Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
Fréttir
Hrikaleg árás á launafólk
Fyrirhugaðar hækkanir á fiski:
- segir Guðmundur Óskarsson í Sæbjörgu
„Ég skO ekki hvaða sérfræðingar
það eru sem telja dilkakjöt vera
aðalneysluvöru launafólks á ís-
landi og ég mótmæli því harölega,"
sagði Guðmundur Óskarsson í fisk-
búðinni Sæbjörgu í samtali við DV
þegar hann var spurður álits á
breytingum á vöruverði í kjölfar
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um
breytingar á óbeinum sköttum.
Guðmundur sagðist í gær engin
svör hafa fengið við spurningu um
það hvaðan þetta álit væri komið
en sagði að svo virtist sem stjóma
ætti mataræði fólks með þessum
aðgerðum. „Það eru hvorki ilm-
vötn né myndbandstæki á matseðl-
inum hjá launafólki,“ sagði
Guðmundur.
„Hinn almenni launamaður
borðar ýsu, saltfisk, reyktan fisk,
rauðsprettu eða smálúðu að meðal-
tah fjómm sinnum í viku. Það er
þessi almenna neysla. Þetta er
hrikaleg árás á launafólk og sú
agalegasta sem ég hef orðið vitni
að,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur benti ennfremur á
að fisksalar hefðu ákveðið að draga
úr þjónustu sinni eftir áramótin og
hann sagðist sannfærður um það
að skattsvik ykjust í kjölfarið á
þessum breytingmn.
-ój
Landlæknir:
Manneldissjónar-
mið ekki allsráðandi
- við skattiagningu á neysluvörur
„Ég get ekki sagt annað en að það
eru önnur sjónarmið en nianneldis-
sjónarmið sem ráða þarna," sagði
Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali
við DV þegar hann var spurður álits
á væntanlegum breytingum á vöm-
verði í kjölfar breyttrar skattlagn-
ingar ríkisvaldsins.
Breytt skattlagning hefur það með-
al annars í fór með sér að fiskur
hækkar um 25% og nýtt grænmeti
hækkar um 15 til 25%. Hins vegar
hækkar ekki mjólk, skyr, smjör eða
dilkakjöt.
Ólafur Ólafsson landlæknir sagði
að heilbrigðisráðherra hefði lagt
heilbrigðisáætlun fyrir Alþingi í
nafni ríkisstjórnarinnar en þá áætl-
un ætti eftir að samþykkja. Sagðist
Ólafur ekki sjá að þessi stýring
neyslunnar samrýmdist þeirri áætl-
un. „Mér finnst manneldissjónar-
miðin ekki vera allsráðandi þegar
tekin er ákvöröun um svona skatt-
lagningu,“ sagði Ólafur.
-ój
Hafnar ósk um útflutningsbætur
Framleiðnisjóður lanbúnaöarins lágt og einnig væri ekki samsfaða
hafnaöi á fundi sínum um helgina á meöal framleiðenda um útflutn-
ósk Landssambands kartöflu- inginn og nauðsynlega verðjöfnun
bænda um aöstoö við útflutning á á kartöflum hér innanlands.
kartöflum til Noregs. Þá nefhdi Jóhannes aö svo virtist
Jóhannes Torfason, forraaður sem einungis kartöflur af Eyja-
Framleiðnisjóðs.sagðiísamtaliviö fjarðarsvæðinu væra hæfar til
DV að þessari ósk hefði verið hafn- útflutnings, en vera kvnni að kart-
að með samhfjóða atkvæðum. öflur frá Homafiröi uppfylltu
Jóhannes sagöi að ekki hefði verið einnig skilyröin. Jóhannes sagði að
farið fram á ákveðna upphæð í til þess aö framleiðendur þeirra
þessu skyni og rök sjóðsstjórnar- kartaflna sera áhugi heíði verið á
innar fyrir höfnuninni ekki bókuð. aðflytiaútfengjusambærilegtverð ,
Þó sagði Jóhannes að það hefði fyrir afurðir sínar og innanlands
haft áhrif á niðurstöðuna hve verð- hefði þurft að greiða 10 til 15 krón-
ið sem til boða stendur í Noregi er ur með hvetju kílói. -ój
Hver veit nema þetta verði sjaldséð sjón í Hvítá við Ferjubakka með tið og tíma?
