Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
Stjómmál
Skattar ríkissjóðs
hækka um 3 milljarða
- stærsti hlutinn, 1,6 milljarðar króna, fer í auknar niðurgreiðslur og annað í landbúnaði
Með hækkuðum söluskatti og end-
urskoðaðri áætlun um tekjur af
öðrum sköttum gerir ríkisstjórnin
nú ráð fyrir að tekjuhlið fjárlaga-
frumvarpsins hækki um 3,1 milljarö
króna, úr 59,6 milljörðum króna upp
í 62,7 milljarða króna.
Með þvi að falla frá áformum um
22% söluskatt en hafa hann áfram
25% fær ríkisstjórin gríðarlegar við-
bótartekjur. í fjárlagafrumvarpinu,
sem lagt var fram í haust, var áætlað
að söluskattur skilaði 26,3 milljörð-
um króna. Við breytinguna, sem
ríkisstjómin samþykkti fyrir helgi,
er áætiað að söluskattstekjur hækki
upp í 31,2 milljarða króna, eða um
4,9 milljarða króna.
Með endurskoðun á tolium og
vörugjaldi minnka tekur ríkissjóðs
af þeim liðum hins vegar um 2,8
milljaröa króna.
Eftir stendur að breytingamar á
þessum þremur tekjustofnum, sölu-
skatti, tollum og vörugjaldi, skila
ríkissjóði 2,1 milljarði króna í við-
bótartekjur.
Auk þessa hefur endurskoðuð
áætiun um tekjur ríkisins af öðrum
sköttum leitt í ljós hækkun upp á 600
milljónir króna. Þá áætiar ríkis-
stjórnin aö fá viðbótartekjur vegna
minni söluskattssvika upp á 400
milljónir króna.
Þessari 3,1 milljarðs króna skatta-
hækkun hefur þegar verið ráðstafað
að mestu. Ríkisstjómin ákvað fyrir
helgi hvert 2,6 milljarðar króna
renna en heimilaði fjárveitinganefnd
að skipta 460 mtiljónum króna.
Stærsti hluti þess sem ríkisstjórnin
úthlutaði fer í auknar niðurgreiðslur
á landbúnaðarvörum, aðallega
kindakjöti og mjólk, 1,3 mtiljarðar
króna. Tti annarra landbúnaðarmála
fara 300 mtiljónir króna. Til aukinna
bamahóta og lífeyrisgreiðslna renna
600 mtiljónir króna. í endurgreiðslur
á fóðurbætisskatti fára 200 milljónir
króna. Tti Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga fara 100 mitijónir króna.
-KMU
„Ríkisstjómin ræður ekki yfir
fjárveitinganefnd,“ sagði Alex-
ander Stefánsson, varaformaður
fjárveitinganefndar, um þá ák-
vörðun ríkisstjómarinnar aö
heimila flárveitinganefnd að ráð-
stafa 460 milljónum króna viö
breytingar á fjárlagafrumvarpi.
„Við ákveðum þaö sjáifir hvaö
er fært í þessum efhum,“ bætti
Alexander við.
Hann hefur lýst þvi yfir að hann
spái því að fjárlögin muni liækka
um minnst tvo milfjarða króna í
meðfömm þingsins.
-KMU
Skattbyrði eykst ekki um milljarð
- segir upplysingafulltrúi fjármálaráðuneytis
„Frétt DV þess efnis að skattbyrði
aukist um einn milljarð á næsta ári
er röng,“ sagði Karl Birgisson, upp-
lýsingafulltrúi fiármálaráðuneytis í
ttiefni af útsíðufrétt í blaðinu í gær.
„Breytingar á tollum, vömgjaldi
og söluskatti gefa ríkissjóði engar
viðbótartekjur á næsta ári. Stað-
reyndin er sú að tekjutap vegna
lækkunar tolla verður um 1.430 millj-
ónir króna og tekjutap vegna
lækkunar vörugjalda um 1.400 mtilj-
ónir króna. Hins vegar er tekjutapið
vegið upp með samræmingu sölu-
skatts og fækkun undanþága sem
mun sktia um 4.880 milljónum króna
í ríkissjóð. Þama standa út af um
2.050 milljónir króna sem varið verð-
ur tti hækkunar barnabóta, lífeyris-
greiðslna og aðgerða tti lækkunar
verðlags.
