Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Sælkerinn Dry Martini - konungur kokkteilanna Hanastél eða kokkteilar hafa aldrei verið mjög vinsælir hér á íslandi. Þó kannast flestir við Dry Martini. Þessi kokkteill er bandarískur að uppruna eins og flestallir kokkteil- ar. Nú er þessi fræga og vinsæla blanda orðin 70 ára. Þróunin hefur orðið sú að þessi nafntogaði drykk- ur hefur orðið þurrari og þurrari með árunum, þ.e.a.s. það er notað æ minna af þurrum vermouth. í upphaflegu blöndunni var hlutfaU- ið 1 vermouth á móti 2 af gini. Sagt er að þurrasti Dry Martini í heimi sé þannig að sólargeish sé látinn skína í gegnum vermouthflöskuna yfir í ginið. Já, Dry Martini er sterkur drykk- ur, ef hann er rétt blandaður á hann að vera 30 % áfengur. Sagt er að galdurinn við að blanda góö- an Dry Martini sé fólginn í því að öll áhöld, sem notuð eru, svo og drykkir, verði að vera vel kæld. Þá verður ísinn að vera beint úr frysti- hólfmu. „Blautur“ ís eða klaki, sem er að bráðna, getur eyðilagt drykk- inn. í stuttu máli er drykkurinn þannig lagaður: ís eða klaki er settur í glas eða „mixer“ og þá er þurrum Martini og gini helt í glasið. Drykkurinn er svo hrærður varlega saman. Drykknum er svo hellt í gegnum síu eða svokaRaðan „strainer“, svo er sítrónubörkur kreistur yfir drykkinn. Sumir setja börkinn út í drykkinn. Áður en börkurinn er kreistur yfir drykkinn er hvíti hlutinn af honum skorinn burtu. Margir hafa ohu í Dry Martini en ýmsir aðdáendur þess segja aö það eigi aðeins að vera ögn af sítrónu- berki. Annars eru til ýmsar útgáfur af þessu fræga „hanastéh“. í æfisögu sinni, Mon Dernier So- upie, lýsir spænski kvikmynda- leikstjórinn Luis Bunuel því hvernig hann blandaði sinn Dry Martini. Kvöldið áður en drekka átti hinn göfuga drykk voru áhöld og vínfl- öskur sett inn í ísskáp. Þegar komið var að því að blanda kokkteUinn var ísinn settur í mix-glasið. ísinn átti að vera 20 gráða kaldur. Þá var skvettu af NoUly-Prat (sem er franskur Vermouth) hellt yfir ísinn og teskeið af Angoustura (sem er jurtabitter og fæst í verslunum ÁTVR). ÖUu þessu var hrært vel saman og síðan víninu heUt úr mixemum eða blönduglasinu. ís- inn var nú búinn að draga til sín bragðefnin úr áfenginu. Gininu var þá hellt í blönduna og svo var hrært og drykknum heUt í glösin. Þessi Dry Martini ku víst hafa verið al- deílis frábær. Nú er gin aftur komið í tísku og margir eru aftur farnir að drekka Dry Martini fyrir mat. En er hægt að fá ekta Dry Martini í Reykjavík? Það er nú það. Sæl- kerasíðunni hefur ekki tekist það. Glösin og áhöldin em ekki kæld nóg en það sem gerir að drykkur- inn heppnast sjaldan er að sá ís sem boðið er upp á hér á reyvískum veitingahúsum er yfirleitt hálf- bráðnaður. Það er heldur engin furða því að hann er yfirleitt geymdur í vaskafati í barborðinu. Á hinum fræga Harry’s bar í Par- ís, en þar sat skáldið Hemingway löngum, er svo sannarlega hægt að fá ekta Dry Martini. Það er eins og barþjónninn sé að galdra. AUt er gert eftir ákveðnum reglum, drykkurinn er hrærður á sér- stakan hátt og heUt í glösin með tignarlegri sveiflu. En kannski er einhvers staðar hægt að fá „ekta“ Dry Martini í Reykjavík - hver veit? Það var einu sinni hægt, t.d. hjá meistara íslenskra barþjóna, Sím- oni á Naustinu. Hótel Borg er ekki brasserie Á Sælkerasíðunni 21. febrúar sl. var nokkuð skrifað um tegund franskra veitingahúsa sem kaUast brasserie. Þessi tegund veitinga- húsa hefur nú náð verulegum vinsældum víða um heim, t.d. í Danmörku og Svíþjóð. Brasserie er í stuttu máli veitingastofa þar sem hægt er að fá bjór eða vínglas, kaffi og létta máltíö. Brasserie var sem sagt í upphafi eiginlega bjórstofa sem hafði ódýr- ar máltíöir á boðstólum. Annað, sem einkennir brasserie, er sink- barinn og þjónarnir sem eru klæddir í svört vesti