Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. 9 Utlönd Palestínumenn eignast nýjar frelsishetjur Fjórir ungir, strangtrúaðir mú- hameöstrúarmenn, sem fyrr í þess- um mánuði féllu í skotbardaga við hernámslið ísraela á Gaza-svæðinu, hafa nú bæst í hóp þeirra sem teljast frelsishetjur andófshreyfingar Pa- lestínumanná þar. Myndir af fjórmenningunum, klipptar út úr dagblöðum Palestína, hanga nú á veggjum margra heimila á Gaza-svæðinu og sögur af hetjudáð- um þeirra og félaga þeirra í hreyf- ingu sem nefnir sig Jihad (heilagt stríð), hafa heillað hug ungmenna í fátækrahverfum þar. Ung hreyfing Fyrir ári síðan var Jihad-hreyfing- in nær óþekkt. Síðan hefur hún orðið eitt virkasta aflið í baráttunni gegn hersetu ísraela á Gaza-svæðinu og hefur, að því er haft er eftir bæði palestínskum og ísraelskum heimild- um, jafnvel staðið fyrir aögerðum á herteknu svæðunum á vesturbakka Jórdan. ísraelar leggja nú sívaxandi áherslu á aðgerðir gegn hreyfing- unni sem þeir telja að hafi staðið að baki flestum árásum gegn ísraelsk- um hagsmunum á Gaza undanfarið ár. Hafa þeir handtekið liðlega fimm- tíu aðila sem grunaöir eru um aðild að hreyfingunni, svo og gert upptækt mikið magn vopna sem Jihad-félagar höfðu í fórum sínum. Telja ísraelar að Jihad hafi meðal annars staðið að morðinu á yfir- manni ísraelsku herlögreglunnar í Gaza-borg, árás á lest ísraelskra ör- yggisvarða i flóttamannabúðunum í Jabalya og moröum á nokkrum al- mennum ísraelskum borgurum. Óháðir shítum Þessi nýja Jihad-hreyfing starfar á mjög óskipulegum grundvelli. Hún hefur enga yfirlýsta leiðtoga, rekur engar skrifstofur eða fulltrúa út á við, hvorki heima né erlendis, og fylgismenn hennar segja hana alger- lega ótengda samnefndri hreyfingu shíta í Líbanon sem þar halda nokkr- um vesturlandabúum í gíslingu. ísraelskar heimildir herma að Ji- had fái vopn sín og fjármuni og njóti þjálfunar að mestu frá Fatah, stærstu skæruliðahreyfmgu innan frelsishreyfingar Palestínu, PLO. Komi birgðir yfirleitt gegn um Jórd- aníu. Þeir sem berjast fyrir hreyfing- una eru hins vegar ungir Sunni- múhameðstrúarmenn, sem alist hafa upp undir skugga ísraelskrar her- setu. Telja sérfræðingar að styrkur hreyfingarinnar liggi aðallega í áherslu hennar á hefbundnar kenn- ingar múhameðstrúar, því að hún hafnar alfarið öllum málamiðlunum gagnvart ísrael og Vesturlöndum og fangabúöum ísraela. I búðunum taka þau við kenningum sem gera þau að hörðum fylgjendum íslamskrar þjóð- ernisstefnu, en margir telja að fátt sé ísraelum jafnhættulegt og múha- meðstrú sem blandast þjóðernistil- finningum. Óttast fylgið ísraelsmenn óttast þess vegna þessa nýju hreyfingu mjög, einkum þar sem undanfarið ár hefur dregið til aðgerða sem ólíkar eru fyrri árás- um Palestínumanna á herteknu svæðunum og í ísrael sjálfu. í ágústmánuði síðastliðnum komst til dæmis upp samsæri um að aka vörubíl, hlöðnum sprengiefni, til að- seturs stjórnvalda í Jerúsalem og sprengja hann þar í loft upp. Öku- mennirnir ætluðu sjálfum sér ekki líf og er þetta í fyrsta sinn sem vitaö er til aö