Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Síða 12
12 v MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Hart deilt um húsnæðismál Snarpar deilur hafa risið um nýtt húsnæðismála- frumvarp. Þær deilur fara einkum fram milli stjórnar- flokkanna sjálfra og ef marka má yfirlýsingar á þingi í fyrradag virðist djúpstæður ágreiningur vera um málið og málsmeðferðina. Þar er hver höndin upp á móti ann- arri og og allsendis óséð um málalok. Á síðasta kjörtímabili voru samþykkt ný húsnæðis- málalög í framhaldi af samkomulagi aðila vinnumark- aðarins og lífeyrissjóðanna þar sem lánafyrirgreiðsla Byggingarsjóðs var stórlega aukin. Það leið þó ekki á löngu þar til ljóst varð að kerfið stóð ekki undir svo mikilli lánaaukningu. Það hreinlega sprakk, lánasjóður- inn kiknaði undan álaginu og biðlistar þúsunda umsækjenda mynduðust. Ástandið varð hálfu verra en það hafði verið áður en hin nýja löggjöf kom til sögunn- ar. Menn höfðu farið úr öskunni í eldinn. Það var við þessi skilyrði sem ný ríkisstjórn og nýr félagsmálaráðherra fékk það verkefni að færa löggjöfma til betri vegar. Sú staðreynd varð ekki umflúin að gera niðurskurð á lánsfé, takmarka umsóknir og stilla um- sækjendum upp í forgangsröð. Þetta var og er óhjá- kvæmilegt og að því leyti verður að skilja afstöðu Jóhönnu Sigurðardóttur og þær tillögur sem hún setur nú fram. Kjarni þeirra tillagna er sá að efnaminna fólk og þeir aðrir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta skipti hafi forgang. Undir þá stefnu má taka, enda er fárán- legt að veita þeim sem eiga stórar og skuldlausar eignir jafnan rétt til láns eins og þeim sem eru að stofna heim- ili og brjótast til sjálfseignar. Það eru hins vegar ótæk vinnubrögð hjá félagsmála- ráðherra áð vinna frumvarpið án samráðs við sam- starfsflokkana í ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins sem í upphafi lögðu grunninn að núverandi húsnæðis- málakerfi. Ráðherrann getur ekki búist við að njóta stuðnings eða skilnings fyrir málstað sínum ef hún sýn- ir samherjum í ríkisstjórnarsamstarfi algjört tillitsleysi. Það sem er þó sýnu verst er sú staðreynd að Jóhanna félagsmálaráðherra virðist ætla að sniðganga lífeyris- sjóðina sem eru forsenda fyrir því að fé fáist til húsnæðislána samkvæmt frumvarpinu. Tillögur hennar ganga út á að lífeyrissjóðsfélagar, sem eiga að afsala lífeyrissjóðsgreiðslum sínum til lánakerfisins, verði dilkaðir niður í hópa og forgang eftir geðþótta ráð- herrans og þeirra reglugerða sem hún kann að ákveða. Þetta er.í andstöðu við stefnu lífeyrissjóðanna. Auk þess eru ýmsir aðrir agnúar á frumvarpinu og þá einkum hugmyndir um mismunandi vexti sam- kvæmt efnahag lántaka sem býður heim misnotkun og svindh. Allur sá þvergirðingsháttur, sem viðhafður er við meðferð málsins af hálfu ráðherrans, er ekki vænlegur til árangurs. Með lagni og hpurð er ahs ekki útilokað að ná megi samkomulagi um samdrátt í lánakerfmu og forgangsröðun með hliðsjón af þeim meginatriðum sem hér voru rakin að framan og eru í anda ráðherrans og sjálfsagt verkalýðshreyfingarinnar sömuleiðis. Það er áríðandi að alþingi samþykki nýja húsnæðislánalöggjöf enda er ástandið óþolandi um þessar mundir. Kerfið er sprungið og þarfnast lagfæringar. Vonandi lætur ráð- herrann segjast. Vonandi lætur hún af einstefnu sinni þannig að lánsumsækjendur gjaldi ekki ágreinings í stjórnarflokkunum sem engum er til góðs, allra síst málefninu sjálfu. EUert B. Schram Á þessum haustdögum, þegar þing er að koma saman, fer ekki hjá því að gamall húsdraugur á þeim bæ skenki þar að nokkra hugsun. Máske eru honum þá efst í hug afdrif ýmiss þess sem hann var þar sjálfur að „bardúsa", ár- angur eða árangursleysi. Fjölmiðlamatið Fyrst kemur honum þó í hug hið almenna umtal um Alþingi, oft svo niðrandi að undrum sætir, oft af svo mikilli vanþekkingu að erfitt er að trúa því að við lifum á upp- lýstri fjölmiðlaöld. Eða er máske rétt að hafa þetta síðasta innan gæsalappa? Er upplýsingin máske Geir Gunnarsson (yst til vinstri) í hópi samherja á miðstjórnarfundi Alþbl. Staldrað við I: Virkni og vilji - á Alþingi málum blandin, myndin dregin óskýrum eða öfiu heldur villandi dráttum? Tii baka horft er mér að minnsta kosti fullljóst að