og síðar hvítar svuntur. Bistro er svipuð veitinga- stofa, þ.e. sinkbar og nokkur borð. Ekki er lögð eins mikU áhersla á bjórsöluna og á brasserie. Reyktur Þó svo að laxveiði hafi víða verið treg í sumar eiga margir reyktan lax. Svo má auðvitað kaupa reykt- an eldislax. Hér kemur uppskrift að rétti sem auðvelt er að laga og í má riota afganga af reyktum laxi. Bistro er eiginlega bar þar sem hægt er að fá kaffi og einfaldar máltíðir og vínglas. Frakkar eru snjaUir kaupsýslumenn og nú eru nokkur fyrirtæki farin að selja tU- búin „bistro“ og „brasserie". Viðskiptavinurinn sendir ein- faldlega teikningu af því húsnæði sem hann hefur til umráða. Franska fyrirtækið sendir svo um hæl teikningu á 1 stk. bistro og svo getur veitingamaðurinn keypt allt sem tU þarf; sinkbar, glös, húsgögn og fatnað á þjónana. Bistro og brasserie spretta nú upp um aUar jarðir en enn sem komið er eru engir slfldr staöir í Reykjavík. Að vísu er á Hótel Borg starfrækt ein- hvers konar bistro. Borgin hefur sérstakan sess í hugum Reykvík- Það sem þarf eru 200 g af reyktum laxi söxuðum í smábita eða gróf- hökkuðum. 1 dl rjómi og spaghetti eftir smekk. Spaghettið er soðið á venjulegan hátt. Rjóminn er svo soðinn í u.þ.b. 3 mín. Laxinum er inga sem elsti veitingastaður borgarinnar og er á besta stað. En þó að settir séu pappírsdúkar á borðin og þjónarair klæddir í síðar svuntur þá breytir það ekki salnum á Borginni í brasserie. Það er nær útilokað að breyta stórum matsal á hóteU í bistro. En það verður þó að viðurkennast að þessi breyting er skemmtileg og léttir upp sahnn. En Borgin er ekki bistro eða brass- erie. Vissulega getum við borg- arbúar haft Borgina fyrir bistro í þykjustunni þangað tíl einhver veitingamaður opnar alvöru bistro eða brasserie. Og það er ávaUt ánægjulegt að „kíkja“ inn á Borg- ina. svo bætt saman við og aUt látið sjóða við vægan hita í 2 mín. tU viöbótar. Þessi sósa er svo borin fram með spaghettinu. Þennan rétt má bæði hafa sem aðalrétt og sem forrétt. lax og spaghetti Hunang frá Húsatúni Nú orðið verða það að teljast tíð- indi ef ungir menn hefja búskap. Ekki eru það minni fréttir ef ungir íslendingar hefja búskap í útlönd- um og hefla framleiðslu á hunangi. Þeir Snorri Ásmundsson og Guð- mundur Pálmason fluttu tU Kanada árið 1970 og keyptu saman Sælkeriim Sigmar B. Hauksson bóndabæ rétt fyrir norðan GimU. Bóndabæinn kölluðu þeir Húsatún. Fljótlega fóru þeir félagar að framleiða hunang. Hunang er um 80% berja- og blómasykur eða þrúgusykur sem býflugumar safna. Litur og bragð af hunanginu fer því mest eftir því í hvaða jurtir flugurnar sækja. í fyrstu fer allur kraftminn í að flölga í búinu. í júU fara þær svo að safna hunangi. Manitoba er þekkt fyrir að hafa mikið af aUs konar smárategund- um og þess vegna er hunangið frá Húsatúni ljóst og mUt. Hunangið getur sem sagt verið ljóst og milt, dökkt eða rammt. Þegar líða tekur á haustið og smárinn fer úr blóma dökknar hunangið og bragðið breytist. Þeir Snorri og Guðmundur fá býflugurnar frá Kaliforníu á vorin. Hunanginu safna þeir frá býflug- unum í ágúst og fram í lok sept- ember. Hvítasta hunangið þykir best. Hunangið frá Húsatúni er náttúrulegt, þ.e.a.s. það er ekki Ut- að eða gerilsneytt og engu er bætt saman við það. Það eina sem gert er við hunangið er að það er þurrk- að, ef með þarf, með því að blása þurru lofti gegnum kassana. Hun- angið er skilið í þar til gerðri skilvindu og allt vax er síað úr því. Hunangið er svo sett í dósir. Hunang er hoU og góð náttúruaf- urð sem má nota á ýmsa vegu, t.d. í bakstur, sósur og salöt. Hunangið frá Húsatúni er eiginlega vestur- íslensk afurð. Þetta ágæta hunang er tíl í nokkrum verslunum, t.d. Te og kaffi við Laugaveg og í Hag- kaupi. Guðmundur Pálmason hunangsbóndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.