sjálfsmorðstilræði af þessu tagi hafi verið skipulagt innan landa- mæra Ísraelsríkis. Og þaö sem ísraelum þykir verst er að þeir hafa kynt sér þennan eld sjálfir, meö aðgerðum sínum á her- teknu svæðunum. Palestínsk kona í hefðbundnum bún- ingi við nám í háskóla múhameðs- trúarmanna á Gaza-svæðinu. Jihad hreyfingin sækir styrk sinn mikið til háskólans. Simamynd Rcuter vilja félaga hreyfingarinnar til sjálfs- fórnar. Góð vaxtarskilyrði Jihad-hreyfingin á góð vaxtarskil- yrði á Gaza-svæðinu. Þar búa nú um sex hundruð og fimmtíu þúsund Pa- lestínumenn, sem eiga sér ekkert heimaland og enga framtíð, aðra en illa launuö verkamannastörf í ísrael, þegar einhverja slíka vinnu er að fá á annað borð. Þegar þeir sem alast upp við þessi skilyrði ná unglingsárum hafa marg- ir þeirra tekið þátt í aö grýta hersetu- lið ísraela, þeir hafa komist í návígi við táragas og kylfur herlögreglunn- ar, hafa lent í skothríð og jafnvel dvalið um hríð í fangabúðum ísraela á svæðinu. Fangavist veitir þeim sjálfsvirð- ingu og skipar þeim sess meöal annarra andstæðinga ísraela, auk þess að þeir fá í fangabúðunum grundvallarþjálfun til baráttu gegn hersetunni. Að hafa setið í fangabúð- um ísraela er talið virðingarmerki meðal ungra Palestínumanna. Þeir sem vinna alþjóðleg hjálpar- störf á Gaza-svæðinu segja að með fangabúðunum séu ísraelar í raun að reka skóla fyrir palestínska skæruliða. Unglingarnir fari inn óharðnaðir og ráðvilltir, en komi út aftur sem harðnaðir hermenn. Eini kosturinn Að sögn palestínskra heimildár- manna er Jihad-hreyfingin og bar- átta hennar eini raunhæfi kosturinn sem þessi ungmenni sjá. Hefðbundin þjóðernisstefna Palestínumanna hef- ur ekki náð árangri í viðskiptum sínum við ísraela, Sovétríkin og hreyfmgar vinstri sinnaðra Palest- ínumanna hafa ekki staðið undir loforðum sínum og mörgum ungum Palestínumönnum þykir PLO hafa svikið þann málstað sem þeir vilja berjast fyrir. Mörg ungmenni, sem fylgjandi eru PLO, skipta um skoðun við dvöl í WJÓRNUNAR veitir þú þjónustu ? INNRITUN TIL 30. OKT. FYRIRTÆKINU VEGNAR BETUR, NÝTI STARFSMENN SAMSKIPTAHÆFNI SÍNA TIL FULLS. ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐ FYRIR EINSTAKLINGA , OG STARFSMANNAHÓPA. Magnaö námskeið afnýju tegundinni og því erætlað xað skila árangri strax. Þetta er námskeiðið sem Flugleiðir sendu allt sitt starfsfólk á. NÁMSKEIÐIÐ Á: • Að auka þátttöku og áhuga starfsfólks á starfsemi fyrirtækisins • Að auka skilning allra á mikilvægi þess að uppfylla þarfir viðskiptavinarins • Að kynna raunhæfar aðferðir til samskipta innan fyrirtækis og utan • Að taka breytingum með jákvæðum hætti • Að bæta starfsandann 1 \ • Að skapa skilning á því að þjónustan innan fyrirtækisins ^ hefur mikil áhrif á þjónustuna út á við LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TÍMI OG STAÐUfí: 2.-3. nóvember kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. Stjórnuridrfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Arnarflug og KLM - Til yfir 130 borga í 77 löndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.