Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987. Fjölhæfa sjónvarpið Sjónvarpstæki Þessi Kitchen Aid hrærivél, sem fæst hjá Rafbúð Sambandsins, Ármúla 3, sími 687910, kostar 16.530, staðgreidd. Henni fylgja þeytari, hrærari og hnoðari en einnig er hægt að fá grænmetiskvörn, berjapressu og fleira sem fylgihluti. Þessi hrærivél getur því gert kraftaverk í eldhúsinu. Það vantar ekki sjónvarpstækin í Rafbúð Sambands- ins, Ármúla 3, sími 687910. Þetta 20 tommu litsjón- varpstæki frá Mark er með þráðlausri fjarstýringu og kostar 31.825 kr. Þar fást einnig 14 tommu tæki frá Mark en þau kosta 23.465 kr. Nú á dögum eru þau raftæki vinsælust sem ekki eru við eina fjölina felld. Fjögurra og hálfs tommu sjón- varpstækin, sem fást í Rafbúð Sambandsins, sími 687910, falla í þennan flokk. Þau kosta með vekjara og útvarpi 12.730 kr. og eru bæði 12 og 220 volta. 12 volta tækin geta m.a. fengið straum úr bifreiðum, þótt ekki sé mælt með mikilli notkun þeirra við akstur. Netta útvarpstækið Þetta útvarpstæki, sem er lítið og handhægt, getur maður hægléga haft í vasanum. Það vegur aðeins 900 grömm, er með þriggja stöðva minni og kostar 2.800 kr. Tækið gengur bæði fyrir rafhlöðu og 220 volta straumi og fæst í Rafbúð Sambandsins, Árm- úla 3, sími 687910. Rakvélar Þessar Payer rakvélar fást í Rafbúð Sambandsins, Ármúla 3, sími 687910. Þær eru til í mörgum útgáf- um og ganga fyrir rafhlöðum, hleðslu og straumi. Sjálfvirkur straumbreytir sér til þess að þær ganga hvort sem þeim er stungið í samband við 220 eða 110 volta straum. Ekkert er því sem sagt til fyrirstöðu að taka vélina með sér í Ameríkuferðina. Jólaseríur Það er visst öryggi í því að kaupa útiljósaseríur og skylda hluti hjá mönnum sem hafa vit á raftækjum, eins og þeir í Rafbúð Sam- bandsins, Ármúla 3, sími 687910, hafa. í Rafbúð- inni eru til útiljósaseríur í miklu úrvali. 40 pera sería með spennubreyti kostar 1.920 kr., aðventuljós eru á verði frá 1.680 kr. og kirkjan, sem prýðir mynd- ina, kostar 1.550 kr. Islensku pönnurnar Baðmottur Baðvogir Pottréttapönnur eru til 24 cm, 26 cm, og 28 cm í þvermál. Botninn í þeim er þykkur, hitaleiðni mjög góð og ekki festist við pönnuna vegna slitsterkrar hálkuhúðar. Þessar pönnur fást í um 80 búsáhalda- verslunum og -deildum um allt land. Þær eru framleiddar af Alpan hf., Eyrarbakka. Heildsöludreif- ingu annast Amaro, heildverslun, Akureyri, sími 96-22831. Hjá BB byggingarvörum, Suðurlandsbraut 4, sími 33331, er mikið úrval af baðmottum sem seldar eru jafnt stakar sem og í fallegum settum. Þær eru til hvítar, bláar, rauðar og gráar og er verð þeirra í sett- um frá 1.800 kr. Hjá BB byggingarvörum, Suðurlandsbraut 4, sími 33331, fást baðvogir fyrir létta og þunga, gamla sem unga. Þær fást í fjórum gerðum og kosta 1.290-3. 600 kr. Þessi verðmunur felst í tölvuskjá sem er á þeim dýrustu. Jakkaföt í versluninni London, Austurstræti 14, sími 14260, fást teinótt bó- mullarjakkaföt í stærðum S - XL. Stúlkan á mynd- inni er í jakkanum, sem kostar 4.200 kr„ en í stað buxnanna, sem eiga við jakkafötin, klæðist hún pilsi sem kostar 1.380 kr. Peysan, sem er úr 100% bómull og fæst grá, brún og blá, kostar 2.990 kr. Peysa, belti og pils Peysan, sem stúlkan er í, er úr ull og akrýl og kostar 3.300 kr. Hún er til hvít, rauð, svört og grá og fæst í einni stærð. Blöðrupilsið er úr bómull og polyester og fæst í stærðum eitt og tvö. Það er-til svart og grátt og kostar 1.780 kr. Loks er það teygjuþeltið sem kostar 900 kr. og fæst bæði hvítt og svart. Bómullarúlpa Bómullarúlpan er með hettu og kostar 5.500 kr. Hún fæst brún, blágrá, svört og drapplit og er hin vandaðasta flík. Buxurnar eru teinóttar, úr bómull og kosta 2.300 kr. Þær eru fyrirliggjandi gráar, brúnar og dökkbláar og eru virki- lega smart. Þetta fæst allt saman í London, Austur- stræti 14, sími 14260.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.