DV-mynd EJ
Fundur með bændum í dag:
Tekst samkomulag um upptöku neta?
Draumur margra veiðimanna er
að losna við netalagnir sem em víða
í ósum veiðiáa eins og í Borgarfjarð-
aránum og í Ölfusá og Hvítá. Virðist
sem þetta mál hafi fengið byr núna
hin síðari árin og sé kannski að verða
að veruleika næstu daga. „Það eru
ýmis ljón á veginum en við vonum
að þetta gangi upp, hugurinn er mik-
ill í félagsmönnum og samstaða,“
sagði Jón G. Baldvinsson, formaður
Stangaveiðifélagsins, á aðalfundi fé-
lagsins í fyrradag. En þar kom fram
einhugur hjá félagsmönnum, sem
voru um 150 mættir á fundinn, um
að reyna að að semja um að leggja
niður netaveiði í Borgarfirðinum á
sumri komanda. „Þetta eru á annað
hundrað netalagnir sem um er að
raéða og verður fróðlegt hvað kemur
út úr fundinum með bændum á
Hvanneyri á þriðjudaginn," sagði
Jón ennfremur.
„Við verðum að standa saman um
þetta mál því þetta er mikið hags-
munamál fyrir veiðimenn," sagði
Guðlaugur Bergmann, stjórnarmað-
ur í Stangaveiðifélaginu, um máhð.
Þessa dagana er verið kanna hvaö
þetta muni kosta og verður fundur-
inn haldinn með bændum í dag,
þriðjudag.
Við höfum heyrt að fyrir austan sé
eitthvað þessu líkt í gangi líka varð-
andi Ölfusá og Hvítá og hafa víst
einhverjir bændur selt netalagnir
sínar. Mönnum finnst víst verð á laxi
verða orðið nokkuð lágt þegar líður
á veiðitímann og laxinn orðinn leg-
inn.
G. Bender
I dag mælir Dagfari________________
Jólagjöfin í ár
Ráðherrarnir brostu út að eyrum
og féllust í faðma. Sigurgleðin
leyndi sér ekki, enda tímamótavið-
burður í höfn. Þeim hafði tekist að
ná samkomulagi um hallalaus fjár-
lög. Það er ekki lítið afrek, sérstak-
lega ef það er haft í huga, hvað
þeir þurftu að leggja mikið á sig til
að láta enda ná saman. Þeir ákváðu
að söluskatturinn skyldi ekki
lækkaður eins og þeir voru búnir
að ráðgera áður en að þessum tíma-
mótaviðburði kom. Ekki er það á
hverjum degi sem ráðherrar á ís-
landi ná samkomulagi um að
lækka ekki skatta sem búið var
áður að lofa að lækka. Það þarf
töluvert þrek til aö taka svona ák-
vöröun og ekki n'ema von að
ráðherrarnir séu ánægðir með
sjálfa sig.
Enginn vafi er á því að þjóðin
mun meta þessa erfiðu ákvörðun
að verðleikum. Kannske ekki núna
í augnablikinu því einhvem veginn
læðist aö fólki sá grunur að það
þurfi að greiða hærri skatta heldur
en fyrirhugaö var og það er ekki
víst að allir kunni að meta það. En
síðar, einhvem tímann síðar mun
sagan sanna að ráðherrarnir höfðu
rétt fyrir sér. Og ráðherrar em
ekki að vinna sig í álit hjá þjóðinni
eða kjósendum augnabliksins held-
ur eru þeir að skrá nöfn sín í
söguna. Sagan er þeim miklu meira
virði heldur en kjósenduriúr og
skattborgaramir og jafnvel þótt
það verði ekki fyrr en eftir þeirra
daga og eftir daga okkar allra þá
mun sagan sýna og sanna að þeir
gerðu rétt þegar þeir ákváðu að
hætta við að lækka söluskattinn
eins og þeir vora húnir að lofa.
