Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. 11 Útlönd Ný bytting Leiötogi byltingarmannanna, sem í ágústmán- uði reyndu aö steypa Corazon Aquino, forseta Filippseyja, af stóli, er enn á ílótta en ekki búinn að gefa baráttu sína upp á bátinn. Hann segir baráttuna halda áfram þar til stjórnvöld gangi að kröfum um sakaruppgjöf, forsetinn fari frá eða þar til hersveitir tryggar forsetanum nái honum á sitt vald. Gregorio Honasan ofursti, sem var einn af leið- togum þeirra er steyptu Ferdinand Marcos af stóli og komu Aquino til valda, er nú leiðtogi þeirra sem vilja nýja forsetann aftur út í kuld- ann. Honum tókst nærri því að bylta Aquino í ágúst og hann ætlar aö reyna aftur. Hann varar stjómvöld við því að til meiri blóðsúthelhnga kunni að koma í það skiptið ef þau gefi ekki eftir. „Hvað er að því að ráðast á forsetahöllina af fullu aíli?“ spyr hann og útilokar ekki aö Corazon Aquino verði myrt ef færi gefst. Hann fuhyrðir að á sínum tíma hafi verið ætlunin að ráða Marc- os af dögum og fær ekki séð að það geti tahst verra að myrða Aquino. Honasan segist þó einnig vera reiðubúinn th þess að gefa baráttu sína upp á bátinn ef stjóm- völd lofi því að gefa öllum uppreisnarmönnum upp sakir. Segist hann skilja það að rikisstjórn forsetans þurfi að halda andliti sínu út á við. Til þessa hefur Aquino þó neitað aífarið að semja við þá. Afmæli Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að sovéska byltingin á sjötíu ára afmæli á þessu ári. Fyrirhuguð eru mikil hátíðahöld í Moskvu, að sjálfsögðu með fjölda boðsgesta alls staðar að úr heiminum, og munu þau væntanlega ná há- marki sínu þann sjöunda nóvember næstkom- andi en það er opinber afmælisdagur byltingar- innar. Hátíðin hófst hins vegar fyrir rúmum mánuði með mikilli flugsýningu í Moskvu. Meðal þess sem þar var sýnt var þessi herþyrla, af gerðinni MI-8, sem bar risavaxna mynd af Lenin. Líkt og hátiðahöldin hófust með flugsýningu mun þeim væntanlega ljúka með mikilli hersýn- ingu á Rauða torginu í Moskvu, eins og hefð segir til um hjá Sovétmönnum. Gengur hægt Indversku hersveitunum á Sri Lanka ætlar seint að takast að vinna sigur á skæruliðum tamha í Jaffna-borg á norðanverðri eynni. Barátt- an um borgina hefur nú staðið í sautján daga og hefur orðið mikið mannfall í liöi beggja. Talið er að um sex hundruð tamílar hafi fallið en hundr- að sextíu og sjö indverskir hermenn munu hafa týnt lífi. Að sögn Indveija gengur þungvopnuðum her- sveitum þeirra erfiðlega að uppræta skæruhða tamílanna, einkum þar sem ekki þykir þorandi aö beita indverska heraflanum af fullu afli af óttavið manntjón meðal almennra borgara. Auk þess er óttast að meginhluti skæruliðanna í borg- inni hafi náð aö komast undan þaðan í hópum flóttamanna og að þeir geti tekið baráttuna aftur upp á nýjum vettvangi. Geimskot Bandaríska flughernum tókst á mánudag að skjóta á loft gervihnetti með Títan-eldflaug frá flugstöðinni í Vandenberg í Kaliforníu. Er þetta í fyrsta sinn í hálft annað ár sem flughernum tekst að koma gervihnetti á loft og er talið að skotið hafi mikla þýðingu fyrir geimferðaáætlun Bandaríkjanna í heild. Ekki var gefið upp hvers konar gervihnöttur það var sem Títan-flaugin bar á loft. Sérfræðing- ar leiða þó getum að því að þar hafi verið um KHU njósnahnött að ræða en shkir hnettir vega yfir þrettán tonn og eru á stærð við strætisvagn. Bandaríkjamenn eiga sem stendur aðeins einn slíkan hnött á braut um jörðu og er talið að hann verði ónothæfur á næsta ári. Síðustu tvær th- raunir Bandaríkjamanna með Títan-flaugar hafa misheppnast, önnur vegna vélarbilunar og hin vegna þess að eldflaugin sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak. NORRÆNI SUMARHASKÓLINN KYNNINGARFUNDUR verður í Norræna húsinu í kvöld, miðvíkudaginn 28. okt. kl. 20.30. f vetur gefst kostur á að vinna með eftirtalin efni: 1. Huglægni (subjektivitet og intersubjektivitet). 2. Erfðatækni og siðareglur i því sambandi. 3. Þróunarleiöir í þriðja heiminum. 4. Trúarbrögð og menning. 5. Framtið Evrópu. 6. Tíminn, - greining og skilningur. 7. Meðferðarstefnur, meðferðarsamfélag. 8. Fagurfræði tónlistar. 9. Tækniþróun og aðiögun að henni. 10. Kynbundin áhrif í fagurfræði og menningu. 11. Frásögn, mynd og hljóð í nútimamiðiun. Allt áhugafólk er velkomið. Stjórn íslandsdeildar N.S.H. / (Q f / / Mött áferð með Kópal Dýrotóni Kópal Dýrótón innimálningin hefur gljástig 4, sem gefur matta áferð. Þessi mjúka áferð heldur endurkasti í lágmarki og hentar því vel þar sem veggirnir eru baksvið í leik og starfi. Viljir þú meiri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Glitru, Kópal Flos eða Kópal Geisla. I M, málninglf kópal I DYROTON k STEIN, TRÉ, MALM O.FL ttWUHJkSTMÁLNING, VATNSÞVNN. qíÁST/q

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.