Nettóniðurstaðan er því sú að hér
er ekki um að ræða auknar ráðstöf-
unartekjur fyrir ríkissjóð og þess
vegna fráleitt hjá DV að halda því
fram að kerfisbreytingamar hafi
verið notaðar tti skattahækkana. Sú
ákvörðun ríkisstjómarinnar að
hækka gjaldahliðina um einn mtilj-
arð var tekin með hliðsjón af endur-
skoðaðri tekjuáætiun og áætiuðum
betri skattsktium, minni undan-
drætti, í kjölfarið á söluskattsbreyt-
ingunni," sagði upplýsingafulltrúi
fjármálaráðuneytis.
Litfð til með krötunum. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi formaður Al-
þýðuflokksins, horfir ofan af vegg á núverandi formann, Jón Baldvin
Hannibalsson, og þingmann flokksins, Sighvat Björgvinsson.
DV-mynd GVA
Jón Baldvin komst ekki að
Stjómarandstæðingar gerðu
Jóni Baldvini Hannibalssyni lífið
leitt í neðri deild Alþingis í gær.
Með mörgum og löngum ræðum
um stjómarfrumvarp um að færa
útflutningsverslun yfir í utanríkis-
ráðuneyti, sem var fyrsta mál á
dagskrá, komu þeir í veg fyrir að
Jón Baldvin gæti flutt framsögu-
ræöu um næsta dagskrármál sem
var staðgreiðslukerfi skatta.
Á sama tíma var kvótafrum-
varpið tti umræðu í efri detid. Eftir
að Halldór Ásgrímsson hafði mælt
fyrir því tók Skúli Alexandersson
tti máls og hélt orðinu út fundinn.
Komst því enginn annar að á eftir
honum.
Getum er að því leitt að stjómar-
andstæðingar séu að reyna á þolrif
ráðherranna sem komnir eru í
tímaþröng með mörg stórmál.
-KMU
Kvótafmmvarpið komið inn á Alþingi:
Þú eyðilagðir fyrir mér daginn
- sagði Guðmundur H. Garðarsson sem komst ekki að fýrir Skúla Alexanderssyni
„Þú eyðtiagðir fyrir mér daginn,"
sagði Guðmundur H. Garðarsson við
Skúla Alexandersson eftir að sá síö-
amefndi hafði talað út fundartímann
í efri detid í gær þegar kvótafrum-
varpiö var tekið tti fyrstu umræöu.
Guðmundur komst því ekki í ræöu-
stól eins og tti stóð. Eftir ræöu Skúla
veltu menn því fyrir sér hvort al-
þýðubandalagsmenn ætiuöu aö
halda uppi málþófi um kvótafrum-
varpiö, jafnvel þótt Skúli talaði um
nauðsyn þess að afgreiða fmmvarpið
fyrir jólaleyfi þingmanna.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra mælti fyrir frumvarpinu í
efri detid. Hann rakti fyrst aðdrag-
anda þess að kvótakerfi var komið á
og síðan þá reynslu sem af því hefur
fengist. Fullyrti Halldór að kvóta-
kerfið hefði komið best út af þeim
aöferðum sem reyndar hefðu verið
tti stjómunar fiskveiða. Síðan fór
hann yfir frumvarpið og skýrði þær
breytingar sem gerðar hefðu verið á
því frá fyrra frumvarpi. Taldi hann
þær breytingar, sem gerðar hafa ver-
ið, en þær em í sjálfu sér ekki
margar, allar tti bóta.
Danfríður Skarphéðinsdóttir,
Kvennalista, talaði næst á eftir
Halldóri. Eftir aö hafa farið nokkmm
orðum um þær umræður sem átt
hafa sér stað í haust um fiskveiöi-
stefnuna rakti hún þær breytingatti-
lögur sem Kvennalistinn leggur fram
við frumvarpið.
