Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. 7 DV Sljómsýslumiðstöð á Akureyri: Ekki án þátttöku Búnaðarbankans - segir Stefán Valgeirsson, formaöur bankaráðs Gyifi Kiistjánsgan, DV, Akuieyii „Það liggur alveg fyrir að ekki verður farið í byggingu stjómsýslumiðstöðv- ar á Akureyri án þess að Búnaðar- bankinn verði aðili að þeirri byggmgu,“< segir Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbank- ans, en nokkrar umræður hafa verið að undanfömu um fyrirhugaða bygg- ingu stjómsýslumiðstöðvar við Ráðhústorg á Akureyri, austan Lands- bankahússins. Búnaðarbankinn afsalaði sér um- ræddri lóð til bæjarins á sínum tíma meö því fororði að þar yrði ekki byggt í framtíðinni. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að byggja á lóðinni veg- legt hús sem verður stjómsýslumið- stöð. Það er áiit bæjaryfirvalda á Akureyri að kvöð Búnaðarbankans um að ekki yrði byggt á lóðinni hafi fallið niður þegar miðbæjarskipulag var samþykkt á sínum tíma enda hafi þá ekki komið fram neinar athuga- semdir frá bankanum. Stefán Valgeirsson sagði að það væri ljóst að ekkert væri því til fýrirstöðu að bankinn yrði aðiii að byggingunni, annað en að bankinn yrði að selja núverandi bankabyggingu sína við Geislagötu, því samkvæmt lögum bankans mætti ekki nema ákveðinn hluti fjármagns hans vera bundinn í fasteignum. Fyrirhuguð bygging stjómsýslumið- stöðvarinnar á horni Geislagötu og Strandgötu við Ráðhústorg mun hafa það í för með sér að núverandi Búnað- arbankahús í bænum verður nánast bakhús og það telja Búnaðarbanka- menn óviðunandi. Því bendir allt til þess að bankinn verði aðili að bygging- unni. Fulltrúar frá Byggðastofnun hafa rætt við bæjaryfirvöld og forráða- menn Búnaðarbankans um fyrir- hugaða stjómsýslumiðstöð. Mun góð samstaða hafa veriö í þeim viðræðum og allt bendir til þess að byggingar- framkvæmdir hefjist eins fljótt og hægt er. Áður þarf þó að kaupa hús sem verður að fjarlægja á næstu lóö-' um vegna breytinga á umferð um miöbæinn. Byggðastofnun verður með skrifstofu í hinni nýju byggingu auk fjölda annarra aðila og er ljóst að þetta hús mun setja verulegan svip á miðbæ Akureyrar þegar það rís. Sjávarútvegssýningin: DNG seldi 70 færavindur Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri; Færavindum frá rafeindafyrirtæk- inu DNG á Akureyri var mjög vel tekið á sjávarútvegssýningunni í Reykjavík sem nú er nýlokið. Álls seldi fyrirtækiö 70 færavindur á sýningunni og er andvirði þeirra um tíu milljónir króna. Stöðug aukn- ing hefur verið í sölu færavindanna undanfarin misseri enda þykja þær ótvírætt hafa sannað gildi sitt. Kaup- endur færavindanna sem seldust á sýningunni nú vom langflestir inn- lendir en einnig barst fjöldi fyrir- spuma erlendis frá. í kennslustund i rafmagnsgítarleik i Tónlistarskóla Félags islenskra hljóö- færaleikara. Hilmar Jensson, Jón Páll Bjarnason og Ari Einarsson. DV-mynd Brynjar Gauti Þrír gítarar á jasskvöldi Jasskvöldin í Heita pottinum hjá Duus í Fischersundi hafa verið sann- kölluð vítamínsprauta fyrir allt jasslíf í höfuðborginni. Jassleikarar hafa leikið þar á hveiju sunnudagskvöldi og stundum einnig í miðri viku alveg síðan í mars að sögn Tómas R. Einars- son bassaleikara en hann er einn af fjórum aðstandendum Heita pottsins í samtali við DV. Hinir þrír em Davíð Guðmundsson, Egill B. Hreinsson og Guðjón Bjamason en allir leika þessir menn jass í frístundum sínum. Þeir sem leika í Heita pottinum leggja hluta af tekjunum í svokallaðan píanósjóð en í Heita pottinum er ekk- ert píanó. Ýmsir gestir hafa komið til þess að leika með og fyrir innlenda jassleik- ara, bæði frá Frakklandi og Dan- mörku. Þessa stundina er einmitt staddur hér einn slíkur en hann kem- ur frá Los Angeles. Þaö er Jón Páll Bjamason gítarleikari sem þykir mjög góður á sínu sviði. Á mánudagskvöld leikur Jón Páll í Heita pottinum með óvenjulega sam- settu „bandi“, en þá leika saman þrír gítarleikarar, tveir bassaleikarar og svo trommari. Það em þeir Friðrik Karlsson og Hilmar Jensson sem leika á gítar með Jóni og þeir Birgir Braga- son og Tómas R. Einarsson sem leika á bassa og hinn frábæri Pétur Grétars- son leikur á trommur. Gífurlega mikill áhugi er nú á raf- magnsgítarleik hér á landi. í haust sóttu hvorki meira né en 60 nemendur um að komast í slíkt nám í tónlistar- skóla FÍH en aðeins 27 vora teknir inn í vetur. -A.BJ. Hafnarstræti Túngatá Austurstræti onarstræti .