hávðasöm upp- hlaup, bólur sem hjaðnað hafa á samri stund, hafa ólíkt meiri at- hygli vakið en vel unnið starf að þingmálum, í nefndum, úti á akrin- um. Fjölmiðlamatið snýst um upphlaupin, stóryrðin, stríðsöskr- in. Ég nefni dæmi: Allra manna mál er það, andstæðinga ekki síður en samherja, að samviskusamasti og um flest færasti og um leið starfs- hæfasti þingmaöur okkar sé Geir Gunnarsson. Mér er a.m.k. ljúft að taka þátt í þeim lofsöngskór og tel hann síst of háværan. Einmitt þennan mann nefni ég þar sem fjölmiðlar gefa honum nær engan gaum, hann er ekki til kallaður að segja álit sitt nema svona einu sinni á ári, af því þá er þaö óhjákvæmilegt. Hann er einfaldlega ekki upp- hlaupsmaður, ekki maður háreyst- innar, en hann er bæði afburða- snjall á flestum sviðum þjóðmála, fjármála þó fyrst og síðast og hann er vinnuþjarkur, viðurkenndur af öllum. Og hann forðast að trana sér fram, frekar að hann hræðist það um of enda hefur hann skömm á sýndarmennskutilburðum hávaða- manna sem eingöngu vilja láta taka eftir sér, gæluþingmönnum fjöl- miðla. - En nóg um það. Reynsla undirritaös er allgrunduð að hans dómi. - Hún er ótvírætt þessi: / Samhljóða afgreiðsla eða Flestir þingmenn vinna vel, það mætti jafnvel segja mér að hlutfall þeirra starfssömu væri hærra en gerist og gengur meðal starfsstétta - enda ekki þakkarvert. Og mikill misskilningur er það að þar séu menn eingöngu iðnir við að deila - deila um keisarans skegg fyrst og síðast, ef trúa má umtali og fjöl- miðlum. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því að yfirgnæfandi meiri hluti mála, m.a.s. góðu málin sér í lagi, eru afgreidd með samhljóða eða KjaUarinn Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður nær samhljóða atkvæðum úr þing- inu, oft eftir vandlega nefndaríhug- un, þar sem allir hafa getað komist að og fært til betri vegar, fært til samkomulags, svo allir fái unað. Ég held þaö sé nauðsynlegt að fólk geri sér þessa ljósa grein. Hitt er jafnljóst að tekist er á um grundvallarviðhorf í mörgum mál- um, máske ekki nógu mörgum, máske ekki nógu skýrt. Og ekki hjálpa fjölmiðlar til, síður en svo. En þá spyr ég. Ætlast fólk ekki til þess að um þau meginviðhorf séu deilur, ágreiningur, oft ósætt- anlegur, og hljóta ekki af því tilefni að spretta snörp oröaskipti? Auð- vitað telur fólk það eðlilegt og raunar skyldu að um slíkt sé tekist á - og mætti raunar krefjast þess að meira yrði af slíku þar sem vissulega skerst í odda af málefnaá- stæðum. Aðeins til viðbótar þessu má svo nefna það að utan ræðustóls eru þingmenn óvenju góðir félagar, svo góðir að ég efa að margir vinnu- staðir státi af öðru eins. Til sanns vegar má eflaust færa að í téðum ræðustól fái menn æskilega útrás fyrir hið neikvæða en hið jákvæða blómstri svo betur í samskiptum almennt - Margt sem ræður En ekki átti þetta að vera nein lofgjörðarvella um gamlan vinnu- stað, vinnubrögð og vinnuanda. Næst skal vikið að virkni og fram- kvæmd á vilja þingsins. Og þá er að upphafsorðum komið. Auðvitað fer það eftir vinnusemi, ýtni og lagni þingmanna, hversu gengur um framkvæmd og sam- þykkt þingmála. Auðvitað eru menn mislagnir á þingi eins og annars staðar úti í þjóðlífinu. Auð- vitað fer þetta líka eftir málum. Veigamikil mál með mikla þýöingu geta að sjálfsögðu farið í gegn þótt flutt séu af einum þingmanni eins flokks ef máliö er hvort tveggja, nógu vel undirbúið og einfaldlega nógu gott. Eins er um mörg veiga- minni mál með afmarkaða þýð- ingu, en góð þó. Hins vegar geta góð mál strandað um of, einfaldlega vegna þess að viðkomandi má ekki fá af því heið- ur og þökk og oftast er það hégómafullur og hrokafullur ráð- herra sem nýtir stjórnarlið til hindrunar á framgangi mála. Þessa éru a.m.k. dæmi. Stundum þykir framkvæmd máls of dýr og menn einfaldlega ekki tilbúnir í þeim efn- um og það er skiljanlegt. Oft ræður þó smásmyglin ein í þeim tilfellum. Verstur er flokkakvótinn sem oft er nýttur í þinglok og best að hafa sem allra fæst orð um. En árangur og árangursleysi - um þaö skal fjallaö í öðrum pistli. Helgi Seljan „Auðvitað fer það eftir vinnusemi, ýtni og lagni þingmanna hversu gengur um framkvæmd og samþykkt þingmála.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.