Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 5 Fréttir Samkeppnin um besta sjávarréttinn 1987: „Innbakaðar fiskkökur sjávarkon- ungsins“ fengu fyrstu verðlaun Sigurvegarinn í uppskriftasamkeppni Marska hf. á Skagaströnd og DV var Margrét Þóröardóttír, Grundarási 1, Reykjavík, en hún fékk einnig tvenn 4. verðlaun. Önnur verðlaun fékk Hrafnhildur Sigurðardóttir, Goðatúni 24, Garöabæ, og þriðju verðlaun fékk Michael Jón Clarke, tóniistarkennari á Akureyri. Verðlaunin voru afhent viö hátíö- lega athöfn í Leifsbúð á Hótel Loftleið- um þar sem boðið var upp á þá þrjá réttí sem fengu verðlaunin. Höfundar sjö næstbestu réttanna fengu allir fagra áletraða nýsilfurplatta sem við- urkenningu fyrir framlag sitt tíl keppninnar. Auk þess fengu þessir tíu keppendur allir valdar rækjur, sams- konar rækjur og kröfuharðastí við- skiptavinur Marska fær, en það er Marks og Spencer í Englandi. Verðlaunin fyrir þrjá bestu réttina voru mjög vegleg, viku sælkeraferð tíl útlanda með Flugleiöum, Philips ör- bylgjuofn og grænmetiskvöm, hvort tveggja frá Heimilistækjum hf. Alþýðusambandið beitti atkvæði oddamanns Akvað 7,23% launa- hækkun 1. október - opinberir starfsmenn fóru eins að Á fundi launanefndar Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasambands- ins í gær náðist ekki samkomulag um verðbætur á laun 1. október næstkom- andi. Alþýðusambandið átti odda- mann nefndarinnar að þessu sinm og ákvað með úrskurði hans að fullar verðbætur, 5,65%, skuli koma til um næstu mánaðamót, auk 1,5% umsam- innar launahækkunar. Samtals hækka því launin um 7,23%. Þegar þessi úrskurður lá fyrir á- kváðu launanefnd Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og fjármálaráð- herra að gera hið sama og hækka því laun opinberra starfsmanna líka um 7,23% um mánaðamótin. í greinargerð fulltrúa Alþýðusam- bands íslands með verðbótaákvöröun- inni segir að fulltrúamir telji það skyldu sína að verja kaupmátt þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs og bæta þá umframhækkun verðlags sem oröið hefur. Lýsa þeir allri ábyrgð á hendur vinnuveitendum hvaö varðar launaskrið í landinu. FuIItrúar Vinnuveitendasambands- ins segja í sinni greinargerð að þeir telji ekki forsendur fyrir almennri launahækkun í landinu og að þessi launahækkun muni grafa undan fast- gengisstefnunni og hættan á víxl- hækkunum kaupgjalds og verðlags sé mikil. Þetta muni einnig torvelda gerð nýrra kjarasamninga á næstunni. -S.dór Þórarinn V. Þórarinsson: Gengið féll ekki á Grensásveginum í dag - mikill hættuboði „Ég óttast það mjög mikiö að hafið sé víxlgengi kaupgjalds og verðlags með þessari ákvörðun fulltrúa Al- þýðusambandsins í dag. Ég geri mér grein fyrir því að gengið féll ekki á Grensásveginum í dag en launahækk- unin setur mikinn þrýsting á gengið, ekki síst þar sem stefnir í vaxandi halla á viðskiptum við útlönd. Ég ótt- ast líka að það sem á eftir kemur muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ég fæ ekki séð að nokkur leið verði að ná kjarasamningum fyrir næsta ár sem miða áfram við stöðugt gengi," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, í samtali við DV í gær. Hann bentí einnig á að ástandið inn- an verkalýðshreyfingarinnar væri þannig nú að kjörorðið væri að sá sterkasti skyldi hafa sigur og allir keppast við að yfirbjóða aöra í kröfum og ekki samstaða um nokkum hlut. „Þetta allt er að mínum dómi mikill hættuboði," sagði Þórarinn V. Þórar- insson. -S.dór - sjá einnig bls. 30 62 • 25 t 25 F R ETTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta frétta- skotið í hverri viku greiðasf 4.500 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. Margfaldur uppskriftameistari Rétturinn, sem fékk fyrstu verðlaun, er Innbakaðar fiskkökur sækonungs- ins. Rétturinn er búinn til úr ýsu með mjög bragðgóðri sósu, allt innbakað í deig og sesamfræjum stráð ofan á. Höfundur hans, Margrét Þóröardóttir, hefur fimm sinnum tekiö þátt í upp- skriftasamkeppni og í fjögur skipti unnið tíl verðlauna. Margrét sagðist ekki hafa lært matreiðslu nema í bamaskóla á sínum tíma. En áhuginn á matargerð er mikill og ósvikinn. Margréti finnst skemmtilegast að búa til eftirrétti, pottrétti og sjávarrétti. Margrét átti tvo rétti sem valdir vom í þá tíu bestu þannig að hún fór út með þrenn verðlaun í samkeppninni. Framlag Hrafnhildar Sigurðardóttur, sem fékk önnur verðlaun, var köld rækjusúpa, einkar bragðgóð og skemmtileg sem forréttur. Uppskriftin hljóðar upp á marðar rækjur sem kryddaðar em með ýmsu góðgæti, m.a. dillfræi sem gefur súpunni alveg sérstakt bragð. Hrafnhildur sagði okkur að hún hefði sérstaka ánægju af þvi að mat- reiða ýmislegt úr fiski og helst kýs hún aö fiskurinn sé sem óvenjulegastur. Hrafnhildur sagðist oft leggja leið sína út á Granda og reyna að nálgast þann- ig eitthvað einkennilegt úr djúpi hafsins. Einu sinni fékk hún háf og hannaði úr honum mjög gómsætan rétt. Hún gaf vinum sínum í Hafrúnu í Skipholtinu uppskriftina sem hékk þar uppi á vegg fyrir aðra viðskipta- vini í lengri tíma. Gaman að svona áhugasömum matreiðslumeisturum. Þriðju verðlaun vom veitt íyrir Sjáv- arperlur en það em bollur, búnar til úr fiskfarsi með rækjum og osti, velt upp úr söxuðum möndlum. Höfundur þeirra var akureyrski tónlistarkenn- arinn Michael Jón Clarke. Svo skemmtilega vildi til að eiginkona Jóns, Sigurlína Jónsdóttir, átti eina af uppskriftunum tíu þannig að þau hjónin komu saman til Reykjavíkur til að sækja verölaun og viðurkenn- ingu. Aðrir sem fengu viðurkenningu fyr- ir uppskriftir sínar em Margrét Þórhallsdóttir, Akranesi, Jóhanna A. H. Jóhannsdóttir, Reykjavík, Rann- veig Þórðardóttir, Garðabæ, og Þórir S. Helgason, Reykjavik. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.