Þar er gert ráð fyrir að 80% hetid-
arkvótans verði skipt milli byggðar-
laga meö hliðsjón af lönduðum afla
síðustu 5 ára. Vilji byggðarlag halda
sínum hlut miðað við fyrri ár beri
því að greiða fyrir það sem á vantar.
Það gjald renni í sjóð og úr honum
verði varið tti fræðslu í sjávarútvegi,
rahnsókna tengdum sjávarútvegi,
verðlauna tti handhafa aflamarks
fyrir sérstaka frammistöðu í nýtingu
og meðferð sjávaraflans eða lofsverð-
an aðbúnað starfsfólks. Byggðarlög-
in ráði því að mestu sjálf hvemig þau
ráðstafi sínum afla og hvert gjald þau
taki fyrir en eðltiegt væri að tekjur
sveitarfélaga af framleigu kvótans
yrðu notaðar til þess að bæta aðstöðu
í höfnum og auka þjónustu við sjáv-
arútveginn.
Loks kom Skúli Alexandersson,
Alþýðubandalagi, í ræöustól og tal-
aði í tæpa tvo klukkutíma. Hann fór
hörðum orðum um kvótakerfið eins
og það er og rakti það sem honum
fannst helst að, Skúli fullyrti að
kvótakerfið hefði ekki náð takmarki
sínu. Skipastóllinn hefði stækkað og
afli síðustu fjögurra ára miklu meiri
en fiskifræðingar og stjómvöld hefðu
lagt tti. Þá lagði Skúli fram hreyting-
artillögur Alþýðubandalagsins sem
sagt var frá í DV á laugardaginn,
Guðmundur H. Garðarsson, Sjálf-
stæðisflokki, átti að koma í ræðustól
á eftir Skúla en fundartíminn var úti
og fundi frestað þar til í dag.
-S.dór
Þjóðhagsstofnun reiknar með fyrirvara:
Botnfiskveiðamar reknar með 9,3% tapi
í umræðunni um kvótafrumvarpið
á Alþingi í gær vitnaði Skúli Alex-
andersson alþingismaður í bréf frá
Þjóðhagsstofnun þar sem stofnunin
hefur reiknað út fyrir hann dæmi
um afkomu í botnfiskveiðunum mið-
að við rekstrarsktiyrði í nóvember.
Þar er gengið út frá því að verðmæti
fiskiskipa sé nú orðið tvöfalt vátrygg-
ingarverðmæti þeirra. Sé það rétt
hefur hagnaður sem hlutfall af tekj-
um breyst úr því að vera 3,5% í að
vera 9,3% í mínus.
Skúli fullyrðir í bréfi tti Þjóðhags-
stofnunar að í ár hafi skip verið seld
á tvöfóldu vátryggingarverði. Nefnir
hann tvö dæmL í öðru tilfellinu hafi
skip verið selt á 92% hærra verði en
í hinu á 120% hærra verði. í öðra
dæminu er átt við Dagstjömuna frá
Keflavík sem seld var tti Akúreyrar
í haust.
Þjóðhagsstofnim hefur fyrirvara á
þessum útreikningum sínum fyrir
Skúla og segir að ef allur fiskiskipa-
flotinn væri tti sölu myndi söluverð
hans verða töluvert lægra en tvöfalt
vátryggingarverð. Einnig vill Þjóð-
hagsstofnun að útgerðarmenn, sem
gerðu kröfu tti ávöxtunar miöað við
hækkun söluverðs skipanna, litu tti
þess arðs sem þeir hefðu orðið að-
njótandi við það að skip þeirra
hækkuðu í verði.
Þá segir í bréfinu að það séu því
mörg atriði sem taka þarf tillit tti
áður en einhlítar ályktanir séu
dregnar af þessu dæmi. Bent er á í
bréfinu, varðandi dæmi um einstök
skipakaup, að þá hljóti kaupendur
að hafa reiknað út arðsemi af þeim
viðskiptum og verið ánægðir með því *
varla hefðu þeir gert kaupin annars.
Skúli fullyrti að kvótakerfið væri
orsök þess að fiskiskipin hefðu
hækkað svo í verði sem raun ber
vitni.
-S.dór