Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1987, Blaðsíða 52
100
> 'r FIMMTOD'AIGUR Ql ÖESM'BíM1!^.
Bráðsnjallt í Breiðholti
Snyrtivöruverslunin Nana, Fellagörðum, sími 71644,
vill rétt minna á hið feiknamikla úrval af ilmvötnum
fyrir dömur og herra sem hún hefur upp á að bjóða.
I dömulínunni eru þau frægu merki, Cartier, Dior,
Y.S. Laurent og Estée Lauder en hjá herrunum er
það Davidoff, Boss, Cartier og Y.S. Laurent sem
ráða ríkjum. Verðið er á bilinu 400-9.000 kr.
Rúmteppi
í húsgagnaversluninni Ingvar og synir, Grensásvegi
3., sími 681144, er mikið úrval af rúmteppum. Verð
teppa á einstaklingsrúm er frá 3.900 kr. en teppa á
hjónarúm frá 5.400 kr.
Jnœmr Jfn/r Áf
Útsölumarkaður
í Bylgjubúð, Arnarbakka 2, sími 75030, færðu fín
föt á fínu verði. Þar fæst þessi fíni frakki sem her-
rann á myndinni prýðir og kostar hann 1.950 kr. Þar
fást líka jogginggallar á dömur og herra á 800 kr.,
peysur á 800 kr., vetrargallar á 1.900 kr. og meira
að segja jakkaföt á 2.500 kr. Ennfremur er þar að
finna barnanáttsloppa og náttföt af ýmsum gerðum.
Slopparnir eru á 550 kr. en náttfötin frá 480 kr.
Bækur, brúður, bílar
í Bókabúð Breiðholts, Arnarbakka 2, sími 71360,
er mikið úrval af bókum en einnig fullt af skemmtileg-
um leikföngum fyrir börnin. Á myndinni er smásýnis-
horn af því sem búðin hefur á boðstólum í þessum
efnum. Þar gefur að líta Rambo-kall á 690 kr„ fjar-
stýrðan Camaro á 2.685 kr„ sjálftrekktan jeppa á 380
kr. og Pony hesta. Dúkkan úr Perluþáttunum vin-
sælu kostar 853 kr. og kuflarnir sem hlæja og blikka
augunum kosta 912 kr.
Flottir skór
I skóverslun Helgu, Fellagörðum, sími 74556, er
mikið til af fínum skóm. Þar fást telpulakkskór, hvít-
ir og svartir, á 1.295 kr„ drengjalakkskór á 1.340
kr„ barnamokkasíur á 1.640 og dömuökklaskór á
2.380 kr. Ennfremur fást þar dömuleðurskór á 4.150
kr„ dömuleðurstígvél á 5.630 kr. og loðfóðruð,
vatnsheld kuldastígvél á börn frá 1.050 kr.
Snyrtilegt í Fellagörðum
Snyrtivöruverslunin Nana, Fellagörðum, sími 71644,
angar nú af nýjasta ilminum, frumlegum og heillandi
Montana sem kostar frá 1.651 kr. Body kremið Beut-
iful, frá Estée Lauder, er þar einnig á boðstólum á
3.108 kr. og ekki má gleyma sérlega snotrum úrum
sem kosta frá 670 kr.
Skartgripir
Gulleyjan, Ingólfsstræti, v/ Bankastrætishornið, sími
621626, býður upp á glæsilegt skartgripaúrval.
Hálsmen og eyrnalokkar í settum. Verð 1.300-2.450
kr. Eyrnalokkar og armbönd í ótrúlegu úrvali. Til
glöggvunar má geta þess að Gulleyjan er til húsa
þar sem áður var húsnæði pennaviðgerða.
Sígild úr og gjafavörur
Þar sem pennaviðgerðir höfðu áður bækistöðvar, í
Ingólfstræti v/ Bankastrætishornið, er nú hin glæsi-
lega verslun, Gulleyjan. Þar er boðið upp á mikið
úrval sígildra úra. Verð 1.250-2.450 kr. auk gjafa-
vara, s.s. leðurhanska, leðurbelta, trefla og kven-
veskja. Síminn í Gulleyjunni er 621626.
Rúmfatnaður
Rúmfatnaður í öllum stærðum og gerðum. Verð frá
1.300 krónum. Ingvar og synir, Grensásvegi 3, sími
681144.
Fyrir ,iandavinnufólkið
Á myndinni má sjá austurríska gæðaframleiðslu sem
ber nafnið Unimat og Playmat og fæst í versluninni
Hugföngum, Eiðistorgi, sími 611535. Þar er einnig
að fá ýmislegt annað fyrir handavinnufólkið. Verslun-
in er opin á sunnudögum auk hins hefðbundna
afgreiðslutíma.
Bækur
í versluninni Hugföngum, sími 611535, íást allar
nýjustu bækurnar. Einnig armbandsúr og myndavör-
ur hvers konar. Ennfremur skemmtileg leikföng auk
ýmissa annarra gjafavara.
Skartgripir
Hjá Guðmundi Andréssyni gullsmið, Laugavegi 50,
sími 13769, er mikið úrval skartgripa úr gulli og silfri
fyrir dömur og herra. Grófa gullfestin á myndinni er
úr 14 karata gulli og kostar 13.666 kr. en gullhálsme-
nið, sem einnig er úr 14 karata gulli, kostar 6.920
kr. 14 karata gulleyrnalokkarnir kosta 5.555 kr. parið
og silfur ermahnappar með gullplötu eru verðlagðir
á 2.198 kr. Loks er það silfurbindisnæla með gull-
plötu en hún er á 1.453 kr.