þeim þáttum sem einkum era framleiddir í Bandaríkjun- um þar sem ævintýri söguhetj- anna taka aldrei enda. Á ystu nöf er leikstýrt af Martin CampeU sem áður hefur getið sér gott orð fyrir hlut sinn að myndaflokknum um njósn- arann ReiUy sem einnig var gerður af BBC. Með aöalhlut- verkið fer Bob Peck. Þetta er fyrsta stóra hlutverkið hans í sj ónvarpsmyndum en áður hef- ur hann leUtið mikið á sviði. Höfundur sögunnar er Troy Kennedy Martin sem er gamal- reyndur á því sviöi og vann m.a. að áöumefndum þáttum um ReiUy. Stöð 2 - Lime Street: Glæsileikinn í hverju skoti Culver einkaspæjarl kominn á sporiö. Það er Robert Wagner, gamalreyndur hasarleikari, sem er í eldlínunni í sakamálaþáttunum Lime Street sem feng- iö hafa nafnið IUur fengur á Stöð 2. Wagner leikur þar hörkutól að nafni James Greyson Culver sem hefur svik- samlegt framferði í tryggingamálum á sinni könnu. Svo sem algengt er í sakamálaþáttum á Culver sér fé- laga og samstarfsmann sem ekki er síður harðsnúinn. Það er Edward Wingate, gamaU herbergisfélagi frá Ox- ford, sem leUtinn er af John Standing. Saman reka þeir spæjarafyrirtæki sem hefur glæpi fína fóUcsins að sér- grein. í þessum þáttum blandast saman gátur í stíl við hefð- bundna reyfara og titríkar lýsingar á lífi yfirstéttarinnar. Ævintýrin byggjast á hraöa og glæsUeika sem á sér helst samjöfnuð í sögunum af James Bond. Culver hvítist á búgarði sínum í Virginíu á milti þess sem hann fæst viö illþýðið. Wingate stundar á meðan hið ljúfa tif í Lundún- um þar sem piparsveininum era altir vegir færir. Stöð 2 - King og Castle: Ruddinn og ættfræðingurinn í sakamálaþáttum, sem nefnast King og Castle, er höfundur Onedin skipafé- lagsins á ný tekinn að sanna hæfni sína. Þetta er maður að nafni Ian Kennedy Martin sem þegar hefur samið handrit að mörgum framhaldsþáttum. í King og Castie leiðir hann saman tvo ótika menn sem saman vinna að rann- sókn glæpa. Ronald King er gamaU rannsóknarlögreglumaður sem hættur er vinnu hjá hinu opinbera. Hann hefur munninn fyrir neðan nefið en er farinn að lýjast tU slagsmála. Aðstoðarmaður- inn, David Castle, er ungur að árum og futifær um að rétta frá sér hnefa. Hann hafði atvinnu af því að rekja ættir en var rekinn og réðst til Kings. Hér er á ferðinni enn ein útgáfan af samstarfi sem fyrst varð frægt með Sherlock Holmes og Watson lækni. í King og Castle vinna saman menn af ótikum uppruna og á ólíkum aldri. Castle lítur á King sem radda en King sér í Castle siölausa útgáfu af BUly Gra- ham. í aðalhlutverkunum era þeir Derek Martin og Nigel Planner en Stöð 2 sýnir. Nigel Planner og Derek Martln i hlutverkum I Castles og Kings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.