Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Qupperneq 40
«4 • Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Alþýðusamband Vesturiands: Samþykkt að leggja - sambandið niður í allsherjar atkvæðagreiöslu dag- ana 19. og 20. nóvember, innan 11 verkalýðsfélaga sem mynda Alþýðu- samband Vesturlands, var samþykkt að leggja sambandið niður. Þótt 6 félög væru á móti því að leggja sam- bandið niður en 5 félög því meðmælt þá eru þessi 5 félög mun fjölmennari ög ráða því ferðinni. Félögin sem vildu leggja samband- ið niður voru: Verkalýðsfélag Akraness, Verslunarmannafélag Akraness, Sveinafélag málmiðnað- •Grmanna á Akranesi, Verkalýðsfélag Stykkishólms og Stjarnan í Grundar- firði. Félögin sem voru andvíg því eru: Valur, Búðardal, Verkalýðsfélag Borgarness, Hörður, Hvalfirði, Verslunarmannafélag Borgamess, Afturelding, Helhssandi og Jökull, Ólafsvík. Jón Agnar Eggertsson, formaður Alþýðusambands Vesturlands, sagði í morgun að málið yrði tekið fyrir á aukaþingi sambandsins 5. desember. Hann sagðist eiga von á því að félög- sem ekki vildu leggja sambaudiö niður myndu koma sér upp einhvers konar sambandi eða mynda sameig- inlegan umræðuvettvang. -S.dór Ungurmaðurtýndur Lýst er eftir 20 ára manni, Guð- mundi Finni Björnssyni frá Hvanna- brekku, til heimilis að Tjarnargötu 10 í Reykjavík. Guðmundur er ljóshærður, 182 sentímetrar á hæð og notar gleraugu. Hann var klæddur gráum jakka, gráum buxum, í skyrtu með bindi og í svörtum skóm. Síðast sást til Guðmundar um miðnætti aðfaranótt •^unnudags við veitingahúsið Hollywood í Reykjavík. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Guð- mundar eru beðnir að gera lögregl- unni viðvart. -sme llar gerðir sendibíla 25050 senDiBíLJtsTöDin Borgartúni 21 LOKI Valdastaðfr við Austurvöll skulu rísa hvað sem tautar og raular! Skrifstofuhús Alþingis er til um- ræðu i þingflokkum um þessar mundir. Arkitekt byggingarinnar ásamt húsameistara ríkisins fer þessa dagana á milli þingflokka og kynnir hugraynd að breyttu útliti hússins. Ekki mun þó vera ura stórvægilega breytingu að ræða. „Það er ekki búið að ákveða neina breytingu. Það eru alls konar hug- myndir uppi sem verið er að kynna og þingraenn geta komið með sínar tillögur," sagði Þorvaldur Garöar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings. A flárlögum yfirstandandi árs eru 12 milljónir króna til hönnunar nýbyggingar Alþingis. Þessi fjár- veiting kom inn að tillögu forseta og þingflokksformanna við loka- uraræðu frumvarpsins í fyrra. Hins vegar er ekkert fraralag til hússins í fjáriagafrumvarpi fyrir næsta ár. DV hefur fregnað að þingforseti leiti eftir vilja til aö halda áfrara verkinu. „Ég hef ekkert um þetta að segja. Það er ekki búið að ákveða aö byggja þessa nýbyggingu. Þú færð ekkert út úr mér á þessu stigi,“ sagði Þorvaldur Garðar. -KMU Það er ekki furða. þótt Karlvel Pálmason sé með sælubros á vör sitjandi mitt á meðal al- þingiskvennanna Álfheiðar Ingadóttur, Margrétar Frímannsdóttur og Kristínar Einarsdóttur. DV-mynd GVA Asmundur og Þorsteinn ræða saman Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, og Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra áttu fund saman nokkra stund í Alþingishús- inu síödegis í gær. „Við sátum smástund og röbbuð- um saman. Þetta voru ekki neinar samningaviðræður af hvorugs hálfu,“ sagði Ásmundur um fund þeirra. „Við hittumst bara og ræddum saman um ýmislegt eins og þegar tveir menn hittast á fórnum vegi. Þetta er ekki tilefni til eins eða neins. Það var ekkert stórt í sambandi við þetta,“ sagði Ásmundur. -KMU Veðríð á morgun: Suðvest- anátt ríkjandi Á morgun verður suðvestanátt ríkjandi. Framan af degi verður rigning austanlands en léttir til síðdegis. Um vestanvert landið verða skúrir eða slydduél. Hiti verður á bilinu 2 til 5 stig. Akureyri: Hávaði er rúntinum var lokað Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þeir höguðu sér eins og asnar,“ sagði varöstjóri hjá Akureyrarlög- reglunni í morgun um mótmæli ungra ökumanna í miðbænum þar í gærkvöld. Ökumennimir voru að mótmæla því að nú hefur rúntinum umhverfis Ráðhústorg verið lokað fyrir umferð frá kl. 22 á kvöldin til 6 á morgnana. Þessu var mótmælt á þann hátt að bílflautur voru þeyttar stanslaust við Torgið frá því lokað var kl. 22 í gaer- kvöldi fram til miðnættis. Lögreglan mætti að sjálfsögðu á staðinn og tók nokkra ökumenn til yfirheyrslu og síðan voru þeir kærö- ir fyrir að vera með hávaða á almannafæri. Kom fram hjá þeim flestum í yfirheyrslum að þeir höfðu verið að hefna sín á íbúum við Ráð- hústorg. Kvartanir íbúanna um hávaða vegna umferðarinnar urðu til þess að Torginu hefur nú verið lokaö og hinum hefðbundna rúnti þar með. Nýtt fiskverð ákveðið í gær Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað nýtt fiskverð á fundi sínum í gær. Verðið gildir frá 15. nóvember síðastliðnum til áramóta. Það er nokkuð svipað því sem verið hefur undanfarið meðan verðið var frjálst. Sem dæmi má nefna að verð fyrir 2ja kílóa þorsk var ákveðið 31,42 krónur fyrir kílóið. Verðið var ák ,’eðið með atkvæðum fulltrúa útgerðarmanna, sjómanna og annars fulltrúa vinnslunnar, Árna Benediktssyni. Bjarni Lúðvíks- son fulltrúi Sölumiðstöðvarinnar var á móti og lét bóka að þar sem vinhsl- an væri rekin með tapi gæti hann ekki samþykkt þetta verð. -S.dór Kvótasvikamálið: Skúli krefst aðgerða hjá ráðuneytinu Skúli Alexandersson alþingismað- ur sem ásakaður hefur verið af sjávarútvegsráöuneytinu fyrir vinnslu ólöglegs afla í fyrirtæki sínu Jökh hf á Hellissandi, hefur skrifað ráðuneytinu bréf og krafist þess að máh sínu verði flýtt. Hann bendir á að nú séu liðnir 3 mánuðir síðan hann svaraði ásökun- um ráðuneytisins og síðan hafi ekkert gerst. Hann segist hafa sent inn gögn sem sýni að ásakanir ráðu- neytisins séu rangar og nú krefjist hann þess að ráðyuneytið ljúki mál- inu, svo hann geti hreinsað mannorð sitt og fyrirtækis síns af röngum sak- argiftum. Skúli segir í bréfmu að taki ráðu- neytið ekki skýringar hans til greina muni hann leita réttar síns fyrir dómstólum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.