Ástæðan fyrir þessari erfiðu á-
kvörðun er það markmið að af-
greiða hallalaus fjárlög. Og
ríkisstjórnin og alþingi geta ekki
afgreitt hallalaus íjárlög nema fólk-
ið borgi meira í söluskatt en
upphaflega var gert ráð fyrir. Það
er auðvitað miklu eftirsóknarverð-
ara fyrir almenning að fjárlögin
verði hallalaus heldur en hitt,
hvort skattarnir séu hærri eða
lægri. Það sjá allir.
Svo er það líka enn annaö, nefni-
lega það að búiö var að lofa
bændunum að greiöa þeim bætur
fyrir aö framleiða landbúnaðarvör-
urnar sem ekkiseljast. Ef menn eru
ábyrgir þjóöfélagsþegnar þá verða
þeir að viðurkenna að það skiptir
ekki máli hvort landbúnaðarvör-
urnar eru étnar eða ekki, það sem
skiptir máli er að fólk borgi fyrir
matinn, hvort sem hann er étinn
eða ekki. Þannig er sú stefna ríkj-
andi að fólk kaupir ekki aðeins í
matinn heldur borgar það líka fyrir
matinn sem það vill ekki. Það gera
bændumir sem verða að fá sitt af
því ríkistjórnin var búinn að lofa
því.
En ríkisstjómin gerði annað um
leið. Hún ákvað að undanþegnar
söluskatti skyldu nokkrar vörateg-
undir sem hún, það er að segja
ríkisstjómin, telur þær matvörur
sem þjóðin eigi að éta öðra fremur.
Það er kindakjöt, mjólk, smjör og
skyr. Og osturinn. Þeir ákváðu í
lokin að osturinn væri líka matur,
sem þjóðin þyrfti að éta til aö halda
lífi. Annað má eiga sig. Fiskurinn
til að mynda er ekki á skrá yfir þær
matvörar sem þjóðin þarf sérstak-
lega á aö halda, enda er fiskurinn
ekki framleiddur af bændastéttinni
og honum hefur ekki ennþá verið
hent á haugana, og þess vegna þarf
ekki aö hjálpa þjóðinni til að éta
fisk.
Þetta er óneitanlega tímamóta-
viðburður þegar ríkisstjóm íslands
ákveður svona matseöilinn fyrir
þjóðina á einu bretti og hiýtur það
að teljast jólagjöfin í ár. Mikil gæfa
er fyrir þjóðina að hafa svona ríkis
stjórn sem hefur vit fyrir manni
og veit að það er bæði framleiðend-
um og neytendum fyrir bestu að
hafa kindakjöt í öll mál og greiða
fyrir kindakjötsátinu, með smjöri
og skyri í bragðbæti, meö því að
fella niöur söluskattinn á þessar
vörur.
Jólasveinarnir koma með jóla-
gjafirnar. Jólasveinar eihn og átta,
ofan koma af fjöllunum. í þetta
skipti eru jólasveinarnir hvorki
fleiri né færri en ellefu talsins, ell-
efu ráðherrar, sem úthluta jólagjöf-
um með söluskattslausum
landbúnaðarafurðum annars veg-
ar en óbreyttum söluskatti hins
vegar á allar hinar óhollu matvör-
umar, sem fólk þarf ekki að ómaka
sig á að éta. Og með þessum jóla-
gjöfum tekst ríkisstjórninni að
afgreiða hallalaus íjárlög. Já, þetta
era mikhr snillingar, sérstaklega
þegar það er haft í huga, að þeir
þurfa ekki að borga jólagjafirnar
sjálfir. Heldur þjóðin sem þiggur
þær.
Dagfari