ÍRáðhús KVOSARINNAR Tjömin Fréttir Á þessu korti sést umferðarskipulag Kvosarinnar. Geirsgata sést efst á myndinni. Kvosin: Geirsgata talin rúma 40-50 þúsund bfla á sólarhring Samkvæmt skipulagi Kvosarinnar, sem auglýst var fyrir nokkrum mán- uðum og borið verður upp til sam- þykktar í skipulagsnefnd borgarinnar næstkomandi mánudag, munu ýmsar brejthgar eiga sér stað í miðborg ReyKjavíkur og segja má að ein helsta breytingin felist í byggingu Geirsgötu. Geirsgatan mun taka við af Kalk- ofhsvegj og Sætúni og liggja með höfninni, eftir Miðbakka og tengjast Tryggvagötu rétt austan við Ægisgarð. Jafnframt breytir Tryggvagata um legu og verður lokað til austurs á móts við Pósthússtræti og á svæðinu fiá Pósthússtræti að Lækjargötu verð- ur byggð strætisvagnastöð. Þá er samkvæmt skipulaginu gert ráð fyrir því að Austurstræti allt verði gert að göngugötu, Aðalstræti verði göngu- gata með strætisvagnaumferð og í Pósthússtræti verði takmörkuð um- ferð. Þá er reiknað með þvi að Hafnarstræti verði lokað í báða enda, Vallarstræti verði göngugata og sömu- leiðis Kirkjustræti á milli Thorvalds- ensstrætis og Pósthússtrætis. Með byggingu Geirsgötu í samræmi viö skipulag Kvosarinnar verður hafnaraðstaða í núverandi mynd erfið, að mati skipulagshöfunda, en með breikkun hafnarbakkans er talið að þar skapist góð aðstaða fyrir smábáta, seglbáta og ýmsar athafnir sem gætu gætt höfnina nýju lífi. í greinargerð frá borgarverkfræð- ingsembættinu um umferðarmál miðborgarinnar kemur fram það álit sérffæðinga umferðarmála að rétt sé að breikka Sóleyjargötu og Fríkirkju- veg í fjórar akreinar. en til þess aö umferðarhraði verði þar ekki of mik- ill sé rétt að hver akrein verði ekki breiðari en 3 metrar. Samkvæmt upp- lýsingum, sem DV fékk hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. formanni skipulags- nefndar, er hægt að breikka Sóleyjar- götuna án þess að skerða trjágróður í Hljómskálagarðinum, með því að taka gangstéttina við garðinn undir breikk- unina en gera gangstíg samhliða Sóleyjargötu inni í garðinum. Ekki sagði Vilhjálmur breikkun Sóleyjar- götu og Fríkirkjuvegar á dagskrá í bráð. Með framkvæmdum í samræmi við hið nýja Kvosarskipulag er gert ráð fyrir að ástand umferðarmála batni og þar sem bílastæðaþörf verði betur fúllnægt minnki hringsól biffeiða í leit að bílastæðum. Talið er að Geirsgata muni eiga stóran þátt í bættu um- ferðarástandi því sú gata er talin munu rúma umferð á milli 40 og 50 þúsund bfla á sólarhring. í stað 25 þúsund bfla sem fara um Tryggvagötu og Hafnarstræti nú. Þessum fyrir- huguðu ffamkvæmdum fylgja um- ferðarljós sem gert er ráð fyrir aö verði sett upp á gatnamótum Geirsgötu og Grófarinnar og á mótum LæKjargötu og þessara gatna: Geirsgötu, Hverfis- götu, Bankastrætis og Vonarstrætis. -Ój Ekkert vitað um stoðugleika flestra báta undir 50 lestum Sævar Birgisson, framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvar Marseliusar Bemharðssonar á ísafirði, segir að skammarlega lítið sé gert í öryggis- málum fiskiskipa undir 50 lestum hvað stöðugleika þeirra varðar. Hann segir að ekkert sé vitað um stöðugleika bróðurparts skipa undir 50 lestum hér á landi. Hann segir ennfremur í við- talinu að á sama tima og eitt var hundmðum milljóna í að setja sjálf- virkan sleppibúnað í skipin, sem ekki sé nema gott eitt um að segja, sé ekk- ert gert varðandi stöðugleika þeirra. Þessi ummæli Sævars, sem birtust í Sjómannablaðinu Víkingi. vom bor- in undir Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóra. Hann sagöi að engar reglur heföu gilt um stöðugleika skipa sem smíðuð vom fyrir árið 1975 og þess vegna sé það rétt að þessum málum sé ábótavant varðandi skip smíðuð fyrir þennan tíma. Eftir 1975 er hvorki leyfilegt að byggja né breyta skipi án þess að stöðugleikaprófun fari fram. Magnús sagði að nú væri búið að veita nokkurt fé til þess að hefja stöð- ugleikaprófun á gömlum skipum og er verið að byrja með þær á gömlum bátum á ísafirði. Þetta er mjög kostn- aðarsöm aðgerð sem mun að mestu lenda á útgerðarmönnum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.