Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987.
?1
□□□□□□
□□□□□□
Traust rúm
Já, þetta rúm hefur vafalaust vakið athygli þína, les-
andi góður, er þú af gaumgæfni renndir augum yfir
síðuna. Þetta er traustvekjandi járnrúm sem fæst á
Reykjavíkurveginum, hjá þeim í Nýformi. Það er til
í breiddunum 90 cm, 100 cm, 120 cm, 140 cm, 152
cm, 160 cm og 180 cm. Rúmið fæst hvítt, svart,
gyllt og krómað. Mismunandi smekk fólks hvað varð-
ar lit og stærð ætti því að vera fullnægt í þessu tilviki.
□□□□□□
Plaköt
Nýform, Reykjavíkurvegi 66, sími 54100, er á tveim-
ur hæðum. A efri hæðinni er örugglega ein af stærstu
og fjölbreytilegustu plakatbúðum á landinu. Þar er
einnig gott úrval af römmum. Plakat í ramma er frá
300 kr. og upp í 4.000 kr.
Húsgögn
Þetta veglega borðstofuborð fæst í Nýform, Reykja-
víkurvegi 66, sími 54100. Þar fást einnig þessir
fallegu stólar sem sjást á myndinni. Þessi húsgögn
eru úr bæsaðri eik og er staðgreiðsluverð þeirra
59.400 kr.
t
STRANDGÖTU 20 - PÓSTHÓLF 80 - 222 HAFNARFJÖRÐyR
Trúlofunarhringar
Úr og skartgripir, Strandgötu 37, Hafnarfirði, sími
50590, bjóða upp á þessa trúlofunarhringa sem sjást
á myndinni. Parið kostar 10.400 kr. en 14.400 kr.
af þeim breiðari. Hringurinn, sem liggur, er borinn
með trúlofunarhring. Þetta ertveggja demanta hring-
ur og er hvor demantur þriggja punkta. Hann kostar
16.200 kr. Það þykir mjög fallegt að hafa þessa
hringa saman.
Fíni stóllinn
Þessi stóll, sem prýðir þessa mynd, heitir Wassily.
Hann er svona millistig á hægindastól og skrifstofu-
stól en það fyrrnefnda er þó frekar hans hlutverk.
Stólar af þessari gerð fást í Nýformi, Reykjavíkurvegi
66, sími 54100, og eru til hvítir og svartir. Þeir eru
verðlagðir á 12.250 kr.
Fyrirsmáafólkið
í Emblu, Strandgötu 29, sími 51055, fást þýskar
barnaúlpur á verði frá 3.900 kr. Þar fást einnig barna-
kjólar sem kosta frá 1.550 kr. í Emblu fæst ennfremur
margt fleira á smáa fólkið.
Emjb(a
STRANDGÖTU 29 - PÓSTHÓLF 80 - 222 HAFNARFJÖRÐUR
Jólastólar
Delta stólarnir eru sagðir vera jólastólarnir í ár. Þetta
eru krómaðir leðurstólar og eru til svartir, brúnir,
gráir og hvítir. Þeir eru af hógværð verðlagðir á 3.780
kr. Delta stólarnir fást í Nýformi, Reykjavíkurvegi 66,
sími 54100.
Pils og blússur
STRANDGÖTU 29 - PÓSTHÓLF 80 - 222 HAFNARFJÖRÐUR
Vmlmin £m|,(A
Sjónvarpsskápar
Skápar af þessari gerð eru fyrir myndbandstæki og
sjónvarp. Að sjálfsögðu kemst félagi þeirra, afruglar-
inn, einnig fyrir í skápnum. í Nýformi, Reykjavíkur-
vegi 66, sími 54100, fást þessir skápar í tíu gerðum
og þremur litum. Verð þeirra er frá 5.650 kr.
Falleg úr
Það er frá Tutima, þetta forkunnarfagra og breiða
kvenmannsúr. Þetta er svokallað spangarúr en þau
eru einmitt svo vinsæl um þessar mundir. Spangarúr-
in eru til gyllt, silfurlituð og dökkgrá og kosta aðeins
4.350 kr. Einnig sjást á myndinni Orient úr fyrir
bæði kynin. Karlmannsúrið er á 9.510 kr. en kven-
mannsúrið kostar 8.880 kr. Þau eru til í mörgum
litum. Þessi úr fást á Strandgötu 37, í versluninni
Úr og skartgripir, sími 50590.
Vmlmin Emblft
Handunnar
vörur
í lítilli og snoturri búð á
Reykjavíkurvegi 68 eru
vörurnar handunnar. Búð-
in heitir Handvirkni og er
síminn þar 54600. Þar er
að finna jólaföndur-
pakkningar í miklu úrvali.
Amma gamla, sem sést á
myndinni, kostar 480 kr.
en stóri plattinn kostar
850 kr. Það má með sanni
segja að í Handvirkni sé
ekki lagt á vörurnar eftir
þeirri vinnu sem fer í gerð
þeirra.
Kvenfatnaður
Kello er danskur kvenfatn:
aður í háum gæðaflokki. í
versluninni Emblu,
Strandgötu 29, Hafnar-
firði, sími 51055, fást pils,
buxur og jakkar í þessu
merki. Verðið er frá 3.100
kr. til 7.500 kr. Það verður
enginn svikinn á því að
koma við hjá stelpunum í
Emblu.
Þetta eru Petri pils og
blússur sem sjást á mynd-
inni. Er hér á ferðinni
sænsk gæðavara á góðu
verði, frá 2.400-3.950 kr.
Það er versluninEmbla,
Strandgötu 29, sem hefur
á boðstólum þennan fal-
lega fatnað. Síminn þar er
51055.